Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 44
13. apríl 2018KYNNINGARBLAÐVorverkin
Þegar samstarfið við Litla-Hraun hófst var nokkur ver-kefnaskortur á verkstæðinu
þar og var þessu tekið fagnandi.
Þáverandi fangelsisstjóri, Margrét
Frímannsdóttir, var mjög jákvæð
gagnvart þessu og fangarnir hafa
sinnt þessu af ástríðu; þeir leggja
mikið upp úr því að gera þetta vel og
að bekkirnir endurspegli fagmennsku
og gott handbragð,“ segir Dagný
Bjarnadóttir, landslagsarkitekt hjá
DLD, en garðbekkir hennar undir
vörumerkinu FANG eru stórmerk
hönnun sem annars vegar hefur
umhverfisverndarsjónarmið og hins
vegar samfélagsleg markmið um at-
vinnuþátttöku fanga að leiðarljósi.
„Hönnunin hefur að markmiði að
nýta betur skógarefnivið sem til fellur
og hins vegar að skapa atvinnu og
verkþekkingu í fangelsum. Þetta nafn,
FANG, er skammstöfun á Fram-
leiðsla afurða úr nytjaskógi í grennd.
Það vísar líka í framleiðslustaðinn
fangelsi, en ekki síður til faðmlags, að
taka eitthvað í fangið og umfaðma
það, sem maður óskar að sé gert við
fangana og umhverfið,“ segir Dagný.
Nokkuð annarri nálgun er beitt
við hönnun þessara garðbekkja en
vanalega tíðkast við gerð sambæri-
legra skógarbekkja: „Margir kannast
til dæmis við bekki sem eru hálfur
trjábolur og þess háttar. Í hönnun
Fang-bekkjanna er leitast við að
vinna út frá efniviðnum og fram-
leiðslumöguleikum verkstæðanna á
Litla-Hrauni, þar sem einfaldleiki og
auðlært framleiðsluferli skiptir máli.
Í hönnuninni er dregið fram náttúru-
legt form efnisins með því að tefla
því á móti öguðum og stílhreinum
formum, með því móti næst spenna
og dýnamík þar sem efniviðurinn
fær notið sín til fulls. Við reynum að
nýta efnið eins vel og hægt er, ef ég
fæ nógu góðan trjábol get ég sagað
hann í tvennt og notað báða helm-
ingana í efnivið. Ég læt tréð halda
forminu að neðanverðu, sem gerir
hvern bekk einstakan, þannig verða
engir tveir bekkir nákvæmlega eins.
Þeir standa á stálfótum sem eru
pólýhúðaðir og hægt er að bolta þá
niður. Bekkurinn er fljótur að þorna
þar sem vel loftar á milli borðanna. Í
dag eru tvenns konar bekkir í fram-
leiðslu, Drumbur, sem er beinn bekk-
ur, og Sveifla, sem er í boga.“
Segja má að gerð bekkjanna sé
samvinnuverkefni Dagnýjar, skóg-
ræktarfélaganna á Suðurlandi og
vistmanna á Litla-Hrauni: „Skóg-
ræktarfélögin höggva viðinn og saga
til efnið. Lokastig framleiðslunnar
á sér stað á Litla-Hrauni, þar eru
bekkirnir settir saman og fullkláraðir.
Aðalhandverkið fer fram þar en hitt
er aðallega skógarvinnsla. Fæturnir
eru þó oftast aðkeypt vinna.“
Helstu kaupendur að bekkjunum
hafa verið sveitarfélög en almenning-
ur kaupir einnig þessa bekki því þeir
fara vel í garðinum eða við sumar-
bústaðinn. „Svo spillir ekki fyrir að
engir tveir bekkir eru eins því form
trésins ræður útlitinu, því er hver og
einn bekkur sérstakt handverk,“ segir
Dagný.
Fang-bekkina má nú sjá víða. Ný-
lega voru þeir notaðir á útsýnisstað
við Goðafoss, þá má finna í Vatns-
mýrinni, í Hellisgerði í Hafnarfirði, á
leiksvæðum á Klambratúni og við
Árbæjarskóla, svo eitthvað sé nefnt.
Fljótlega verða settir upp bogabekkir
af þessu tagi við veitingastað í endur-
gerðum bragga í Nauthólsvík. Fang-
bekkirnir falla vel að umhverfinu hvort
sem það er borgarlandslag eða við
náttúruperlur landsins.
Auk bekkjanna fæst DLD
teiknistofa við margs konar verk-
efni á sviði landslagsarkitektúrs, frá
skipulagsgerð til ýmiss konar hönnun-
ar, og hefur stofan hlotið margs konar
verðlaun á sínu sviði. Nánar má lesa
um bekkina og verksvið DLD og fleira
um framsækna hönnun Dagnýjar, á
vefsíðunni dld.is. Einnig er fésbókar-
síðan fangutihusgogn með myndir
af bekkjunum við ýmsar aðstæður.
Bekkirnir eru framleiddir eftir pöntun
og er hægt að hafa samband við
Dagnýju í gegnum samskiptaleið á
vefsíðunni.
FANG-GARÐBEKKIR
Falleg hönnun úr íslenskum skógar-
við með atvinnuþátttöku fanga