Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 27
FÓLK - VIÐTAL 2713. apríl 2018 fremst einhvers konar andlegur sjáandi, hann fékk gáfu til að sjá allt, nákvæmlega allt, ef maður leitar þá mun maður alltaf sjá eitthvað nýtt í þessum verkum, eitthvað sem varpar jafnvel nýju ljósi á ýmsa lífs- reynslu manns.“ Jón segir að til þess að kynnast Shakespeare sé nauðsynlegt að lesa hann. Uppsetningarnar séu margar og misjafnar og þar komist ekki allt til skila. Skilja Íslendingar Shakespeare líkt og enskumælandi fólk? „Við erum svo lánsöm að eiga mjög góð- ar þýðingar Helga Hálfdanarsonar á næst- um öllum verkunum. Ég hef áður skrifað um og botna ekkert í því að leikhúsin skuli ekki nota þær meira en þau gera. Þau hafa látið gera nýjar þýðingar en ég get ekki séð að þær bæti neinu við þýðingar Helga, sem eru ákaflega trúar frumtextanum. Sumum þykja þær of bóklegar en það er fólk sem hefur ekki unnið með þær. Innan leik- hússins ríkja ákaflega miklir fordómar og ég vil leyfa mér að segja vanþekking á þessum textum.“ Jón nefnir sérstaklega uppfærslu Borgar leikhússins á Hamlet árið 2014. „Það var hræðileg sýning. Þá tóku þeir texta Helga og blönduðu inn í hann alls kyns slanguryrðum og götumáli. Þetta var þvert brot á hans höfundarrétti og óskilj- anlegt að börn hans skyldu ekki stöðva svona fruntahátt.“ Hann segir að þetta sé sérstaklega sorglegt í ljósi þess að Íslendingar séu að miklu leyti betur í stakk búnir til að skilja texta Shakespeare. Venjulegur Breti skilji til dæmis ekki nema hluta þess sem sagt er en að þýðingar Helga séu ljósari. „Stóri dómur“ ruddi veginn Jón gekk í Menntaskólann í Reykjavík og hélt svo til Svíþjóðar til að nema leikhús- fræði við Stokkhólmsháskóla. Náminu lauk árið 1996 með doktorsgráðu en fram að því starfaði hann hér heima, meðal annars við blaðaskrif, kennslu við Leiklistar skóla Ís- lands og Háskólann, dagskrárgerð fyrir út- varp og leikstjórn. Árið 1978, þegar Jón var aðeins 23 ára gamall, var hann fenginn til að skrifa leik- húsgagnrýni fyrir Þjóðviljann og nokkru síðar fór hann að skrifa í Helgarpóstinn. Árið 1982 varð hann leiklistarstjóri Ríkis- útvarpsins og gegndi hann þeirri stöðu til ársins 1991. Hann ruddi brautina fyrir leik- húsgagnrýni bæði í útvarpi og síðar í sjónvarpi og olli strax miklu fjaðrafoki fyrir hreinskilin og hispurslaus skrif. „Því var hreint ekki vel tekið á æðstu stöðum í leikhúsinu og kostaði talsverða baráttu. Fólki fannst eins og Ríkisút- varpið ætti að vera hafið upp yfir allt og alla líkt og forsetaembættið. Að þar kæmi fram gagnrýni fannst fólki ekki við hæfi. Ríkisútvarpið var enn eini ljósvakamið- illinn og menn töldu að ég hefði svo mik- il völd. Ég var kallaður „stóri dómur“ um tíma og þáverandi þjóðleikhússtjóri taldi að ég hefði líf og dauða sýninga í hendi mér.“ Hefur þú stigið sjálfur á svið? „Já. Þegar ég var fimmtán ára gamall fékk ég hlutverk á fjölum Þjóðleikhússins í leikriti sem hét Allt í garðinum eftir Ed- ward Albee. Þá kynntist ég leikhúsinu inn- an frá og bjó að þeim kynnum þegar ég fór að skrifa krítík nokkrum árum síðar.“ Hjá Ríkisútvarpinu fékkst Jón bæði við þýðingar á leikritum og leikstjórn. Þegar þeim tíma lauk ákvað hann að snúa sér að fræðimennskunni og rannsaka sögu ís- lenskrar leiklistar. Jón skrifaði þá ævisög- ur Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu og Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Árin 2003 til 2013 starfaði hann hjá Leikminjasafni Íslands. Ruslahaugur meðalmennsku og sjálfsdýrkunar Jón hikar þegar spurt er um styrkleika ís- lensks leikhúss. „Mig setur eiginlega hljóðan þegar ég fæ svona spurningu því að íslenskt leikhús er í mínum augum að verða einn allsherj- ar ruslahaugur meðalmennsku og sjálfs- dýrkunar. Íslensk leiklist stendur mjög illa núna.“ Hvað veldur því? „Ein af ástæðunum er sú að leiklistar- deild Listaháskólans gerir minna gagn en ekkert. Hún útskrifar leikara sem eru ekki hæfir til að leika á stærstu sviðum þjóðar- innar enda hefur það verið stefna ráða- manna skólans undanfarin tuttugu ár eða svo að höggva á öll tengsl milli starf- andi leikhúsa og stofnunarinnar. Þessi leiklistar deild starfar í einhverju algeru tómarúmi og útskrifar ekki fagfólk af því tagi sem íslenskt leikhús þarf á að halda. Nú þegar er komið allt of mikið rof milli kynslóða.“ Að sögn Jóns ætti leiklist aðeins að vera kennd af reyndum leikurum, líkt og þegar lærlingur í iðngrein nemur hjá meistara. Þannig gangi þekkingin og færnin frá manni til manns þó að vitaskuld þurfi meðfæddir hæfileikar að vera til staðar. „Vandamálið er að kennararnir eru flest- ir, sýnist mér, sjálfir tiltölulega nýútskrifað- ir nemendur úr skólanum. En af hverju eru elstu og reyndustu leikararnir, til dæmis Arnar Jónsson, Hilm- ir Snær, Kristbjörg Kjeld og Guðrún Gísladótt- ir, svo örfáir séu nefndir, ekki „Ég tel að þjóðfélag án trúar muni að endingu eyða sjálfu sér „Hún útskrifar leikara sem eru ekki hæfir til að leika á stærstu sviðum þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.