Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 72
13. apríl 2018 14. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Auðvelt að versla á byko.is HJÓLUM INN Í SUMARIÐ Frábært verð ár eftir ár! Kven- og karlahjól 28“ karla, 26“ kvenhjól, 6 gíra með brettum og körfu. 28.995 49620200-1 Barnahjól Gult eða ljósblátt 16“. 20.995 49620062A/3A NÝTT BLAÐ Lestu blaðið á byko.is Tilboðsverð Royal 320 gasgrill, 8,8 kW, eldunarsvæði: 2130 cm2. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni. Ryðfrítt Flave-R-WaveTM eldunarkerfi. Þrír ryðfríir brennarar. Sure-LiteTM elektrónískt kveikikerfi. Fellanleg hliðarborð. Hitamælir í loki. 49.995 50657512 Almennt verð: 59.995 TRAMPÓLÍNIN ERU KOMIN Komdu og skoðaðu úrvalið af grillum VIÐ ERUM BYRJUÐ AÐ GRILLA b re nn arar 3kí ló vö tt 8,8Ö ll v er ð er u bi rt m eð f yr ir va ra u m p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn db re ng l. T ilb oð g ild a út 1 8. a pr íl eð a á m eð an b ir gð ir e nd as t. Þetta er mark- laust hjal! Bókin á náttborði Elizu „Ég les núna „This Child Will be Great“, sjálfsævisögu Ellen Johnson Sirleaf. Hún var forseti Líberíu þar til fyrir skemmstu, fyrsta konan sem náði kjöri í það embætti í Afríkuríki og handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011. Mér finnst bækur um stjórnmál skemmtilegar, ekki síst um konur á þeim vettvangi. Saga Johnson Sirleaf er stórmerki- leg, saga ótrúlegrar þrautseigju og viljastyrks,“ segir Eliza Reid forsetafrú. Hvað segir mamma? S kagamaðurinn og knattspyrnuhetjan Ólaf- ur Þórðarson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir viðtal sem birtist í þættinum Návígi á fótbolti.net. Þar gagnrýndi hann þjóðfélagið harkalega, sagði að það væri ver- ið að „kellingavæða allt saman“, „femínisminn væri orðinn alls- ráðandi“ og verið væri að „ríta- líndópa börn frá unga aldri.“ Olli þetta miklum úlfaþyt á samfé- lagsmiðlum og margir sögðu viðhorf Ólafs gamaldags og fordómafull en flestir sem til þekkja í knattspyrnuheiminum og þekkja Ólaf hafa varið hann. Ólafur sér ummælin hins vegar ekki þar sem hann er ekki sjálfur á samfélagsmiðlum. Móðir Ólafs, Ester Teitsdóttir, er 85 ára gömul Skagamær og eldhress. Hún segir: „Ólafur var ósköp jafnlyndur greyið og alltaf kátur.“ Hvernig var hann sem barn? „Hann var mjög athafna- samur sem barn. Við áttum heima á Sóleyjargötunni á Akra- nesi og þar fyrir framan er stórt tún sem er kallað Merkurtún. Þar var allur skarinn af Skaganum að leika sér í fótbolta og allra handa leikjum og Ólafur var þar mikið. Ég kallaði á hann í mat og svo var farið út aftur og leikið sér fram á kvöld. Það var ekkert hang- ið í tölvum, en þær voru reynd- ar ekki til þá,“ segir Ester og hlær. En þegar hann varð eldri? „Hann var tekinn í vinnu og látinn hjálpa til. Pabbi hans var með bílaútgerð og Ólafur var lát- inn bera pakka og annað sem þurfti að gera þar.“ „Þurfti nánast að veiða þær úr netinu eins og þorska“ F átt vakti meiri athygli í vik- unni en viðtal Guðlaugs Jónssonar við knattspyrnu- goðsögnina Ólaf Þórðarson í hlaðvarpsþættinum Návígi á fót- bolti.net. Það sést best á þessari baksíðu blaðsins sem tileinkuð er kappanum. Á unglingsárum sín- um var Ólafur hluti af sigursælu ÍA-liði í yngri flokkum.  Liðið land- aði Íslandsmeistaratitli árið 1977 og aftur árið 1981. Í millitíðinni var liðið slegið út í undanúrslitum árið 1979 og í viðtalinu upplýsti Ólaf- ur hver hefði verið blóraböggull- inn að hans mati. Það var enginn annar en verkalýðsleiðtoginn Vil- hjálmur Birgisson, sem var mark- maður liðsins. „Villi Birgis verkalýðsforingi var bak við markið að reyna að höstla einhverjar stelpur og við fengum á okkur mark sem kostaði okkur að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Ólaf- ur. Tók hann sérstaklega fram að ekkert hafi komið út úr kvennafari Vilhjálms „frekar en fyrri daginn“.   DV bar þetta hitamál undir Vil- hjálm sjálfan og hann vék sér ekki undan ábyrgð. „Það er mögulega sannleikskorn í þessu. Það kann að vera að ég hafi verið að veita ein- hverjum stúlkum athygli og feng- ið á mig mark.  Óli hefur ekki talað um annað í fjóra áratugi,“ segir Vil- hjálmur. Hann vill þó meina að undirliggjandi ástæða reiði Ólafs sé ekki annálað keppnisskap hans heldur hrein og klár afbrýðisemi. „Stelpurnar höfðu aldrei neinn áhuga á að fylgjast með honum á miðjunni. Þær voru alltaf bak við markið hjá mér, það þurfti nán- ast að veiða þær úr netinu eins og þorska eftir hvern einasta leik,“ segir Vilhjálmur léttur. n Blóraböggull í tapi Skagamanna í undanúrslitum árið 1979 fundinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.