Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 56
56 13. apríl 2018 Menning „Finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu“ - sagði Þórunn Erna Clausen lagahöfundur á Facebook í vikunni. Þórunn var ósátt við útreiðina sem lag hennar, Our Choice, fékk frá Helgu Möller og fleiri sérfræðingum í sjón-varpsþættinum Alla leið í Ríkissjónvarpinu. Ari Jónsson mun flytja lagið fyrir hönd Íslands í Eurovision sem fer fram í Lissabon í maí. Í fátækrahverfum eins allra fátækasta og stríðshrjáð- asta svæðis veraldar eru best klæddu herramenn sem um getur. La Sape er tísku- og lífs- stílshreyfing sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi í tveimur stórborg- um við Kongófljót, Kinshasa og Brazzaville. Þeir sem skilgreina sig sem hluta hreyfingarinnar, svokall- aðir Sapeurs, klæðast litríkum klæðskerasniðnum jakkaföt- um frá dýrustu hönnunarmerkj- um Evrópu, ganga í vel pússuð- um leðurskóm, ganga við staf og skarta glansandi skartgripum. Stíll og klæðaburður þessara afrísku dandí-a á að vera tákn um ríkidæmi, smekk og lífskraft – yfir gengileg útlitsdýrkun sem þeir segja að haldi lífi í voninni í hin- um vonlausu lífsaðstæðum. Vestræn klæði og siðmenning Frá því að vestrænn klæðnaður barst fyrst upp Kongófljótið und- ir lok 19. aldar hafa slík föt verið þrungin ýmiss konar merkingu. Vestræn föt sáust ekki í frum- skógum Mið-Afríku fyrr en þegar Evrópumenn eignuðu sér svæðið, beittu blekkingum og grimmúð- legu ofbeldi til að gera svæðið að nýlendum. Fyrir utan það að blóðmjólka svæðið af auðlindum í eigin þágu sáu nýlenduherrarnir það sem hlutverk sitt að hjálpa heima- mönnum – sem þeir álitu frum- stæða og ósiðmenntaða villi- menn – að þroskast í átt að siðmenningu. Kristin trú, vís- indaleg menntun, siðferðisvið- mið og klæðnaður Vesturlanda skyldu tekin upp af heimamönn- um. Þegar leið á 20. öldina höfðu æ fleiri Kongómenn fengið vestræna menntun frá trúboðum og verið innrættir vestrænir lifnaðarhætt- ir. Sumir þeirra tóku að starfa fyrir belgíska og franska nýlenduherra og tóku upp stíl þeirra og takta. Þegar leið á öldina fengu svo ein- hverjir að fara til Frakklands og Belgíu til að mennta sig eða vinna og komu þá til baka lítandi út eins og klipptir út úr nýjustu tískublöð- um Evrópu og vöktu því eðlilega mikla aðdáun og eftirtekt. Æ fleiri Kongómenn klædd- ust einkennisklæðnaði vestrænna karlmanna: jakkafötum, skyrtum og bindi. Það voru ekki síst þeir sem störfuðu fyrir nýlenduherrana sem tileinkuðu sér vestræn gildi og lífshætti. Þetta var hópur sem ný- lenduherrarnir kölluðu af rasísku yfirlæti, „hina þróuðu“ eða „sið- menntuðu“ (fr. Evolué). Þó að þessi menntaða elíta hafi framan að verið í forsvari fyrir sjálfstæðishreyfingar í Belgísku- jafnt sem Frönsku-Kongó fylgdi baráttunni og sjálfstæði ríkjanna tveggja árið 1960 einnig endur- mat á áhrifum nýlenduveldanna og krafa um afturhvarf til raun- verulegrar afrískrar menningar. Niður með jakkafötin! Fyrstu árin eftir sjálfstæði Aust- ur-Kongó (áður Belgísku-Kóngó) ríkti mikill glundroði og borg- arastyrjöld sem endaði með því að hershöfðinginn Mobutu Seso Seko tók öll völd árið 1965 og ríkti sem einræðisherra fram á tíunda áratuginn. Hann lagði áherslu á að Kongó- menn hættu að reyna að líkjast nýlenduherrunum frá Evrópu í lífsháttum, nafngiftum, og klæða- burði. Þeir skyldu hætta að reyna að verða evrópskir og frekar vera trúir eigin uppruna, þróa sín eig- in þjóðareinkenni frá menn- ingu forfeðra sinna. Þessa menn- ingarstefnu sína kallað Motubu „auth enticité“  og í þeirri kross- ferð breytti hann nafni landsins og flestra borga, bannaði kristin eigin nöfn og hin hefðbundnu vestrænu jakkaföt. Sumar tilrauna Mobutu til að snúa aftur til upprunalegrar kongóskrar menningar voru reyndar frekar misheppnaðar og nánast hjákátlegar. Að hluta til vegna þess að svæðið hafði aldrei verið einsleit menningarheild. Áður en Evrópumenn neyddu íbúa Kongó til að skilgreina sig sem eina þjóð var svæðið heim- ili ótal ættbálkasamfélaga með mismunandi tungumál, hefðir og menningu. Best klæddu herramenn Kongó Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Hvíta fólkið fann kannski upp þennan klæðnað, en við gerðum hann að listgrein. La Sape er hátískuhreyfing sem fæddist í fátækrahverfum eins fátækasta lands heims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.