Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 57
MENNING 5713. apríl 2018 Metsölulisti Eymundsson Vikuna 4. til 10. apríl 1 Dagar höfnunar - Elena Ferrante 2 Í nafni sannleikans - Viveca Sten 3 Ég er að spá í að slútta þessu - Iain Reid 4 Um harðstjórn - Timothy Snyder 5 Mið-Austurlönd - Magnús Þorkell 6 Lukkuriddarinn - Jan-Erik Fjell 7 Þorsti - Jo Nesbø 8 Stóra bókin um Hvolpasveitina - Mary Tillworth 9 Konan sem át fíl og grenntist (samt) - Margrét Guðmundsdóttir 10 Þitt annað líf - Raphaëlle Giordano 1 Nice for what - Drake 2 God's plan - Drake 3 Aldrei heim - Aron Can 4 Call out my name - The Weeknd 5 Læra - Klaka Boys 6 Dúfan mín - Logi Pedro og Birnir 7 Psycho - Post Malone og Ty Dolla $ign 8 SAD! - XXXTentacion 9 Lágmúlinn - Emmsjé Gauti og Birnir 10 Look alive - Blackboy JB og Drake Vinsælast á Spotify Mest spilað 11. apríl Vinsælast í bíó Helgina 6. til 8. apríl 1 Víti i Vestmannaeyjum 2 A Quiet Place 3 Ready Player One 4 Blockers 5 Peter Rabbit 6 Tomb Raider 7 Pacific Rim: Uprising 8 Lói - Þú flýgur aldrei einn 9 Hostiles 10 The death of Stalin Mobutu endurnefndi landið til dæmis Zaïre, sem honum fannst virka afrískara en Kongó. Þetta reyndist hins vegar vera portúgölsk misþýðing af afrísku orði sem táknaði á. Hann festi það einnig í lög að menn skyldu klæðast svokölluðum abacost- fötum. Fötin voru þó á engan hátt kongósk, heldur eins konar afrísk útgáfa af Maó-jökkunum sem kínverjar klæddust um svip- að leyti – og þó að nafn fatnaðar- ins gæti hljómað afrískt var það í raun bara stytting á frönsku upp- hrópuninni „niður með jakkaföt- in“ – à bas le costume! Það var í þessu andrúmslofti sem jakkafataklæðnaður varð að nokkurs konar menningar- legri andspyrnu gegn einræðis- herranum, sem lifði konunglegu sældarlífi á meðan ríkið molnaði að innan, efnahagurinn hrundi og íbúar landsins sultu heilu og hálfu hungri. Hátíska sem andspyrna Á tíma Mobutu var hart tek- ið á allri opinberri gagnrýni og andstöðu við stjórn hans. Íbúar í hinni ört vaxandi höf- uðborg, Kinshasa, beittu því kaldhæðni og tvíræðni til að mótmæla spillingunni og hörmulegu efnahags- ástandi. Þeir tjáðu and- stöðu sína meðal annars með súrrealískum teikni- myndasögum en ekki síð- ur með klæðnaði. Þar sem afró-maóísku andjakka- fötin abacost voru lög- festur búningur þjóðar- innar var það hápólitískur gjörningur að klæðast vestrænum jakkafötum, með skyrtu og bindi eða öðru hálstaui. Undir lok áttunda ára- tugarins fóru æ fleiri ungir menn í verkamannahverf- um höfuðborgarinnar að ganga í gríðarlega æpandi, litríkum og skræpóttum klæðskerasniðnum jakka- fötum. Í gegnum ættingja eða vini í Evrópu urðu þeir sér úti um dýrustu merkja- vörurnar frá fínustu versl- unargötum Evrópu – eða þessu héldu þeir að minnsta kosti fram og reyndu að sanna með því að hafa merki og verðmiða sem sýnilegasta á fötunum. Hreyfingin fékk nafnið La Sape sem í stórborgarslangri Kinshasa þýðir „klæðnaður“, en því var einnig haldið fram að orðið væri skammstöfun á heiti hins and- lega samfélags sem þessir eit- ursvölu einstaklingar tilheyrðu: „Félag tískumótandi og smekk- legra einstaklinga“ eða Société des Ambianceurs et des Personn- es Élégantes. Tónlistarmaðurinn Papa Wemba varð fljótt að andliti og hugmyndafræðingi hreyfingar- innar, en hann var ein stærsta stjarnan í kóngóskri tónlist á þessum tíma. Áður en hann hóf sólóferill sinn hafði hann sungið með hljómsveitunum Zaika Langa Langa og Viva La Musica sem léku hraða, dansvæna útgáfu af hinni hefðbundnu kongósku rúmbu. Þrátt fyrir að vera titlað- ur páfi þessarar óhefðbundnu andspyrnuhreyfingar – Le pape de la Sape – sagðist Wemba alls ekki andsnúin hreinmenningar- stefnu Motubu. Til að verja hin vestrænu áhrif í klæðaburði svaraði hann á svo eftirminni- legan hátt, sem hefur orðið að hálfgerðu mottói Sapeur-anna: „Hvíta fólkið fann kannski upp þennan klæðnað, en við gerðum hann að listgrein.“ Belgíski blaðamaðurinn David van Reybrouck lýsir hreyfingunni í epískri bók sinni, Kongó – saga þjóðar: „Það gæti virkað fáránlegt í fyrstu að sjá mann í Kinshasa í miðri kreppu með æpandi sól- gleraugu, í Jean-Paul Gaultier- skyrtu og loðjakka, en efnishyggja Sapeur-anna var ein gerð félags- legrar gagnrýni, svipað og pönk- ið var í Evrópu. Hún tjáði djúpa óánægju með ömurðina og kúg- unina sem fólk upplifði, og gaf því færi á að láta sig dreyma um áhyggjulaust Zaïre. Efnishyggja er eitt algengasta og útbreiddasta einkenni fátæktar. La Sape sner- ist um velgengni, um sýnileika, um að vera inni í myndinni og gera það gott,“ útskýrir Reybrook og bætir síðar við: „yfirgengileg eyðslusemin var tákn um ein- hvers konar von.“ Meira en bara klæðnaður Eins og yfirleitt  gerist með slík- ar ungmennahreyfingar hefur La Sape að mestu leyti glatað póli- tískum slagkrafti sínum í gegnum tíðina – Mobutu er löngu farinn frá völdum – og höfðar ekki lengur til ungs fólks í sama mæli og áður. Hún er hins vegar langt frá því að vera dauð úr öllum æðum. Í tví- buraborgunum Brazzaville (höf- uðborg Vestur-Kongó, sem áður hét Franska-Kongó) og Kinshasa (höfuðborg Austur-Kongó – áður Belgíska-Kongó) sem liggja í nokkurra mínútna siglingar- fjarlægð hvor sínum megin við Kongófljótið hefur hálfgerð Sape- ur-jaðarmenning þróast. Stíllinn hefur staðlast í litríkum, spjátr- ungslegum retró-stíl sem vinnur út frá evrópskri hátísku samtím- ans. Það eru ekki bara jakkafötin sem skipta máli heldur einnig fín- pússaðir skórnir – helst úr slöngu eða krókódílaskinni – og rándýr- ir og áberandi aukahlutir, sólgler- augu, hattar, pípur, úr og skart. Margir þeirra sem tileinka sér enn La Sape koma úr neðstu stig- um kongósk samfélags, ef þeir eru ekki atvinnulausir eru þeir iðnaðarmenn, leigubílstjórar eða smásölumenn sem búa í fábreyti- legu húsnæði, oft án rennandi vatns og rafmagns. Í stað þess að fjárfesta í bíl eða stærra heim- ili eyða þeir öllu sínu fé í klæðn- að, safna í mörg ár fyrir nýjum flíkum – oft við dræmar undir- tektir eiginkvenna og barna. Af illri nauðsyn er það þó oft notað- ur klæðnaður sem gengur kaup- um og sölum eða er lánaður milli spjátrunganna. „Sköpunargleðin er sérstak- lega mikilvæg,“ útskýrði spænski ljósmyndarinn  Hector Medi- avilla í viðtali við NPR árið 2013, en hann byrjaði að mynda þenn- an jaðarkima í Brazzaville í upp- hafi aldarinnar. „Þetta snýst ekki bara um að eyða miklum pening- um í fötin heldur einnig hvað þau segja, hvernig þau hreyfast. Þetta er leið til að vekja athygli á sjálf- um sér og vera einhver í samfé- lagi sem veitir fólki fá tækifæri. Þetta snýst um að vera sjálfsöruggur þrátt fyrir aðstæðurnar.“ Á sunnudögum eftir messu hittast hópar slíkra manna – skýrt skilgreind gengi með sín eigin nöfn og hefðir – og sýna sig og sjá aðra, dansa og met- ast góðlátlega um hver þeirra sé smekklegastur, hver eigi dýrustu skóna og svo framvegis. La Sape snýst ekki bara um klæðn- að heldur einnig um hátta- lag og hegðun – þetta eru afslappaðir og eitursval- ir herramenn sem reyna að tala fágaðri frönsku en gengur og gerist í kringum þá. Þeir velja sér ný herra- mannanöfn sem vísa oft í þekkt vörumerki eða menn- ingu evrópsku heimsveldanna á 19. öld. Margir eru orðnir þekkt- ar fígúrur í hverfum sínum eða borg og þegar þeir eru uppstríl- aðir hrópa gangandi vegfarend- ur á eftir þeim hvar sem þeir fara. Sape verður heimsfrægt Þó að hreyfingin megi muna fífil sinn fegri, sé orðin nokkuð skýrt skilgreind jaðarmenning í Kongó frekar en almennt hreyfiafl, hafa vestrænir tískuspekúl antar veitt La Sape síaukna athygli á undan- förnum árum. Þessi menn- ingarkimi sýnir enda óvænta og óhefðbundna, skapandi og skemmtilega hlið á þessu stríðs- hrjáða svæði, sem ratar yfirleitt í fréttir vegna ófriðar og fátæktar. Með þessu hefur tískan borist víða um heim, hefur haft áhrif á tískuvitund í Afríku og meðal afrískra samfélaga í Evrópu. Líf- leg Sapeur-samfélög eru þannig starfrækt í gömlu kongósku ný- lenduhöfuðborgunum París og Brussel. Um þessar mundir fjalla tísku- tímarit og dagblöð nokkuð reglu- lega um fyrirbærið, og hönnuðir jafnt sem tónlistarmenn á Vestur- löndum sækja í það innblástur, til að mynda franski rapparinn Maître Gim. Þá vakti það sérstaka athygli þegar bandaríska tónlistarkon- an Solange Knowles notaðist við La Sape  í tónlistarmyndbandi við lag sitt Losing You árið 2012. Þá má nefna hvernig bjórframleiðandinn Guinness notaði fyrirbærið í aug- lýsingu sem sýnd var á Super Bowl 2014 – boðskapurinn var að maður gæti ekki alltaf ákveðið hvað hann gerði í lífinu en gæti alltaf ráðið því hver hann væri. Áhuginn frá Vesturlöndum er reyndar orðinn svo mikill að blaðamaður Wall Street Journal sem heimsótti Brazzaville og Kinshasa til að fjalla um fyrirbær- ið árið 2011 sagðist hann hafa haft grun um að verið væri að plata af honum pening með því setja upp hálfgerða sýningu á því sem talið var að vestræni blaðamaðurinn vildi sjá. Hann var ekki viss um að það sem hann sæi væri alvara. Það er hins vegar ljóst að áhuginn á La Sape hefur haft í för með sér aukinn áhuga á afrískri tísku. Í Kongó hefur verið reynt að nýta þessa öldu meðal annars með því að stofna til árlegr- ar tískuviku í Kongó. En frá 2011 hafa hönnuður frá landinu sýnt nýjustu hönnun sína í Kinshasa og Brazzaville. n „Efnishyggja Sapeur- anna var ein gerð félagslegrar gagnrýni, svipað og pönkið var í Evrópu. „Þetta er leið til að vekja athygli á sjálfum sér og vera einhver í samfélagi sem veitir fólki fá tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.