Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 54
54 13. apríl 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginMorgunblaðið 18. ágúst 1927 Á rið 1953 komu upp þrjú vændismál þar sem leigu­ salar íbúða voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir að „stuðla að lauslæti“. Bjarni Benediktsson, þáverandi dóms­ málaráðherra, var harkalega gagnrýndur af vinstrimönnum, sérstaklega Sósíalistum, fyrir að sýna linkind í málinu og að halda verndarhendi yfir þeim dæmdu. Ránargata 50 Í septembermánuði árið 1953 var kona að nafni Arndís Þórðar­ dóttir dæmd í undirrétti til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að „gera sér lauslæti annarra að tekjulind.“ Þá var hún einnig svipt bæði kosningarétti og kjörgengi. Málið hófst þegar barna­ verndarnefnd Reykjavíkur kærði það til sakadómara að herbergi í húsi við Ránargötu 50 væru leigð út fyrir bandaríska hermenn og kvenfólk sem í för með þeim var. Aðeins voru herbergin leigð út til einnar nætur og eigandinn, Arndís Þórðardóttir, hélt enga skrá yfir leiguna. Þá var það talið sannað að hún nýtti sér lauslæti annarra sem tekjulind. Herbergin sem um ræð­ ir voru á fyrstu hæð og í kjallara hússins en í dómnum kom fram að Arndís leigði fleiri en dátum. Bæði íslenskir karlmenn og aðr­ ir erlendir nýttu sér „þjónustu“ Arndísar. Stúlk­ urnar dvöldu þá með mönnunum fram eftir kvöldi en héldu síðan á brott. Í framburði stúlknanna fyrir dómi kom það fram að þær höfðu haft samfarir við mennina, „sumar í fáein skipti en aðr­ ar oft.“ Bæði herbergin voru útbúin með dívönum og Arndís græddi vel á starf­ seminni. Herberg­ ið á fyrstu hæð var leigt fyrir 30 krónur á hvorn einstak­ ling sem þar dvaldi en kjallarinn á 100 krónur fyrir tvo. Hún neitaði að hafa vitað hvað færi fram í herbergjunum en viðurkenndi þó að henni „hafi dottið margt í hug í þeim efnum.“ Hún segist ekki hafa skipt sér af stúlkunum svo lengi sem hún taldi þær hafa náð lögaldri. Listi gekk á milli hermanna Fyrr á því ári voru maður og kona dæmd fyrir tilraun til að leigja húsnæði til lauslætis. Ekki þótti sannað að lauslæti hefði verið stundað í húsakynnum þeirra og hlutu þau því 45 daga skilorðs­ bundinn dóm. Maðurinn leigði út herbergi á heimili sínu við Spít­ alaveg 2 og konan við Bústaða­ veg 2. Bæði leigðu þau mestmegnis bandarískum hermönnum, en stundum Íslendingum, og hélt hvorugt þeirra neina skrá yfir leigjendur eða spurðu til nafns. Í Þjóðviljanum segir: „Fyrrnefnd­ ur leigumáti, svo og tíð samdvöl stúlkna og leigjenda, er látin var afskiptalaus, þótti dómaranum ótvíræður vottur um þann ásetning að gera sér lauslæti að tekjulind.“ Í þessum málum var Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sak­ aður um að tefja mál­ ið og beita sér fyrir því að kveðnir yrðu upp „hlægilegir málamynda­ dómar.“ Húsin voru víst mun fleiri og vitað var að listar með heimil­ isföngum gengu milli hermanna á Keflavíkur­ flugvelli. Bjarni svaraði Þjóð­ viljanum á þá leið að málið hefði verið tek­ ið föstum tökum og að allar tafir á því hefðu verið vegna þess að lögreglu hefðu borist upplýsingar um frek­ ari brot á umræddum stöðum sem þyrfti að rannsaka. Þjóðviljamenn vísuðu þessu á bug og töldu Bjarna vísvitandi þæfa málið. Hámarksrefsing fyrir þessi brot væri fjögurra ára fang­ elsisvist. Gerði hann það vegna þess að Bandaríkjamenn og inn­ lent þjónustulið þess væru „vin­ ir“ hans. Eina ástæðan fyrir því að hann beitti sér yfirhöfuð í mál­ inu hafi verið vegna þess að kosn­ ingar væru í nánd og hann óttað­ ist almenningsálitið. n Klæðlausar dúkkur í leik- fangaverslun Í september árið 1975 ráku blaðamaður og ljósmyndari Dagblaðsins upp stór augu þegar þeir gengu fram hjá leik­ fangaverslun í Reykjavík. Þar mátti sjá dúkkur sem er ekki frásögu færandi nema vegna þess að þær voru allar kviknaktar og í líki full­ orðinna kvenmanna. Ein þeirra var með perlufesti og önnur með kór­ ónu og borða fegurðardrottningar. Að öðru leyti allsberar. Fjölmiðla­ mennirnir spurðu búðareigand­ ann um dúkkurnar og komust að því að þetta væri vesturþýsk fram­ leiðsla og að engin dúkkuföt væru fáanleg fyrir línuna. Veltu þeir því fyrir sér hvaða tilgangi þær þjón­ uðu í versluninni. Hemmi Gunn heimsmeistari í pylsuvagnaakstri Þ ann 24. maí árið 1980 komust Hermann Gunnars­ son, knattspyrnuhetja og dagskrárgerðarmaður, og Auður Elísabet Guðmundsdóttir, förðunarfræðingur og Ungfrú Hollywood, í heimsmetabók Guinness. Settu þau heimsmet í kvartmíluakstri pylsuvagna, á tveimur mínútum og fimmtíu sek­ úndum, en fyrra met átti breskur pylsuvagnaökumaður. Hermann og Auður óku vagni Bæjarins Bestu sem venjulega stendur í Austurstræti. Vagninn var 4,5 hest­ öfl og fengu þau leiðbeiningar frá formanni Kvartmíluklúbbsins um hvernig skyldi aka. Eftir að metið var slegið stóð til að skora á hólm eiganda pylsuvagnsins á Ráðhús­ torgi Kaupmannahafnar og svo alla helstu pylsuvagna heimsins. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Bjarni Benediktsson var sakaður um að taka ekki hart á vændisleigu á Ránargötu 50 Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.