Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK - VIÐTAL 13. apríl 2018 að kenna þarna? Í þessum kennarahópi eru margir sem ég veit ekki til að hafi sýnt fram á neina sérstaka færni sem skapandi leik- húsfólk. Það vill verða svo að í stofnanir af þessu tagi safnist undirmálsfólk sem hefur ekki plumað sig. Það hefur dottið út eða ekki komist áfram í bransanum sjálft en kemst svo í fastar stöður og situr pikkfast í þeim árum og jafnvel áratugum saman. Svo eru nemendurnir nánast ótalandi þegar þeir út- skrifast. Þeir kunna ekki að beita röddinni og standa vanmáttugir gagnvart stórum rýmum Þjóðleikhússins og Borgarleik- hússins. Og þá skortir líka tilfinnanlega bók- menntalega þekkingu og skilning á texta.“ Er þetta nýtilkomið vandamál? „Ég myndi segja að þetta hafi farið versn- andi síðustu tuttugu árin. Það voru stjórn- endaskipti þarna í kringum 2000 og eftir það hefur þetta farið hríðversnandi.“ Þessi hnignun leiklistarnámsins skilar sér út í leikhúsin að mati Jóns. Enn séu þó starfandi leikarar sem valdi hlutverkum sín- um vel. „Við eigum vissulega góða leikara en ný- liðunin er ekki að takast sem skyldi. Við höf- um hins vegar aldrei átt framúrskarandi leikstjóra. Upp úr 1970 fóru að koma fram sérhæfðir leikstjórar en áður höfðu leikarar skipst á að setjast í leikstjórastólinn. Þetta var að vissu leyti góð þróun en engu að síður hafa okkar leikstjórar verið yfirleitt veikari og mis- tækari en þeir skárri í nágrannalöndunum.“ Viðbrögð Clausen-systra dæmigerð Jón hefur lengi bent á vankanta menn- ingarumfjöllunar Ríkisútvarpsins. En efl- ing menningar og íslenskrar tungu er ein af frumskyldum þeirrar stofnunar. Hann seg- ir að tíminn sem ætlaður sé undir leikhús- gagnrýni í lok Kastljóssins sé allt of stuttur og ekkert alvöru samtal komist á flug. „Leikhúsfólk vill að gagnrýnandinn fái meiri tíma til að rökstyðja mál sitt og á hverju hann byggi mat sitt, jákvætt eða nei- kvætt. Stjórnendur Ríkisútvarpsins virðast líta á þetta sem einhverja neytendaþjón- ustu þar sem áhorfendur fá hraðsoðið mat á því hvort sýningar veki áhuga gagnrýn- andans eða ekki og svo stjörnugjöf. Þarna eru heilu málstofurnar um fótbolta þar sem menn sitja kannski í klukkutíma og greina leiki sundur og saman af mikilli djúpvisku. Af hverju geta menn ekki greint leiksýn- ingar, kvikmyndir og bækur á sama hátt? Ég hef aldrei fengið neitt svar við því.“ Hvernig standa leikhúsgagnrýnendur sig almennt? „Þetta er eflaust ágætisfólk sem vill vel, en mér finnst skrif þeirra einkennast of mik- ið af dekri við ákveðnar tegundir leiklistar. Sumir eru mjög uppteknir, og, er hræddur um, jafnvel dálítið snobbaðir, fyrir því sem kallast framúrstefnuleikhús sem mér skilst að sé allt sem fer út fyrir hinn hefðbundna raunsæisramma. Þeir dásama það í bak og fyrir en gagnrýna ekki. Ég hef gaman af til- raunaleikhúsi ef ég finn að það er eitthvert vit í því. En því miður finnst mér það sem er borið fram undir þessum merkjum hér á landi mestallt vera undanrenna af gamal- dags framúrstefnu sem maður var að sjá úti í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, á árunum í kringum 1970.“ Talið berst nú að því sem hefur verið kallað óðaverðbólga í stjörnugjöf, það er að gagnrýnendur hlaði verkin lofi frekar en að gagnrýna þau. Jón telur þetta sérstaklega áberandi í heimi bókmenntanna í jólabóka- flóðinu. „Þetta er ekkert annað en þjónkun við útgefendur og partur þeirra sölumennsku. Þetta er ekki þjónusta við lesendur, hvað þá höfunda.“ Þessi þrýstingur kemur einnig innan úr listaheiminum sjálfum og nýverið hafa raddir þaðan verið háværar um að fjölmiðl- ar fjalli ekki nægilega mikið og nægilega já- kvætt um listsköpun. Jón telur hið síðar- nefnda mikinn misskilning. „Því miður er tilhneiging í nútímanum til að hampa öllu sem fólk er að gera. Krútt- kynslóðin er ansi illa farin af slæmu upp- eldi og hana skortir of oft auðmýkt gagnvart skoðunum þeirra sem búa yfir raunveru- legri þekkingu og þjálfaðri dómgreind. Ný- legt dæmi er í umræðu um framlag okkar til Eurovision-söngvakeppninnar.“ Um er að ræða þátt Felix Bergssonar, Alla leið, þar sem söngkonan Helga Möller gaf ís- lenska laginu Our Choice ekki háa einkunn. Sagði hún lagið leiðinlegt, óeftirminnilegt og ætti nánast enga möguleika á að kom- ast áfram. Þórunn Clausen, höfundur lags- ins, og systir hennar, Ragnheiður Elín þula, brugðust harkalega við „dómhörkunni og neikvæðninni.“ Það væri einkennilegt að einhver setti sig í dómarasæti gagnvart list- sköpun fólks og vinnu. Jón Viðar segir: „Það er barnaskapur og heimska að láta svona og sýnir mikinn hroka. Auðvitað má fólk bara þakka fyrir að einhver taki verkið nógu alvarlega til að hafa skoðun á því. Þessi umræða sem skapaðist þarna er dæmigerð fyrir þann tíðaranda sem er ríkjandi núna. Öllu er hrósað og hampað, sama hversu lé- legt það er og fjölmiðlarnir taka þátt í þessum dansi, til dæmis með vali á gagnrýnendum, því þeir kæra sig ekki um ófriðinn sem fylgir því þegar listamenn taka gagnrýni illa.“ Í þrígang sviptur frumsýningarmiðum Jón Viðar er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í leikhúsgagnrýni og hann hefur komið við kaunin á mörgum á fjörtíu ára ferli. Gagnrýni hans í Dagsljósi á Don Juan, jólaleikriti Þjóðleikhússins árið 1996, vakti mikið umtal. Jón sagðist ekki sáttur við túlkun leikstjórans litháíska, Rimas Tuminas, á verki Moliere. Sýningin hefði verið allt of löng, leiðinleg, tónlistin væri hávaði og aðalleikarinn Jóhann Sig- urðarson „henglaðist um á sviðinu eins og dópisti.“ Hvernig tekur leikhúsfólk þinni gagnrýni? „Það er allur gangur á því. En ég hef verið svo lánsamur að alveg frá upphafi hefur verið hlustað á mína gagnrýni. Ég er nú ekki að segja að ég hafi haft óskaplega mikil áhrif á þróun leikhússins en áhorfendur, áhugafólk um leikhús og leikhúsfólk fylgist með umfjöllun minni og hefur brugðist við henni. Það er ekki alltaf sammála mér, mikil ósköp, en þekkir mín viðhorf. Ég hef séð fólk í athugasemdakerfum segja að ef Jóni þyki sýningin vond þá þyki því hún góð. Það er gott því þá er fólk að skoða leikhúsið með gagnrýnum huga og hefur sinn smekk. Gagnrýnandinn hefur sinn smekk og hefur leyfi til að vera huglægur í mati sínu. Fólk veit að ég er ekki að þjónusta neinar stefn- ur eða klíku. Ég tek afstöðu á mínum eigin forsendum.“ Hefur gagnrýnin haft áhrif á persónuleg vinasambönd þín við leikhúsfólk? „Ég hef aldrei misst vinskap við fólk út af krítík. En þó að það komi snúður á fólk og það hætti að tala við mig tímabundið eft- ir neikvæða gagnrýni þá er það gleymt eftir nokkurn tíma. Og alltaf eftir jákvæða gagn- rýni. Sumir eru langræknari en aðrir en ég get ekki verið að hafa áhyggjur af viðbrögð- um annarra. Mín skylda er gagnvart lesend- um og áhorfendum. Ég get verið beittur og orðað hlutina þannig að þeim sem gagn- rýnin beinist að getur sárnað en það verð- ur bara að hafa það. Gagnrýni er partur af listsköpuninni og sá listamaður sem beitir sjálfan sig ekki gagnrýni er dauðadæmdur. Bestu listamennirnir eru þeir sem meðtaka gagnrýni og beita henni á sjálfa sig á meðan meðalmennin baða sig í ljóma sjálfsdýrk- unarinnar.“ Jón segir þó að beinskeytt gagnrýni hans hafi bitnað á honum í starfi að því leyti að leikhússtjórar hafi klagað í ritstjóra. Á þetta reyndi til dæmis eftir harðorðan dóm um uppfærslu Þjóðleikhússins á Óþelló eftir Shakespeare um jólin 2016. Jón skrifaði þá gagnrýni í Fréttatímann undir yfirskriftinni „Úrkynjað pakk í plasti“ með vísun í sér- staka búninga og leikmynd. Jón segist þó ávallt hafa verið þeirrar blessunar aðnjót- andi að ritstjórar hans hafi staðið með hon- um og Gunnar Smári Egilsson í þessu tilviki var þar engin undantekning. „Ég hef stundum fengið slíkar gusur yfir mig að ég hef hugsað um hvort það sé þess virði að standa í þessu. En mesta og dýr- mætasta stuðninginn hef ég ávallt fengið innan úr leikhúsinu sjálfu. Ég veit að gáf- aðasta fólkið, það fólk sem raunverulega skiptir máli, skilur nauðsyn gagnrýni og hefur í reynd staðið með mér þegar lætin hafa orðið mest. Leikhússtjórarnir eru hins vegar í viðkvæmustu stöðunni og það hefur gerst að minnsta kosti í þrígang að þeir hafa blessaðir reynt að leggja stein í götu mína og fjölmiðilsins með því að taka af mér frum- sýningarmiða. En nú er það allt gleymt og samskipti okkar í dag, þau litlu sem þau eru, hin þægilegustu.“ Kristur er sannleikurinn, endanlegur og algildur Á sínum yngri árum, þegar Jón skrifaði fyrir Þjóðviljann, aðhylltist hann sósíalisma „Ég hef sjálfsagt verið nokkuð krefjandi og var kannski svolítill einfari en ég var skapandi barn, orti ljóð og skrifaði sögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.