Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 68
68 LÍFSSTÍLL - FERÐALÖG 13. apríl 2018 Í slendingar hafa tekið því fagnandi að ungverska lággjaldaflugfé- lagið Wizz Air hóf að fljúga beint milli Reykjavíkur og Búdapest fyrir einmitt tveimur árum. Flog- ið er tvisvar í viku og fargjöldin eru afar hagstæð. Borgin er þess vegna feikivinsæll áfangastaður og virðist ekkert lát á. Fyrir ári brá blaðakon- an Steingerður Sonja Þórisdóttir sér til ungversku höfuðborgarinnar í nokkra daga til þess að njóta lífsins. Í ferðagrein þessa helgarblaðs rifjar hún upp þá fjóra staði sem enn eru greyptir í minni hennar eftir ferðina og auk þess sem varað er við frægri túristagildru. Þá fylgja með góð ráð og nokkur léleg ráð. n steingerdur@dv.is Central Market Hall Vamhaz korut 1–3, Budapest 1093 Stærsti innanhússmarkaðurinn í Búdapest er rétt við bakka Dónár og vel þess virði að skoða þrátt fyr- ir að verðið sé þónokkuð hærra en maður á að venjast. Þarna er hægt að kaupa minjavöru og alls kon- ar matvæli sem eru ólík því sem finnst í verslununum heima. Ég nýtti sjálf tækifærið og keypti þarna ársbirgðir af reyktu paprikukryddi í ungversku gúllassúpurnar sem ég hét að gera minnst vikulega eftir heimsóknina. Kryddið er vissulega nánast ósnert en fyrir aðra er þetta góður staður til að nálgast það, nú eða bara að heyra í mér. Ég á nóg. Á efri hæð markaðarins er hægt að tylla sér niður og smakka ýmsa rétti frá mismunandi básum eða fá sér kaldan bjór. Svo er kjörið að heimsækja markaðinn þótt það sé bara til að upplifa stemninguna. Lélegt ráð: Kaupa kíló af paprikukryddi fyrir súpur sem verða aldrei eldaðar. Gott ráð: Láta umrætt paprikukrydd í traustar umbúðir. Það var ekki skemmtileg sjón sem blasti við þegar ég opnaði ferða- töskuna. Hún var allavega mjög rauð. Széchenyi-baðhúsið Állatkerti krt. 9–11, Búdapest 1146 Búdapest er þekkt fyrir mikla baðhúsamenningu og vildu margir meina að það væri fásinna að taka sér ekki dag í að heimsækja eitt þeirra. Persónulega fannst mér þetta ekkert annað en ofmetin sund- laug sem rukkar alltof mikið. Einn af ferðafélögum mínum hafði búið áður í borginni og ég sá það á honum að þessi æsingur okkar í að heimsækja eitt af þessum umtöluðu baðhúsum væri kannski ekki réttlætanlegur. Við fórum í eitt þekktasta baðhúsið þar sem búnings- klefarnir eru ekki kynjaskiptir. Ég er svo sem ekkert þekkt fyrir að vera spéhrædd almennt en það var furðuleg reynsla að deila þeirri nánu stund með fjörgömlum ungverskum pípara að afklæðast hlið við hlið. Reyndar voru einhverjir litlir klefar þarna sem eru víst hugsaðir til fataskipta, en hver hefur tíma fyrir það. Allavega ekki ég eða vinur minn, ungverski píparinn. Sá ferðafélaganna sem hafði suðað í gegn baðhúsaheimsóknina reyndi að sannfæra okkur hin um að þetta væri stærsti heiti pottur í Evrópu. Arkitektúrinn var kannski aðeins meira smart en hérna heima en ég hef aldrei fundið jafn marga plástra. Gott ráð: Sleppa því að fara og skella sér frekar í Vesturbæjarlaugina. Lélegt ráð: Borga fimm þúsund krónur fyrir sund. Skemmtistaðurinn Szimpla Kert Kazinczy u. 14, Budapest 1075 Staðurinn var stofnað- ur um síðustu aldamót og er byggður í rúst- um frá seinni heims- styrjöld, en margar byggingarnar grotn- uðu niður ónýttar í kjölfar stríðsins. Nú eru barir í rústum sem þessum aðaltískan í nætulífi borgarinnar. En Szimpla Kert var fyrstur af þeim settur á laggirnar og er alveg risastór. Að sama skapi er þetta einn af fáum skemmtistöðum í borginni þar sem maður lendir í röð. Við fórum seint á sunnudegi en samt var allt troðið og varla fannst sæti í húsinu. Hver salur bauð upp á mismunandi stemningu, nokk- ur herbergi voru í rólegri, og meira svona í „hverfisbars“ gírnum en svo voru rokktónleikar í næsta sal. Áfengið var ódýrt, eins og alls stað- ar í Búdapest, og þetta var ótrúlega skemmtileg og öðruvísi upplifun fyrir Íslending sem er vanur að hanga bara á smábörum á hliðargöt- um Laugavegarins og sitja sem fastast. Svo var líka skemmtilegt að allir veggir voru útkrotaðir og nokkrum sinnum sáum við íslensk og jafn- vel kunnugleg nöfn. Mér var farið að finnast vængir sjálfstæðisfálkans breiða sig furðu víða þegar ég tók eftir X-D um alla veggi en eflaust stóð það fyrir eitthvað annað. Gott ráð: Mæli með að fólk pissi áður, klósettin eru ógeðsleg. Finn enn þá lyktina þegar ég loka augunum undir rokktónlist. Lélegt ráð: Það getur verið örlítið troðið og ungverskir barþjónar skenkja örlátt. Ágæt- is hugmynd að vera ekki í sparikjólnum. Sjómannavirkið og Matthíasarkirkja Szentháromság tér, Búdapest 1014 Sjálf er ég ekki mikið fyr- ir hina klassísku túrista- staði, arkitektúr eða aðra hámenningu  enda ekki við öðru að búast frá mann- eskju sem hefur fimm sinn- um farið til Benidorm en aldrei til London. En það það var mikilfengleg sjón, þinghúsið baðað ljósum á hlýrri vornóttu frá Fis- herman-virkinu í Buda-hluta borgarinnar. Við eyddum mestöllum tíma okkar Pest megin Dónár en skruppum yfir til að skoða helstu túristastað- ina. Fyrr um daginn höfðum við klifið Gellert Hill sem reyndist þrautin þyngri fyrir lofthrædda manneskju eins og mig. Það var þó vel þess virði til að sjá borgina betur. Við virkið sá ég líka í fyrsta sinn Starbucks-stað í borginni, það er henni eflaust til hróss þótt ég setji spurningarmerki við að það hafi verið í þessu fornfræga sögulega virki í skjóli Matthíasarkirkju. Lélegt ráð: Taka 400 myndir. Ég skil ekkert hvað ég var að pæla núna ári seinna. Fjórar hefðu verið nóg. Gott ráð: Þegar þú finnur Matthíasarkirkju fyrir tilviljun þegar þú ætlaðir bara að fara á helsta Starbucks-staðinn, ljúgðu að því hafi verið öfugt farið. Veitingastaðurinn Soul Food Kazinczy u. 32, Budapest 1075, Hræódýr staður með blöndu af kreólsku og öðru sálarfæði sem er vinsælt í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Réttirnir kosta flestir undir þúsund krónum íslenskum og þegar ég var stödd þarna var bjór- inn á 65 krónur og rauðvínsglasið á 150 krónur. Sem sagt á Soul food getur þú fengið tíu glös á verði eins hérna á Ísland, sem mér fannst þá hálfgerð skylda að gera. Hagstætt verð virðist þó ekkert bitna á gæðunum en svo er líka bara svo skemmtilegt að prófa eitthvað sem býðst ekki á Íslandi. Enginn veitingastaður hérlend- is sérhæfir sig í þessari tegund matargerðar og það var einstaklega gaman að fá tækifæri til að prófa alvöru Jambalaya í fyrsta skipti. Gott ráð: Staðurinn er frekar lítill svo gott er að fara ekki á háannatíma nema maður hafi svigrúm til að bíða. Lélegt ráð: Að panta tíu rauðvínsglös bara af því þau eru svo ódýr. SLEPPA 4 staðir til að heimsækja í Búdapest og 1 til að sleppa Búdapest Ungverska höfuðborgin er sívinsæll áfangastaður Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.