Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 65
13. apríl 2018 FRÉTTIR - EYJAN 65 Furða á kvennaframboði Skiljanlega eru borgarmálin mikið í deiglunni enda nálg- ast kosningar óðfluga. Egill telur að kosningarnar verði skrautlegar í ljósi fjölda fram- boða en nú þegar hafa 14 flokkar tilkynnt framboð sitt. „Það verður stuð í fjölmiðlun- um þegar allt þetta fólk fer að takast á um fylgið.“ Allar líkur eru á að konur verði í miklum meirihluta í borgarstjórn, 15 á móti 8 körlum miðað við nýj- ustu kannanir og konur eru nú þegar í meirihluta fulltrúa. Egill taldi því athyglisvert að nýtt kvennaframboð væri að koma fram. „Það hljóta nefni- lega að vera málefni og mál- efnaágreiningur sem ráða för fremur en óánægja með hlut- fall kvenna í borgarstjórninni.“ Rapp og ofbeldi Egill velti fyrir sér áhrifum svokallaðrar „drill“-tónlistar í Bretlandi og hvort hún magn- aði upp þá ofbeldishrinu sem gengur yfir Lundúnaborg. Bendir hann á að morðtíðni hafi aukist mikið í borginni, aðallega vegna hnífaárása, og sé nú orðin hærri en í New York. Vitnar Egill í tónlistarrit- stjóra The Guardian sem kom með þá kenningu að drill-tón- list, þar sem textarnir fjalla oft um ofbeldi og hrottaskap, hvetji til gengjamenningar og sé beinlínis hættuleg. Flestir í athugasemdum virtust ósam- mála þessari greiningu líkt og þegar Egill beintengdi ofbeldis verk og tölvuleiki á sínum tíma. Hörundsár Dagur og svikinn Eyþór Það er að hitna verulega í kolunum milli oddvitanna í borginni og baráttan að verða persónulegri. Dagur kvartaði yfir framsetningu Frétta- blaðsins á skoðanakönnun en þar var því slegið upp að yfir 40 prósent borgarbúa væru óá- nægð með hann. Egill bendir á að Fréttablaðið sé „geysi- lega áhrifamikill fjölmiðill“ sem borinn sé ókeypis í hvert hús. Hafi stuðningsmenn meirihlutans áhyggjur af því að Hildur Björnsdóttir, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sé tengdadóttir ritstjórans. Þá nefnir Egill einnig fund Ey- þórs Arnalds og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur um mögulegt samstarf Sjálfstæðismanna og Pírata sem Píratar voru fljót- ir að skjóta niður. Birt- ist þar mynd af Eyþóri með „rýting í baki“. Silfur Egils í vikunni R eykjavík sem höfuðborg á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitarfélagið á og rek- ur. Fyrir leikmann eins og mig sem á ekki lengur börn í skólum borgarinnar þá er umræðan mjög vandamálahlaðin og er það mið- ur. Við treystum leik- og grunn- skólakennurum fyrir börnunum okkar lungann úr deginum og það er óásættanlegt ef slæmur andi er innan veggja skólanna. Það getur ekki heldur verið gott fyrir starfsandann að standa í kjarabar- áttu árum saman. Kulnun í starfi er mjög algeng hjá þessum fjöl- mennu kvennastéttum og það eitt og sér er rannsóknarefni. Nú bætist ofan á allt að húsnæði ein- hverra skóla er orðið heilsuspill- andi vegna raka og myglu. Borgin hefur sparað sér til tjóns í viðhaldi á skólabyggingum í þessu góðæri sem gengið hefur yfir borgarsjóð. Hlúum að snillingum Miðflokkurinn ætlar að setja nem- andann í fyrsta sæti, veita þeim sem þurfa, einstaklingsmiðað nám og efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir. Þarna erum við ekki síður að beina sjónum okkar að þeim börnum sem þurfa mjög krefjandi verkefni og leiðist í skól- anum af þeim sökum að náms- efnið er of létt, frekar en þeim sem þurfa mikinn stuðning. Ísland er þekkt fyrir snjalla frumkvöðla og það verður að hlúa að snill- ingunum strax í æsku. Fegurðin í einstaklingsmiðuðu námi fyrir báða hópa er að oft finnast mestu snillingarnir og frumkvöðlarnir í þeim sem illa ná að fóta sig í þeim fögum sem eru hefðbundin sam- kvæmt stundaskrá. Gjaldfrjáls grunnskóli Hér á eftir fer stefna Miðflokksins í Reykjavík í skólamálum. Miðflokk- urinn ætlar að auka á sjálfstæði grunnskólanna og draga úr mið- stýringu í öðru en því sem snýr að innkaupum. Við ætlum að endur- skipuleggja algjörlega mennta- stefnu Reykjavíkurborgar með til- liti til reynslu undanfarinna ára. Áhersla skal lögð á kennslu í lestri, íslensku og reikningi og auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta. Miðflokkurinn ætlar að hafa gjaldfrjálsa grunnskóla hvað varðar námsgögn. Hádegismatur í skólum verður einnig gjaldfrjáls fyrir börn 6–12 ára. Til að fyrir- byggja sóun á útsvarstekjum þá verða námsgögn boðin út fyrir alla skólana í einu til að ná bestun í inn- kaupum. Við fullyrðum að hægt er að ná hagstæðari innkaupum í mötuneytum borgarinnar eins og kom í ljós í tilraunaverkefni sem farið var í í Grafarvogi og hlaut ný- sköpunarverðlaun 2014. Kostn- aður sem borgin ber við að hafa gjaldfrjálsan mat í grunnskólum fyrir þennan aldur er rúmur millj- arður á ári. Við lærum ekki fyrir skólann, við lærum fyrir lífið Margir hafa rætt það að innleiðing skóla án aðgreiningar hafi mistek- ist. Við ætlum ekki að kveða svo fast að orði en eitt er víst að fara verður ofan í saumana á skólastarfi í borginni því öll erum við sam- mála um að árangurinn í skóla- starfi er algjörlega óásættanlegur miðað við samanburð við aðrar þjóðir. Við ætlum að gera skóla- stjórnendur ábyrga fyrir að leysa úr eineltismálum í skólum borgar- innar og á þeim málum verður að taka af mikilli festu. Ljót eineltis- mál hafa líka komið upp síðustu ár á milli kennara og nemenda þar sem hagur nemandans hefur ver- ið fyrir borð borinn. Við gerum þá kröfu til skólastarfs að nemandinn sé ávallt í fyrsta sæti því samkvæmt lögum hefur hann skólaskyldu. Við lærum ekki fyrir skólann, við lærum fyrir lífið. Vigdís Hauksdóttir Við lærum fyrir lífið Kæru lesendur. Eins og glöggt má sjá hafa vefir Frjálsrar fjölmiðlunar tekið miklum útlitsbreytingum að undanförnu í því augnamiði að bæta þjónustu okkar við lesendur. Af því tilefni kynnum við til sögunar nýjan Eyjupenna, Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur sjaldan verið þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum, en hún er oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.