Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 25
KYNNING HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á LAUGARDAGINN? Glæsileg brúðkaups- kynning í Kúnígúnd Laugardaginn 14. apríl verður haldin brúðkaupskynning í Kúnígúnd Kringlunni á milli 13 og 17. Verslunin í Kringlunni var flutt í lok síðasta árs og er nú á 1. hæð, Stjörnutorgsmegin í Kringlunni. Verslunin í Kringlunni er sú stærsta af verslunum Kúnígúndar og afar glæsileg. Þar má finna allt vöruúrval Kúnígúndar. Þetta er í annað sinn sem brúð- kaupskynning er haldin í Kúnígúnd og reyndist tilvonandi brúðhjónum afar vel þegar hún var haldin í fyrra. Nú verður kynningin með stærra sniði en áður og á nýjum stað. Á brúðkaupskynningu verður boðið upp á faglega ráðgjöf á ýmsum svið- um er varða brúðkaupsundirbúning. Glæsilegt happdrætti verður fyrir tilvonandi brúðhjón sem stofna gjafalista hjá Kúnígúnd og verða þrjú pör dregin út. Í vinning eru KitchenAid Artisan- hrærivél, hnífaparasett fyrir 12 frá Georg Jensen og hágæða sængurföt fyrir tvo úr egypskri bómull frá Georg Jensen Damask. Mjög veglegir og vandaðir vinningar. Í Kúnígúnd mæta góðir gestir. Kökusérfræðingur frá 17 sortum verð- ur á staðnum og býður upp á smakk auk þess sem glæsilega skreyttar brúðartertur frá þeim verða til sýnis. Þannig geta tilvonandi brúðhjón kynnt sér hvað 17 sortir hafa upp á að bjóða en þar á bæ eru gerðar hágæða brúðartertur úr allra besta fáanlega hráefni. Mekka Wines & Spirits mun einnig vera með kynningu og veita ráðgjöf um rétta vínið fyrir veisluna. Jafnframt verður Linda Benedikts- dóttir, fagurkeri og lífsstílsbloggari, á staðnum en hún mun dekka borð og gefa fólki góðar hugmyndir um hvernig skuli setja upp veisluborð fyrir ólík tilefni. Lindu ættu flestir að þekkja sem fylgjast með samfélags- miðlum en hún hefur vakið athygli fyrir einstakar ljósmyndir og girnilegar uppskriftir á síðunni lindaben.is. Starfsfólk Kúnígúndar verður til þjónustu reiðubúið við að kynna allt það helsta sem fæst í versluninni og hjálpa tilvonandi brúðhjónum við að stofna gjafalista. Gjafalistar eru frábær aðstoð fyrir brúðkaupsgesti þegar kemur að gjafavali ekki síður en fyrir brúðhjónin. Hjá Kúnígúnd fæst vönduð gjafavara í öllum verðflokk- um svo allir ættu að finna eitthvað á listann við hæfi. Erlendis tíðkast gjarnan að láta vita í boðskortum hvar brúðhjónin hafa skráð sig á gjafalista en minna hefur verið um það hérlendis. Þetta er þó afar góður siður og getur komið í veg fyrir að brúðhjón fái sömu gjöfina frá mismunandi aðilum eða brúðhjón fái t.a.m. hluti sem eru ekki í stíl við þeirra heimili. Kúnígúnd mælir með því að fólk velji út frá sem fjölbreyttustu verðbili á gjafalistana því oft vilja margir vinir eða stórar fjölskyldur leggja saman og kaupa eina veglega gjöf en það er einnig gott að hafa minni hluti á listanum sem vantar á heimilið. Það er auðvelt að setja upp gjafa- lista á kunigund.is en starfsfólkið í verslunum Kúnígúndar getur aðstoð- að við uppsetningu sé þess óskað. Einnig er þar starfsfólk með margra ára reynslu sem getur aðstoðað við valið og veitt ráðgjöf þegar velja á réttu sængurfötin eða matarstellið svo dæmi séu tekin. Það getur reynst mörgum erfitt að velja á milli, enda er úrvalið gífurlegt. Þá er oft stór ákvörðun að byrja að safna í matar- stell og þá getur verið gott að tala við fagfólkið sem finnur út með brúð- hjónunum hvað hentar þeim best. Á www.kunigund.is má finna leið- beiningar og flotta netverslun með miklu úrvali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.