Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 22
22 13. apríl 2018FRÉTTIR
GAGNLEGAR
UM GRÆNAN
LÍFSSTÍL
Lífgaðu upp á heimilið
með plöntum sem gefa
af sér allan ársins hring
Lærðu að nýta birtu og rými
sem best
Myndræn og einföld fram-
setning
Allt um hefðbundna og
lífræna ræktun
Hvað er unnt að rækta, hvar,
hvenær og hvernig
Ræktun á svölum, í beðum
og gróðurhúsum
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
F
yrirhugaður fyrirlestur
breska aðgerðasinnans
Tommys Robinson sem átti
að verða í Salnum í Kópa
vogi þann 18. maí hefur verið tek
inn af dagskrá Salarins og kippt úr
miðasölu á Tix.is. Tommy Robin
son er umdeildur vegna baráttu
sinnar gegn íslamisma og hefur
þurft að eyða miklu púðri í að
verjast ásökunum um rasisma.
Hann er engu að síður afar vin
sæll og á mörg hundruð þúsund
stuðningsmenn.
Það eru samtökin Vakur og
nokkrir einstaklingar utan þeirra
sem standa að komu Tommys
Robinson til Íslands. Er verið
að leita að öðru húsnæði til að
hýsa væntanlegan fyrirlestur
Englendingsins, en ljóst er að
Tommy kemur ásamt fylgdarliði
sínu (til dæmis kvikmyndatöku
manni) til Íslands um miðjan maí.
Salurinn hefur gefið þá einu
skýringu á ákvörðun sinni að
misskilningur hafi orðið innan
húss við bókun viðburðarins.
Sigurfreyr Jónasson, talsmaður
Vakurs, telur ákvörðunina eiga
sér pólitískar ástæður, en hópur
vinstri sinnaðs fólks á landinu er
mjög andsnúinn komu Tommys
Robinson til Íslands og telur mál
flutning hans vera hættulegan.
Í tölvupósti sem Sigurfreyr
sendi Aino Freyju Jarvela, for
stöðumanni Salarins, í fyrradag,
segir meðal annars:
„Ef þetta verður ekki dregið til
baka og miðasalan kominn aftur
í gang í dag, sé ég ekki aðra leið
en að krefjast skaðabóta og fara í
mál. Þú getur ekki hætt þegar búið
var að ganga frá öllu. Salurinn var
sjálfur búinn að skrá þetta inn í
kerfið hjá sér og Tix.is. Miðasalan
hafði verið í gangi í a.m.k. 3 klst.“
DV sendi Aino fyrirspurn
vegna málsins sem hún svaraði:
„Það kom því miður upp
misskilningur í bókun á þessum
degi sem uppgötvaðist ekki fyrr
en um leið og viðburðurinn var
kominn í sölu. Þegar misskiln
ingurinn kom í ljós var viðburð
urinn snarlega tekinn úr sölu og
viðkomandi beðnir velvirðingar.
Salurinn er tónleikahús sem býð
ur upp á hágæða tónlist á Íslandi
og hefur enga pólitíska afstöðu.“
DV sendi Aino aðra fyrir
spurn og bað um frekari skýringu
á ákvörðuninni, það er ef hún
væri ekki pólitísk, hver væri þá
ástæðan. Aino svaraði: „Þetta er
misskilningur sem varð hér inn
anhúss og í sjálfu sér ekkert meira
um það að segja.“
Sem fyrr segir er Tommy Robin
son afar umdeildur vegna baráttu
sinnar gegn öfgasinnuðum íslam
istum á Bretlandi. Hefur hann
verið sakaður um fordóma gegn
múslímum sem hann sver af sér
og segir að gera verða greinarmun
á múslímum og íslam. Hann for
dæmir hins vegar trúarbrögðin ís
lam og pólitíska hugmyndafræði
þeirra og hefur verið gagnrýndur
harðlega fyrir það. Tommy hefur
lýst yfir ánægju með að vera boðið
til Íslands og segist hlakka til koma
til landsins. n
Sparkað úr
Salnum í
Kópavogi
Tommy
Robinson
n „Munum krefjast skaðabóta og fara í mál“