Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 46
46 sport 13. apríl 2018 1. sæti Valur Spámenn 433.is spá því að Valur muni endurheimta Ís- landsmeistaratitil sinn í sumar en liðið vann deildina með yfirburðum í fyrra. Valsmenn hafa ekki gert neitt annað í sumar en að styrkja liðið sitt. Liðið hefur feng- ið landsliðsmanninn Birki Má Sævarsson í sínar raðir og þá kom Kristinn Freyr Sigurðsson heim úr atvinnu- mennsku, hann var besti leikmaður Pepsi-deildarinn- ar sumarið 2016. Valsmenn eru liðið sem þarf að vinna í sumar og yrði það í raun ótrúlegt ef það ynni ekki deildina með þennan leikmannahóp. Lykilmaður - Haukur Páll Sigurðsson X-faktor - Ólafur Karl Finsen Þjálfari - Ólafur Jóhannesson Komn ir: n Birk ir Már Sæv ars son n Krist inn Freyr Sig urðsson n Ívar Örn Jóns son n Ólaf ur Karl Fin sen n Sveinn Sig urður Jó hann es son n Tobi as Thomsen Farn ir: n Nicolas Bögild n Sindri Scheving n Orri Sig urður Ómars son n Haukur Ásberg Hilmarsson 2. sæti FH Það eiga sér stað í fyrsta sinn í mörg ár gríðarlegar breytingar á liði FH en Heimir Guðjónsson var rekinn úr starfi síðasta haust eftir magnað starf í Kaplakrika. Heim er mættur Ólafur Kristjánsson sem starfað hefur í Danmörku síðustu ár. Ólafur er að setja saman nýtt lið og það gæti tek- ið eitthvað inn í sumarið að hlutirnir smelli saman, ef mið skal taka af frammistöðu og úrslitum FH. FH er með valinn mann í hverju rúmi og getur vel blandað sér í baráttu um þann stóra. FH hefur fengið til sín tíu leikmenn í vetur og átta af þeim gætu farið strax inn í byrjunarliðið, það segir allt um þær breytingar sem eru í Krikanum. Lykilmaður - Davíð Þór Viðarsson X-faktor - Zeiko Lewis Þjálfari - Ólafur Kristjánsson Komnir: n Edigerson Gomes Almeida (Láni) n Viðar Ari Jónsson (Láni) n Zeiko Lewis n Rennico Clarke n Egill Darri Makan n Geoffrey Castillion n Guðmundur Kristjánsson n Hjörtur Logi Valgarðsson n Kristinn Steindórsson n Rennico Clarke Farnir: n Böðvar Böðvarsson n Bergsveinn Ólafsson n Kassim Doumbia n Matija Dvornekovic n Emil Pálsson n Guðmundur Karl Guðmundsson n Jón Ragnar Jónsson n Hörður Ingi Gunn ars son n Veigar Páll Gunnarsson 3. sæti Kr Rúnar Kristinsson er mættur heim í Vesturbæinn og við það verða kröfurnar þar á bæ talsvert meiri en síðustu sumur. Rúnar vann magnað starf í Vesturbænum áður en hann hélt út fyrir rúmum þremur árum. Rúnar starf- aði í Noregi og Belgíu en er nú mættur heim, hann þarf að byggja upp nýtt KR-lið að miklu leyti. Nokkrir sterk- ir bitar hafa yfirgefið KR í vetur en þar mun mest muna um Tobias Thomsen, hann gekk í raðir Vals. KR náði í Kristin Jónsson sem mun styrkja varnar- og sóknar- leik liðsins og þá hefur liðið fengið tvo erlenda leik- menn. Pablo Punyed gekk í raðir KR frá ÍBV en þar var hann í tvö ár án þess að sýna sínar bestu hliðar. Það gæti reynst erfitt fyrir KR að berjast um titilinn í ár en ef Rúnari tekst snemma að skrúfa liðið saman er allt hægt. Lykilmaður - Óskar Örn Hauksson X-faktor - Kennie Chopart Þjálfari - Rúnar Kristinsson Komn ir: n Al bert Wat son n Djor dje Panic n Björg vin Stef áns son n Kristinn Jónsson n Pablo Punyed n Atli Sig ur jóns son Farn ir: n Michael Præst n Robert Sand nes n Stefán Logi Magnús son n Tobi as Thomsen n Guðmund ur Andri Tryggva son n Indriði Sigurðsson 4. sæti Stjarnan Stjarnan er orðið stórt félag í íslenskri knattspyrnu og kröf- urnar eru miklar í Garðabæ, liðið er þó að margra mati ögn slakara en síðustu ár. Stjarnan hefur lítið styrkt lið sitt í vetur og fengið tvo leikmenn frá Víkingi Ólafsvík sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Liðið missti Hólmbert Aron Friðjónsson út í atvinnumennsku en hann var mik- ilvægur hluti af leikstíl liðsins. Stjarnan er hins vegar með sterkt byrjunarlið sem getur á góðum degi keppt við Val og önnur af stærri liðum deildarinnar. Rúnar Páll Sigmunds- son, þjálfari Stjörnunnar, hefur fengið mikinn tíma með liðið en frá því að það varð Íslandsmeistari árið 2014 hefur það lítið gert í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Lykilmaður - Guðjón Baldvinsson X-faktor - Guðmundur Steinn Hafsteinsson Þjálfari - Rúnar Páll Sigmundsson Komn ir: n Guðjón Orri Sig ur jóns son n Þor steinn Már Ragn ars son n Guðmund ur Steinn Haf steins son n Terr ance Dieterich Farn ir: n Ágúst Leó Björns son n Dag ur Aust mann Hilm ars son n Máni Aust mann Hilm ars son (Láni) n Ólaf ur Karl Fin sen n Sveinn Sig urður Jó hann es son n Hólm bert Aron Friðjóns son 5. sæti BreiðaBliK Ágúst Gylfason er mættur í brúna í Kópavogi og það koma ferskir vindar með honum. Blikar hafa virk- að ferskir í vetur og koma Olivers Sigurjónssonar á dögunum getur komið liðinu í baráttu um Evrópu- sæti. Tímabilið í fyrra var vonbrigði fyrir Breiðablik þar sem Arnar Grétarsson hóf tímabilið sem þjálfari en var rekinn í upphafi móts og Milos Milojevic tók við starf- inu, honum tókst ekki að breyta því sem stjórn Breiða- bliks taldi að þyrfti að breyta. Ágúst Gylfason hefur ekki breytt hryggjarsúlunni í liði Blika mikið en Jon ath an Hendrickx verður hægri bakvörður liðsins en sú staða var til vandræða í Kópavogi í fyrrasumar. Lykilmaður - Gísli Eyjólfsson X-faktor - Sveinn Aron Guðjohnsen Þjálfari - Ágúst Gylfason Komn ir: n Jon ath an Hendrickx n Arn ór Gauti Ragn ars son n Guðmund ur Böðvar Guðjóns son n Oliver Sigurjónsson (Láni) Farn ir: n Páll Ol geir Þor steins son n Þórður Steinar Hreiðarsson n Hlynur Örn Hlöðversson (Láni) n Guðmundur Friðriksson n Sólon Breki Leifsson n Ernir Bjarnason n Kristinn Jónsson n Martin Lund Pedersen n Dino Dol magic 6. sæti Ka Gula liðið frá Akureyri var nýliði í Pepsi-deild karla í fyrra og þrátt fyrir að vera með öflugan mannskap fékk liðið smá afslátt í gagnrýni vegna þess. Sr djan Tufegdzic, þjálfari KA, þarf hins vegar að skila góðum árangri í sumar; stjórnar- og stuðningsmenn KA gera kröfur. Liðið hefur fengið til sín Hallgrím Jónasson úr atvinnumennsku og með Guðmanni Þórissyni eiga þeir að búa til bestu varnarlínu landsins. KA er með lið til að blanda sér í baráttu um Evrópusæti en eins og hjá nokkrum öðrum liðum mun það ráðast af meiðslum og leikbönnum en hópurinn er ekki ýkja breiður. Eru með einn besta leikmann deildarinnar í Hallgrími Mar Steingrímssyni Lykilmaður - Hallgrímur Jónasson X-faktor - Hallgrímur Mar Steingrímsson Þjálfari - Sr djan Tufegdzic Komn ir: n Mil an Joksimovic n Hall grím ur Jónas son n Sæþór Ol geirs son n Cristian Martín ez Farn ir: n Almarr Ormars son n Bjarki Þór Viðars son n Davíð Rún ar Bjarna son n Dar ko Bulatovic n Emil Lyng n Vedr an Tur kalj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.