Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 25
KYNNING HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á LAUGARDAGINN? Glæsileg brúðkaups- kynning í Kúnígúnd Laugardaginn 14. apríl verður haldin brúðkaupskynning í Kúnígúnd Kringlunni á milli 13 og 17. Verslunin í Kringlunni var flutt í lok síðasta árs og er nú á 1. hæð, Stjörnutorgsmegin í Kringlunni. Verslunin í Kringlunni er sú stærsta af verslunum Kúnígúndar og afar glæsileg. Þar má finna allt vöruúrval Kúnígúndar. Þetta er í annað sinn sem brúð- kaupskynning er haldin í Kúnígúnd og reyndist tilvonandi brúðhjónum afar vel þegar hún var haldin í fyrra. Nú verður kynningin með stærra sniði en áður og á nýjum stað. Á brúðkaupskynningu verður boðið upp á faglega ráðgjöf á ýmsum svið- um er varða brúðkaupsundirbúning. Glæsilegt happdrætti verður fyrir tilvonandi brúðhjón sem stofna gjafalista hjá Kúnígúnd og verða þrjú pör dregin út. Í vinning eru KitchenAid Artisan- hrærivél, hnífaparasett fyrir 12 frá Georg Jensen og hágæða sængurföt fyrir tvo úr egypskri bómull frá Georg Jensen Damask. Mjög veglegir og vandaðir vinningar. Í Kúnígúnd mæta góðir gestir. Kökusérfræðingur frá 17 sortum verð- ur á staðnum og býður upp á smakk auk þess sem glæsilega skreyttar brúðartertur frá þeim verða til sýnis. Þannig geta tilvonandi brúðhjón kynnt sér hvað 17 sortir hafa upp á að bjóða en þar á bæ eru gerðar hágæða brúðartertur úr allra besta fáanlega hráefni. Mekka Wines & Spirits mun einnig vera með kynningu og veita ráðgjöf um rétta vínið fyrir veisluna. Jafnframt verður Linda Benedikts- dóttir, fagurkeri og lífsstílsbloggari, á staðnum en hún mun dekka borð og gefa fólki góðar hugmyndir um hvernig skuli setja upp veisluborð fyrir ólík tilefni. Lindu ættu flestir að þekkja sem fylgjast með samfélags- miðlum en hún hefur vakið athygli fyrir einstakar ljósmyndir og girnilegar uppskriftir á síðunni lindaben.is. Starfsfólk Kúnígúndar verður til þjónustu reiðubúið við að kynna allt það helsta sem fæst í versluninni og hjálpa tilvonandi brúðhjónum við að stofna gjafalista. Gjafalistar eru frábær aðstoð fyrir brúðkaupsgesti þegar kemur að gjafavali ekki síður en fyrir brúðhjónin. Hjá Kúnígúnd fæst vönduð gjafavara í öllum verðflokk- um svo allir ættu að finna eitthvað á listann við hæfi. Erlendis tíðkast gjarnan að láta vita í boðskortum hvar brúðhjónin hafa skráð sig á gjafalista en minna hefur verið um það hérlendis. Þetta er þó afar góður siður og getur komið í veg fyrir að brúðhjón fái sömu gjöfina frá mismunandi aðilum eða brúðhjón fái t.a.m. hluti sem eru ekki í stíl við þeirra heimili. Kúnígúnd mælir með því að fólk velji út frá sem fjölbreyttustu verðbili á gjafalistana því oft vilja margir vinir eða stórar fjölskyldur leggja saman og kaupa eina veglega gjöf en það er einnig gott að hafa minni hluti á listanum sem vantar á heimilið. Það er auðvelt að setja upp gjafa- lista á kunigund.is en starfsfólkið í verslunum Kúnígúndar getur aðstoð- að við uppsetningu sé þess óskað. Einnig er þar starfsfólk með margra ára reynslu sem getur aðstoðað við valið og veitt ráðgjöf þegar velja á réttu sængurfötin eða matarstellið svo dæmi séu tekin. Það getur reynst mörgum erfitt að velja á milli, enda er úrvalið gífurlegt. Þá er oft stór ákvörðun að byrja að safna í matar- stell og þá getur verið gott að tala við fagfólkið sem finnur út með brúð- hjónunum hvað hentar þeim best. Á www.kunigund.is má finna leið- beiningar og flotta netverslun með miklu úrvali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.