Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Side 24
24 UMRÆÐA Sandkorn 13. apríl 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Þ að getur verið fjörlegt verk­ efni að gefa út veglegt helg­ arblað í viku hverri. Mark­ mið okkar er að blaðið sé stútfullt af fjölbreyttu efni og eins og gengur þá reynum við blaða­ mennirnir að skipta með okkur verkum. Ýmislegt kemur upp á í þessum bransa og því þurfa blaðamenn að bregða sér í allra kvikinda líki og skrifa um allt milli himins og jarðar. Á dögunum brá blaðamaðurinn og sagn­ fræðingurinn Kristinn H. Guðna­ son sér í stutt frí og þá þurftu aðrir að skrifa í Tímavélina okkar sem hann hefur gert svo listilega vel undanfarna mánuði. Gapandi auð síða blasti við þegar skil í prentsmiðjuna nálg­ uðust óðfluga. Ég hafði lofað að finna eitthvert efni og að sjálf­ sögðu var ég gjörsamlega and­ laus. Í örvæntingu minni mundi ég skyndilega eftir sögu sem tengdafaðir minn, Guðmundur Ásgeirsson, hafði sagt mér fyrir mörgum árum um íslenskan togara, Frey RE­1, sem varð vett­ vangur vinsællar útvarpsstöðvar í Bretlandi. Hann þekkti sögu skipsins vel enda hafði hann verið stýrimaður þess um tíma. Á methraða fann ég nokkrar gamlar greinar á timarit.is sem og Wikipediu­síðu útvarpsstöðv­ arinnar og vann stutta grein um skipið upp úr því. Ég hafði engan tíma til að hringja í tengdaföð­ ur minn en var viss um að hann hefði gaman af því að lesa þessa stuttu grein þegar hún birtist á prenti. Sama dag og blaðið kom út þá var tengdamóður minni, Ólöfu Guðfinnsdóttur, boðið í kvöldmat. Hún var ein á ferð og ástæðan var sú að Guðmundur hafði brugðið sér í stutta helgarferð til útlanda með skömmum fyrirvara, eitt­ hvað sem ég hafði ekki hugmynd um. „Það voru einhver samtök úti í Bretlandi sem vildu endilega fá hann út til þess að tala um frægt skip sem hann var stýrimaður á. Það verður víst allt kvikmynd­ að í bak og fyrir til þess að varð­ veita sögu skipsins,“ sagði Ólöf við matarborðið. Ég sýndi henni þá nýprentað eintak blaðsins og það sem eftir var kvöldsins ræddum við um tilviljanir og hvað þær geta verið stórkostlegar. n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þú skalt ekki ljúga Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, virtist standa keik í drottningarviðtali í sjónvarps­ þættinum Kveik sem sýndur var á RÚV í vikunni. Talaði Agnes hún meðal annars um að fara í átak til að byggja upp traust og fyrirbyggja árásir á sig og þjóðkirkjuna. „Ég kalla það árásir þegar það er verið að tala um eitthvað sem er ekki rétt, það er verið hreinlega að ljúga upp á biskupinn og kirkjuna,“ sagði Agnes. Í sama viðtali seg­ ir Agnes að hún hafi ekki beðið um launahækkun, sem eru athyglisverð ummæli því að í desember 2015 sendi Agnes bréf á kjararáð þar sem hún biður um launahækkun. Er það svona sem á að hefja átak kirkj­ unnar til að byggja upp traust? Með því að fella niður boðorðið „Þú skalt ekki ljúga“? Fyrirsjáanleg læti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis ráðherra hefur hafið baráttu sína gegn einkarekstri í heilbrigð­ isþjónustu með því að hætta fjár­ veitingum til Hugarafls. Markmið­ ið er að færa geðheil­ brigðisþjón­ ustuna yfir til ríkisins, markmið sem andstæðingar einka­ reksturs í heilbrigðisþjónustu ættu að vera ánægðir með. Notendur þjónustunnar og aðstandendur eru skiljanlega hræddir við framtíðina enda miklu þægilegra að geta geng­ ið hvenær sem er inn fyrir dyr Hugarafls í stað þess að bíða eftir tilvísununum og plássi hjá hinu opinbera. Ef þetta er stað­ an í dag, þá er vel hægt að sjá fyrir sér lætin sem verða þegar heimsóknir í Domus Medica, Orkuhúsið og á Læknavaktina verða ekki lengur niðurgreidd­ ar. É g er alveg á móti algjöru banni við notkun snjalltækja í skólum þar sem ég tel það allt of harða og óþarfa að­ gerð. Ég væri þó alveg til í að setja einhverjar viðmiðunarreglur til að takmarka notkun þessara tækja og kenna börnum að umgangast þau af ábyrgð. Mér finnst reyndar að við hin full­ orðnu gætum lært það betur líka. S njallsímanotkun barna er vaxandi vandamál hér á landi sem og annars staðar. Hér eru engar samræmdar reglur til um þetta hjá borginni, meðan skólar í Svíþjóð og Frakk­ landi eru þegar byrjaðir á slíkum bönnum. Notkun snjallsíma ýtir undir kvíða og óöryggi fjölda barna, við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjall­ síminn er notaður. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata MEÐ OG Á MÓTI BANN VIÐ SNJALLSÍMUM Í GRUNNSKÓLUM MEÐ Á MÓTI Spurning vikunnar Hvað óttast þú mest? „Köngulær“ Alexander Sigurðarson „Ástvinamissi“ Guðrún Axelsdóttir „Höfnun“ Alexander Þór Guðnason „Ætli það sé ekki bara drukknun“ Elísabet María Ragnarsdóttir Skipið var í íslenskri eigu í rúm þrjú ár en lauk viðburðaríkum ferli sínum sem vettvangur sjóræningjaútvarpsstöðvar Togaratilviljun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.