Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 2
IVECO BUS - KAUPTÚNI 1 - SÍMI 575 1200 / 825 5215 - WWW.BL.IS IVECO DAILY MINIBUS (Rútur fyrir allt að 19 farþega + 2) Kr. 9.900.000 m/vsk Veður Í dag er spáð suðaustan- og sunnan- átt, 5-15 m/s og mikilli rigningu á Suður- og Vesturlandi. Einnig rignir á norðaustanverðu landinu fyrir hádegi en þar léttir til síðdegis með hlýindum. sjá síðu 68  Tekist á um stóru málin LögregLumáL Sérsveit ríkislögreglu­ stjóra sinnir gæslu á sonum Benj­ amins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonun­ um að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkis­ lögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erinda­ gjörðum né á vegum ísraelska ríkis­ ins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarða­ sveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimaland­ inu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjöl­ miðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjón­ ustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi. Ríkislögreglustjóri getur heim­ ilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeit­ ingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Forsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislög­ reglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs­ ins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu­ bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, eng­ inn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upp­ lýsingar um fyrirkomulag öryggis­ gæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Frétta­ blaðið að ekki sé gerður greinar­ munur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einka­ erindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitar­ menn með stjórn þeirrar heim­ sóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi hátt­ ur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“ mikael@frettabladid.is, adalheidur@frettabladid.is Sérsveitin okkar gætir líka Netanyahu-bræðra Ríkislögreglustjóri veitti sonum forsætisráðherra Ísraels leyfi til að koma með vopnaða lífverði til landsins. Íslenska sérsveitin þarf að gæta þeirra líka á kostn- að ríkisins. Bræðurnir í einkaerindum. Ríkislögreglustjóri segir þetta algengt. Avner og Yair Netanyahu sjást hér með föður sínum Benjamin í Jerúsalem árið 2013. Bræðranna er vel gætt. FréttABlAðið/EPA Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri VIðsKIPTI Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæp­ lega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum við­ skiptadegi bréfanna. Gengi hluta­ bréfanna stóð í 1,20 krónum á hlut við lokun markaða sem er tæplega 14 prósenta lækkun frá meðalgeng­ inu í hlutafjárútboði félagsins fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. Til samanburðar mátu greinendur Capacent gengi Heimavalla á 1,74 krónur á hlut í verðmati sem unnið var í aðdraganda útboðsins. Markaðsvirði íbúðaleigufélags­ ins var 13,5 milljarðar króna þegar markaðir lokuðu í gær en til saman­ burðar var heildarvirði félagsins metið á 15,6 milljarða króna að loknu hlutafjárútboðinu. – kij Enn lækka bréf í Heimavöllum Viðskipti með bréf Heimavalla hófust í kauphöll á fimmtudag. FréttABlAðið/DANíEl KjaramáL Félag grunnskólakenn­ ara og Samband íslenskra sveitar­ félaga skrifuðu undir kjarasamning á fimmta tímanum í gær. Á vef Kennarasambands Íslands segir að fundað hafi verið stíft vegna samn­ inganna undanfarið. Ekkert kemur fram um innihald samningsins að öðru leyti en því að hann gildir til 30. júní 2019. Efni samningsins verður kynnt félagsmönnum eftir helgina. Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári. Forystumenn Félags grunnskóla­ kennara höfðu áður undirritað kjarasamning  13. mars og var þá samið um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili í samningi sem átti að gilda til loka mars á næsta ári. Kennarar kolfelldu þann samning í atkvæðagreiðslu. Alls höfnuðu 68,5 prósent félagsmanna samningnum, en 29,7 prósent samþykktu. – jhh Kennarar semja við sveitarfélög Kosningabaráttan er á lokametrunum. Í gær mættust frambjóðendur í sjónvarpinu þar sem meðal annars var tekist á um húsnæðismál, skólamál, borgarlínu og fleiri málefni. Kjörstaðir verða opnaðir í dag klukkan níu og standa opnir allt til klukkan tíu í kvöld. FréttABlAðið/ErNir írLand Útgönguspár gefa til kynna að tveir þriðju hlutar kjósenda á Írlandi hafi kosið með því að leyfa fóstureyðingar. Reynist útgöngu­ spáin rétt munu írsk stjórnvöld geta fellt út áttundu viðbótargrein stjórnarskrárinnar sem bannar fóstureyðingar. Sú grein var sam­ þykkt árið 1983 með tveimur þriðja hluta atkvæða. Þúsundir Íra sem búa erlendis flugu heim til að nýta kosningaréttinn en herferðin #hometovote hvatti fólk til að nýta hann. – gþs Írar kusu um fóstureyðingar 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a u g a r d a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a B L a ð I ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 9 -E 8 9 C 1 F E 9 -E 7 6 0 1 F E 9 -E 6 2 4 1 F E 9 -E 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.