Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 40
ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk sem mest af glötuðum körlum í kringum þig og ég vil meina að það sé einmitt mikið um róttæka femínista sem vilji hafa sem mest af aumingjum í heiminum. Ég held að þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því hversu óhressar þær eru með mig.“ „Þú ert mjög upptekinn af valdefl­ ingu ungra karla en þarf hún að vera á kostnað kvenna? Er eitthvað sem mælir á móti því að fylla heiminn af sterkum konum og körlum? Hafa einfaldlega jafnrétti?“ „Jú, það væri frábært og auðvitað er það mögulegt. Þær konur sem ég þekki, sem eru vel samansettar, eru ekki í samkeppni við karla. Þær eru að reyna að lifa góðu lífi sem einstaklingar en þær para sig við karlmenn og líta ekki á mannkyns­ söguna sem vígvöll drottnandi karla og kúgaðra kvenna. Það er heimskulegt að horfa svona á heiminn. Það hafa alltaf verið og verða alltaf til karlar sem ganga á rétt kvenna og öfugt. En að lesa alla mannkynssöguna sem óslitna sögu kúgunar karla á konum er einfaldlega aumkunarvert.“ Bölvun pillunnar og túrtappans „Karlar og konur hafa í gegnum sög­ una parað sig saman til þess að kom­ ast af við erfiðar aðstæður og margt sem talið er til marks um kúgun karla á konum verður að skoðast í sann­ gjörnu, sögulegu samhengi. Ég meina, konur fengu ekki örugg­ ar getnaðarvarnir fyrr en upp úr 1960 og höfðu ekkert vald yfir tíða­ hringnum fyrr en í kringum 1970.“ „Og voru það ekki framfarir? Er ekki bara frábært að þær hafi þessa stjórn á eigin líkama?“ „Jú, það er stórkostlegt. En ein ástæðan fyrir því að það var erfiðara fyrir konur að hasla sér völl í heim­ inum áður fyrr er að þessar tækni­ framfarir voru ekki komnar fram. Túrtappinn og pillan hafa gert miklu meira fyrir kvenfrelsi en femínism­ inn.“ „Og hvað? Þegar túrtappinn og pillan komu til sögunnar hrundi þá karlmennskuheimurinn okkar? Er nútímakarlinn í rusli út af túrtapp­ anum og pillunni? Þú vilt horfa til baka. Aftur til 1950 og jafnvel lengra en er ekki heimurinn betri í dag en þá? Jafn­ rétti kynjanna hlýtur að vera hið besta mál, ekki satt?“ „Sko, það er ekkert rangt við að allir fái jöfn tækifæri en það er eitt­ hvað skelfilega rangt við það þegar reynt er að jafna útkomuna, jafnvel með lagasetningum og valdboði. Á Vesturlöndum hefur mjög lengi verið unnið að því að gefa öllum sömu tækifæri en að ætla að þvinga fram jafna útkomu allra er alger kata­ strófa.“ „Kvennastéttir“ stækka í takt við meira jafnrétti Ein grunnstoðin í kenningaheimi Petersons er að líffræðilegir og með­ fæddir eiginleikar ráði miklu um stöðu kynjanna í veröldinni. Þetta er vægast sagt umdeilt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, enda skautar Peterson óneitanlega svolítið fram hjá umhverfisþáttum og öðru sem mótar hverja manneskju að ein­ hverju leyti. „Það eru augljósir líffræðilegir áhrifaþættir í þessu og ef horft er á tölfræðina þá blasir við að eftir því sem jafnréttið verður meira fjölgar kvenkyns hjúkrunarfræðingum og karlkyns vélstjórum. Þannig að það virðast vera ein­ hverjar líffræðilega forsendur sem móti hugarfar fólks og hverju það hefur áhuga á.“ „Ég á ofboðslega erfitt með að kyngja þessu. Ég bjó einu sinni með konu sem gerði við bílinn okkar, málaði íbúðina, braut niður og bor­ aði í veggi, sá um fjármál heimilisins og kenndi mér að nota tölvu. Og í æsku hafði ég aldrei áhuga á bílum eða byssum þannig að ég bara næ ekki þessari pælingu.“ Tækjadellukonur sjaldgæfar „Tja, ég myndi segja að þið væruð svolítil frávik. Að vísu eru nánast allir einhvers konar frávik frá reglu. Þessi kona virðist vera með tækjadellu sem er sjaldgæft meðal kvenna en ekki alveg óþekkt. Það eru til konur sem verða vélstjórar og það eru líka til konur sem vinna á þungavinnu­ vélum en þær eru ekki normið.“ Peterson hefur orðið tíðrætt um að karlar hafi verið í leiðtogahlutverki frá örófi alda og þeim farnist betur en konum í því hlutverki vegna þess að þeim sé það eðlislægt. En sagan sýnir nú ekki beinlínis fram á að karlar hafi stjórnað heiminum með miklum sóma? „Það er mjög lítill vitsmunalegur munur á körlum og konum en karl­ mannshugurinn virðist vera marg­ breytilegri. Þetta sést ef til vill best í einstökum tilfellum en að meðaltali er lítill sem enginn vitsmunalegur munur á kynjunum. Karlar virðast þó hafa sterkari hneigð til þess að taka sér stöðu í stigveldinu en konur og það er lík­ lega þess vegna sem konur laðast að mönnum í háum stöðum.“ Feðraveldi humarsins „En þessi hírarkía er manna verk. Við fundum hana upp og þetta stig­ veldi hefur verið feðraveldi frá upp­ hafi.“ „Ég myndi nú ekki segja að stig­ veldið sé okkar uppfinning vegna þess að það er stigveldi í náttúrunni, utan þess mennska.“ Og þar með erum við komnir að humrinum en Peterson notar þá dýrategund sem dæmi um náttúru­ legt stigveldi í bók sinni. „Sjáðu til, punkturinn með hum­ ar­kaflanum er að sýna fram á að það er ekki hægt að skrifa stigveldið á vestræna menningu eða kapítal­ ismann. Það hefur verið stigveldi í náttúrunni í milljónir ára. Þetta þýðir ekki að stigveldi hafi ekki neikvæðar hliðar. Misrétti er ein neikvæðasta afleiðing stigveld­ anna. Þessi galli gerir svo einmitt vinstri stefnuna ómissandi í stjórn­ málakerfinu. Fólk hefur haldið því fram að ég sé andsnúinn vinstrinu en ég er það ekki! Ég er á móti öfgavinstrinu og það er ekki það sama. Vinstrið er nauðsynlegt vegna þess að í stig­ veldinu er óhjákvæmilegt að ein­ hverjir verði undir og þeir verða að hafa rödd.“ Grimmar konur komast til áhrifa „Höldum okkur aðeins við hug­ myndina um að karlar séu á ein­ hvern hátt erfðafræðilega betur til þess fallnir að vera leiðtogar og tökum Donald Trump og Hillary Clinton sem dæmi. Nú virðist hún ekkert minna stríðsglöð og grimm en fyrri forsetar og ef hún hefði náð kjöri hefði hún jafnvel verið líklegri til þess að fara í stríð en Trump.“ „Það virðist svo sannarlega vera og það er nú eitt af því sem mér líkar við Trump, hingað til, er að hann hefur ekki þvælt Bandaríkj­ unum út í heimskuleg stríð. Það er að mínu mati heilmikið mál og mér finnst hann ekki njóta sannmælis fyrir þetta. Forseti ætti að fá hrós fyrir að gera ekki eitthvað stórkostlega heimsku­ legt og að forðast stríðsátök. Það er ekkert sem bendir til þess að kven­ kynsleiðtogar séu á einhvern hátt ólíklegri til þess að fara í stríð en karlarnir. Kannski eru þær það en mig grunar nú að flestar konur sem stjórna ríkjum séu ansi hreint bar­ dagagjarnar.“ „Gæti það verið vegna þess að þær hafa þurft að berjast fyrir öllu sínu í heimi sem karlar drottna yfir?“ „Hver veit? Ég meina, konur sem komast í valdastöður hljóta að vera árásargjarnar í eðli sínu og slíkar konur fyrirfinnast svo sannarlega.“ Sálfræðingurinn sem gerir við bilað fólk Annars vegar virðist Peterson vera orðinn nokkurs konar ígildi trúar­ leiðtoga sem messar yfir heit trú­ uðum og sannfærðum söfnuði en hins vegar er það hinn hópurinn sem fyrirlítur hann nánast af álíka trúarofsa. Kann hann einhverja skýringu á þessari ofsalegu pólaríseringu í kringum hann og er svona garg andstæðra fylkinga líklegt til að skila nokkrum árangri eða vitrænni niðurstöðu? „Í mínum huga er það sem ég er að gera rammpólitískt en byggt á sálfræðilegum grunni. Ég er að reyna að færa klíníska þekkingu 20. aldar­ innar til breiðari hóps. Pólitískar afleiðingar þessa eru einfaldlega aukaverkun.“ Peterson hefur sinnt fjölda skjól­ stæðinga, meðal annars rafrænt á Skype, og þar segist hann beinlínis vera með fólk í sálfræðitíma, ekki pólitískri innrætingu. „Fjölmargir leita til mín og ég fæ bréf í tugþúsunda tali. En fólk sem skrifar mér um pólitísk álitamál er í miklum minnihluta. Þeir sem skrifa mér segja mér helst frá því að líf þeirra hafi verið í rugli. Þeir hafi drukkið eða dópað of mikið. Verið kvíðnir, þunglyndir, þjakaðir af níhilisma. Þeim hafi ekki samið við makann, foreldra sína eða fjölskylduna. Þegar þau hins vegar móta sér skýra framtíðar­ stefnu og taka ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu líður þeim miklu betur. Þetta er nú kjarni málsins.“ „Það er frábært. Og þeim var ekkert úthlutuð eiginkona í milli­ tíðinni?“ „Nei, nei. Alls ekki! Það eru líka pör sem leita til mín og konunum ber flestum saman um að mönn­ unum þeirra gangi miklu betur eftir að þeir fóru að hlusta á fyrirlestrana mína og að þegar karlinum líður betur skili það sér strax í hamingju­ ríkara hjónabandi.“ „Formsins vegna og til þess að hafa þetta alveg á hreinu þá verð ég að spyrja þig aftur, hreint út. Ertu á móti jafnrétti kynjanna?“ „Ég er algerlega og fullkomlega hlynntur jöfnum tækifærum. Hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að vilja að allt hæfileikafólk geti lagt sitt fram? Það er ekki eins og það sé einhver skortur á vandamálum sem þarf að leysa.“ Það má vel vera að Það sem ég er að segja um að fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér höfði sérstaklega til ungra karlmanna akkúrat núna. ég er ekki að leika neinn leik. ég er að reyna að nota Þekk- ingu mína og langa reynslu til Þess að hjálpa fólki. hjálpa Því að Þroskast og valdefla Það með hvatningu. ↣ Jordan Peterson segist vera orðinn alvanur því að fá yfir sig reiðiöldur á netinu en kann ekki við að þær byggist á rangtúlkunum og útúrsnúningum. 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R40 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 9 -E D 8 C 1 F E 9 -E C 5 0 1 F E 9 -E B 1 4 1 F E 9 -E 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.