Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 20
Nýr Subaru XV Kraftur og margverðlaunað öryggi mætast í hinum nýja Subaru XV. Hvert sem leiðin liggur ert þú og fjölskylda þín öruggari á Subaru XV með sítengdu fjórhjóladrifi m/tölvustýrðri stöðugleikastýringu, hinni rómuðu EyeSight öryggistækni, sjálfvirkri árekstrarvörn, hraðastilli með fjarlægðarskynjun og akreinavara. Komdu og upplifðu Subaru öryggi! EyeSight er hjálparbúnaður fyrir ökumann sem virkar e.t.v. ekki fullkomlega við allar akstursaðstæður. Ökumaður þarf alltaf að sýna ábyrgð og vera með fulla athygli við aksturinn. Virkni búnaðarins er m.a. háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og akstursaðstæðum. Nánari um virkni og takmarkanir búnaðarins í eigandahandbók eða á vefsíðu. Í GEGNUM KRAFTINN FINNUR ÞÚ ÖRYGGI. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 3 2 3 S u b a ru X V 5 x 2 0 a lm e n n m a í OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 AUSTUR-KONGÓ Heilbrigðisstarfs- menn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufarald- ursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu- faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunn- ugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfs- menn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO)  segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóð- legu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu for- varnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstakl- inga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlis- svæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mband- aka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borg- unum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á. Peter Salama, yfirmaður neyðar- áætlana hjá WHO, sagði miklar vís- indaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum ein- staklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur- Kongó og víðar. Jafnframt hefur heil- brigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðis- starfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuð- ust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun. kjartanh@frettabladid.is Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó Heimamenn í Austur-Kongó eru tortryggnir í garð heilbrigðisstarfsfólks sem berst við útbreiðslu ebólu. Þúsundum skammta af tilraunalyfi hefur verið dreift til íbúa í von um að komast hjá alþjóðlegu neyðar- ástandi. Festi veiran rætur í hafnarborginni Mbandaka er líklegt að hún berist til höfuðborgarinnar. Öllu máli skiptir að upplýsa íbúa um forvarnir við ebólu. Nordicphotos/Getty TÆKNI Samfélags- miðlarisinn Face- book hefur opnað fyrir aðgang að gagnabanka sínum þar sem hægt er að sjá kaupendur kostaðra kosninga- og stjórnmála- auglýsinga. Í desember á síðasta ári viður- kenndu stjórnendur Facebook að samfélagsmiðillinn hefði birt kostað- ar auglýsingar frá rússneskum aðilum sem freistuðu þess að hafa áhrif á for- setakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Nú hefur Facebook opnað fyrr- nefndan gagnabanka, sem þó nær aðeins aftur til 7. maí 2018, og innleitt sérstaka merkingu sem mun fylgja keyptum stjórnmála auglýsingum. Í tilkynningu frá Facebook segir að fyrirtækið muni ráða hátt í 4.000 manns til að fylgja þessum breytingum eftir og tryggja gagnsæi þegar kostaðar auglýsingar eru annars vegar. Jafnframt mun samfélagsmiðillinn beita gervi- greind til að skima fyrir auglýsingum sem ekki eru merktar kaupanda. Í frétt The Guardian um gagna- grunninn er bent á að Facebook-síða forsetaframboðs  Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur keypt þús- undir auglýsinga á síðustu vikum.  „Þessar nýjungar munu ekki laga allt það sem betur má fara,“ sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, í yfir- lýsingu. „En þær munu gera þeim erfitt fyrir sem vilja leika sama leik og Rúss- arnir gerðu í aðdraganda kosninganna árið 2016.“ – khn Birta upplýsingar um kostaðar auglýsingar 2 6 . m A í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R20 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A ð I ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 9 -E 3 A C 1 F E 9 -E 2 7 0 1 F E 9 -E 1 3 4 1 F E 9 -D F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.