Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 42
Ekkert meira gefandi en að leika Sólveig Arnarsdóttir leik-kona skiptir tíma sínum mill i Þýskalands og Íslands. Hér heima hefur hún verið við upptökur á sjónvarpsþáttunum Ófærð 2, sem frumsýndir verða í haust á RÚV, í Wiesbaden leikur hún í Máv- inum eftir Tsjekhov og í haust fer hún með þrjú hlutverk í Ríkharði III, sömuleiðis í Wiesbaden. Hún var fastráðin við leikhúsið í Wiesbaden í þrjú ár og lék fjórtán aðalhlutverk á þeim árum en sagði samningnum upp og flutti heim fyrir ári. Blaðamanni leikur for- vitni á að vita af hverju hún ákvað á sínum tíma að flytja til Íslands þegar henni gekk svo vel í Þýska- landi. „Þegar við fjölskyldan fluttum út voru eldri drengirnir okkar Jósefs fjórtán og sautján ára. Það er ekki heillavænlegt að flytja unglinga á milli landa í annað málsvæði og aðra menningu og skólakerfi. Þeim fannst líka í gegnum alla samfélagsmiðlana að þeir væru að missa af lífinu. Þeir fóru heim eftir ár og eftir annað ár fór maðurinn minn heim með litla strákinn. Ég gat ekki hugsað mér að fara heim strax því mér fannst ég loksins vera að blómstra sem leik- kona. Þegar fór að líða á veturinn fannst mér þó að ég yrði að vera með fjölskyldu minni. Það vó þyngra en allt annað,“ segir hún. Leikhússtjórinn sem réð hana til Wiesbaden vildi hins vegar alls ekki sleppa af henni hendinni. „Hann sagðist vilja að ég yrði gestaleikari og spurði mig hvað ég vildi leika. Tsjekhov, svaraði ég. Tíu dögum seinna sagði hann mér að hann væri búinn að setja Mávinn á dagskrá og ég myndi leika Arkadínu. Við frum- sýndum fyrir nokkrum vikum og viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar. Þetta er stórfenglegt verk og það er dásamlegt að fá að vera návistum við þann mikla meistara sem Tsjekhov er. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hvað á ég svo að gera þegar ég er búin að leika Tsjekhov? En mér var strax boðið að leika í Wiesbaden í leikriti Shakespeares, Ríkharði III, Margréti drottningu, annan af morðingjunum og líklega Edward. Verkið verður frumsýnt í haust.“ Auk þess að leika í Ófærð 2 hér heima fer Sólveig með hlutverk í kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla. „Það er verkefni þar sem ég hugsaði: Þessi mynd gæti í alvöru breytt lífi fólks, jafnvel bjargað því ef vel tekst til,“ segir Sólveig. „Myndin fjallar um tvær stúlkur sem sogast inn í hinn hræðilega heim fíkniefna. Ég leik móður annarrar stúlkunnar og við fylgjum stúlkunum og sjáum hvernig þær sogast inn í þennan heim og skynjum einnig örvæntingu og hjálparleysi foreldranna. Svo sjáum við stúlkurnar tuttugu árum seinna og hvernig málalyktir verða í þeirra lífi.“ Stórkostlegt þýskt leikhús Þú hefur átt sérlega farsælan feril í Þýskalandi, er ekki afar mikilvægt fyrir þig að viðhalda tengslunum við Þýskaland og halda áfram að leika þar? „Ég lærði leiklist í Berlín og bjó þar í tíu ár. Ferill minn hefur miklu frekar verið í Þýskalandi en hér. Til að byrja með aðallega í sjónvarpi og kvikmyndum og ég hef leikið í nær 50 myndum í Þýskalandi, en var ekki að leika í leikhúsum. Það var ekki fyrr en tilboð kom frá leikhússtjór- anum í Wiesbaden að ég fór á fastan samning. Það var algjörlega stór- kostlegt, að komast þar inn í leik- húsið og sá heimur er í kjölfarið að opnast mjög. Ég hef líka nýtt tímann til að búa mér til tengslanet. Mér þætti ekki ólíklegt, þegar við hjónin erum búin að koma eldri drengj- unum til manns og ýta þeim blíðlega út í lífið, að leiðin liggi aftur til Þýsk- lands. Mér líður mjög vel þar, bæði í leikhúsinu og hinu miðevrópska samfélagi. Ég hef eytt nær helmingi af mínum fullorðinsárum þar.“ Bróðir Sólveigar, Þorleifur Örn leikstjóri, er búsettur í Berlín. Þau systkinin hafa nokkrum sinnum unnið saman. Sólveig er spurð um samskipti þeirra. „Okkur hefur látið mjög vel að vinna saman,“ segir hún og bætir við að segja megi að þau eigi tvöfaldan sameiginlegan bakgrunn, hinn íslenska í gegnum foreldrana, Arnar Jónsson leikara og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra. „Svo er hinn bakgrunnurinn, sá þýski. Þegar ég var í leiklistarháskóla í Berlín fór Þorleifur fljótlega að heimsækja mig þangað. Hann fór svo í leikstjórnar- nám við þennan sama skóla og bjó í Berlín í fjöldamörg ár. Við höfum unnið nokkrar sýningar saman og það hefur gengið afskaplega vel. Við erum að leita að stað og stund til að halda áfram samvinnu okkar. Miðað við það flug sem Þorleifur er á núna þá finnst mér ekki ólíklegt að það verði frekar í Þýskalandi en hér. Ég sé fram á afskaplega langt og gjöfult samstarf okkar systkina.“ Er mikill munur á leikhúslífinu í Þýskalandi og hér heima? „Það er erfitt og á margan hátt ósanngjarnt að bera það saman. Þýskaland er 85 milljóna land og þar eru 93 ríkisrekin leikhús og frumsýningar hjá þeim eru um sex þúsund á ári. Starfsumhverfi þess- ara leikhúsa er líka allt annað en hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleik- húsinu, því þau fá svo að segja fulla styrki og þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því að ná inn tekjum með miðasölu eins og íslensku leik- húsin verða að gera. Það gefur leik- húsunum ótrúlegt listrænt frelsi. Þau geta leyft sér hvers kyns tilrauna- starfsemi í bland við hefðbundnari sýningar og sviðslistafólk hefur þar frelsi og svigrúm til að vaxa og þroskast. Hér heima er margt afar fært sviðslistafólk en markaðurinn er lítill og tækifærin færri. Í Þýskalandi finnur maður mjög sterkt að listir og þar af leiðandi listamenn skipta mjög miklu máli í samfélaginu. Þar er tekið mark á listamönnum og hlustað á þá. Mér finnst íslenskt samfélag á margan hátt hafa tapað virðingu sinni fyrir listamönnum. Það er ekki litið svo á að þeir eigi að eiga þátt í því að móta samfélagið og þeir eru ekki stór hluti af hinni samfélagslegu umræðu. Í Evrópu eru listamenn og heimspek- ingar mjög mikilsmetnir álitsgjafar. Í hópi listamanna hér á landi eru það einna helst rithöfundarnir, en „Skömmu áður en ég fékk tilboðið frá Þýskalandi og flutti þangað var ég búin að taka ákvörðun um að hætta.“ Fréttablaðið/Sigtryggur ari Sólveig Arnarsdóttir flýgur milli Íslands og Þýskalands til að sinna leiklistinni. Hún segist ekki byggja sjálfsmynd sína á frama sínum sem leikkonu heldur horfir hún víðar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Mér þætti ekki ólík- legt, þegAr við hjónin eruM búin Að koMA eldri drengjunuM til MAnnS og ýtA þeiM blíð- legA út í lífið, Að leiðin liggi Aftur til þýSkA- lAndS. en ef helMingur MAnn- kynS, Svo Að SegjA hver einAStA konA hvAr SeM er í heiMinuM, hefur upplifAð einhverS kon- Ar ógn Af hálfu kArl- MAnnS, þá er einhver gríðArleg SkekkjA á ferðinni. ↣ 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R42 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -4 B 5 C 1 F E A -4 A 2 0 1 F E A -4 8 E 4 1 F E A -4 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.