Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 32
Vinstri græn Hótel Borg- Karólínustofa Píratar Bíó Paradís Öllum er boðið! Kosningavökur verða haldnar víða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Sparsamur borgarbúi gæti auð- veldlega gengið á milli veisluhalda og þegið léttar veitingar og drykki. Framsókn Hótel Marina Sjálfstæðisflokkur Grand hótel Viðreisn Hótel Holt Flokkur fólksins Jörgensen Kitchen & Bar Miðflokkurinn Hótel Natura Miðflokkurinn Hótel Natura Höfuðborgarlistinn Laugavegi 176 Gamla sjónvarpshúsið Samfylkingin Austurbæjarbíó og Catalína Þarf að hugsa í lausnum Framsóknarflokkurinn – Ágúst Guðmundsson Eftirminnilegast er í raun þessi eldmóður og sam- staða sem einkennir flokkinn. Hér hefur verið unnið langt fram á kvöld síðastliðnar vikur og allir í stuði. Hjá Framsókn eru allir tilbúnir til að leggjast á eitt til að niðurstaðan verði góð. Hjá okkur í Framsókn eru engin vandamál. Við leysum öll okkar verkefni af yfirvegun og fagmennsku og svoleiðis hefur það verið í þessari kosningabaráttu. Stemningin er svaka- lega góð og andinn innan flokksins frábær. Að vera kosningastjóri er mjög svo fjölbreytt starf svo vægt sé til orða tekið. En lykilatriðið er sennilega að vera skipulagður, geta unnið með fólki, hugsa í lausnum ekki vandamálum og hafa gaman af starfinu. Það hefur verið auðvelt enda fram- bjóðendur okkar mjög svo frambærileg og metnaðar- gjörn í að standa sig vel fyrir fólkið í borginni. Sveigjanleiki Barbapabba Vinstrihreyfingin – grænt framboð – Anna Lísa Björnsdóttir Ég vakna um sjöleytið og hlusta á morgunrútínuna hjá börnum og eigin- manni. Eftir sturtuna strýk ég þeim og kveð, og kippi með chia-grautnum sem ég fæ mér í morgunmat á fyrsta fundi dagsins. Á leið minni á morgunfund kíki ég oftast við í einn kaffibolla á Kaffi Vest og næ í oddvitann minn hana Líf Magneu- dóttur, ef hún gengur eða hjólar ekki. Dagarnir eru mjög fjölbreyttir og annasamir, eftir morgunfund reyni ég eftir fremsta megni að koma öllum í stellingar fyrir verkefni dagsins, og svo rígheld ég í taumana langt fram eftir kvöldi. Dagurinn verður stútfullur af stuði og annríki. Hlutverk mitt í dag snýst fyrst og fremst um að halda utan um allt skipu- lag sem fylgir kjördegi og vera í sam- bandi við fjölmiðla og koma atkvæðum í hús. Halda utan um viðveru frambjóð- enda og muna að vera glöð og reif! Þetta hefur hingað til verið meira og minna allt fyndið og skemmtilegt, enda skemmtilegur hópur frambjóðenda og allra þeirra sem að framboðinu standa. En ef ég á að tiltaka eitt atvik, þá ber hæst upptöku myndbandsins „Stjórn- málaskóli Vinstri grænna“. Við hlógum svo mikið að þetta ætlaði engan enda að taka. Þeir eiginleikar sem góður kosninga- stjóri þarf að búa yfir eru: Glaðlyndi, yfirvegun, sveigjanleika, færni í sáluhjálp og Excel – og mjög góður endingartími á símabatteríi. Að halda í alla þræði, og vera alls staðar öllum stundum – og ná að bregðast við breytingum sem koma upp á með stuttum fyrirvara, en sem betur fer las ég Barbapabba sem barn og hef tileinkað mér sveigjanleika þeirrar góðu fjölskyldu. Allt í háalofti Samfylkingin – Ragna Sigurðardóttir Ég hef verið að skjótast í pallborð hér og þar, ýmist sem kosningastýra eða frambjóðandi! Ég er mikið á hlaupum og það er aldrei lognmolla. Fyndnasta atvikið var þegar við vorum að mála lógó-ið okkar utan á kosningamiðstöðina í byrjun maí, þá skiptust á skúrir og haglél með sólskini inni á milli. Við reyndum að nýta okkur sólardagana vel en á einum tímapunkti þurftum við að hlaupa út og líma plastpoka yfir lógó-ið til að reyna að bjarga því frá éljunum. Málningin lak og lak og á endanum fauk plastpokinn. Þarna fór allt bókstaflega í háaloft en okkur tókst þó að lokum að laga málninguna þegar sólin skein nógu lengi – og gátum hlegið mikið eftir á. Það erfiðasta var líklega að koma inn í nýjan flokk og nýtt starf samtímis. Strax frá upphafi voru vinnudagarnir langir og verkefnin mörg auk þess sem ég var að kynnast miklu af nýju fólki á skömmum tíma. Ég þurfti að vera fljót að koma mér inn í öll mál og í samskipti við lykilfólk í starfinu en nú þegar kosningadagur er runninn upp get ég sagt að ég þekki vel bæði málefnin og fólkið sem er alveg yndislegt. Þegar margir koma saman til að vinna að einu sameiginlegu mark- miði á svona skömmum tíma kynnist maður því á alveg einstakan hátt og það er kannski eitt það besta við kosningabaráttuna. Kosningastjóri þarf að vera með mikið jafnaðargeð en líka hæfileika til að hrinda hlutunum hratt í framkvæmd. Kosningastjóri þarf líka að hafa getu til að sætta sjónarmið og í einhverjum tilvikum þarf kosningastjóri að geta sagt nei. Þá er mikilvægt að kosningastjóri haldi sig fast við áætlun. Síðan þarf kosningastjóri auðvitað að geta andað djúpt þó mikið álag sé, brosað framan í erfiðleikana og haft gaman! Anna Lísa í hópi Vinstri grænna félaga sinna, við hlið Katrínar Jakobsdóttur. Ágúst hefur unnið langt fram á kvöld undanfarið fyrir Framsóknarflokkinn. Það gekk illa að mála utan á kosningamiðstöð Samfylkingarinnar. Ragna er hér fyrir miðju. 2 6 . m A í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -3 C 8 C 1 F E A -3 B 5 0 1 F E A -3 A 1 4 1 F E A -3 8 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.