Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 26
Handbolti Ester Óskarsdóttir, leik- maður ÍBV, var sigursæl á lokahófi HSÍ í gær en hún tók þrenn verð- laun í lokahófinu sem fór fram í Gullhömrum í gærkvöldi. Hlaut hún Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildar- innar, kosin af þjálfurum og var líka kosin best af öðrum leikmönnum deildarinnar. Að lokum var hún valin besti varnarmaður deildar- innar. Guðrún Ósk Maríasdóttir, mark- vörður Fram, var kosin markvörður ársins í Olís-deild kvenna og fyrr- verandi liðsfélagi hennar hjá Fram, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, var kosin sóknarmaður ársins. Að lokum var Berta Rut Harðar- dóttir kosin efnilegust, Ágúst Jóhannsson var kosinn þjálfari ársins og Perla Ruth Albertsdóttir fékk háttvísiverðlaun fyrir prúð- mennsku innan vallar. Í karlaflokki voru Selfyssingar sigursælir, Elvar Örn Jónsson var kosinn leikmaður ársins af öðrum leikmönnum og Haukur Þrastarson efnilegasti leikmaður deildarinnar. Maðurinn sem stýrir skútunni, Patrekur Jóhannesson, var svo kosinn þjálfari ársins af öðrum þjálfurum. Íslandsmeistarar ÍBV áttu einn sigurvegara í gærkvöld, Theodór Sig- urbjörnsson sem var kosinn mikil- vægasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og hlaut að launum Valdi- marsbikarinn. Hafnfirðingar fengu tvenn verð- laun, Einar Rafn Eiðsson var valinn besti sóknarmaðurinn en Björgvin Páll Gústavsson var valinn mark- vörður ársins. Þá var Alexander Örn Júlíusson valinn besti varnarmaður Olís-deildar karla. Að lokum voru Anton Gylfi Páls- son og Jónas Elíasson valdir sem besta dómaraparið en þeir gátu ekki tekið við verðlaununum í gær vegna verkefnis erlendis. Eru þeir að dæma leik Vardar og Montpell- ier í Final Four-helginni í Köln um helgina. – kpt Ester og Selfyssingar voru sigursæl á lokahófi HSÍ Fótbolti Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson hefur á ellefu ára löngum þjálfaraferli sínum farið allt frá Vestmannaeyjum til Kína með við- komu í Noregi. Þjálfaraferill Sig- urðar Ragnars hófst þegar hann tók við stjórnartaumunum hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu árið 2007. Hann stýrði liðinu í sjö ár og fór tvisvar sinnum með liðið í lokakeppni Evrópumóts. Þaðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hann stýrði karlaliði félagsins í eitt keppnistímabil. Eftir smá pásu hélt hann svo með Rúnari Kristinssyni til Lilleström í Noregi árið 2014, en þar var hann í þjálfarateymi karlaliðs félags- ins. Sigurður var bæði styrktar- og úthaldsþjálfari liðsins og hægri hönd Rúnars sem var aðalþjálfari liðsins. Fékk hann einnig spennandi boð um að taka við starfi sem tækni- legur ráðgjafi hjá ástralska knatt- spyrnusambandinu og fór hann til Ástralíu til að funda en hann tók ákvörðun um að velja verkefnið í Noregi þess í stað. Eftir tveggja ára veru hjá Lille- ström var Rúnari sagt upp störfum á miðju kepppnistímabili árið 2016 og í lok leiktíðarinnar hætti Sigurð- ur störfum hjá félaginu. Kína kom kallandi Árið 2017 lá svo leiðin til Kína þar sem Sigurður var ráðinn þjálfari kvennaliðsins Jiangsu Suning, en hann gerði liðið að bikarmeistur- um. Sá árangur fangaði athygli kín- verska knattspyrnusambandsins og var hann ráðinn þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir sex mánuðum. Eftir nokkur slæm úrslit í vináttu- landsleikjum í upphafi stjórnar- tíðar Sigurðar með kínverska liðið var landið farið að rísa hjá liðinu. Sigurður náði í bronsverðlaun á Asíuleikunum í apríl, en sá árangur dugði til þess að tryggja liðinu þátt- tökurétt í lokakeppni HM 2019. Það dugði hins vegar ekki til þar sem kínverska knattspyrnusam- bandið ákvað að segja Sigurði upp störfum í síðustu viku eftir sex mán- uði í starfi. Það kom Sigurði í opna skjöldu þegar hann var látinn taka pokann sinn þrátt fyrir að hann gerði sér grein fyrir því að ekki væri mikil þolinmæði hjá kínverska knattspyrnusambandinu og starfs- öryggið ekki verið mikið í þessu starfi í gegnum tíðina. „Það voru engin teikn á lofti svo sem og ég átti ekki von á því að missa starfið á þessum tímapunkti. Við stóðum okkur vel að mínu mati á Asíuleikunum og náðum þeim markmiðum sem sett voru þegar ég var ráðinn. Þegar við sömdum var rætt um að ná í verðlaun á Asíuleik- unum og tryggja liðið í lokakeppni HM og það tókst,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Þróunin þótti of hæg „Við töpuðum bara fyrir Japan sem er mun  hærra skrifað en Kína í kvennaboltanum og hefur verið í allra fremstu röð undanfarin ár. Ég fékk mjög misvísandi skilaboð um það hver stefnan væri með liðið. Þegar ég tók við var talað um að liðið ætti að toppa á Ólympíuleikum árið 2020, en ástæðan sem ég fékk þegar ég fékk sparkið var að við værum ekki komin nógu nálægt bestu þjóð- um heims og þróunin væri of hæg undir minni stjórn,“ sagði Sigurður um brottreksturinn. „Vinnumenningin er allt önnur í Kína en í Evrópu. Það er mikil stétta- skipting í öllu vinnulagi og mikil yfir- mannahollusta. Forsvarsmenn kín- verska knattspyrnusambandsins eru ekki vanir því að þjálfari liðsins hafi sterkar skoðanir á því hvernig vinnu- umhverfið sé og það var nýtt fyrir þeim að kynnast því hvernig hlutir eru  gerðir í Evrópu.  Það tala fáir ensku hérna og öll samskipti mín við kínverska starfsmenn og leikmenn liðsins fóru fram í gegnum túlk. Þetta var mjög lærdómsríkt og ég sé ekki eftir því að hafa tekið þetta starf að mér,“ sagði Sigurður um starfsum- hverfið í Kína.  Vilja endurvekja gullaldarárin Sigurður fékk aðeins rúma sex mán- uði í starfi áður enn hann fékk stíg- vélið. Hér á árum áður var kínverska liðið eitt af þeim fremstu í heiminum en árangurinn hefur verið slakur undanfarin ár. „Það hefur ekki verið mikil þolin- mæði síðustu ár í garð forvera minna í starfi og fjölmiðlar eru duglegir að rifja það upp hversu gott liðið var fyrir tuttugu árum. Það er vissulega mikill efniviður til staðar í Kína, en það eru færri leikmenn sem stunda knattspyrnu að atvinnu en maður myndi halda. Það eru til að mynda bara 15 lið í tveimur atvinnumanna- deildum í Kína,“ sagði Sigurður enn fremur um tímann sinn í Kína. Hann er kominn aftur til Íslands og er með augun og eyrun opin. „Nú er ég bara nýfluttur heim og er að melta það að vera hættur störf- um hjá Kína. Ég er opinn fyrir öllu og starfsferill minn sýnir að ég er til í spennandi verkefni hvar svo sem það er í heiminum og ég er bæði til í að starfa sem félagsliðaþjálfari og landsliðsþjálfari. Nú ætla ég bara að njóta sumarsins og sjá hvað mér býðst,“ sagði Sigurður. hjorvaro@frettabladid.is Þeim fannst þróunin of hæg Sigurður Ragnar Eyjólfsson er kominn aftur til Íslands eftir að hafa þjálfað í Kína undanfarið ár. Honum var sagt upp störfum sem þjálfari kínverska landsliðsins á dögunum honum að óvörum. Honum fannst hann hafa náð þeim markmiðum sem sett voru en forráðamenn kínverska sambandsins voru óþolinmóðir. Sigurður hvetur leikmenn sína til dáða í einum af leikjum sínum en í þessum leik mættust lið Kína og Norður-Kóreu. Hann segir vinnuumhverfið öðruvísi í Asíu og að þolinmæðin sé ekki mikil fyrir uppbyggingu. NordicPHotoS/getty ester í leik ÍBV gegn Val í olís-deild- inni í vetur. FréttABlAðið/SteFáN Það voru engin teikn á lofti og svo sem og ég átti ekki von á því að missa starfið á þessum tímapunkti. Sigurður Ragnar Eyjólfsson 2 6 . m a í 2 0 1 8 l a U G a R d a G U R26 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport GolF Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr GKG, komst nokkuð örugg- lega í gegnum niðurskurðinn á móti í Tékklandi sem er hluti af Áskor- endamótaröð Evrópu en Birgir Leifur er á fimm höggum undir pari á leiðinni inn í helgina. Birgir Leifur fór snemma af stað í gær og byrjaði vel en hann fékk þrjá fugla og einn skolla á fyrri níu holum dagsins. Seinni níu lék hann á pari, fékk einn fugl, einn skolla og sjö pör sem kom honum í tíunda sæti er hann kom í hús. Deildi hann sautjánda sæti í lok dagsins, sjö höggum á eftir franska kylfingnum Thomas Linard sem leiðir mótið. Axel Bóasson, GK, náði sér ekki á strik í gær en hann hefur lokið keppni á sjö höggum yfir pari. Þurfti hann að leika óaðfinnanlega á öðrum degi til að gera gert atlögu að niðurskurðarlínunni en hann lék á fjórum höggum yfir pari á hringnum. – kpt Birgir undir pari í Tékklandi Arnór ingvi traustason Aldur: 25 ára Staða: Kantmaður Félag: Malmö landsleikir: 18/5 21 Fótbolti Það verður mikið undir þegar Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa mæta Fulham í úrslita- leik umspils á Wembley í dag. Leik- urinn hefst klukkan 16.00. Sigurvegarinn tryggir sér ekki ein- ungis sæti í ensku úrvalsdeildinni heldur er talið að hann fái 160 millj- ónir punda í sinn hlut, eða tæpa 23 milljarða króna. Haldi sigurliðið sér í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili getur upphæðin hækkað upp í 280 milljónir punda. Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni 2016 eftir að hafa leikið í efstu deild samfleytt í 28 ár. Fulham féll 2014 eftir að hafa leikið í ensku úrvals- deildinni síðan 2001. Birkir hefur komið við sögu í 29 leikjum með Villa á tímabilinu. Liðið endaði í 4. sæti B-deildar- innar og vann svo Middlesbrough í undan úrslitum umspilsins. Fulham byrjaði rólega en fór svo í gang um áramótin, lék 23 leiki í röð án taps og endaði í 3. sæti. Liðið vann Derby County í undanúr- slitum umspilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur Fulham á Wemb ley síðan 1975 þegar liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum ensku bikarkeppninnar. – iþs Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa mæta Fulham á Wembley í dag. NordicPHotoS/getty Verðmætasti leikur ársins 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -1 9 F C 1 F E A -1 8 C 0 1 F E A -1 7 8 4 1 F E A -1 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.