Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 16
Með valkvíða og ekki sérlega spennt Sigríður Jónsdóttir Sigríður er leigubílstjóri og bíður eftir næsta kúnna við Hallærisplan- ið. Hún virðist ekki sérlega spennt eða uppveðruð yfir kosningunum. „Æi nei. Ég veit það ekki. Þetta er svo mikið framboð, skilar þetta einhverju? Maður er bara með valkvíða. Ég fer og les þetta yfir og kynni mér þetta betur.“ Leyndarmál Ráðhússins vel geymd Borgarbúar sem urðu á leið blaðamanns og ljósmyndara í gönguferð í miðborginni degi fyrir kosningar voru misjafnlega spenntir fyrir sveitarstjórnarkosningum í ár þótt flestir ætluðu sér að mæta í kjörklefann. Götusóparinn Örn Karlsson var hins vegar svo feikilega spenntur að hann var að hugsa um að gera sér ferð á kjörstað degi fyrr. Og gott ef hann lumaði ekki líka á leyndarmálum úr Ráðhúsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur ari SveitarStJórnarkoSningar 2018 Húsnæðismálin ráða valinu Seweryn Vorverkin eru hafin um alla borg. Seweryn er að snyrta trjárunna á Klambratúni og gefur sér nokkrar mínútur í spjall við „Ég kýs í Reykja- vík, á ekki mína eigin íbúð og sé ekki fram á að eignast hana án þess að það verði breytingar. Húsnæðis- málin skipta mestu máli,“ segir hann. lítið fylgst með Hjalti Þórisson og Daníel Sigurðsson „Nei, ég er nýfluttur til landsins, hef búið úti síðustu ár. Ég ætla ekki að kjósa,“ segir Hjalti. Þeir Daníel spila frisbígolf á Klambratúni og grípa þannig lausa stund frá vinnu í smá sólarglætu. „Ég hef lítið fylgst með og hef ekki myndað mér skoðun, ætli ég renni ekki yfir þetta í kvöld og geri upp hug minn,“ segir Daníel. kristinn Pétursson Kristinn er í gönguferð með ungum syni sínum sem fær nafn á sunnu- daginn, „Hann er kallaður Kenglúri, að minnsta kosti þangað til á sunnu- daginn,“ segir Kristinn með bros á vör. Já, ég ætla að kjósa. Ég var einmitt að segja það við konuna mína hvað ég er búinn að vera óvenju skoð- anaóglaður. Ég hef ekki sett einn staf um kosningarnar á Facebook. Ég er félagi i Bjartri framtíð sem er því miður deyjandi afl og hef tekið þátt í kosningabaráttu, eigum við ekki að segja að mig vanti lið til að halda með. Ég mun velja næstbesta kostinn en fer ekki í þetta af sömu ástríðu og áður. tilbúinn að kjósa Sæmundur óskarsson Sæmundur starfar í matarvagni í miðbænum. Hann er ekki kominn með aldur til að kjósa en segist rammpólitískur. Hann gengi glaður til kosninga ef kosningaaldurinn væri lægri. „Ég hef sterkar skoðanir á borgarpólitík, ég myndi kjósa Fram- sókn. Er alfarið á móti borgarlín- unni og það þarf breytingar í þessari borg. Ingvar er flottur leiðtogi.“ Enga skoðun á baráttunni Ásta Sóley Hilmisdóttir Ásta Sóley er á hlaupum í mið- bænum. „Ég er auðvitað ekki komin með aldur. En annars þá hef ég lítið orðið vör við kosningaumfjöllun og hef því eiginlega enga skoðun á kosningabaráttunni.“ Veit öll leyndarmál ráðhússins Örn karlsson „Ég er götusópari, mér finnst gaman að leysa verkefni sem enginn annar vill leysa,“ segir Örn sem er á ferð- inni við Ráðhús Reykjavíkur með fullar hjólbörur af drullu. „Ég náttúrulega gjörþekki þessa borg. Ég vil engar breytingar. Ég vil kjósa Dag alla daga. Ég er svo hrika- lega spenntur að ég vil eiginlega bara kjósa strax í kvöld,“ segir hann degi fyrir kosningar. „Ég er nánast elsti starfsmaður- inn hér við Ráðhúsið. Ég veit öll leyndar málin og er sko alveg tilbú- inn að segja ykkur þau ekki!“ segir hann og skellir upp úr. „Ég er búinn að vinna með mörg- um borgarstjórum. Dagur er nánast bestur. Báðir læknarnir voru góðir líka. Ég heilsaði alltaf Jóni Gnarr með því taka af mér höfuðfatið og hneigja mig djúpt og segja: góðan daginn herra borgarstjóri. Honum fannst þetta fyndið. En á þriðja ári fannst honum það ekkert fyndið. Hann Jón Gnarr lagði sig fram um að gera ekki neitt. Enda lofaði hann því. Eiginlega bara sem betur fer gerði hann ekkert. Sjálfstæðis- lítill áhugi nökkvi guðbjörnsson Nökkvi vinnur í verslun við Hall- ærisplanið sem selur vökva og ýmsan búnað í rafrettur. „Æi, ég hef haft voða lítinn áhuga. Ætli pabbi píni mig ekki til að kjósa. Áhuginn er bara lítill og það er ekkert sem höfðar til mín.“ Ekki viss um að komast anna Baranovski Dauf stemning og enginn fókus Ásmundur Helgason menn eru alltaf að fara út á land að finna sér stjórnmálamenn til að fara fram í borginni. Frá Selfossi, Ísafirði. Ætlast þeir til að við kjósum þetta lið?“ spyr Örn sem reyndi eitt sinn að eigin sögn að bjóða sig fram í borgarstjórnmálin. „Ég reyndi, ég er hægri krati og fór í framboð. Bjarni Pé og Bryndís Schram komust inn. Ég sást ekki á listanum. Ég veit ekki af hverju. En hlutskipti mitt sem götusópari er bara ágætt. Það er svo gaman að lifa. Ég geri samt mjög leiðinlega hluti. En fólk er ánægt með mig.“ Vantar lið til að halda með Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Anna er að verðmerkja jólakúlur í verslun við Hallærisplanið sem selur jólaskraut. „Ég er frá Ungverja- landi og ætla ekki að kjósa. Þótt ég geti það. Ég vil vera laus við þetta stress, ég gæti samt tekið upp á því. En þyrfti þá að kynna mér málin vel í kvöld. Ég vinn svo mikið, ég þarf líka að skoða hvað kjörstaðir eru opnir lengi.“ Ásmundur er á leiðinni á Póst- húsið og gefur sér nokkrar mínútur í spjall um kosningabaráttuna og stemninguna. „Það er ekki mikil stemning. Það er dauft yfir þessu. Í fyrsta lagi eru alltof mörg framboð, fjölmiðlar ráða ekki við að fjalla um þau. Svo eru öll sveitarfélögin líka, það er enginn fókus. Það er enginn fókus í Reykjavik. Þá neyðist maður til að fara í gegnum auglýsingar. En það er líka lítið um þær. Eina sem maður veit er að manni finnst ein- hver asnalegur en annar ekki. Fyrir utan það að maður sér engan mun á þessu. Það er kannski helst borgar- línan. En ég kýs alltaf, ég er samt ekki búinn að ákveða mig. “ 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R16 f R é t t i R ∙ f R é t t a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -0 B 2 C 1 F E A -0 9 F 0 1 F E A -0 8 B 4 1 F E A -0 7 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.