Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 6
Við tökum á móti garðaúrgangi á endurvinnslustöðvum SORPU. Opið frá kl. 12.00 til 18.30 — og á Breiðhellu opnar kl. 8.00. Allar nánari upplýsingar á flokkid.sorpa.is Losaðu þig við öll verksummerki DÓMSMÁL Sími brotaþola í nýlegu kynferðisbrotamáli var hleraður við rannsókn málsins hjá lögreglu. Nær óþekkt er að gripið sé til slíkra aðgerða. Fyrir rétt rúmri viku var Stefán Þór Guðgeirsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega nauðg- un. Þetta var í annað skipti sem hann hlýtur dóm fyrir slíkt brot en það gerðist einnig árið 2012. Brota- þoli, en á þeim tíma sem nauðgunin átti sér stað voru hún og Stefán í sambandi, leitaði á Neyðarmót- töku Landspítalans eftir atvikið og gaf skýrslu um það sem gerst hafði. Þá voru einnig tekin úr henni sýni og ljósmyndir teknar af áverkum. Tveimur dögum síðar í skýrslu- töku hjá lögreglu vildi hún hins vegar draga kæru sína til baka. Degi eftir það veitti hún Sveini Andra Sveinssyni umboð til að vera réttar- gæslumaður sinn í málinu og lagði fram yfirlýsingu þar sem fram kom að samræðið hefði verið með vilja beggja og þar sem hún játaði á sig rangar sakargiftir. Þær skýringar voru ekki teknar trúanlegar af lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu (LRH) og var skipan Sveins sem réttargæslumanns henn- ar kærð til Hæstaréttar sem staðfesti hana. Sökum ótrúverðugra skýringa brotaþola afréð lögreglan að afla dómsúrskurðar til að hlera sím- tæki hennar. „Það er afar fátítt að símar brotaþola í kynferðisbrota- málum séu hleraðir, í raun er ekki vitað til þess að það hafi verið gert áður,“ segir Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Fjölskipaður Héraðsdómur í máli Stefáns klofnaði í afstöðu sinni um hvort líta skyldi til hinna hleruðu símtala við úrlausn málsins. Dómararnir voru sammála um að ekki yrði litið til símtala milli brota- þola og Stefáns þar sem hann hafði réttarstöðu sakbornings á þeim tíma og var óskylt að tjá sig um efni málsins. Einn dómari málsins taldi að hið sama ætti að gilda um símtöl brotaþola við aðra. Hún hafði stöðu vitnis á þessum tíma og var sem vitni óskylt að bera vitni um ætlaða refsiverða háttsemi nákominna einstaklinga. Taldi hann að þar sem brotaþoli og Stefán hefðu verið par á þessum tíma ættu símtölin ekki að komast að. Meirihluti dómara var á öndverðri skoðun og var því litið til símtalanna. „Veistu það sko þarna textinn sem þeir sömdu sem að ég átti að skrifa undir, þetta er bara það mest niður- lægjandi sem að ég hef á ævi minni þurft að skrifa undir í lífinu,“ sagði brotaþoli meðal annars í símtali við systur sína. Í öðru símtali við sama aðila sagði hún að sér hefði verið boðin milljón fyrir að „halda kjafti“. Í öðru símtali kom fram að eftir- litsmyndavélar hefðu verið á heimili Stefáns en samkvæmt brotaþola hafði hann komið þeim fyrir því hann „var svo hræddur um að lög- reglan mundi [sic] einhvern tímann koma án heimildar heim til sín“. Hluti nauðgunarinnar var festur á filmu af myndavélunum og var upp- takan meðal gagna málsins. Stefán neitaði að opna á upptökurnar fyrir lögreglu og var því leitað til erlends sérfræðings til að brjótast inn í kerfið. joli@frettabladid.is Lögregla hleraði símtæki brotaþolans Símtæki brotaþola í kynferðisbrotamáli var hlerað við rannsókn málsins hjá lögreglu. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi verið gert áður. Hin hleruðu símtöl voru lykilsönnunargögn fyrir dómi en dómarar voru ekki sammála um hvort líta ætti til þeirra við úrlausn málsins. Íbúar í Harare í Simbabve fögnuðu Afríkudeginum í gær. Á Afríkudeginum minnast menn þess að Afríkueiningin var stofnuð þann dag árið 1963. Afríkubandalagið tók við hlutverki Afríkueiningarinnar árið 2002. Öll 55 ríki Afríku eiga aðild að Afríkubandalaginu. frettabladid/epa Fjölskipaður dómur klofnaði í afstöðu sinni um hvort líta skyldi til hinna hleruðu símtala við úrlausn málsins.  Afríkudeginum fagnað rannsóknin náði til 112 þúsund mæðra í Noregi. fréttablaðið/StefáN HeiLbrigðiSMÁL Börn þeirra mæðra, sem notuðu parasetamól á með- göngu í lengri tíma (meira en 29 daga), eru meira en tvisvar sinnum líklegri til að greinast með ADHD en aðrar mæður. Þetta sýnir nýleg rannsókn í Noregi sem náði til 112 þúsund mæðra. Greint er frá rann- sókninni á vef Landlæknis. Hófleg notkun parasetamóls á meðgöngu hefur ekki áhrif. „Á Íslandi er sala á hreinu para- setamóli (Panodil, Paratabs, Pinex, Paracet, Dolorin og fleiri) minni en á hinum Norðurlöndunum og litlar pakkningar þessara lyfja eru seldar án lyfseðils,“ segir í greininni. Hins vegar eru ávísanir parasetamóls í blöndum með t.d. kódeini mun fleiri hér á landi Árið 2017 fengu 24 þúsund karlar og 33 þúsund konur ávísað Parkódíni og/eða Par- kódín forte og því er ljóst að notk- un lyfjanna er mjög almenn hér á landi,“ segir á vef Landlæknis. Hefur áhrif á meðgöngu Hófleg notkun paraseta- móls hefur ekki áhrif. 2 6 . M a í 2 0 1 8 L a U g a r D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -1 0 1 C 1 F E A -0 E E 0 1 F E A -0 D A 4 1 F E A -0 C 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.