Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 90
Einn af eftirminnilegustu leikmönnum úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í körfubolta, sem lauk með sigri KR í lok apríl, er hinn 22 ára gamli Pétur Rúnar Birgisson úr Tindastóli. Lið hans varð bikarmeistari á síðasta tímabili en tapaði úrslitunum gegn KR eftir stórskemmtilegt einvígi. Nokkrum vikum síðar er Pétur Rúnar búinn að jafna sig að mestu leyti og segir lið sitt ætla að halda áfram á sömu braut næsta vetur. „Auðvitað ætlum við að landa stóra titlinum á næsta tímabili og svo geri ég mitt besta til að komast í lands- liðshópinn þegar landsliðsglugg- arnir koma.“ Skemmtileg úrslitakeppni Síðasta tímabil einkenndist af sigrum og vonbrigðum. „Helsti sigurinn var að sjálfsögðu bikar- meistaratitillinn. Að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins fyrir framan alla þessa Skagfirðinga í Höllinni var ólýsanlegt. Helstu vonbrigðin voru að landa ekki líka Íslandsmeistaratitlinum, sérstaklega af því að við vorum með heimavallarréttinn en við spiluðum illa úr spilum okkar. Þessi úrslitakeppni var sú skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í hingað til. Það voru margir áhorfendur á hverjum einasta leik og mikil stemning. Mér fannst úrslita- keppnin líka vera mjög skemmtileg og held að fjöldi áhorfenda muni bara aukast á næstu árum.“ Toppuðu í vetur Pétur Rúnar var átta ára gamall þegar hann hóf að æfa körfubolta en íþróttin hefur lengi vel skipað stóran sess í Skagafirðinum. „Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að spila með meistaraflokki. Það tímabil gekk brösuglega þrátt fyrir fínan hóp og við féllum niður í fyrstu deild. Þá var tekin sú ákvörðun að leyfa mér, þá sautján ára, að taka við stöðu leikstjórn- anda og aðrir ungir leikmenn fengu stór hlutverk sem borgaði sig vel til lengri tíma. Við fórum beint upp og fyrsta árið aftur í úrvalsdeild fórum við í úrslitaein- vígið þar sem við töpuðum 3-1 fyrir KR. Síðan þá hafa nokkrir leikmenn og þjálfarar komið og farið og gengið hefur verið upp og niður þar til við toppuðum núna í vetur.“ Elskar tölvuleiki Utan körfuboltans vinnur Pétur Rúnar í Árskóla, grunnskólanum á Sauðárkróki, og reynir að slaka á milli æfinga og vinnu. „Ég hata ekkert að spila tölvuleiki og þar má helst nefna Fortnite sem ég spila grimmt með félögunum. Á næstu árum stefni ég á háskóla- nám og svo sé ég bara til hvert það leiðir mig. Annars er lífið á Sauðár- króki rólegt og mjög ljúft. Besta bakarí landsins er í bænum en ég held að flestallir landsmenn séu farnir að átta sig á því.“ Sefur þú út um helgar? Ég vakna yfirleitt 10 til 10.30. Það er oftast æfing í hádeginu. Besti morgunmaturinn um helgar? Ég er lítið fyrir morgunmat þannig að ég sleppi honum yfir- leitt um helgar. Mamma hendir oftast í steik í hádeginu sem er það fyrsta sem ég fæ mér um helgi. Ertu mikill nammigrís? Nei, ekki svo mikill. Það er helst eftir útileiki sem maður fær sér eitthvað til að hafa með yfir mynd í rútunni á leiðinni heim. Ef þú vilt gera vel við þig í mat og drykk um helgar, hvað verður fyrir valinu? Það er bara klassíska blandan, pitsa og kók. Hvernig lítur fullkomin helgi út? Þá sef ég til 10 og tek svo æfingu. Næst er það sófinn þar sem horft er á fótbolta yfir daginn. Kvöldinu er svo eytt í að spila Fortnite með félögunum. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ég ætla á fótboltaleik í dag þar sem Tindastóll mætir Víði í 2. deild karla. Svo tekur við úrslita- leikur Meistaradeildarinnar um kvöldið en annars er það bara rólegt. Jú, og svo kýs ég auðvitað í dag. Hvernig verður sumarið hjá Pétri Rúnari? Ég mun vinna við að mála í sumar, taka á í lyftingasalnum og reyna að slaka aðeins á. Ef þú mættir eyða helginni erlendis, hvert myndir þú fara? Ég og kærastan myndum skella okkur til Oakland í Bandaríkjun- um og horfa á sjötta leik í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar, milli Golden State Warriors og Houston Rockets. Lífið er ljúft í Skagafirðinum Körfuboltamaðurinn Pétur Rúnar Birgisson ætlar að taka á því í lyftingasalnum í sumar og reyna að slaka á eftir viðburðaríkan vetur. Hann sleppir yfirleitt morgunmat um helgar en fær sér þess í stað góða steik í hádeginu hjá mömmu. Honum finnst pitsa og kók uppskrift að frábærri máltíð. Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, átti frábæra úrslita- keppni með liði sínu sem vann langþráðan bikarmeistara- titil. MYND/KR. JÓ- HANNA Fyrsti stóri titillinn í höfn og gleðin leynir sér ekki hjá Pétri og stuðnings- mönnum. MYND/HJALTI ÁRNASON Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is STÆRÐIR 14-28 EÐA 42-56 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . M A í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E A -4 B 5 C 1 F E A -4 A 2 0 1 F E A -4 8 E 4 1 F E A -4 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.