Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is iGreen V5.06.02M umgjörð kr. 11.900,- Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið þá litasamsetningu sem þú vilt. Líflegir litir! vitið um séríslensku gangtegundir- nar, tölt og skeið,“ segir Þórdís Anna um myndbandið. Horses of Iceland er samstarfs- verkefni ríkisins og fjölda aðila í Ís- landshestamennskunni og unnið af Íslandsstofu. Tilgangurinn er að kynna og segja frá íslenska hest- inum um allan heim. Þórdís segir að komið hafi verið á samstarfi við Ís- landshestafélög og ræktendur í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýska- landi og stefnt er á samstarf við enn fleiri. Gylfadóttir, verkefnastjóri markaðs- verkefnisins Horses of Iceland sem fékk Skottu Film til að taka upp myndina. Þórarinn Eymundsson tamningamaður sýnir gangtegundir íslenska hestsins á stóðhestinum Narra frá Vestri-Leirárgörðum. Umhverfið er skagfirsk náttúra, hjá Bakka í Viðvíkursveit. Forvitið um gangtegundirnar „Þetta er gott efni og einfalt þann- ig að fólk áttar sig á mun gangteg- undanna. Fólk um allan heim er for- Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Myndband sem kynnir gangteg- undir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. „Það er gaman að finna þennan mikla áhuga,“ segir Þórdís Anna Myndband Þórarinn og Narri á vinstra stökki. Fimm gangtegundir íslenska hestsins eru sýndar í kynningunni. Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu  Myndband sem sýnir gangtegundirnar er mikið skoðað Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einn- ig aukist á alifuglakjöti og naut- gripakjöti en sala á svínakjöti dreg- ist saman. Rúmlega 7 þúsund tonn af kinda- kjöti hafa selst síðustu tólf mán- uðina, miðað við lok september- mánaðar, og er það 8,5% aukning frá fyrra ári, samkvæmt yfirliti búnaðarstofu Matvælastofnunar um framleiðslu og sölu á kjöti. Langmest er selt af alifuglakjöti, 9.342 tonn, sem er 5% aukning. Ali- fuglakjöt er langvinsælasta kjöt- tegundin, með um þriðjung allrar sölu af kjöti sem framleitt er hér. Svínakjöt er í þriðja sæti. Selt var 6.151 tonn síðustu tólf mánuði sem er 3% samdráttur frá fyrra ári. Sala á nautgripakjöti jókst um 4,5% og nam 4.574 tonnum. Þess ber að geta að sala á innfluttu kjöti er ekki inni í þessum tölum. Innflutningur er verulegur og getur breytt hlut- föllum milli kjöttegunda þegar litið er á heildarkjötneyslu í landinu. Litlar sem engar birgðir eru af kjúklingi, svíni og nautakjöti enda varan að mestu leyti seld fersk. Birgðir af kindakjöti eru aðeins meiri en fyrir ári en þess ber að geta að yfirlitið miðast við miðja sláturtíð. helgi@mbl.is Sala á kindakjöti eykst um 8,5%  Alifuglakjöt vinsælast sem fyrr Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið sam- an við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum, eins og sjá má í töflunni hér fyrir ofan. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um utanríkis- viðskipti Íslands og þátttöku í frí- verslunarviðræðum EFTA. Í skýrslunni segir að viðskipta- stefna Íslands hvað varðar álagningu tolla og vörugjalda hafi þróast í frjáls- ræðisátt á síðustu árum. Almennir tollar hafi verið felldir niður af fatnaði og skóm í ársbyrjun 2016 og af hvers kyns annarri iðnaðarvöru í byrjun þessa árs. Í dag er hlutfall þeirra toll- skrárnúmera sem ekki bera neinn toll rétt tæplega 90%, samanborið við um 70% tollskárnúmera 2012. Almenn vörugjöld, sem lögð voru á m.a. sykur og sætindi, ýmis heimilis- og raftæki, byggingarefni og varahluti voru af- numin 2015 og í dag eru vörugjöld einungis lögð á áfengi, tóbak, ökutæki og elds- neyti. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði á fundi Fé- lags atvinnurek- enda í gærmorg- un um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu að full fríverslun á milli Bretlands og Ís- lands væri að sínu mati æskileg en taka þyrfti tillit til ákveðinna greina landbúnaðar. Hann sagði að Ísland þyrfti að gera miklu færri fyrirvara við fríverslun en hin EFTA-ríkin, 90% utanríkisviðskipta Íslands væru án tolla samanborið við 26% hjá Evr- ópusambandinu. Þetta hefði komið í ljós þegar Ísland sótti um aðild að sambandinu. Samanburður á tollaumhverfi Íslands og nágrannalanda (ESB og EFTA ríki) Byggt á upplýsingumWTO vegna síðustu úttekta á viðskiptastefnu, „Trade Policy Review“ Ríki Fjöldi tollskrárnúmera Hlutfall tollskrárnúmera sem bera ekki toll Meðaltollur Ísland 8.971 89,6% 4,6% ESB 9.414 26,1% 6,3% Noregur 7.207 83,5% 7,5% Sviss/Liechtenstein 8.615 19,7% 9,0% Færri vörur bera tolla hér en í ESB  90% utanríkisviðskipta Íslands án tolla Guðlaugur Þór Þórðarson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hef- ur unnið að ritun bókarinnar í frí- stundum sínum. „Elsta manns- hvarfið sem ég ætla að fjalla um, að öllu óbreyttu, varð árið 1930,“ sagði Bjarki. „Mér sýnist að frá 1920 og til dags- ins í dag hafi 70-80 manns horfið sporlaust hér á landi. Þessi mannshvörf voru misjafnlega dul- arfull.“ Bjarki kvaðst stefna að því að fjalla sérstaklega um 20-30 mál í bókinni, sum í stuttu máli og önn- ur í lengra máli. Fjórir hurfu á einu ári Sum mannshvörfin hafa legið þungt á þjóðarsálinni eins og þeg- ar þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu báðir árið 1974. Tvö önnur dularfull mannshvörf urðu einnig á því sama ári og því stendur árið 1974 upp úr sem það ár þegar flest mannshvörf urðu, á fyrrgreindu tímabili, að sögn Bjarka. Flestir sem hafa horfið hafa átt heima í þéttbýli, m.a. hafa nokkur mannshvörf orðið í Vestmannaeyj- um og eins á Suðurnesjum. Karlar eru í miklum meirihluta hinna horfnu. Fjórir þeirra voru útlend- ingar. Bjarki kvaðst vera alveg örugg- ur um nöfn tveggja kvenna sem hafa horfið frá 1920. Hann er með nöfn fjögurra kvenna til viðbótar sem hann þarf að kanna betur. Bjarki ætlar að vinna að heim- ildaöflun til næstu áramóta. Hann hefur leitað fanga í rituðum heim- ildum, m.a. á vefnum timarit.is, og eins í sjónvarpsþáttum um manns- hvörf. Þá hefur hann rætt við að- standendur sumra þeirra sem hurfu og ætlar að taka fleiri viðtöl eftir áramót. Bjarki er með síðu á Facebook, Íslensk mannshvörf, og segir þar frá því hvernig vinnunni miðar og fjallar einnig um mannshvörf. Hann er með tölvupóstfangið mannshvarf@gmail.com og þiggur með þökkum allar ábendingar og upplýsingar sem fólk kann að hafa. 70-80 horfið á 97 árum  Bók um mannshvörf væntanleg á næsta ári  Á að ná yfir mannshvörf á árunum 1930-2018  Árið 1974 hurfu fjórir Morgunblaðið/Golli Leit Myndin var tekin þegar leit stóð yfir að Artur Jarmoszko sem saknað var frá 1. mars á þessu ári. Bók um mannshvörf kemur út á næsta ári. Bjarki H. Hall

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.