Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Auglýstum störfum hjá Vinnu- málastofnun hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Á fyrstu níu mán- uðum ársins voru að meðaltali 255 störf auglýst hjá stofnuninni, borið saman við 365 að meðaltali á sama tímabili í fyrra. Karl Sigurðs- son, sérfræð- ingur hjá Vinnu- málastofnun, segir þessa þróun vera samspil ým- issa þátta. „Þegar margir eru á atvinnuleysisskrá eru fleiri í vinnu hjá Vinnumálastofnun við að finna handa þeim vinnu og afla starfa. Störfin koma gjarnan þannig að við setjum okkur í samband við atvinnurekendur og reynum að fá störfin inn á skrá. Það er stærsta skýringin. Önnur skýringin er ná- tengd þessari; þegar illa árar hafa verið sett af stað stór átaksverkefni þar sem auglýst er eftir störfum. Í þriðja lagi sjá atvinnurekendur sér síður hag í því að auglýsa hjá okkur störf þegar fáir eru eftir á atvinnu- leysisskrá. Í fjórða lagi getur önnur hreyfing haft áhrif. Atvinnurek- endur eru komnir með tengingar er- lendis og geta sótt starfsfólk þangað milliliðalaust. Þetta er því flókið samspil margra þátta.“ Hápunkturinn að nálgast? Athygli vekur að árin 2006 og 2007 voru líka hlutfallslega fá störf auglýst hjá Vinnumálastofnun. Spurður hvort út frá þessu megi álykta að hástig efnahagssveifl- unnar sé að nálgast, segir Karl var- hugavert að draga of víðtækar ályktanir af þessari tölfræði. „Þegar svona vel árar eru færri atvinnulausir. Síðustu misseri hefur verið skortur á starfsfólki. Það er spurning hvað gerist á vinnumark- aði á næstu misserum. Ef það verð- ur áfram þensla á vinnumarkaði má gera ráð fyrir að þetta haldi áfram. Ég myndi ekki túlka þetta sem svo að það sé farið að þrengja að á vinnumarkaði. Við höfum hins vegar ýmsar vísbendingar úr öðrum áttum um að það sé heldur að hægjast um, til dæmis í ferðaþjónustu. Þá bendir ný könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans til að færri stjórn- endur en áður telji að skortur sé á starfsfólki. Staðan er þó svipuð og í september í fyrra.“ Minni bjartsýni en áður „Þegar stjórnendur meta horfur eftir sex mánuði telja færri en áður að ástandið muni fara batnandi. Vísitalan fór langt niður fyrir hundrað. Þannig að menn virðast ekki búast við áframhaldandi vexti í sama mæli og verið hefur undan- farin misseri. Það virðist ekki vera sama þenslan lengur. Það er einhver vöxtur í gangi en þó hægari en verið hefur.“ Þá bendir Karl á að atvinnuleysis- talan virðist vera að ná ákveðnu jafnvægi. „Það er ekki eins mikil lækkun í kortunum og verið hefur. Atvinnu- leysisprósentan í ár hefur lítið lækk- að frá fyrra ári. Sjómannaverkfallið í byrjun árs kann að hafa haft ein- hver áhrif en það virðist almennt vera að hægja á fjölgun starfa. Það var 2,3% atvinnuleysi að meðaltali 2016, borið saman við 2,9% árið 2015 og 3,6% árið áður. Svo lækkar það niður í 2,1-2,2% í ár. Það er því mjög lítil lækkun milli ára 2016 og 2017. Svo gerum við ráð fyrir að það verði 2,1% á næsta ári. Það er orðið miklu meira jafnvægi í tölum okkar og mér sýnist líka í tölum Hagstof- unnar,“ segir Karl. Byrjað að hægja á hagkerfinu Ásgeir Jónsson, forseti hag- fræðideildar Háskóla Íslands, tekur undir að hægt hafi á fjölgun starfa. „Vissir geirar kunna enn að vera að fjölga fólki. Almennt séð er þó byrjað að hægja á hagkerfinu. Hækkun gengisins og miklar launa- hækkanir setja mikla hagræðingar- kröfu á íslensk fyrirtæki. Þau geta brugðist við hærri kostnaði með því að hækka verðið. Það hefur ekki gerst. Miklar launahækkanir hljóta því að gera auknar kröfur á fyrir- tæki um framleiðni.“ Ásgeir segir aðspurður að skatta- hækkanir muni hægja enn frekar á hagkerfinu. Tímabili mikils hag- vaxtar sé að ljúka. Laus störf og atvinnuleysi Heimild: Vinnumála-stofnun (VMST) 700 350 0 700 350 0 9% 4,5% 0% 700 350 0 700 350 0 9% 4,5% 0% Störf alls Atvinnuleysi 2003 2017 2003 2017 2003 2017 2003 2017 Laus störf sem bárust VMST að jafnaði janúar-september 2003-2017 Laus störf án starfsþj.starfa sem bárust VMST að jafnaði janúar-september 2003-2017 Samband milli fjölda starfa sem koma inn hjá VMST og atvinnuleysis Samband milli fjölda starfa án starfsþjálfunar- starfa sem koma inn hjá VMST og atvinnuleysis 2007 2007 20072007 Blikur á lofti á íslenskum vinnumarkaði  Hægir á minnkun atvinnuleysis  Byrjað að hægja á hagkerfinu Karl Sigurðsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þriðja skattþrepið skilaði 4,93 millj- örðum króna í fyrra. Það samsvar- aði 3% af greiddum tekjuskatti, sem var alls 160,6 milljarðar króna. Þetta má lesa úr greiningu Ríkis- skattstjóra sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins. Horft var til tíma- bilsins 2009 til 2016. Til upprifjunar var lagður á einskonar hátekju- skattur árið 2009. Hann var 32,1% á tekjur umfram 700 þúsund á mán- uði á tímabilinu frá júlí til desember 2009, alls 4,2 milljónir á tímabilinu. Miðaðist við rúmar 4 milljónir Fyrsta skattþrepið skilaði 150,3 milljörðum í fyrra, að frádregnum persónuafslætti. Þaðan kom 93,6% tekjuskattsins. Næsta skattþrep, svonefnt milliþrep, miðaðist við tekjur umfram 4,032 milljónir. Með því hækkaði tekjuskatturinn úr 22,68% í 23,90%. Milliþrepið skilaði 5,362 milljörð- um króna en það var afnumið um síðustu áramót. Hlutfall milliþreps- ins í samanlögðum tekjuskatti var 3,3%. Þriðja skattþrepið miðaðist við tekjur umfram 10,044 milljónir. Það skilaði sem áður segir 4,93 milljörðum, eða 3% af heildinni. Tekjuskattur hefur tekið nokkr- um breytingum frá 2009. Fyrsta þrepið var 24,1% árið 2009 en lækk- aði síðan í tveimur skrefum í 22,68% í fyrra. Milliþrepið varð einnig hæst árið 2010, eða 27%, og sömuleiðis þriðja þrepið, sem var 33% árið 2010. Bæði þrepin voru síðan lækkuð. Einstaklingum sem greiða tekjuskatt fjölgaði verulega á tímabilinu 2009 til 2016, eða úr 157.345 í 199.697, sem er 26,9% aukning. Fylgir hagsveiflunni Páll Kolbeins, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, bendir á að tekju- skatturinn sé næmur fyrir hag- sveiflunni. Eftir því sem laun hækki þeim mun fleiri greiði laun í hærri þrepum. Seinni áfangi breytinga á tekju- skatti einstaklinga tók gildi í byrj- un þessa árs þegar miðþrep tekju- skatts féll út. Jafnframt lækkaði neðsta skattþrepið úr 22,68% í 22,5% en efsta þrepið var óbreytt, 31,8%. Þrepamörk milli neðra og efra þreps lækkuðu úr 836.990 kr. í 834.707 kr. Síðari talan samsvarar 10,016 milljónum króna í árstekjur. Fyrri áfangi tók gildi í ársbyrjun 2016 þegar skatthlutföll neðsta þreps og milliþreps voru lækkuð. Skilaði um 5 milljörðum króna  Þriðja tekjuskattsþrepið skilaði um 3% af öllum tekjuskatti í fyrra  Hlutfall milliþrepsins var svipað  Tæplega 94% tekjuskattsins komu úr fyrsta tekjuskattsþrepinu  Tekjuskattur fylgir hagsveiflunni Reiknaður tekjuskattur tekjuárin 2009-2016 á verðlagi hvers árs Reiknaður tekjuskattur,milljónir Álagning á tekjuskatts- stofn (laun), prósent Viðbótarálagning, prósentustig Tekjumörk skattþrepa, krónur á áriFjöldi greiðenda Skattþrep 1* Skattþrep 2** Skattþrep 3*** Tekjuskattur allsTekjuár Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 2 Þrep 3 2009 157.345 92.751 1.957 0 94.709 24,10 32,10 8,00 4.200.000 2010 149.994 87.176 9.764 2.101 99.042 24,10 27,00 33,00 2,90 6,00 2.400.000 7.800.000 2011 155.165 92.302 10.788 2.650 105.740 22,90 25,80 31,80 2,90 6,00 2.512.800 8.166.600 2012 157.753 99.512 11.091 2.957 113.560 22,90 25,80 31,80 2,90 6,00 2.760.001 8.452.400 2013 163.067 107.403 11.793 3.065 122.261 22,90 25,80 31,80 2,90 6,00 2.897.703 8.874.108 2014 168.789 114.956 9.207 3.223 127.386 22,86 25,30 31,80 2,44 6,50 3.480.000 9.415.428 2015 181.625 130.296 9.806 3.383 143.485 22,86 25,30 31,80 2,44 6,50 3.709.680 10.036.847 2016 199.697 150.299 5.362 4.931 160.592 22,68 23,90 31,80 1,22 7,90 4.032.420 10.043.880 Breyting 26,9%frá 2009 174,0% frá 2009 134,7% frá 2010 69,6% frá 2009 *Að frádregnum persónuafslætti. **Þrepið miðast við 4,032 milljónir í laun á ári (m.v. tekjuárið 2016). 1,22% skattur er á lagður á þær tekjur. ***Þrepið miðast við 10,043 milljónir í laun á ári (m.v. tekjuárið 2016). 7,9% skattur er lagður á þær tekjur. Heimild: Ríkisskattstjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.