Morgunblaðið - 18.10.2017, Side 11

Morgunblaðið - 18.10.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllum Guerlain vörum Ást við fyrsta KOSS Við kynnum nýja varaliti, Guerlain Kiss Kiss Matte, sem halda vörunum möttum og mjúkum allan daginn. Guerlain sérfræðingur verður á staðnum og veitir persónulega ráðgjöf. KYNNING í Glæsibæ 18.–20. október Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nokkur dæmi eru um það að fram- bjóðendur í efstu sætum á listum stjórnmálaflokkanna í alþingiskosn- ingunum 28. október séu ekki með lögheimili í því kjördæmi þar sem þeir bjóða fram. Þá eru nokkur dæmi um að frambjóðendur séu skráðir með lögheimili þar sem þeir hafa ekki fasta búsetu. Þegar framboðslistarnir, sem birtir eru í heild í Morgunblaðinu í dag, eru skoðaðir kemur eftirfar- andi m.a. í ljós: Í Norðvesturkjör- dæmi er efsti maður á lista Viðreisn- ar, Gylfi Ólafsson, með lögheimili í Reykjavík. Sama er að segja um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu, og Teit Björn Einarsson, sem skipar þriðja sætið og er með lög- heimili í Kópavogi. Í Norðausturkjördæmi er Bene- dikt Jóhannesson fjármálaráðherra, efsti maður á lista Viðreisnar, með lögheimili í Reykjavík. Halldór Gunnarsson, sem er efstur hjá Flokki fólksins, er með lögheimili á Hvolsvelli. Í Suðurkjördæmi er Arnbjörn Ólafsson, sem skipar annað sætið á lista Bjartrar framtíðar, með lög- heimili í Hafnarfirði. Efsti maður á lista Pírata í kjördæminu, Smári McCarthy, og efsti maður á lista Vinstri grænna, Ari Trausti Guð- mundsson, eru báðir með lögheimili í höfuðborginni. Í Suðvesturkjördæmi er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir, með lögheimili í Reykjavík. Efsti maður á lista Mið- flokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, er með lögheimili á Sauðárkróki. Þrír efstu menn á lista Pírata í kjör- dæminu, Jón Þór Ólafsson, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir, eru öll með lögheim- ili í Reykjavík. Sama er að segja um efsta mann á lista Vinstri grænna, Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Í Reykjavíkurkjördæmunum er hrein undantekning að rekast á frambjóðanda sem ekki er með lög- heimili í höfðuðborginni. Þó eru dæmi um það. Þorsteinn Sæmunds- son, efsti maður á lista Miðflokksins í Reykjavík suður, og Ólafur Ísleifs- son, efsti maður á lista Flokks fólks- ins, eru báðir með lögheimili á Sel- tjarnarnesi. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra, efsti maður Viðreisnar í kjördæminu, er með lögheimili í Garðabæ. Þá er Páll Val- ur Björnsson, annar maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, með lögheimili í Grindavík. Aldrei með fasta búsetu Svo er hitt að þótt frambjóðendur séu skráðir með lögheimili í því kjördæmi þar sem þeir eru í fram- boði þýðir það ekki endilega að þeir hafi þar fast aðsetur eða heimili. Þeir sem sitja á þingi og ekki síður þeir sem gegna ráðherraembættum eru eðli málsins samkvæmt með bú- setu í Reykjavík stærstan hluta árs- ins þótt lögheimilið sé skráð úti á landi. Dæmi eru um að menn hafi aldrei haft fasta búsetu þar sem þeir eru skráðir með lögheimili. Það gildir til dæmis um Sigmund Davíð Gunn- laugsson, efsta mann á lista Mið- flokksins í Norðausturkjördæmi, sem er skráður með lögheimili að Hrafnabjörgum III í Fljótsdalshér- aði. Þá hefur Páll Magnússon, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem hefur fasta bú- setu í Garðabæ, nýlega flutt lög- heimili sitt til Vestmannaeyja. Lögheimili stundum utan kjördæmis  Nokkrir frambjóðendur eru skráðir með lögheimili í öðru kjördæmi en þar sem þeir eru í framboði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á ferðinni Frambjóðendur flokkanna þeytast nú um kjördæmi sín til að kynna stefnu flokka sinna og afla atkvæða. Hér eru þeir á fundi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og ber ekki á öðru en að unga fólkið sé áhugasamt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjarvalsstaðir Söluvögnum fyrir mat hefur verið lagt í bílastæðin. Í framtíðinni verða þau eingöngu fyrir fólksbíla. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólks- bílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar. Merkingar settar upp Auglýsing varðandi málið hefur verið send til birtingar í Stjórnar- tíðindum, samkvæmt bréfi lögregl- unnar til Reykjavíkurborgar 6. október. Þess má vænta að á næst- unni verði settar upp merkingar um breytta notkun bílastæðisins, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg. Umgengni framan við listasafnið Kjarvalsstaði hefur þótt ábótavant undanfarið. Nágrannar safnsins hafa m.a. kvartað á Facebook og sýnt myndir af ýmsu sem þykir til óprýði við aðkomuna að safninu. Sumt af því er þar tímabundið vegna framkvæmda sem standa yfir á Klambratúni á bak við safnið. Auk þess hafa safnast á bílastæð- ið framan við Kjarvalsstaði sölu- vagnar sem þykja ekki fegra stað- inn auk þess að taka dýrmætt pláss. Nú verður ekki lengur leyft að leggja þeim í bílastæðin, sem hafa verið til almennra nota, og því verð- ur að fjarlægja þá. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur, sagði að farið hefði að bera á því að bíla- stæðin við Kjarvalsstaði og Klam- bratún væru notuð sem lang- tímastæði fyrir atvinnutæki. Þessi þróun hefði verið óásættanleg í ljósi aukinnar aðsóknar að Kjarvals- stöðum og garðinum á Klambratúni. Borgarar sem telji safnið bera ábyrgð á svæðinu hafi kvartað yfir þessari þróun. Þess vegna hafi Listasafnið óskað eftir því í vor að bílastæðið við safnið yrði skilgreint sem skammtímastæði fyrir fólks- bíla. Breytt notkun bílastæða við Kjarvalsstaði  Verða eingöngu ætluð fólksbílum  Ekki langtímastæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.