Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 12

Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Nýtt Zodiac hálsmen Verð frá 22.900 Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17 Gott úrval - gott verð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áhuginn skein úr hverjuandliti þegar Morgun-blaðið heimsótti á mánu-daginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræð- ishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Nýlega settu Herinn og Hjálpar- starf kirkjunnar af stað verkefni þar sem viðfang fólksins er að sauma innkaupa- og ávaxtapoka úr taui. Vaxandi áhugi er á að bjóða upp á slíka í verslunum í stað plastpoka, enda er margsagt hve mikil og skað- leg umhverfisáhrif þeir hafa og raunar plast almennt. Því má segja að taupokarnir góðu hafi nú tvöfalt hlutverk; félagslegt og sem um- hverfisbætur. Þúsund stykki í Nettó Um það bil mánuður er síðan taupokasaumurinn hófst. Í fyrsta skipið mættu þrjár konur, sjö í það næsta, þá ellefu og nú á mánudaginn voru þær fimmtán. Húsnæði Hjálp- ræðishersins dugar enn, en fjölgi saumakonunum áfram er sá mögu- leiki fyrir hendi að fá inni í félags- miðstöð Reykjavíkurborgar sem er ekki langt undan. „Þetta hófst allt þannig að við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar feng- um gefins efnisstranga frá Epal. Þarna sáum við strax að úr þessu mætti gera eitthvað skemmtilegt og það blasti við að útbúa taupoka. Ný- lega komumst við í samstarf við Nettó, en forsvarsmenn verslunar- innar ætla að taka hjá okkur alls þúsund innkaupapoka og til viðbótar Taupokarnir með tvöfalt hlutverk Vel er mætt í Mjóddina þar sem Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar bjóða konum úr hópi flóttafólks og hælisleitenda að koma. Innkaupapokar úr plasti eru á undanhaldi og í stað þeirra koma taupokar, sem þessar konur sauma. En einn er hængur á – þær þurfa fleiri saumavélar! Saumaskapur Má ekki einhver missa vél sem er geymd í bílskúrnum? Félagsskapur „Meginmálið er að gefa konunum tækfæri á að komast út á með- al fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Skjólstæðingar Dýraverndunarfélags- ins Villikatta eru kisur af öllum stærð- um og gerðum, villi- og vergangskettir, kettlingar og kisur sem hafa búið við erfiðar aðstæður. Hinn 16. október sl., á alheimskattadeginum, hrinti félagið af stað söfnun á Karolinafund fyrir hús- næði til að geta hýst kisur í neyð, kisur í leit að heimili, litla kettlinga og kett- lingafullar læður. Þörfin er mjög brýn, því árlega koma félagsmenn að björgun milli tvö og þrjú hundruð katta. Á vefsíðunni, villikettir.is, segir að villikettir séu komnir til að vera á Ís- landi. Þeim hafi lítið verið sinnt fyrir ut- an einstaka dýravini og að viðhorf yfir- valda til þeirra hafi yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra út- rýmingarherferða. „Flestir villikettir eru félagsdýr og hópa sig saman á svæðum þar sem einhverja fæðu er að finna. Markmið okkar er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulegum aðgerðum. Þar vegur þyngst að ná dýrunum, gelda og fram- kvæma ófrjósemisaðgerðir. […] Fanga- gelda-skila skilar mestum árangri í að fækka villiköttum og bæta velferð þeirra,“ segir ennfremur og að félagið hafi mannúðleg sjónarmið í fyrirrúmi. Slóðin á söfnunarsíðuna er www.kar- olinafund.com/project/view/1840 en á vefsíðunni villikettir.is er hægt að skrá sig í félagið og fá nánari upplýs- ingar. Vefsíðan villikettir.is Greyið Villikettir eru stundum býsna illa á sig komnir þegar dýravinir og félagsmenn Dýraverndunarfélagsins Villikatta sjá aumur á þeim. Villikettir safna fyrir húsnæði „Back to the 80’s“ er yfirskrift á þema- partíi þar sem farið verður á tímaflakk til níunda áratugarnis. Dans og kúltúr efnir til viðburðarins á Gauknum við Tryggvagötu í Reykjavík kl. 21 annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. október. Áhugadanshópur Dans og kúltúr verður með danskennslu og er fólk hvatt til að læra sporin og dansa svo af hjartans lyst í tímaflakki. Legghlífar og túberað hár eru sögð flottur stíll fyrir dansinn. Endilega … … hverfið aftur til fortíðar Morgunblaðið/Ernir Dansskór Gott er að vera vel skóað- ur í dansinn á morgun í þemapartí. Dr. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur, flytur erindið „Að fá (ekki) kosningarétt – eða missa“, kl. 12-13 á morgun, fimmtudag 19. október, í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns Íslands. Hún beitir aðferðum samtvinnunar til að rýna með gagn- rýnum hætti í „sigurgöngusöguna“ um kosningarétt íslenskra kvenna, sem fékkst 19. júní 1915, og spyrja „öðruvísi spurninga“ um takmarkanir kosningaréttarins og hindranir sem konur – og karlar – gátu staðið frammi fyrir eftir að hin borgaralegu réttindi voru formlega í höfn. T.d. þurftu nýir kjósendur að vera orðnir 40 ára og allt til ársins 1934 missti fá- tækt fólk kosningarétt og kjörgengi ef það skuldaði þeginn sveitarstyrk. Hjú- skaparstaða, ómegð, aldur, fötlun og heilsufar gátu hindrað fólk í að lifa mannsæmandi lífi og vera fullgildir pólitískir þegnar og gerendur í sam- félaginu. Þorgerður beinir sjónum sér- staklega að nokkrum konum sem neyddust til að þiggja sveitarstyrk og höfðu fyrir vikið ekki kosningarétt. Erindið er á vegum RIKK og hluti af Jafnréttisdögum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlestur á Jafnréttisdögum í Þjóðminjasafni Íslands Öðruvísi spurningar um kosn- ingarétt íslenskra kvenna 1915 Morgunblaðið/Sverrir Fagnað Frá baráttuhátíð kvenna á Þingvöllum 2005 þegar 90 ár voru frá því ís- lenskar konur fengu kosningarétt. Á barmi Almannagjár stóðu valkyrjur vörð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.