Morgunblaðið - 18.10.2017, Side 16

Morgunblaðið - 18.10.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Ný glæsileg heimasíða acredo.is Hátúni 6a Sími 577 7740 carat.is acredo.is Trúlofunarhringir fh Giftingarhringir fh Demantsskartgripir 10% afsláttur LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800ORMSSON.IS / UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ÞVOTTAVÉL L7FBE840E Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Íslensk notendahandbók. Verð: 119.900,- Verð nú: 101.915,- 914550043 3 ÁRA ÁBYRGÐ ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ 10 ÁRA ÁBYRGÐ Á MÓTOR ÞVOTTAVÉL L6FBE720I Tekur 7 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók. Verð: 89.900,- Verð nú: 76.915,- 914913404 3 ÁRA ÁBYRGÐ ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ ÞURRKARI T6DBM720G Tekur 7 kg af þvotti. Verð: 99.900,- Verð nú: 84.915,- 916097949 Þvottadagar ÞVOTTAVÉLARÞURRKARARUPPÞVOTTAVÉLAR15% 10áraábyrgðá kolalausummótor Flugvél Primera Air Nordic var í gær snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin var á leiðinni til Keflavíkur. Skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Önnur vél var send út að sækja farþegana, segir í tilkynningu frá Primera Air. Eftir lendinguna í Alicante í gær var farþegum boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði og var áætlað að fljúga til Keflavíkur kl. 5 að staðartíma í morgun. Vél Primera snúið við vegna bilunar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafrannsóknastofnun hafa í sumar og haust borist tilkynningar um hátt í 70 hnúðlaxa í íslenskum veiði- ám. Fréttir um þennan fisk, sem á uppruna að rekja til norðanverðs Kyrrahafs, hafa borist úr veiðiám um allt land. Fjöldinn er um sexfalt meiri heldur en algengt er hérlendis á einu ári. Guðni Guðbergsson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnun, segir að þetta séu ekki endanlegar tölur, þar sem enn er beðið eftir uplýsingum úr veiðibókum úr veiðihúsum með skráningu á afla sumarsins. Sömu- leiðis geti verið skekkja í fyrirliggj- andi gögnum og sami fiskur skráður oftar en einu sinni. Allmargir hnúð- laxar hafa borist Hafrannsókna- stofnun til sýnatöku og greiningar. Velta fyrir sér áhrifunum Aukin útbreiðsla hnúðlax hér- lendis er í samræmi við þá spreng- ingu sem hefur orðið í fjölda þeirra í norskum ám. Hnúðlaxar hafa á þessu ári veiðst í 236 ám í Noregi og er fjöldi fiska kominn yfir 2.600. Fjöldinn hefur sömuleiðis stóraukist í ám á Bretlandeyjum og suður til Frakklands og Spánar. Guðni segir sérfræðinga velta fyrir því sér hvaða áhrif þetta muni hafa og hvort þessi útbreiðsla verði varanleg. Rússar fluttu hnúðlax frá Kamtsjatka yfir á Kólaskaga á sjötta áratug síðustu aldar og fram undir 1970 og mynduðust sjálfbærir stofnar í ám við Hvítahaf og Bar- entshaf. Hnúðlax blandast ekki Atlants- hafslaxi í íslenskum ám og ekki eru upplýsingar um að hann sé farinn að hrygna hér enn sem komið er hvað sem verður. Mögulegt er þó að hér hafi hrygnt hnúðlaxar en ekki er vitað til að hér hafi myndast stofnar. Í haust hafa veiðst laxar sem hafa hrygnt en hrygningartími hnúðlaxa er fyrr en okkar laxa. Ekki æskileg breyting Yfirleitt hrygnir hnúðlax neðar- lega í ám og miðað hefur verið við að hann gangi ekki lengra en um tólf kílómetra upp í ár. Í Noregi og Finnlandi eru þó dæmi um að hann hafi gengið um 35 kílómetra upp í ár. Guðni segir að aukin útbreiðsla þessarar nýju tegundar sé breyting á líffræðilegum fjölbreytileika, nokkuð sem mönnum finnist ekki æskilegt. Heimkynni hnúðlaxa séu í Kyrrahafi. Í Noregi hafi menn sums staðar brugðið á það ráð að fara í árnar eftir að veiðitíma lauk og draga þar fyrir til að drepa eins mikið af hnúðlaxi og þeir gátu til að stemma stigu við frekari útbreiðslu tegundarinnar. Sexfalt fleiri hnúðlaxar í ár  Sprenging í útbreiðslu í Noregi og víðar í Evrópu  Hefur veiðst víða um land Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Veiði Hnúðlaxar hafa veiðst víða í ám, en þessi veiddist á silungasvæði Hofs- ár fyrir nokkrum árum. Uppruni hnúðlaxa er í Kyrrahafinu. Gísli Rúnar Gíslason Kristján H. Johannessen „Við vitum ekki nákvæmlega hversu lengi þetta ástand mun vara, en Microsoft er t.a.m. þegar komið með leiðréttingar og hefur skilað þeim til sinna notenda í formi uppfærslu,“ segir Þorleifur Jónasson, forstöðu- maður tæknideildar hjá Póst- og fjar- skiptastofnun (Pfs), í samtali við Morgunblaðið. Hann bætir við að vinna að leiðréttingu sé einnig hafin innan Apple en óvíst sé með upp- færslu fyrir Android-tæki. Vísar Þorleifur í máli sínu til þess veikleika sem nýverið uppgötvaðist í WiFi-öryggisstaðlinum WPA2 í þráðlausum nettengingum. Er áður- nefndum staðli ætlað að tryggja öfl- uga dulkóðun í þráðlausum net- kerfum, en sökum öryggisbrests hefur almennum notendum þráð- lauss búnaðar, s.s. tölva og farsíma, verið ráðlagt að forðast notkun þráð- lauss nets tímabundið. Hefur fólki þess í stað verið bent á að nota farnet, 3G eða 4G, fjarskiptafélaganna í stað- inn auk þess sem netöryggissveit Pfs ráðleggur tölvunotendum að tengjast netinu gegnum netkapal. Sumir í meiri hættu en aðrir Aðspurður segir Þorleifur fólk vera misútsett fyrir hættunni. „Það þarf einhvern með mikla þekkingu og einbeittan brotavilja til að klekkja á fólki með þessum hætti. Öll stærri fyrirtækjanet eru með aðrar varnir sem eiga að koma í veg fyrir þetta, en það eru að líkindum einna helst þeir sem eru á stærri opinberum netum, s.s. á flugstöðvum, kaffihúsum eða hótelum, sem eru í mestri hættu,“ segir hann og heldur áfram: „En svo er náttúrulega ekki hægt að horfa framhjá því að sumir ein- staklingar eru meira útsettir fyrir árás á sínu heimaneti en aðrir,“ segir hann og á þar t.a.m. við ráðamenn sem óprúttnir aðilar vilja klekkja sér- staklega á eða telja sig þannig geta komist yfir viðkvæm gögn. Þá segir Þorleifur mikilvægt að einstaklingar uppfæri hugbúnað tækja sinna til að koma í veg fyrir hugsanlega misnotkun vegna áður- nefnds galla og brýnir fyrir fólki að slökkva ekki á eða taka úr sambandi netbeina (e. router) á heimilum sín- um. „Það er mjög mikilvægt að sam- þykkja uppfærslur þegar þær koma, því að oft eru þær með öryggisupp- færslum. [...] Síðan ráðlegg ég fólki að slökkva ekki á beininum því að fjarskiptafyrirtækin koma með upp- færslur inn á beininn og þá þarf að vera kveikt á honum,“ segir hann. Kristján Ólafur Eðvarðsson, net- sérfræðingur hjá Sensa, segir fram- leiðendur þráðlauss búnaðar nú vera að gefa út uppfærslur sem eigi að koma í veg fyrir vandann. „Stórir framleiðendur eins og Cisco eru bún- ir að gefa út tilkynningu um að nú þegar sé búið að koma í veg fyrir þetta. Það er alltaf svolítið fár í kring- um svona mál. Sem dæmi um það gef- ur öryggisviðbragðssveit Cisco alltaf út einkunn á kvarðanum 1 til 10 vegna svona mála og þessi galli fékk einkunnina 4,5,“ segir Kristján, en netöryggissérfræðingar telja afar erfitt að notfæra sér gallann. Uppfærslur bæta brestinn  Framleiðendur eru þegar farnir að senda út hugbúnaðaruppfærslur sem koma í veg fyrir öryggisbrest í þráðlausum nettengingum  Erfitt að nýta veikleikann Morgunblaðið/Golli Tölvuglæpir Almennum notendum þráðlauss búnaðar er nú ráðlagt að forðast þráðlaust net tímabundið. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er meginþorri beina hjá fyrirtækinu ekki háður veik- leikanum í WPA2. Enn er beðið svara vegna örfárra eldri beina í umferð. Síminn beinir því til við- skiptavina sem hafa keypt bún- að sem magnar upp samband á þráðlausum tengingum að fylgj- ast með uppfærslum frá fram- leiðanda. „Það á almennt við um búnað og tæki heimilisins sem nota þráðlausa tengingu.“ Ekki háður veikleikanum SÍMINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.