Morgunblaðið - 18.10.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.10.2017, Qupperneq 18
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Við gerum ekki athugasemdir við það ef bankarnir myndu lækka eigin- fjárhlutfall sitt í varfærnum skref- um,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoð- arforstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Morgunblaðið. „Fjármála- eftirlitið myndi hins vegar ekki heim- ila bönkunum að greiða arð í það miklum mæli að eiginfjárhlutfall al- menns eigin fjár þáttar 1 færi í 16%,“ segir hann og nefnir að 18% væri nærri lagi að teknu tilliti til stjórn- endaauka bankanna sjálfra (e. plann- ing buffer). Fram kom í Morgunblaðinu í gær að samkvæmt greiningu Danske Bank eru íslensku bankarnir með mun ríflegra eigið fé en þekkist ann- ars staðar á Norðurlöndum. Eiginfjárhlutfall fjármálastofnana, sem kallað hefur verið „almennt eigið fé þáttar 1“ (e. Common Equity Tier 1), var um 23% að meðaltali hjá ís- lensku bönkunum í lok annars árs- fjórðungs, en er um 16% að meðaltali hjá sambærilegum bönkum annars staðar á Norðurlöndum. Viðskiptabankarnir gætu því greitt allt að 240 milljarða króna í arð í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra yrði með svipuðu sniði og þekkist annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Lágmarkskrafan um 16% „Lágmarkskrafa um almennt eigið fé er nálægt 16% í tilfelli stóru við- skiptabankanna. Hins vegar hlyti að teljast óvarlegt ef þeir gerðu áætlanir um að lækka eiginfjárhlutfallið að því um 13% hlut í Arion en eigi engu að síður tilkall til stórs hlutar af mögu- legri arðgreiðslu bankans eða um 70% vegna ákvæðis í stöðugleika- framlagi. Tilkallið nær til 71% hluta- fjár. Vogunarsjóðir og Goldman Sachs keyptu 29% hlut í Arion fyrr á árinu. Sá hluti er undanþeginn arð- greiðslunni því þeir hafa þegar innt af hendi stöðugleikaframlag til ríkisins. Að sögn Jóns Þórs verður að gæta að ýmsu við útgreiðslu arðs frá bönk- unum. Lausafjárreglur hafa áhrif á hve hratt bankanir geta greitt arð. Reglur um stórar áhættuskuldbind- ingar geta einnig haft áhrif. Loks þyrftu bankarnir að ráðast í verulega útgáfu á víkjandi skuldabréfum, sem teljast gjaldgeng í eiginfjárgrunni. Innleiðing á tilskipun Evrópusam- bandsins um endurreisn og skila- meðferð fjármálafyrirtækja skiptir hér einnig miklu máli, því samkvæmt tilskipuninni eru skilgreindar frekari kröfur um tiltækt fjármagn sem breyta má í eigið fé, lendi fjármála- fyrirtæki í alvarlegum erfiðleikum (MREL). Útfærslu á þessum kröfum hér á landi er enn ólokið og gæti haft áhrif á möguleika banka til arð- greiðslna og útgáfu víkjandi skulda- bréfa. Tífalda umfangið Eins og sakir standa er hver og einn banki með útistandandi um 3-4 milljarða af víkjandi lánum. Ef þeir hygðust minnka almennt eigið fé eins og kostur er þyrftu þeir að gefa út um það bil 40 milljarða hver. Það yrði um tíföldun á umfanginu. Ólíklegt er að það sé gerlegt í hröðum skrefum. FME myndi samþykkja minna eigið fé bankanna Morgunblaðið/Eggert Arður Ríkissjóður á einungis um 13% hlut í Arion en á tilkall til stórs hluta af mögulegri arðgreiðslu bankans.  Ríkissjóður fengi stóran hluta af arðgreiðslum viðskiptabankanna þriggja marki. Eðlilegt er að bankar miði við að standast eiginfjárkröfur að teknu tilliti til óvissu í rekstri og hafi því borð fyrir báru í fjármagnsskipan sinni. Algengt er að slíkur stjórn- endaauki sé á bilinu 1,5 til 3 prósentu- stig. Af þeim sökum væri eðlilegra að miða við að umrætt hlutfall fari ekki undir 18%. Miðað við það gætu bank- arnir greitt hluthöfum hátt í 200 millj- arða króna í arð á næstu árum. Þetta varúðarsjónarmið er vörn gegn því að eiginfjárhlutfallið verði of lágt ef á móti blæs í rekstrinum,“ segir Jón Þór. Arður Arion til ríkisins Ríkissjóður á Íslandsbanka og Landsbankann og fær því arð- greiðslur þeirra að fullu. Jón Þór bendir á að ríkissjóður eigi einungis 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 85 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina 18. október 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.85 105.35 105.1 Sterlingspund 139.46 140.14 139.8 Kanadadalur 83.76 84.26 84.01 Dönsk króna 16.616 16.714 16.665 Norsk króna 13.264 13.342 13.303 Sænsk króna 12.9 12.976 12.938 Svissn. franki 107.44 108.04 107.74 Japanskt jen 0.9374 0.9428 0.9401 SDR 148.18 149.06 148.62 Evra 123.7 124.4 124.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.569 Hrávöruverð Gull 1289.7 ($/únsa) Ál 2143.5 ($/tonn) LME Hráolía 57.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi krónunnar er í ágætu samræmi við undirliggjandi þætti til lengri tíma, að mati greiningar- deildar Arion banka sem fjallar um gengismál í Mark- aðspunktum. Útlit sé fyrir að við- skiptaafgangur verði áfram tals- verður næstu misseri, sem gefi vísbend- ingu um að hagkerfið í heild ráði við gengi krónunnar eins og það er nú. Þó gætu skammtímakraftar vegna við- skiptaafgangs, mikils hagvaxtar og mögu- legrar losunar bindiskyldu á erlenda fjár- festingu ýtt krónunni í átt til lítilsháttar styrkingar í bráð. Bankinn bendir á að vaxtamunur hafi minnkað talsvert og því ekkert því til fyrirstöðu að slaka á bindi- skyldunni og endurmeta hvort á annað borð sé þörf á henni við núverandi að- stæður. Ekkert til fyrirstöðu að endurmeta bindiskyldu Arion Hagkerfið ræður við gengið. STUTT Arion banki og Íslandsbanki spá því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% milli mánaða í október, sem samsvarar hækkun ársverðbólgu úr 1,4% í 1,7%. Landsbankinn spáir ögn minni hækkun, eða 0,2%, sem jafngildir 1,6% ársverðbólgu. Allir bankarnir segja að helstu ástæðu hækkunar megi rekja til húsnæðis- verðs, en einnig spili inn í flugfar- gjöld, matur, húsaleiga og póstur og sími. Til viðbótar ofangreindu nefnir Íslandsbanki þætti eins og bifreiða- verð, eldsneytisverð og lyf og lækn- isþjónustu sem allt vegi til hækkun- ar verðbólgunnar í október. „Verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa heldur batnað frá síðustu spá, þar sem áhrif af aukinni sam- keppni halda aftur af verðbólgu- þrýstingi næstu mánuði. Er nú útlit fyrir að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans út þetta ár, en verði síðan að jafnaði 2,7% næstu tvö ár,“ segir í Morgun- korni Íslandsbanka. Húsaleiga hækkar lítið Það sem helst hefur haft áhrif á verðbólguna að mati Landsbankans er reiknuð húsaleiga sem hækkað hefur að meðaltali um 1,6% milli mánaða. „Útfrá könnun okkar á verðsjá fasteigna gerum við ráð fyrir að þessi liður muni einungis hækka um 0,2% milli mánaða nú. Fara þarf aftur til mars 2016 til að sjá minni hækkun milli mánaða,“ segir í verðbólguspá Hagsjár Lands- bankans. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hús Húsnæðisliðurinn er meðal þess sem veldur hærri verðbólgu. Spá áfram lágri verðbólgu  Bankarnir spá 1,6-1,7% verðbólgu í þessum mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.