Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 20
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atvinnuþátttaka í löndumEfnahags- og framfara-stofnunarinnar OECD erhvergi meiri en hér á
landi samkvæmt nýjum samanburði
OECD. Atvinnuþátttaka fólks á
aldrinum 15 til 64 ára var 86,9%
hér á landi á öðrum fjórðungi þessa
árs skv. tölum um atvinnuþátttöku í
35 löndum, sem OECD birti í gær.
Eru Íslendingar eina þjóðin
þar sem atvinnuþátttakan mælist
yfir 80%. Meðaltalið í OECD er
67,6%. Atvinnuþátttaka er mæld
þannig að taldir eru með bæði þeir
sem eru við störf og fólk sem er í
atvinnuleit. Þetta er langt í frá í
fyrsta sinn á umliðnum misserum
sem Ísland trónir á toppnum hvað
varðar atvinnuþátttöku beggja
kynja en samanburður yfir nokk-
urra ára tímabil leiðir í ljós að at-
vinnuþátttakan hefur farið ört vax-
andi á seinustu árum.
Fram kemur að hlutfall fólks á
vinnualdri sem er á vinnumarkaði
hefur þó víðast hvar aukist lítið eitt
á fyrri hluta ársins og hefur at-
vinnuþátttaka í OECD-löndunum
vaxið um 3,2 prósentustig frá 2009.
Hér á landi hefur atvinnuþátttakan
aukist úr um 81% í tæp 87% á fjór-
um árum.
Ef virkni á vinnumarkaði er
skoðuð eftir kynjum kemur í ljós að
atvinnuþátttaka 15 til 64 ára karla
á Íslandi hefur verið nálægt 90% á
síðari hluta seinasta árs og á fyrri
hluta þessa árs. Þetta er meiri þátt-
taka en í nokkru öðru landi en fjór-
ar aðrar þjóðir ná þó um eða rétt
yfir 80% atvinnuþátttöku meðal
karla (t.a.m. 84,6% í Sviss og 82,9%
í Japan).
Enn meiri munur er hins veg-
ar á atvinnuþátttöku kvenna í þess-
um samanburði. Hér á landi mæld-
ist 83,8% atvinnuþátttaka kvenna á
öðrum ársfjórðungi 2017. Konur í
Svíþjóð mælast í öðru sæti, þar sem
atvinnuþátttakan var 75,3%. Að
meðaltali voru tæp 60% kvenna í
OECD-löndunum á vinnumarkaði á
sama tíma og atvinnuþátttaka
kvenna í löndum Evrópusambands-
ins mældist 62,3%. Til samanburðar
var atvinnuþátttaka kvenna í
Bandaríkjunum 64,8% á þessum
tíma, 58,5% í Belgíu, 60,5% á Ír-
landi, 55,6% á Spáni og 71,1% í
Þýskalandi svo dæmi séu tekin.
Eðli máls samkvæmt er at-
vinnuþátttakan langmest meðal
fólks á aldrinum 25 til 54 ára en þó
hvergi meiri en hér á landi þar sem
90,2% þessa aldurshóps voru á
vinnumarkaði á öðrum fjórðungi
yfirstandandi árs.
Margar þjóðir ná 80% markinu
þegar atvinnuþátttaka afmarkast
við fólk á aldrinum 25 til 54 ára en
meðaltalið í OECD er 77,7%.
Yngstu og elstu aldurshóp-
arnir á Íslandi skera sig úr
Fjölbreytilegri mynd blasir
hins vegar við þegar atvinnþátttaka
yngstu og elstu aldurshópanna á
vinnumarkaði er mæld. Ísland sker
sig sem fyrr úr í samanburði á at-
vinnuþátttöku fólks sem er komið á
eða er að nálgast eftirlaunaaldur.
Hér á landi var atvinnuþátttaka
fólks á aldrinum 55 til 64 ára 83% á
öðrum fjórðungi ársins. Innan Evr-
ópusambandsins voru 57% fólks á
þessum aldri virk á vinnumarkaði á
sama tíma. Sé litið á einstök lönd til
samanburðar þá var atvinnuþátt-
taka 55-64 ára 69,5% í Danmörku,
72% í Noregi, 51,4% í Frakklandi
og aðeins um helmingur Spánverja
og 37,9% Grikkja á þessum aldri
töldust vera virk á vinnumarkaði á
öðrum ársfjórðungi 2017.
Hér á landi mælist einnig mikil
atvinnuþátttaka meðal yngstu ald-
urshópanna ólíkt flestum öðrum
þjóðum. Á öðrum ársfjórðungi var
atvinnuþátttakan 80,4% meðal Ís-
lendinga á aldrinum 15 til 24 ára.
Fá lönd í samanburðinum ná 50%
markinu í þessum aldurshópi. Að-
eins einn af hverjum þremur sem
eru á þessum aldri í löndum Evr-
ópusambandins telst virkur á
vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka 15
til 24 ára mælist um 50% í Banda-
ríkjunum, 56,1% í Danmörku,
28,3% í Frakklandi og 44,4% í Sví-
þjóð.
Á toppnum og ekkert
lát á vinnuseminni
Morgunblaðið/Eggert
Störf Atvinnuþátttaka mælist 87% hér á landi og nær engin önnur OECD-
þjóð 80% markinu skv. samanburði OECD á vinnumarkaði í 35 löndum.
Atvinnuþátttaka eftir kyni
Heimild: OECD
100
75
50
25
0
%
Konur Karlar
OECD samtals Evrusvæðið Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð
59,9 61,1
83,8
71,1 72,3
75,375.3 71.4
89.8
76.9 75.6 78.1
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er aðvonum aðýmsar
spurningar vakni
vegna bombu sem
sprengd var til að hafa á síð-
ustu stundu áhrif á úrslit
kosninga. Ríkisútvarpið hef-
ur sér til afsökunar „fjöl-
miðil“ sem vart rís undir
slíku heiti og því síður að
teljast gild „heimild“. Dæmi
um slíkar spurningar eru
þær sem Páll Vilhjálmsson
blaðamaður varpar fram:
„Tíu ára gömul gögn úr
þrotabúi Glitnis dúkka upp í
fjölmiðlum. Enginn fjölmiðill
fjallar um lekann eða veltir
fyrir sér hver standi að baki.
Eftir að fréttir birtast og eru
til umfjöllunar í heila viku
kemur fram lögbannskrafa
frá þrotabúi Glitnis.
Lögbannskrafan er tíma-
sett þannig að hún valdi
Bjarna Benediktssyni og
Sjálfstæðisflokknum há-
marksskaða. Hvers vegna
var beðið í heila viku? Var
það til að undirbúa jarðveg-
inn, leyfa slúðrinu að gras-
sera?
Gögnin frá Glitni eru sögð
varða þúsundir Íslendinga.
Hvers vegna eru Stundin/
Reykjavík Media ekki krafin
um svör um hvort þetta sé
rétt? Hvers vegna upplýsa
fjölmiðlar ekki efnisatriðin
og beina gagnrýnum spurn-
ingum til þeirra sem um
véla?
Eða eru fjölmiðlar fyrst og
fremst að hugsa um að taka
þátt í pólitík?“ Þetta eru lög-
mætar spurningar og brenn-
andi.
Ein athugasemda Páls er
sérlega athyglisverð: „Eng-
inn fjölmiðill fjallar um lek-
ann eða veltir fyrir sér hver
standi að baki.“ Eru allir
búnir að gleyma því hvernig
látið var þegar „lekið“ var
upplýsingum um vafasaman
mann sem stór hópur stóð
opinberlega þétt með og
krafðist að fengi sérstaka og
óvenjulega fyrirgreiðslu.
Samviskulega hafði þrýsti-
hópurinn þagað yfir því
hvaða mann „umsækjand-
inn“ hafði að geyma. Þegar
„ábyrgir aðilar“ svífast
einskis við að spila á tilfinn-
ingar almennings er beinlínis
skylt að fulltrúar þess sama
almennings upplýsi hann um
hina réttu mynd.
Víða í löndum „sem við
berum okkur saman við“ eru
reglur sem kveða á um slíkt.
En í þessu tilviki var það
ekki gert, því miður. Hinum
sjálfsögðu upplýsingum var
lekið. Og þá gerð-
ist það skrítna.
Ríkissaksóknari
setti allt á annan
endann. Umboðs-
maður Alþingis stóðst ekki
fjölmiðladans og fjörkálfa
netsins og skellti sér með,
þótt málið væri þegar í um-
fangsmikilli rannsókn.
Blaðamenn og ritstjóri
Morgunblaðsins voru kall-
aðir til yfirheyrslu, þótt það
hefði því miður ekki verið
fyrst með fréttina! En þá
vaknar spurningin: Hvar
voru allir riddarar málfrels-
isins þá? Þeir sáu um undir-
spilið fyrir ríkissaksóknara
og umboðsmanninn! Þeir
sömu sem nú nota hina ný-
uppgötvuðu „leyndarhyggju“
um flest mál til að leyna því
hve fátt þeir hafa fram að
færa, voru týndir þá. Og hvar
er saksóknarinn núna? Er
embætti hans orðið hreint
dynta- og duttlungaembætti?
Björn Bjarnason, fv. dóms-
málaráðherra, varpar fram
athyglisverðum ábendingum
og spurningum í pistli sínum.
Í því samhengi vitnar hann
til frétta Morgunblaðsins
(17. október) þar sem rætt er
við Ingólf Hauksson, fram-
kvæmdastjóra Glitnis
HoldCo. Ingólfur segir að
„upplýsingarnar í Stundinni
séu „klárlega úr kerfum
Glitnis fyrir hrun þannig að
við óttumst að þarna séu
upplýsingar um fjölda við-
skiptamanna og það er nú
aðalástæðan fyrir þessari
lögbannsbeiðni“. Þá segir í
Morgunblaðinu: „Spurður
um hvort lögbannið sé eitt-
hvað tengt Bjarna Bene-
diktssyni forsætisráðherra,
vísar Ingólfur því til föður-
húsanna. „Já, ég vísa því til
föðurhúsanna. Auðvitað er
þetta sett upp þannig af
Stundar-mönnum. Þarna er
fyrst og fremst gögnum stol-
ið eða gögnum lekið með ein-
hverjum hætti og auðvitað
beinast spjót að okkur sem
störfum þarna og við viljum
líka hreinsa okkar mannorð í
leiðinni.“
Það blasir því við að upp-
lýsingaþjófarnir hafa gögn
um þúsundir manna en velta
sér aðeins upp úr einu nafni
til að reyna að afbaka yfir-
standandi kosningar.
Og Ríkisútvarpið tekur
fullan þátt í leiknum eins og
gegn öðrum forsætsráðherra
fyrir rúmu ári og viti menn,
þá einmitt í samstarfi við
sömu kumpána og núna.
Þetta ástand getur vart öm-
urlegra verið.
Ríkisútvarpið sekk-
ur sífellt dýpra}Þeir sömu og síðast
Ú
rbætur á tryggingakerfi öryrkja
er eitt af stóru verkefnunum
sem eiga að vera í forgangi á
nýju kjörtímabili. Kerfið í dag
er á margan hátt ranglátt og
refsar öryrkjum með sérstökum hætti. Nefna
má sem dæmi að nú er það svo að einstætt for-
eldri missir heimilisuppbót og barnalífeyri um
leið og barn verður 18 ára. Þannig eru börn
einstæðra öryrkja í raun neydd til að flýja að
heiman til að koma í veg fyrir verulega kjara-
skerðingu foreldranna. Þetta verður að lag-
færa, enda um réttlætismál að ræða. Við í
Sjálfstæðisflokknum viljum jafna stöðu ung-
menna og rjúfa þessa ósanngjörnu tengingu
og skerðingu örorkulífeyris.
Það má öllum vera ljóst að með því að leyfa
börnum sínum að búa heima ögn fram yfir 18
ára aldur geta foreldrar aðstoðað börn sín við
að fóta sig í lífinu, hvort sem þau eru í námi eða að hefja
sinn starfsferil. Það er engin ástæða til að refsa öryrkjum
fyrir að leyfa börnum sínum að búa heima eftir 18 ára ald-
ur.
Það er sárt til þess að hugsa að okkur hafi ekki enn tek-
ist að klára nauðsynlegar breytingar á lögum um al-
mannatryggingar öryrkja og styrkja með því stöðu þeirra.
Við þurfum að einfalda kerfið með það að leiðarljósi að
bæta hag öryrkja, svo við getum öll verið stolt af því kerfi
sem við höfum byggt upp. Við þurfum að tryggja fjárhags-
legt öryggi öryrkja og gera þeim kleift að eiga
mannsæmandi líf. Krónu-á-móti-krónu skerð-
ingu verður að afnema og taka upp starfsget-
umat og innleiða hlutabótakerfi. Við upp-
stokkun tryggingakerfis öryrkja verður að
huga sérstaklega að hagsmunum ungra öryrkja
sem eiga lítinn eða engan rétt í lífeyriskerfinu.
Það er einnig hugsunarefni hve ungu fólki á
örorku fjölgar ört. Svo virðist sem heilbrigðis-
kerfið sé ekki í stakk búið til að veita þá þjón-
ustu sem við ætlumst til, ekki síst á sviði geð-
heilbrigðis. Þannig virðist vanta úrlausnir og
aðstoð við þá sem eiga við vandamál að stríða til
að fóta sig í lífinu.
Í kosningabaráttu lofa margir flokkar háum
fjárhæðum í hina ýmsu málaflokka. En það
verður alltaf að forgangsraða. Almannatrygg-
ingakerfið er sameiginlegt forgangsverkefni
okkar allra með sama hætti og við stöndum
saman að öflugu heilbrigðiskerfi og menntakerfi.
Árangursrík og skynsamleg stjórn efnahagsmála á síð-
ustu árum hefur aukið möguleika okkar til að ljúka mörg-
um verkefnum sem hafa því miður setið á hakanum. Staða
ríkissjóðs er allt önnur og sterkari en árið 2013 þegar
Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn. Í samvinnu við
hagsmunasamtök öryrkja er því tækifæri til að sækja
fram.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Okkar bíður stórt verkefni
Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen