Morgunblaðið - 18.10.2017, Page 26

Morgunblaðið - 18.10.2017, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 ✝ Bjarni Páls-son, fv. skóla- stjóri Núpsskóla í Dýrafirði og fram- haldsskólakennari í Garðabæ, fæddist í Reykjavík 18. júlí 1936. Hann lést 3. október 2017. Bjarni var sonur Önnu Árnadóttur húsmóður frá Stóra-Hrauni, f. 26. júlí 1901, d. 29. febrúar 1996, og Páls Geirs Þorbergs- sonar, verkstjóra, frá Syðri Hraundal, f. 29. júní 1894, d. 17. maí 1979. Systkini hans eru Anna María Elísabet, hús- móðir, f. 8. september 1925, d. 19. október 1974, og Árni, fv. sóknarprestur í Kópavogi, f. 9. júní 1927, d. 16. september 2016. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og hlaut síðar kennslu- réttindi sem framhaldsskóla- kennari. Framan af sinnti hann ýmsum störfum, meðal annars hjá bílaleigunni Fal í Reykja- vík, við kennslu í Neskaupstað og við Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Bjarni var kennari og síðar skólastjóri Núpsskóla í Dýra- firði frá 1960-1961 og 1968- 1981. Hann var kennari við Eskifirði, f. 16. nóvember 1896, d. 29. september 1983 og Hrefnu Eggertsdóttur hús- móður, f. 15. júní 1906, d. 20. mars 1965. Börn þeirra hjóna Bjarna og Valborgar eru: 1) Þorleifur, deildarstjóri hjá Advania, f. 24. október 1963, eiginkona hans er Hildur Ómarsdóttir, yfir- þroskaþjálfi hjá Kópavogsbæ, f. 11. ágúst 1970. Þeirra synir eru Bjarni, f. 23. september 1997, og Ómar Þór, f. 8. júlí 2000. 2) Hrefna, tölvunarfræð- ingur, f. 14. júlí 1965, eig- inmaður hennar er Bjarni Birgisson, tölvunarfræðingur, f. 9. desember 1964. Þeirra börn eru Daði, verkfræðingur, f. 28. febrúar 1987, Andri, tölv- unarfræðingur, f. 6. mars 1993, og Nanna Kristín, f. 27. ágúst 2002. 3) Anna, leikskólastjóri í Garðabæ, f. 24. mars 1971, sambýlismaður hennar er Jón Emil Magnússon sviðsstjóri, f. 15. september 1964. Börn Önnu og fv. eiginmanns, Hlyns Hreinssonar, f. 4. janúar 1969, eru Huldar, f. 31. maí 1998, Hrefna, f. 28. mars 2001, og Hreiðar Örn, f. 16. mars 2005. 4) Páll Geir, dagskrárstjóri hjá SÁÁ, f. 31. júlí 1972. Dóttir hans og fv. eiginkonu, Rachelle Nicole Wilder, f. 21. september 1980, er Valborg Leah, f. 1. maí 2009. Útförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 18. október 2017, klukkan 13. Fjölbrautaskóla Garðabæjar frá stofnun skólans, þar til hann lét af störfum vegna ald- urs árið 2001. Bjarni sinnti einn- ig bókhaldsvinnu og ráðgjöf fyrir ýmsa aðila allt til dánardags. Samhliða kennslustörfum sinnti Bjarni ýmsum trúnaðar- störfum. Hann var í stjórn SÁÁ allt frá stofnun samtakanna til æviloka. Bjarni var alla tíð virkur í stjórnmálum og var í framboði til Alþingis bæði fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðuflokkinn. Hann skrifaði ritstjórnar- greinar fyrir Alþýðublaðið um tíma og gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir Alþýðuflokk- inn og síðar Samfylkinguna. Bjarni var mikill áhugamaður um flug og á árum sínum vest- ur á fjörðum lauk hann flug- prófi og skemmti vinum og ætt- ingjum með útsýnisflugferðum. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Valborg Þorleifs- dóttir, f. 31. október 1938, fv. kennari og lífeindafræðingur. Valborg er dóttir Þorleifs Jóns- sonar, lengst af búsetts í Hafn- arfirði, síðar sveitarstjóra á Elsku pabbi. Ég á enn erfitt með að átta mig á að þú sért far- inn. Þú sem varst alltaf svo líf- legur, kröftugur og fullur af fjöri. Alltaf gamansamur og stutt í fíflaganginn. Þú varst okkur öll- um stoð og stytta, alltaf tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Ég var alveg viss um að þú yrðir að minnsta kosti hundrað ára. En veikindin komu og við þau verður ekki alltaf ráðið. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín. Hún Val- borg Leah mín á líka eftir að sakna afa síns. Hún spyr um þig og segir að þú sért orðinn engill. Hún elskar þig mjög mikið og vissi að þið mynduð laumast sam- an í súkkulaðirúsínur þegar hún kom í heimsókn. Þú varst mér meira en faðir, þú varst mér góður vinur og ráðgjafi í lífsins ólgusjó. Mér líkaði kannski ekki alltaf ráðin sem ég fékk og fór ekki alltaf eftir þeim, en ég virti þau alltaf mikils og innst inni vissi ég að þú hafðir yf- irleitt rétt fyrir þér. Þú varst svo snjall á svo mörgum sviðum. Ég var svo sannarlega ekki alltaf þægur og hlýðinn í uppvextinum og ekki barnanna rólegastur. Ég veit það vel. En svo hef ég líka oft heyrt að við höfum verið mjög lík- ir feðgarnir, í útliti og hegðun. Mér finnst það ekki leiðum að líkjast og er stoltur af því. Þess vegna veit ég líka að þú skildir mig eflaust manna best. Við Valborg Leah kveðjum þig með sorg í hjarta og vitum að líf okkar verður fátæklegra núna þegar þú ert farinn. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Páll Geir Bjarnason, Valborg Leah Pálsdóttir. Elskulegur faðir minn verður jarðsunginn í dag. Ég sem hélt að hann yrði minnst jafngamall ömmu sem dó á nítugasta og fimmta aldursári. Þó að pabbi hafi verið kominn yfir áttrætt var hann svo ungur í anda, hress og skemmtilegur. Ég botnaði ekkert í hvernig hann gat munað allar þessar skemmtilegu sögur af mönnum og málefnum sem hann sagði, ártöl og frásagnir sem runnu frá honum eins og ekkert væri. Já honum þótti ekki leiðin- legt að segja frá. Hann tók sig mátulega alvarlega, glensaðist með flest, stundum svo öðrum varð nóg um. Hann var ótrúlega hjálpsamur og fjöldi fólks hefur notið góðs af ráðum varðandi fjármál, stærðfræði eða hvað annað. Alltaf var hann boðinn og búinn. Hann var gríðarlega stolt- ur af barnabörnum sínum og hefðu allir drengirnir í fjölskyld- unni líklega borið hans nafn hefði hann fengið nokkru um það ráðið. Þau nutu öll góðs af hvatningu hans og góðmennsku. Ég er þakklát fyrir að hafa getað leitað í foreldrahús hvenær sem er, bæði þegar á hefur bjátað í lífinu og í gleðistundum, alltaf fengið stuðn- ing og hlýju. Mikið mun ég sakna pabba míns og syrgi með mömmu sem hefur misst svo mikið, þau voru sem ein heild. Hreiðar Örn sonur minn sagði um afa sinn eft- ir að hann dó: „Hann var góður maður og knúsaði mikið.“ Það er svo sannarlega rétt, hann knúsaði mikið. Guð blessi minningu pabba. Anna Bjarnadóttir. Mig langar til að minnast föður míns með nokkrum orðum. Ég fékk gefin góð spil með því að eiga Bjarna Pálsson að föður. Það var gott að alast upp undir handleiðslu hans og móður minn- ar. Ég fékk að kynnast ótalmörg- um skemmtilegum hlutum í sam- vistum við hann. Fjölbreyttu mannlífi, bæði í gegn um vini hans, og ekki síður samrýndri og skemmtilegri ætt hans sem ég er stoltur af að tilheyra. Pabbi minn kenndi mér margt á þeirri rúmu hálfu öld sem við áttum samleið. Hann hjálpaði mér að öðlast menntun, og var fyrirmynd í samskiptum við náungann. Hann kenndi mér að líta for- dómalaust á mína samferðamenn. Hann kenndi mér líka að stund- um þurfa menn stuðning í lífinu, og það má ekki snúa baki í menn þótt þeir fari grýttan veg, heldur hjálpa þeim að rata. Hann studdi mig með ráðum og dáð í öllum þeim störfum sem ég tók mér fyrir hendur. Hann hvatti mig til að víkka sjóndeild- arhringinn með heimsóknum til fjarlægra landa. Hann studdi mig í öllum fram- kvæmdum sem ég tók mér fyrir hendur, til að mynda að byggja þak yfir höfuðið. Þar naut ég góðs af reynslu hans og hugrekki til framkvæmda. Pabbi minn var mér ávallt náma af góðum ráðum, hvort sem vandamálin voru andleg eða ver- aldleg. Hann var blíður og skilnings- ríkur ef ég var svartsýnn og leið- ur, og hann var skarpur og úr- ræðagóður ef um veraldleg málefni var að ræða. Allt mitt líf hefur hann verið minn helsti ráðgjafi og þakka ég honum margar af mínum bestu ákvörðunum í lífinu. Reynslubanki minn væri mun fátækari ef ég hefði ekki átt svona litríkan og skemmtilegan föður. Ég kveð hann nú með söknuð í hjarta, glaður yfir að hann gerði mig að sjálfbjarga manni sem getur staðið á eigin fótum. Ég er óendanlega glaður fyrir alla þá aðstoð og ráðgjöf sem hann veitti mér í sínu lífi. Takk fyrir mig, elsku pabbi, og við hittumst aftur í eilífðinni. Þorleifur Bjarnason. Bjarni Pálsson, mágur, svili og vinur, var mikið lítið leiðinlegur, svo gripið sé til sunnlensks orð- færis, og það var hann raunar eins og hann átti kyn til. Hann er skemmtilegasti fullorðni maður- inn sem við þekkjum, sögðu barnabörnin okkar þegar þau fréttu af andláti hans. Fallegri vitnisburð er vart hægt að hugsa sér. Hann var líka einstaklega góður drengur enda hlýtur það að fara saman að vera glaður gæða- maður. Það þekkjum við tvö af löngum og farsælum kynnum, sem eru vörðuð mikilli væntum- þykju. Bjarni kom inn í líf okkar beggja snemma á lífsleiðinn og þau Valborg eru samofin í minn- ingunni svo ekki verður sundur- skilið. Eldurinn sem kviknaði á milli þeirra í byrjun brann glatt og fölskvaðist aldrei. Þegar við vorum enn í menntaskóla treystu þau okkur fyrir heimilinu sínu í Hraunbænum á meðan þau brugðu sér af bæ í fáeina daga. Það var upphaf okkar heimilis- halds. Kærastan fór út í fiskbúð til að kaupa uppáhaldsmat kær- astans, gellur. Spurð hve mikið hún vildi fá sagði bæjarstúlkan, svona eins og þrjár. Ertu með kanarífugl? spurði fisksalinn glaðlega og uppskar hlátur. Hún svaraði engu og fór heim og setti upp soðninguna. Það var ein gella í afgang þegar staðið var upp frá borðum. Þessu kemur ástin til leiðar og þannig geta fáeinir fisk- ar og nokkur smábrauð mettað þúsundirnar eins og dæmin sanna. Þegar við síðan stóðum á eigin fótum og hófum búskap með tvær hendur tómar, bæði í námi og með lítið stúlkubarn, færðu Bjarni og Vallý okkur að gjöf uppþvottavél, Candy hét hún. Bleyjurnar voru handþvegnar á þessum dögum en borðbúnaður fyrir tvo settur í hraðvirka upp- þvottavél af nýjustu gerð. Svona gera bara örlátir höfðingjar. Bjarni var hörkugreindur, fylgdist vel með og ávarpsorðið var oftar en ekki: „Segðu mér eitthvað í fréttunum.“ Hann var mikill sagnameistari og frásagn- irnar, sem voru yljaðar hlýrri kímni, voru aldrei meinlegar eða á annarra kostnað. Það eru ekki margir sem vita að Bjarni var óþreytandi að leggja öðrum lið. Og gerði það af mikill gleði. Hann sá um úrlausn mála hjá fjölmörg- um, var málsvari þeirra sem áttu erfitt með að rata um völundar- hús kerfisins, alltaf boðinn og bú- inn ef hann var beðinn um eitt- hvað. Og sá til þess að enginn væri hlunnfarinn. Mikill jafnaðar- maður. Að vegferðarlokum, sem komu allt of fljótt eins og gerist raunar í öllum góðum ferðum, er okkur efst í huga þakklætið fyrir að hafa átt samleið með Bjarna Pálssyni. Hann auðgaði líf okkar á svo marga lund og tilveran er að nokkru horfin litum að honum gengnum. Hugur okkar er hjá Vallý, sem svo mikið hefur misst, börnum þeirra og fjölskyldum. Megi gleðin sem gafst búa áfram í hjörtum okkar allra sem söknum hans sárt. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Sigfinnur og Bjarnheiður. Það er með miklum söknuði og trega sem við kveðjum okkar kæra mág og trausta vin, Bjarna Pálsson. Honum kynntumst við fyrst fyrir rúmlega hálfri öld er hann gerðist lífsförunautur Val- borgar systur okkar. Með okkur hafa alla tíð ríkt vináttu- og tryggðarbönd sem aldrei hefur borið skugga á. Bjarni var með afbrigðum skemmtilegur maður, með ríka frásagnargáfu og afburða skop- skyn, sem svo ríkulega hefur fylgt afkomendum þess merka klerks Árna Þórarinssonar, en Bjarni var dóttursonur hans. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að leigja herbergi í kjallar- anum að Mánagötu 16 fyrsta há- skólaárið mitt, veturinn 1966-1967. Það hús, sem var tvær hæðir og kjallari, áttu foreldrar Bjarna, Anna Árnadóttir og Páll G. Þorbergsson. Þau bjuggu á efri hæðinni en Bjarni og Valborg á neðri hæðinni. Þetta var sannarlega skemmti- legur tími og gaman að hlusta á skemmtilegar og vel kryddaðar frásagnir þeirra mæðgina, Önnu og Bjarna. Árið 1968 fluttu Bjarni og Val- borg vestur á Núp í Dýrafirði, þar sem þau dvöldu fram til ársins 1981. Þau kenndu þar bæði og síðar varð Bjarni skólastjóri um langt árabil. Ávallt var gaman að koma vestur á Núp og njóta gest- risni Bjarna og Valborgar. Bjarni var frábær ræðumaður og fór ávallt á kostum í ræðustól, enda kallaði Matthías Bjarnason ráð- herra Bjarna skemmtikraftinn frá Núpi á framboðsfundum þeg- ar Bjarni var í framboði fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum. Eftir að Bjarni og Valborg fluttu suður árið 1981 gerðist Bjarni stærðfræðikennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og starfaði þar til starfsloka. Sam- tímis sá Bjarni um bókhald og framtöl smáfyrirtækja og ein- staklinga. Þar var hann afkasta- mikill og sparaði mörgum mikla peninga. Tvennt viljum við sérstaklega minnast á og þakka fyrir. Ég og Sigga heitin eiginkona mín fórum í hálfs mánaðar ferðalag um Evr- ópu með Bjarna og Valborgu árið 1986. Þá nutum við vel frásagn- arsnilldar Bjarna. Síðastliðið haust buðu svo systkini mín okk- ur Bjarna í óvissuferð, en þá höfð- um við nýlega átt stórafmæli, ég 70 ára afmæli og Bjarni 80 ára af- mæli. Óvissuferðin var tveggja daga ferð um Mýrar og Snæfells- nes þar sem farið var á slóð föð- urfólks Bjarna á Mýrum, en þar var hann nokkur sumur í sveit og á slóð móðurfólks hans á sunn- anverðu Sæfellsnesi þar sem sr. Árni Þórarinsson sat sem prest- ur. Þessi ferð var stórkostleg og úr henni geymum við fallegar og ljúfar minningar um góðan dreng. Bjarni bjó alla tíð við góða heilsu, allt fram á þetta ár að heilsu hans hrakaði hratt. Það er sárt að horfa á eftir Bjarna. Hann var í alla staði vandaður öðlingur, mikill fjölskyldumaður og sannur vinur. Bjarni og Valborg hafa alla tíð verið miklir höfðingjar heim að sækja, bæði á heimili þeirra hér á höfuðborgarsvæðinu og svo forðum vestur á Núpi. Þau hafa verið með eindæmum samhent hjón og ræktað ættar- og vina- tengslin af kostgæfni. Við fráfall Bjarna er stórt skarð höggvið í fjölskylduna og söknuðurinn er sár. Fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með Bjarna erum við þakklát, þær ljúfu minningar munu lifa með okkur . Elsku Vallý, Þorleifur, Hrefna, Anna, Páll og fjölskyldur. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk, og minningin um þennan ljúfa og góða dreng bregða birtu á þung- bæra sorg ykkar. Blessuð sé minning Bjarna Pálssonar. Meira: mbl.is/minningar Kristófer Þorleifsson Guðríður Þorleifsdóttir. Við sérhverja andlátsfregn átt- um við okkur sífellt betur á því hversu stutt lífið er. Það kom sem reiðarslag að frétta að Bjarni móðurbróðir okkar væri dáinn. Við biðum eftir því að hann fengi sjúkdómsgreiningu og myndi síð- an fá viðeigandi meðferð og ein- hverja bót. Bjarni var einhvern veginn þannig að hann átti að verða gam- all, alla vega í okkar huga. Fyrir ári kvöddum við bróður hans séra Árna og höfðu margir á orði þann daginn hversu vel Bjarni liti út og það væri eins og þau hjónin Bjarni og Valborg yngdust bara með hverju ári. Allt í einu erum við systkinin að verða elsta kynslóðin í fjöl- skyldunni og er það pínu sjokk- erandi líka. Við tvö systkinin af þremur vorum á Núpi í Dýrafirði meðan Bjarni var þar kennari og bjugg- um á heimilinu hjá þeim hjónum, hvort sitt árið þó. Líklega hefur það átt að vera betrumbótardvöl fyrir okkur að fara á Núp og næsta víst að góða siði lærðum við en líka allt hitt sem við höfðum ekki náð að tileinka okkur eins og gengur og gerist á heimavistar- skólum. Dvölin á Núpi skilur eftir sig að mestu góðar minningar. Við bárum óttablandna virð- ingu fyrir honum og er ástæðan örugglega sú að Bjarni var ákveð- inn og gat verið mjög hvatvís og stríðinn. Bæði fengum við að kenna á því að hann vippaði okk- ur upp á öxlina og hljóp með okk- ur inn á strákavistina (en einar dyr skildu að íbúðina þeirra og eina strákavistina) og setti okkur niður á hinum enda gangsins á vistinni. Bjarni kallaði á strákana og bað þá að koma fram. Síðan bauð hann Rakel upp sem álitleg- an kost og eitthvað álíka gerði hann við Palla. Öllum fannst þetta voða fyndið nema okkur. Bjarni var mikill sögumaður og húmoristi og var húmorinn eins og skjöldur yfir persónu hans. Okkur finnst eins og við höfum ekki kynnst persónu hans mjög náið. Bjarni var vinsæll ræðumaður og á fjölskylduuppákomum var það alltaf tilhlökkunarefni að hlusta á hann flytja ræður því það var næsta víst að hann hitti ávallt í mark með orðum sínum og alltaf mikið hlegið. Hann vildi vel og bauð ávallt fram aðstoð sína við bókfærslu, skattskýrslugerð og fleira. Það má segja að nú sé stórt skarð höggvið í fjölskylduna okk- ar og með honum eru öll börn Önnu og Páls farin. Víst er það eðli lífsins að koma og fara og ekki allir sem fá að lifa í 80 ár. Önnur kynslóð tekur við og held- ur vafalaust uppi góðri minningu um okkar kæra Bjarna. Við sendum Bjarna blessun og þakklæti og sendum Valborgu, börnum og barnabörnum, fjöl- skyldu og vinum samúðarkveðju. Rakel Ólöf Bergsdóttir, Páll Þór Bergsson og Anna Gyða Bergsdóttir. Bjarni Pálsson, föðurbróðir minn, var kvikur og snar í snún- ingum og stundum svo fljótur á fæti að það var eins og hann væri farinn áður en hann var kominn inn úr dyrunum. Hann var svo lif- andi að það er eiginlega óhugs- andi að hann geti verið dáinn. Hann var maður samskipta við fólk og beið þess alltaf í ofvæni að deila með manni einhverri skemmtisögu eða fyndinni út- leggingu á helstu viðfangsefnum samtímans. Hann var skemmti- legasti maður sem ég hef hitt, meistari orðsins og bjó yfir ein- stakri kaldhæðinni kímnigáfu. Ógleymanleg eru orðaskipti hans við móður sína, ömmu mína, þeg- ar hún tjáði honum að hún vildi helst geta valið líknardauða frek- ar en að fara út úr heiminum. Hann svaraði að bragði að það væri skiljanleg ósk, en bónin kæmi því miður alltof seint því hún hefði verið kolrugluð árum saman. Þá hló amma Anna dátt. Bjarni var kennari alla tíð. Hann var svo laginn stærðfræði- kennari að honum tókst jafnvel að laða fram stærðfræðigáfu þar sem hennar hafði aldrei áður orð- ið vart. Þess fengu ófá ættmenni í öngstræti próflesturs að njóta. Og ekki bara það: Þegar ég hóf að reka mitt eigið fyrirtæki fyrir tveimur áratugum kenndi hann mér undirstöðuatriði bókhalds og hjálpaði mér svo þaðan í frá við að stemma af og klára ársreikninga- gerð og skattskil. Hann vildi kenna manni nógu mikið til að maður yrði sjálfbjarga og hafði engan áhuga á að gera sjálfan sig að ómissandi millilið. Ég mun alltaf minnast þessara unaðs- stunda fyrir framan tölvuna þeg- ar við ræddum jöfnum höndum skattalagabreytingar, pólitík og réttar framtalsaðferðir. Það voru unaðsstundir. Samfylgd mín með Bjarna var líka pólitísk. Hann varð ungur jafnaðarmaður, starfaði með Samtökum frjálslyndra og vinstri manna fyrir vestan og Alþýðu- flokknum og Samfylkingunni síð- ar. Hann bjó í kjördæmi mínu alla mína pólitísku tíð og var mér ráð- gjafi og vinur. Hann hafði trölla- trú á því að flest samfélagsleg úr- lausnarefni væri hægt að leysa með sameiginlegu átaki og því að gefa fólki tækifæri og styðja það til sjálfsbjargar. Keppinautar hans í pólitíkinni fyrir vestan í gamla daga óttuðust hann öðrum fremur því á framboðsfundum dró hann þá sundur og saman í háði, svo hlegið var og klappað þannig að undir tók í þéttsetnum félagsheimilunum. Hann hafði sama hátt á fundum hér syðra og gerði engan mannamun. Hann hafði rótgróna vantrú á öllu valdi, krafðist rökræðu og beitti kímn- inni óspart til að afbyggja orð- skrúð og rökleysu. Ég man ófáar ræður og tilsvör þar sem einhver sjálfskipaður handhafi sannleik- ans endaði með allt niðurumsig eftir samræður við Bjarna. Samfylgd Bjarna og Valborgar var löng og farsæl og þau fylgd- ust að í öllu. Á milli þeirra var fal- legt samband og djúp virðing og þau voru stolt af börnunum fjór- um og stórum afkomendahóp. Ég á þess því miður ekki kost að fylgja mínum kæra föðurbróður Bjarni Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.