Morgunblaðið - 18.10.2017, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
síðasta spölinn vegna skyldu-
starfa erlendis, en kveð með
þakklæti og bið Valborgu og
frændsystkinum mínum og fjöl-
skyldum þeirra blessunar. Guð
blessi minn góða frænda.
Árni Páll Árnason.
Látinn er föðurbróðir minn,
Bjarni Pálsson. Hann var okkur
frændsystkinum sínum hollur fé-
lagi og vinur. Hann þekkti ekki
kynslóðabilið, var vinur okkar frá
barnæsku og allt þar til yfir lauk.
Hann átti gleði í sinni og miðlaði
ríkulega til síns samferðafólks.
Mikill jafnaðarmaður, sem í forn-
sögunum þótti eitt mesta hrós
sem gefið var.
Bjarni óx upp í Norðurmýrinni
og í æsku var hann flest sumur á
Svarfhóli í Hraunhreppi hjá föð-
ursystur sinni Málfríði, hennar
manni Guðjóni og syni þeirra
Bjarna Valtý. Unun var að heyra
þá frændurna ræða „gamla tíma“
og rifja upp spaugileg atvik frá
þessum árum. Nú hafa þeir allir
þrír frændurnir, Bjarni Valtýr,
pabbi og Bjarni Páls kvatt á að-
eins tveimur árum.
Þeir þóttu líkir bræðurnir,
pabbi og Bjarni. Bjarna voru
þakkaðar stólræður sr. Árna í
Kópavoginum á meðan fólk undr-
aðist að pabbi væri farinn að bera
út kosningapésa fyrir Alþýðu-
flokkinn. Í fyrsta sinn sem beðið
var um persónuskilríki á kjörstað
mætti Bjarni snemma, til að kjósa
sína krata og seildist eftir öku-
skírteininu. „Nei, þetta er óþarfi,
þig þekkja nú allir, séra Árni,“
sagði sú sem á móti honum tók.
„Ég var að hugsa um að kjósa fyr-
ir Árna bróður, því ég veit hann
hefur ekki alltaf kosið rétt,“ sagði
Bjarni, „en ég kunni ekki við það
ef honum yrði síðan vísað frá
seinna um daginn.“ Pabba leidd-
ist ekki að vera líkt við Bjarna,
því Bjarni var 9 árum yngri. Það
kom því á óvart hve stutt varð á
milli bræðranna, en pabbi dó fyrir
ári. Bjarni var ætíð kvikur á fæti
og snar í snúningum en hrakaði
mjög snögglega frá því í vor.
Bjarni hlaut í vöggugjöf frá-
bært skopskyn, glettni og hisp-
ursleysi sem hann þroskaði með
sér. Vissulega tók hann um tíma
hraða spretti á lífsins svelli en
náði tökum á sínum málum og var
síðan drjúgur liðsmaður í vaskri
sveit SÁÁ-fólks.
Bjarni var okkur bestur þegar
hann í gleði sinni nálgaðist okkur
sem jafningja, ætíð með jákvæð-
um huga og einlægan áhuga á
okkur og okkar málum. Hans
ævistarf var kennsla og uppeldi.
Ég veit að þar nálgaðist hann ein-
mitt nemendur sína á þennan
sama hátt og laðaði fram það
besta í þeim.
Ég votta Valborgu og krökk-
unum og fjölskyldum þeirra sam-
úð. Megi minningin lifa um góðan
dreng.
Ennþá geng ég
götuna mína
af gömlum vana.
Hversu langt
veit ég ekki að sinni.
Gatan mín
og gatan allra hinna
á undan mér.
Þeir fornu kappar
frægir á horfnum öldum
áttu hér sinn leik.
Og leikinn áttu með þeim
hraðgengir jóar
hverra hófar
mörkuðu sér leið,
eftirlétu okkur
sporin sín
svo við gætum
endurtekið
ferð kynslóðanna
um sumarlandið ljúfa.
Já ferðin heldur áfram
að vonum.
Áningunni lokið
og eilífðin geymir
hin mörkuðu spor.
(Bjarni Valtýr Guðjónsson)
Þórólfur Árnason.
Kær vinur okkar Bjarni Páls-
son er fallinn frá.
Tilfinningar okkar vegna frá-
falls hans eru bæði þakklæti og
sorg. Þakklæti yfir því að hafa
kynnst góðum manni sem ávallt
framkallaði það besta í hverjum
þeim sem hann umgekkst og sorg
yfir því að fá ekki að njóta hans
lengur.
Við áttum margar skemmtileg-
ar samverustundir með þeim
hjónum bæði heima og erlendis.
Samvera okkar í Flórída gerði
okkur að mjög góðum vinum þar
sem við vorum saman sex eða sjö
vikur ár hvert í mörg ár. Við nut-
um þar margra ógleymanlegra
stunda s.s. þegar Bjarni þeyttist
inn um dyrnar og sagði „er eitt-
hvað að frétta“ og svo settist
hann og við spjölluðum um allt
milli himins og jarðar m.a. pólitík-
ina sem við deildum sömu skoð-
unum á. Við fórum á margar tón-
listar- og dansskemmtanir og
einnig í siglingar. Einnig fórum
við í vikuferð til Tallinn, sem var
frábær ferð. Þetta voru allt mjög
skemmtilegar samverustundir
með þeim hjónum og þau voru full
af fróðleik sem þau leyfðu okkur
að njóta með sér og við það bætt-
ist hans einstaki og skemmtilegi
húmor sem einkenndi hann alla
tíð.
Bjarni var mjög greiðvikinn og
var boðinn og búinn að hjálpa öll-
um sem til hans leituðu.
Við viljum þakka Bjarna vini
okkar fyrir yndislegar og eftir-
minnilegar stundir um leið og við
óskum honum velfarnaðar á nýj-
um slóðum – hittumst þegar tími
okkar er kominn. Hans kveðja til
okkar var alltaf: „Jæja, farið þá
varlega.“
Elsku Valborg, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til þín,
barnanna og þeirra fjölskyldna.
Brynjólfur og Jóhanna
(Binni og Jóhanna).
Þeir sem guðirnir elska
deyja ungir.
Barnið í þeim lifði
og ellin fór hjá.
Bjarni Pálsson var afar kær
heimilisvinur og félagi okkar
hjóna. Hann var aldinn að árum
þegar hann féll frá. Við sem höfð-
um við hann samneyti upplifðum
hann þó ekki sem aldraðan mann.
Hann var gamansamur og ein-
staklega orðheppinn og sá alla
jafna aðra fleti á hverju máli en
þá sem almennt blöstu við. Oft
mjög spaugilega. Því var hann
oftast rosalega skemmtilegur
maður. Hann hafði sansa æsk-
unnar. Þannig lifði hann og dó
ungur.
Bjarni var kennari í Reykjavík
og mörg ár skólastjóri á Núpi.
Eftir Núp kenndi hann stærð-
fræði í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Nemendur þar kusu
hann oft vinsælasta kennarann.
Sú staðreynd er ósvikin eftir-
mæli.
Eitt af mörgu sem einkenndi
Bjarna Pálsson umfram annað
fólk var fádæma óeigingjörn
hjálpsemi.
Þegar hann varð áttræður gáf-
um við hjónin honum bók og lét-
um fylgja henni eftirfarandi
texta: „Áttræður er í dag Bjarni
Pálsson, fyrrum farmaður um
heimsins höf. Uppalandi og skóla-
stjóri og tilsjónarmaður með fjár-
reiðum og skyldum einstaklinga,
félaga og fyrirtækja. Þannig hef-
ur hann tíðum bægt vandræðum
frá þeim sem honum var annt
um.“
Algengt var að Bjarni eyddi
mörgum stundum á dag til að
reka alls konar erindi fyrir annað
fólk. Hann stóð í bréfaskriftum
og viðtölum við útlendingastofn-
un til að hjálpa nýbúum sem áttu
enga að. Hann hjálpaði fjölda
eldri og yngri vina sinna að reka
erindi sín í bönkum og öðrum
stofnunum, skrifaði fyrir þá bréf
og fór með þeim í viðtöl.
Þá er ótalinn fjöldi áfengis-
sjúklinga sem voru og eru að
vinna að því að ná tökum á lífi
sínu. Oftar en ekki eru þeir með
vanefndar margra ára skyldur
sínar við samfélagið og stofnanir
þess. Fyrir fjölda ára var ég einn
þeirra mörgu sem Bjarni tók und-
ir sinn verndarvæng. Það tók mig
rúm fjögur ár að ljúka og standa
að fullu skil á mínum skuldum við
samfélagið. Þá skiptu ráð og hjálp
Bjarna sköpum. Þau fjölmörgu,
sem nutu hjálpar hans, geta aldr-
ei fullþakkað. Reyndar held ég að
hann hafi ekki ætlast til neins
þakklætis fyrir hjálpina, – honum
var hún svo eðlislæg.
Trúlega þykir lítil rökvísi í því
að segja að Bjarni Pálsson hafi
verið öldungur, sem ellin missti
af. En mér finnst það nú samt.
Aðstandendur Bjarna þekkja
hug okkar hjóna til þeirra á þess-
ari stundu.
Birgir Dýrfjörð.
„Það er engin ástæða til að
vera leiðinlegur,“ sagði félagi
okkar Bjarni Pálsson einhvern
tíma. Því til sönnunar er að finna,
í skjalasafni fjármálaráðuneytis
og fyrirtækjaskrár, ein fyndn-
ustu bréf til stjórnvalda sem hafa
verið skrifuð. Þar hélt Bjarni á
penna fyrir okkur jafnaðarmenn í
Kópavogi. Eitt af verkefnunum
við að sameina flokka var að
halda utan um eignir þeirra. Fyr-
irtækjaskrá sagði þvert nei við
þeirri hugmynd að hægt væri að
stofna almennt félag með það eitt
að markmiði að útvega alþýðu-
hreyfingu jafnaðarmanna hús-
næði og í framhaldinu hófust ein-
ar skemmtilegustu bréfaskriftir
sem ég hef fylgst með.
Bjarni sótti okkar málstað með
frábærri rökvísi og þekkingu á
lögum og reglum. Allt saman
kryddað hans ísmeygilega húmor
og ýmsum smásögum. Eftir síð-
asta bréfið sem var sent beint til
fjármálaráðherra unnum við, en
þó aðallega Bjarni, fullnaðarsig-
ur.
Mér finnst þessi snerra lýsa
Bjarna vel – einlægur áhugi á að
vinna sínu samfélagi vel, enda-
laus dugnaður og ósérhlífni í alls
kyns verkefnum fyrir hreyfingu
okkar jafnaðarmanna, hvort sem
er hér í Kópavogi eða víðar, og
alltaf stutt í húmorinn og gleðina.
Ég kann ekki að telja öll þau
verk sem Bjarni tók að sér á okk-
ar vettvangi og annars staðar, allt
frá sparisjóðsstjórn vestur á
fjörðum til þess að sitja í stjórn
húsfélags Samfylkingarinnar í
Kópavogi. Við sem nutum þess að
fá að starfa með honum gleymum
því hins vegar ekki hvernig hann
lagði til. Því fleiri sem eru reiðu-
búnir til að leggja fram tíma sinn
og þekkingu til samfélagsmála,
að hjálpast að við úrlausn verk-
efna, eins og Bjarni, því betra
verður samfélagið. Já, og það er
engin ástæða til að vera leiðinleg-
ur á meðan.
Fyrir hönd samfylkingar-
manna í Kópavogi votta ég Val-
borgu og fjölskyldunni allri sam-
úð okkar og þakkir.
Flosi Eiríksson.
Fyrstu kynni okkar Bjarna
Pálssonar voru nokkuð óvænt en
afar hressileg. Sumarið 1983 vor-
um við nokkur samankomin að
undirbúa síðasta skólaár fram-
haldsdeilda Garðaskóla og í fullri
baráttu að stofna Fjölbrautaskól-
ann í Garðabæ sem loks var við-
urkenndur sem sjálfstæður fram-
haldsskóli ári síðar.
Ég sat inni á skrifstofu minni
þegar inn vatt sér vörpulegur
maður og kynnti sig með þessum
orðum: „Ég heiti Bjarni Pálsson,
vantar ykkur ekki góðan stærð-
fræðikennara?“ Ég svaraði því
játandi og spurði hvern hann
væri með í huga. Hann benti þá á
sjálfan sig. Þar með hóf Bjarni
langan og líflegan kennaraferil í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Þótt ég bæri ekki strax kennsl
á manninn vissi ég að Bjarni Páls-
son hafði verið kröftugur og vin-
sæll skólastjóri í Héraðsskólan-
um á Núpi í Dýrafirði 1972-1981.
Það kom líka á daginn að reynsla
hans og kraftur nýttust okkur vel
á fyrstu árum FG.
Bjarni kenndi jafnan stærð-
fræði og ýmsar viðskiptagreinar
og náði vel til nemenda sinna með
miklum áhuga og skemmtilegum
húmor. Hann var einnig hrókur
alls fagnaðar í starfsliði skólans í
daglegu starfi og á ýmsum
skemmtunum sem við héldum.
Bjarni var góður kennari og
honum var mjög umhugað um
velferð nemenda sinna og ræddi
oft um hversu vel þeim hefði
mörgum farnast í lífinu.
Umræður á kennarastofunni
voru oft líflegar þegar Bjarni var
annars vegar og stundum allheit-
ar, sérstaklega þegar við tókumst
á í pólitískum umræðuefnum.
Í minningunni hvílir þakklæti
fyrir margar skemmtilegar og
gefandi stundir.
Valborgu, eiginkonu Bjarna,
og börnum þeirra sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Bjarna
Pálssonar.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Í dag kveðjum við Bjarna Páls-
son, fyrrverandi kennara og
skólastjóra á Núpi í Dýrafirði.
Við Bjarni vorum samstarfsmenn
þar í 13 ár. Af þeim var Bjarni
skólastjóri í níu ár, 1972-1981.
Það var skemmtilegt að starfa
með honum og undir hans stjórn.
Hann var þannig persóna, glað-
vær og hress í viðmóti. Á þessum
árum var ég ókvæntur og bjó á
skólatíma einn í íbúð á Núpi. Á
kvöldin leit ég gjarnan inn til
samkennara minna til að njóta
þar glaðværra samskipta og
kaffiveitinga. Oftar en ekki lá
leiðin til Bjarna og Valborgar.
Þar var allt til reiðu sem gesti
gleður, bæði hjónin létt og alúð-
leg í viðmóti. Bjarni var sögumað-
ur góður eins og hann átti kyn til.
Oft var langt liðið á kvöld þegar
samræðum var slitið, ekki síst ef
gestir voru fleiri eins og oft bar
við. Mér eru sérstaklega minnis-
stæð kvöldin þegar Jón Aðal-
björn Bjarnason ljósmyndari var
mættur. Þá varð svefntíminn
jafnan stuttur. Á tímabili var
Bjarni makker minn í brids. Við
kepptum á nokkrum bridsmótum
og beittum þá okkar skæðasta
vopni, hreppstjóraspaða. Ekki
náðum við þó að vinna til verð-
launa.
Eitt sinn fórum við Bjarni tveir
saman í utanlandsferð. Þetta mun
hafa verið sumarið 1970. Við flug-
um til Kaupmannahafnar og eftir
viðdvöl þar héldum við til Þýska-
lands. Í Hamborg keypti Bjarni
bíl sem við ferðuðumst á suður
um Ítalíu og síðan upp Frakkland
þar sem við höfðum viku stans í
París. Þaðan var haldið til Lond-
on, bíllinn settur þar í skip og við
sigldum heim með Gullfossi frá
Edinborg í Skotlandi. Þetta var
mikið og skemmtilegt ferðalag.
Bjarni sá fyrir öllu, ók eins og
ekkert væri um stórborgir og
fann gististaði þótt aldrei væri
neitt pantað fyrirfram. Hann var
óragur maður og úrræðagóður.
Kom það vel fram við stjórn hans
á Núpsskóla.
Það var ekki auðvelt verkefni
að reka héraðsskólana. Þar var í
mörg horn að líta. Á hverju ári
þurfti að glíma við fjárveitinga-
valdið og knýja á um fjárveitingar
til skólanna. Rekstur mötuneyta
þurfti að bera sig. Umönnun ung-
SJÁ SÍÐU 28
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GERÐA DORETZ HERMANNSDÓTTIR,
Vesturbrún 20,
áður Miðfelli 3,
lést laugardaginn 30. september að
Hjallatúni dvalarheimili, Vík.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Gunnar H. Andrésson Hrönn Ásgeirsdóttir
María G. Andrésdóttir
Jón Þórður Andrésson Sigrún Sigurðardóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG LOVÍSA GUÐJÓNSDÓTTIR
Lóa,
lést mánudaginn 9. október á Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum. Jarðarförin fer fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Hraunbúða fyrir hlýja og góða umönnun.
Páll G. Ágústsson Sigurbjörg Stefánsdóttir
Helga Ágústsdótttir Guðmundur Snædal Jónsson
Hrönn Ágústsdóttir Sigurður Sveinsson
og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
EINAR BJÖRN EINARSSON
skipstjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði,
Hornafirði, föstudaginn 13. október.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 20. október
klukkan 14.
Ólafur Einir Einarsson Anna Birna Benediktsdóttir
Einar Björn Einarsson Eva Sveinbjörg Ragnarsdóttir
barnabörn og fjölskyldur þeirra
Okkar ástkæra mamma, ammó og
langamma,
SVANHILDUR PETRA
ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Sléttahrauni 32, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 19. október klukkan 13.
Birna Arinbjarnardóttir Edda Arinbjarnardóttir
Kristín Ýr Júlíusdóttir Svanhildur Þóra Jónsdóttir
Hildur Júlíusdóttir Íris Grétarsdóttir
Marta Grétarsdóttir
makar og barnabarnabörnin
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
er látinn.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 23. október klukkan 15.
Einar Már Guðmundsson Þórunn Jónsdóttir
Guðm. Hrafn Guðmundsson
Auður Hrönn Guðmundsd. Eberhard Jungmann
Skúli Ragnar Guðmundsson Sigríður Gústafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn