Morgunblaðið - 18.10.2017, Page 28

Morgunblaðið - 18.10.2017, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 linga á heimavistum var erilsamt og vandasamt verkefni. Aðstaðan á Núpi var að sumu leyti erfiðari en á öðrum héraðsskólum. Sam- gönguleiðir þangað langar og erf- iðar, m.a. vegna snjóa, og þar er ekki jarðhiti, upphitunarkostnað- ur því mikill. Flest úrlausnarefni sem hér hafa verið nefnd hvíldu á herðum skólastjórans. Bjarni var farsæll skólastjóri. Hann flutti aldrei skammarræður en leysti málin með lempni. Þá naut hann dyggrar aðstoðar Val- borgar konu sinnar. Þau létu sér annt um velferð nemendanna sem upp til hópa bera þeim vel söguna og hafa með lífi sínu og störfum síðar aukið hróður skólans. Vináttan við Bjarna og fjöl- skyldu hefur haldist óskert þótt samfundum hafi fækkað. Að leið- arlokum þökkum við langa og ánægjulega samfylgd. Valborgu og fjölskyldu vottum við innilega samúð. Valdimar H. Gíslason og fjölskylda, Mýrum. Bjarni Pálsson auðgaði líf sam- tíma síns. Rödd hans og nærvera öll var sérstök. Kímni og sjónar- horn til mannanna og lífsins var ofar hversdagsmönnum. Við Bjarni hittumst fyrst haustið 1960 á Núpi. Við vorum komnir til þess að kenna, her- bergisfélagar í Prestshúsinu með þriðja nýliðanum, Guðmundi Þor- steinssyni frá Skálpastöðum. Eina vikuna hver köfuðum við snjóinn til gæslu í Alviðru. Allir þrír vorum við byrjendur í faginu og höfðum rigningu og vind í fangið í fleiri en einum skilningi, ef ekki snjóaði. Veturinn 1960-1961 fór þrátt fyrir þetta ekki verr í okkur en svo að við Bjarni urðum báðir kennarar að ævistarfi og skóla- stjórar um skeið, hvor á sínum stað. Leiðir okkar skildu um vorið en Núpur og starfsvettvangurinn sáu til þess að við vissum alltaf hvor af öðrum og kíktum af og til á sjóð minninga frá Núpi. Ekki síst var það fyrir tilstilli nemenda sem kölluðu okkur stundum til endurfunda sinna. Bjarni kom aftur á staðinn 1968 ásamt Valborgu. Um þær mundir mátti heita blómaskeið Núpsskóla í aðsókn og nemenda- fjölda. Um tuttugu ára skeið á milli 1955 og 1975 voru nemendur yfir 100 og ríflega það að með- altali og alflestir um 160 síðustu ár Arngríms Jónssonar og fyrstu skólastjórnarár Bjarna. Hann tók við 1972 og þá má segja að kyn- slóðaskipti hafi orðið í stjórnun- arháttum. Fyrirrennarar hans héldu uppi óttablöndnum aga sem byggðist meðal annars á vissri fjarlægð milli nemenda og stjórnenda, allt frá sr. Sigtryggi Guðlaugssyni til sr. Eiríks og Arngríms. Forræðishyggjan var rík. Fátt var fjær Bjarna en tilbúið agaviðmót. Hann ætlaði nemend- um dómgreind og ábyrgð og ræddi við þá á jafnræðisgrund- velli. Þetta gat verið í bland við stríðni og glens en aldrei án skiln- ings eða þannig að hann færi í manngreinarálit. Nemendur risu misvel undir þessu eins og geng- ur en hjálpsemi, alúð og hvatning einkenndu viðmót skólastjóra- hjónanna. Sóknarhugur og uppbygging skólans einkenndu árin milli 1960 og 1970. Mörgu var þó ólokið þeg- ar Bjarni tók við og segja má að áratugurinn næsti markaði upp- haf varnarbaráttu héraðsskól- anna. Grunnskólalög voru sett 1974 eftir talsverðan aðdraganda og þjóðfélagsbreytingar. Lögin til- tóku lok landsprófs og gagn- fræðaprófs, burðarása gagn- fræðaskóla í sveit eins og héraðsskólarnir voru skilgreind- ir. Grunnskólar þorpa og stærri sveitarfélaga héldu nemendum heima og í garð gekk tími fram- haldsdeilda og fjölbrautaskóla. Fækkun fólks í sveitum þrengdi enn að héraðsskólum. Starfsemi þeirra hafði verið veigamikill þáttur í atvinnulífi sveitarfélaga. Það kom í hlut Bjarna að laga Núpsskóla að þessum nýja veru- leika og heyja varnarbaráttuna í orkukreppu og öðrum ytri þreng- ingum. Bjarni háði þessa baráttu ódeigur með kennurum sínum og samfélaginu öllu. Þótt sú barátta hlyti að lokum alls staðar að fara á einn veg dregur það ekki úr þakkarskuld Núpsskóla, nem- enda sem heimafólks, við mann- inn Bjarna og hans fólk sem gaf sig allt og heils hugar að þátttöku í þessu nú horfna samfélagi á skólastað. Aðalsteinn Eiríksson. Leiðir Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Bjarna Pálssonar lágu saman um langa hríð. Bjarni hóf kennslu í FG strax við stofn- un skólans árið 1984. Hann var þá þegar merkur skólamaður og hafði kennt á Núpi í Dýrafirði og stýrði síðan sama skóla með myndarbrag í fjölda ára. Það var lán okkar í FG að fá Bjarna til liðs við fámennan kennarahóp og kenna þar stærðfræði í tvo ára- tugi. Bjarni var sæmdur gull- merki skólans árið 2001. Eftir að hann fór á eftirlaun var hann duglegur að heimsækja okkur og gat lagt okkur línuna í landsmálum. Þar fylgdist Bjarni afar vel með og fór ekki með neitt fleipur. Eins var hann duglegur að mæta þegar við buðum fyrr- verandi nemendum til okkar. Það fór ekki á milli mála að fyrrver- andi nemendur höfðu hann í há- vegum enda var Bjarni afbragðs- kennari sem hafði alltaf hagsmuni nemenda sinna að leið- arljósi. Bjarni var hrókur alls fagnaðar og var oft fenginn til að stýra samkomum skólans. Síðast kom Bjarni í heimsókn til okkar í maí síðastliðnum og fannst okkur sem aðeins væri farið að draga af honum þótt and- inn væri vissulega til staðar. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með Bjarna Pálssyni og vitum að minningarnar munu styrkja aðstandendur á þessum erfiðu tímum. Með samúðarkveðju frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, Kristinn Þorsteinsson, skólameistari. Bjarni taldi fram fyrir okkur. Vel og vandlega, enda gjörþekkti hann skattkerfi sem virðist hann- að til að hafa mikið af þeim sem minnst eiga en hlífa hinum. Hann galt keisaranum það sem keisar- ans er, en allt sem jók á mismun- un og óréttlæti í samfélaginu var eitur í hans beinum. Sem sann- kölluðum eðalkrata (meðbyr Samfylkingarinnar um þessar mundir hefði glatt hann mjög) hugnaðist honum lítt atferli fjár- glæframanna sem hófust upp á kostnað annarra og hreyktu sér hátt. Bjarni vissi að manngildið verður ekki mælt í excelskjölum. Þetta og margt annað ræddum við oft yfir kaffibolla á heimili þeirra Valborgar við Sunnubraut í Kópavogi, en þar bar allt inn- anstokks sem utan þeim hjónum fagurt vitni. Þær samræður urðu oft fjörugar og fræðandi en um- fram allt skemmtilegar, því Bjarna var lagið að draga fram spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum. Og stundum brá fyrir kaldhæðni í orðum hans því hann mat mest hið göfuga í manninum en vissi hve oft breyskleikinn byrgir okkur sýn. Bjarni Pálsson var mennta- maður í víðtækri merkingu þess orðs. Hann menntaði aðra mest- alla ævina, bæði formlega sem kennari og skólastjóri um ára- tuga skeið, en líka sem maður sem miðlaði öðrum óspart af reynslu sinni og þekkingu. Fyrir það munu margir minnast hans með réttu. Við hefðum viljað njóta liðveislu hans lengur. Hans frændgarður er sterkur og vinmargur var hann, en þó er sú kona ein sem var í senn leið- arstjarna hans í lífinu og ankeri þegar braut á. Það er Valborg, ást hans og stolt, sálunautur þar til yfir lauk. Við sendum henni og afkom- endum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Guðbrandur Gíslason, Halla Magnúsdóttir og fjölskylda. Genginn er góður drengur og með sorg í sinni skrifa ég fáein kveðjuorð eftir Bjarna Pálsson, kennara og skólastjóra. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir tæp- um fjörutíu árum þegar ég var ráðinn kennari að Núpi í Dýra- firði. Þangað flutti ég ásamt konu minni, Hansínu Guðrúnu, og frumvaxta syni hennar, Heiðari Svani. Þegar við riðum í hlað á Núpi hafði fátækleg búslóð okkar þegar verið flutt á sinn stað í góðri íbúð í gamla skólanum gegnt Núpskirkju. Um þær mundir hafði verið fundið upp hugtakið altæk stofn- un. Heimavistarskóli var sortér- aður sem altæk stofnun þar sem einn karl eða kerling réð fyrir slökkvaranum. Flestir nemendur beygðu sig undir húsaga og þá gekk allt smurt. Næg afþreying var á Núpi, útiíþróttir, sundlaug og gufubað, sjoppa og meira að segja alvöru bíó. Bjarni Pálsson var í essinu sínu þegar hann var að sýna hasarmyndir sem voru oft á gráu svæði fyrir börn og unglinga. Miðlæg stofnun á heimavistar- skóla var mötuneytið. Þar gat gengið á ýmsu og sumir ungling- ar höfðu lítt vanist mannamat. Þó var allt orðið roðlaust og bein- laust á þessum tíma og ekki þurfti að rustera neitt eða skræla. Bar þá við einn erfiðan dag í febrúar að kokkurinn var grýttur með dýrindis kjötbollum. Þegar hríð- inni linnti gekk skólastjórinn í það sjálfsagða verk að þrífa veggi og loft með nemendum og eftir- mál lítil. Fræðslustjórinn Sigurð- ur KG á Ísafirði fékk veður af orr- ustunni og hringdi í Bjarna og var áhyggjufullur. „Það er nú allt í lagi að þeir grýti kokkinn á með- an þeir grýta ekki mig,“ svaraði Bjarni og málið var dautt. Núpur er ekki í alfaraleið og einatt kvíðvænlegt að koma nem- endum að og frá. Oft gekk á með hríðarbyljum og vetur voru erf- iðari en nú. Á fundi héraðsskóla- stjóra með ráðuneytismönnum var brýnt fyrir þeim að sleppa lið- inu ekki í jólafrí fyrr en alveg undir jól og til tekinn dagur. Um þetta varð japl þangað til Bjarni Pálsson stundi við: „Ég er nú van- ur að senda það heim þegar rofar til.“ Og þá var málið líka dautt. Þrjá vetur þreyði ég þorrann og góuna með Bjarna Pálssyni á Núpi. Þá sagði hann vera að koma að því að flytja suður ef þau ætl- uðu ekki að ílendast. Þau fluttu í Garðabæ, við Hansína á Ísafjörð. Bjarni Pálsson spurði aldrei um fortíð þeirra sem sóttu um skólavist á Núpi, nemendur komu bara á eigin forsendum. Hann hafði gott lag á að undirvísa í reikningi og var fjölda ára stærð- fræðikennari í Garðabæ. Get ekki stillt mig um að segja enn eina sögu af Bjarna Pálssyni. Þegar Guðrún móðir mín var jörðuð í desember 2015, 102 ára gömul, var framið bankarán með- an á jarðarförinni stóð. Erfi- drykkjan fór fram á Nauthól við rætur Öskjuhlíðar. Öskjuhlíðin var umkringd sérsveitarmönnum að finna ræningjana og einnig umhverfis Nauthól. Þegar ég sagði Bjarna þarna í erfidrykkj- unni að banki hefði verið rændur í Borgartúni svaraði hann að bragði: „Var það utan eða innan frá?“ Læt ég hér nótt sem nemur og við Hanna vottum Valborgu og börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Finnbogi Hermannsson og Hansína Guðrún Garðarsdóttir. Mig langar að kveðja vin minn Bjarna Pálsson með nokkrum orðum. Því miður kynntist ég honum allt of seint á ævinni. Það var um síðustu aldamót á fundi hjá SÁÁ að við sátum saman við borð, þá þekkti ég Bjarna ekki neitt. Ég fór að tala um vandræði mín í sambandi við bókhald og skattaskil. Bjarni taldi það lítið mál og til að gera langa sögu stutta bauðst hann til að koma heim til mín og setja upp einfalt bókhaldskerfi í borðtölvuna mína. Sá síðan alveg um skattaskil mín næstu ár. Það hjálpaði upp á vinskapinn að við vorum báðir komnir á efri ár og höfðum báðir átt í erfiðri baráttu við Bakkus og báðum hafði tekist að kveða hann í kút- inn einn dag í einu. Báðir þakk- látir almættinu fyrir að vera á lífi eftir ógnarátökin sem fylgja slagsmálum við Bakkus. Það að vera til staðar fyrir okkar nán- ustu og geta fengið að njóta lífs- ins síðustu ár ævinnar er stór- kostlegt. Þetta hjálpaði okkur Bjarna að bindast vináttubönd- um. Það var gott að vera með Bjarna, hann hafði góða nærveru og í samræðum var alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Hann var bóngóður og þau eru orðin mörg vandamálin sem ég hef borið und- ir hann og alltaf fengið góð og gagnleg svör, fyrir þetta þakka ég nú að leiðarlokum. Bjarni og Valborg kona hans komu stundum með okkur Dunnu á Freeports-klúbbsfundi og höfðu þau gaman af því og að hitta gamla félaga. Þessi ár eftir alda- mótin voru góð hjá Bjarna, hann var við góða heilsu, var virkur í lífinu, hafði setið í stjórn SÁÁ samfleytt frá stofnun samtak- anna af miklum áhuga. Átti miklu barnaláni að fagna og ferðuðust þau hjónin mikið erlendis og ég dáðist mest að öllum skemmti- siglingunum hjá þeim. Hann var afburðagóður í öllu sem laut að skattamálum og öðr- um tengdum málum. Ég er ekki einn um að hafa notið góðs af þekkingu hans á þessu sviði og ég giska á að hann hafi verið með nokkra tugi einstaklinga og fyr- irtækja á sinni könnu á hverju ári sem nutu góðs af hjálpsemi hans og færni í svona málum. Hann hefur örugglega ekki orðið ríkur af þessum viðskiptum peninga- lega en stórríkur af góðum vin- um. Ég kveð Bjarna með söknuði og votta Valborgu og fjölskyldu þeirra samúð mína. Rúnar Guðbjartsson. Bjarni Pálsson ✝ Eygerður ÞóraTómasdóttir fæddist 6. febrúar 1929. Hún lést 2. október 2017. Foreldrar Ey- gerðar voru Tómas Tómasson, f. 12. september 1885 d. 26. janúar 1943, og Bjartey Halldórs- dóttir, f. 21. janúar 1882, d. 14. maí 1970. Systkini Eygerðar: Halldór, f. 31. júlí 1925, d. 2. ágúst 1925, Valgerður Þóra, f. 31. ágúst 1926, d. 26. janúar 1927. Hún giftist Gísla Ó. Guð- laugssyni, f. 6. júlí 1919, d. 18. ágúst 1995. Foreldrar Gísla voru Guðlaugur Guðmundsson, Tómas Valur og Þórdís Ragna. d) Katrín Sigrún, f. 1980, henn- ar dætur eru Hera Björk og Ír- is Tinna. e) Eygerður Ósk, f. 1985, í sambúð með Jóhanni Valgeiri Davíðssyni, þeirra börn eru Benedikta Diljá, Davíð Orri, Þórir Rúnar, Þórunn Lilja og Vignir Freyr. 2) Dagbjört, f. 1. maí 1950, maki Gylfi Jóns- son, f. 24. júní 1950. Börn þeirra a) Þórey, f. 1970, maki Þórir Kristjánsson, börn þeirra eru Sigríður Margrét og Krist- ján Gylfi. b) Gísli Fannar, f. 1971, maki Jenný V. Þorsteins- dóttir, börn þeirra eru Dag- björt, Díana Ósk, Ívar Andri og Svava Lind. c) Hlynur, f. 1973 d) Birna, f. 1986, maki Ívar Björgvinsson, börn þeirra eru Hlynur Fannar, Daníel Örn og Ívan Gauti. 3) Erna, f. 10. maí, 1966 maki Gunnlaugur Helga- son, f. 11. maí 1967. Börn þeirra: a) Hafþór, f. 1987, maki Melkorka Rut Bjarnadóttir, f. 1989. b) Arnar Páll, f. 1989, maki Dagrún Dögg Jónsdóttir, f. 1989. c) Rakel Ýr, f. 1992, maki Ryan Maskell, f. 1982, börn þeirra eru Emily Þóra og William Óskar. d) Lára Björk, f. 2000. 4) Magnús Gíslason, f. 10. september 1967, maki Þyrí Sölva Bjargardóttir, f. 1971. Börn þeirra: a) Emma Ósk, f. 1990, maki Ragnar Joensen, f. 1988, börn þeirra eru Benjamín Sævar og Halldóra Sólja. b) Brynjar Már, f. 1997. c) Krist- ófer, f. 2010. 5) Guðlaugur Þór, uppeldissonur, f. 1972, maki El- ísabet Sigurðardóttir, f. 1968, börn þeirra eru Sesselja og Ey- þór Gísli. Gerða ólst upp í Þingdal í Flóa og flutti 14 ára til Eyrar- bakka. Gerða og Gísli hófu bú- skap í Bjarghúsum en fluttu svo á Litlu-Háeyri þar sem þau bjuggu alla tíð. Þau voru alla tíð með nokkrar kindur og bar hún út póstinn á Eyrarbakka í 20 ár. Útför Eygerðar fór fram frá Eyrarbakkakirkju 14. október 2017. f. 18. apríl 1878, d. 10. febrúar 1969, og Þuríður Magn- úsdóttir, f. 31. des- ember 1874, d. 23. mars 1963. Börn: 1) Tómas Gústaf, f. 7. nóvem- ber 1948, maki Þórdís Ólafsdóttir, f. 27. ágúst 1947. Börn þeirra: a) Þorvaldur Barða- son, sonur Þórdísar, f. 1972, í sambúð með Ingibjörgu Jóhannsdóttur, þeirra börn eru Ragnar Már og Helga Guðrún, barn Ragnars er Nína Björg. b) Guðlaugur Þór, sonur Tómasar. c) Björk, f. 1977, í sambúð með Þresti Snæ Þorbjörnssyni, þeirra börn eru Styrmir Snær, Elsku besta Gerða mín, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt. Allt sem þú gerðir fyrir Gulla minn, þú veist hvað ég á við enda var hann líka Gulli þinn. Að vera heimsins besta „amma gamla“ fyrir börnin okkar og láta mér alltaf líða eins og ég væri uppáhalds tengdadóttir. Svo má ekki gleyma öllum pönnukökunum sem þú bakaðir ofan í okkur, fullum af umhyggju, kærleika og ást. Þú elskaðir að ferðast, hvort heldur um sveitir Suðurlands eða lengri ferðir til útlanda. Er ég þakklát fyrir öll okkar ferða- lög saman, stór og smá. Við vorum svo lánsöm að fá að njóta samveru þinnar í sum- arbústaðaferðum hér innan- lands og svo eftir að við fluttum af landi brott komst þú alla leið til Danmerkur þar sem margt var brallað. Mér verður lengi minnisstæð upplifun þín þegar þó stóðst á þýskri grundu og æskuminningarnar frá seinni heimsstyrjöldinni rifjuðust upp fyrir þér. Í annarri Danmerk- urferð þar sem við sigldum til Noregs og þú komst á gömlu dansana sem þú hafðir svo gaman af. Ferðir í dýragarða, skemmtigarða og verslunarmið- stöðvar. Þú þurftir alltaf að versla handa fólkinu þínu. Varst alltaf að hugsa um fólkið þitt og varst alltaf tilbúin að gera hvað sem er fyrir þína nánustu. Og þá fann ég fyrir þeim forrétt- indum. Svo þegar maður vildi gera eitthvað fyrir þig, hversu lítið sem það var, talaðir þú um vesenið sem væri haft fyrir „eina gamla kerlingu“. Alltaf svo hógvær. Þú varst höfðingi heim að sækja og varst fljót að töfra fram meðlæti með kaffinu sem borið var fram í fallega rósótta bollanum. Þar voru „ömmupönnsur“ í uppáhaldi. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast þér og enn meiri forréttindi að fá að njóta allra þeirra stunda sem við áttum saman þau rúmlega 17 ár sem leiðir okkar lágu saman. Vil ég biðja Guð að gæta þín þar til við hittumst næst. Ættingjum og vinum Gerðu votta ég mína dýpstu samúð. Elísabet Sigurðardóttir. Með þessum fátæklegu orð- um mínum vil ég minnast frænku minnar Eygerðar Tóm- asdóttur, eða Gerðu eins og hún var alltaf kölluð. Gerða og mamma voru systk- inabörn. Fyrstu kynni okkar urðu er Gerða, þá kornung stúlka, kom austan úr Flóa til okkar í Nýjabæ til að hjálpa til við heimilishald og barnaupp- eldi. Þá vorum við tvíburarnir fimm mánaða, Birgir aðeins eldri og barn á leiðinni. Hjá okkur var Gerða í tæp fjögur ár til aðstoðar á heimilinu, þar til hún fór í búskap sjálf. Eitt haustið fékk ég að vera hjá henni og Gísla í Bjarghúsum vegna aðstæðna heima fyrir. Í þessu litla húsi var þröngt á þingi, þau voru með tvö börn fyrir, en Gerða leysti þau mál eins og henni einni var lagið. Alla tíð hélt hún sambandi og tryggð við okkur. Hún var alltaf hress og kát og þótt árin færð- ust yfir og hún væri orðin slæm í fótunum var Gerða samt ekki ráðalaus og notaði nýjustu tækni til að komast allra sinna ferða hjálparlaust. Síðast er ég heimsótti hana var hún að út- búa sig í ferð til Danmerkur til að heimsækja hann Gulla sinn og fjölskyldu hans. Það stóð ekkert í henni að ferðast til út- landa þrátt fyrir háan aldur og litla málakunnáttu. Gerða var nýkomin heim úr þeirri ferð þegar hún veiktist og dó nokkr- um dögum seinna. Við systkinin frá Nýjabæ þökkum Gerðu hugulsemina og vináttuna gegnum árin og vott- um börnum hennar og ættingj- um okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Sigríður Sveinsdóttir. Eygerður Þóra Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.