Morgunblaðið - 18.10.2017, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
✝ Jón Agnarssonfæddist 13.
janúar 1964 á
Akranesi og lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi að
morgni 5. október
2017.
Foreldrar hans
eru Jónína Bryn-
dís Jónsdóttir, f.
29. maí 1923, og
Agnar Jónsson, f. 23. apríl
1926, d. 20. janúar 2006.
Systkini hins látna eru Guð-
jón Smári, f. 22. júlí 1948, Guð-
finna Björk, f. 19. maí 1953,
Ólöf, f. 17. mars
1957, og Björg, f.
17. september
1960
Jón var starfs-
maður Fjöliðj-
unnar á Akranesi
til dánardags.
Hann var mikill
knattspyrnu-
áhugamaður og
mikill stuðnings-
maður ÍA. Einnig
stundaði hann boccia og keppti
með íþróttafélaginu Þjóti.
Útförin fer fram frá
Akraneskirkju miðvikudaginn
18. október 2017 klukkan 13.
Það er í senn þakklæti og
sorg sem fyllir huga minn.
Þakklæti fyrir að hafa haft
Jonna í lífi mínu, hann kenndi
mér svo ótalmargt, var alltaf
svo góður við mig, tók á móti
mér með opinn faðm og yfirleitt
með bros á vör. Sorg fyllir
hjarta mitt yfir að fá ekki að sjá
fallega brosið hans, faðma hann
og heyra hann segja: „Sanda
mína, ég er svo góður við þig.“
Jonni var 11 árum eldri en ég
og var þannig stóri frændi minn
þótt ég upplifði það ekki þannig
þegar ég var barn, við lékum
okkur saman og í minningunni
vorum við eins og jafnaldrar.
Við lékum okkur saman í bíla-
leik, boltaleik, kubbaleik, hlust-
uðum á Dýrin í Hálsaskógi og
margt fleira. Eftir því sem ég
varð eldri jókst skilningur minn
á því að hann var öðruvísi, ein-
stakur. Það var sárt þegar hon-
um leið illa, grét yfir því að
vera öðruvísi og sagði við
ömmu: „Ég vil ekki vera svona
hinsegin.“ Hann fékk ekki tæki-
færi til að fara í skóla, sam-
félagið var ekki tilbúið að hlúa
að einstökum börnum eins og
honum með sama hætti og gert
er í dag.
Fótbolti og aðrar íþróttir
voru sérstakt áhugamál og
Jonni var dyggur stuðnings-
maður Skagamanna. Jonni
horfði yfirleitt ekki á annað í
sjónvarpinu en íþróttir og með-
an afi var á lífi horfðu þeir fé-
lagarnir á enska boltann á laug-
ardögum. Boltaleikur var hans
líf og yndi og margar kynslóðir
fótboltakrakka á Akranesi hafa
sparkað í bolta með Jonna. Alla
tíð hefur verið þrautin þyngri
að ná honum heim á skikkan-
legum tíma af íþróttavellinum
eða úr íþróttahúsinu. Hann tók
líka sinn tíma í hlutina og það
var betra að hafa þolinmæðina
með í farteskinu því það stoðaði
lítið að reka á eftir honum. Oft
höfðum við áhyggjur af því að
honum væri kalt. Hann vildi
helst aldrei vera með húfu og
vettlinga og þegar það tókst að
fá hann til að setja það upp tók
hann hvort tveggja af sér um
leið og enginn sá til. Hann vissi
hvað hann vildi og hafði sínar
leiðir til að ná því fram.
Jonni var oft orðheppinn og
það var ósjaldan að hann
slengdi fram einhverju gull-
korni á hárréttu augnabliki sem
gerði það að verkum að allir
hlógu dátt og innilega saman.
Jonni var mikill kökukall og
ekkert skemmtilegra en að gefa
honum rjómatertu og appelsín
eða ís með dýfu. Þegar hann
var yngri hjólaði hann um allan
bæ, fór oft og iðulega niður á
bryggju til að taka á móti Akra-
borginni og átti marga góða
vini þar. Hann var lífsglaður og
blíður og góður við alla sem
gerði það að verkum að hann
eignaðist marga velunnara hér
á Akranesi og þótt víðar væri
leitað. Jonni var líka mikið
sjarmatröll og átti vinkonur í
gegnum tíðina. Heiðrún átti al-
veg sérstakan sess í hjarta hans
og það var yndislegt að fylgjast
með ástinni og vinskapnum sem
þau áttu saman. Jonni naut líð-
andi stundar, átti mikla ást að
gefa og gerði lífið svo miklu lit-
ríkara.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Elsku amma mín, missir þinn
er mikill. Megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil
ég þakka öllum þeim sem hafa
veitt Jonna umhyggju í gegnum
tíðina. Sérstakar þakkir send-
um við starfsfólkinu á Holtsflöt
og í Fjöliðjunni.
Sandra Margrét
Sigurjónsdóttir.
Núna þegar við minnumst
vinar okkar hans Jóns Agnars-
sonar, eða Jonna eins og við
kölluðum hann oftast, koma
margar góðar minningar upp í
hugann. Jonni var á unglings-
aldri þegar ég kynntist honum
fyrst. Þá bjó hann hjá foreldr-
um sínum. Á þeim tíma byrjaði
hann að sækja fundi hjá KFUM
og K á Akranesi. Ég var þar
einnig og átti það til að keyra
krakkana heim eftir fundina,
meðal annars hann, svo að við
urðum fljótt góðir vinir. Jonni
sótti fundina hjá KFUM og K
nokkuð lengi. Hann kom með
okkur á nokkur mót í sumar-
búðunum Ölveri og Vatnaskógi.
Jonni tjáði sig ekki mikið en
maður sá það og fann á honum
að hann átti góðar minningar
frá þeim árum.
Alltaf þegar maður hitti hann
brosti hann til manns. Hann var
alltaf jafn ljúfur og góður.
Hann átti það til að stríða öðr-
um, svo hló hann hátt á eftir.
Það var alltaf jafn gaman að
vera í návist hans, hann laðaði
að sér fólk með því að brosa.
Hann var mikill gleðigjafi.
Í nokkur ár bjó hann í húsi
beint á móti heimili okkar svo
krakkarnir okkar voru oft að
leika við hann, t.d. körfubolta,
og eiga góðar minningar frá
þeim tíma.
Kæra Jóna og fjölskylda. Við
viljum votta ykkur dýpstu sam-
úð og ljúfar minningar um góð-
an dreng munu lifa.
Axel Gústafsson
og fjölskylda.
„KR-ingar, nei það passar
ekki. Skagamenn, þeir eru laa-
angbestir.“
Eitthvað á þessa lund byrj-
uðu oft samræður okkar Jonna
þegar við hittumst. Þó að við
hefðum sumpart ólíkar skoðan-
ir á knattspyrnuliðum, ég upp-
alinn KR-ingur og hann harð-
astur Skagamanna, vorum við
bestu vinir frá því við hittumst
fyrst.
Það má segja um Jonna að
þótt hann hafi ekki verið mikill
maður að vexti fyllti hann út í
mikið rými með nærveru sinni.
Blíður og brosandi tók hann á
móti manni með þéttu faðmlagi
og sagði af einlægni „við erum
svo miklir vinir“. Hann hafði
líka sterkar skoðanir á því sem
skipti hann máli og lét ekki
segja sér fyrir verkum meira en
hann vildi sjálfur. Þá var heppi-
legra að reyna að fara samn-
ingaleiðina.
Það er mikill missir að góð-
um dreng og margt sem við
sem eftir sitjum höfum lært af
því að umgangast Jonna, en ég
er þess fullviss að hann er nú á
góðum stað, glaður eins og oft-
ast, og það er nokkuð víst að
þar eru Skagamenn líka lang-
bestir.
Aksel Jansen.
Elsku besti Jonni minn. Þeg-
ar maður hugsar um þig þá
hlýnar öllum um hjartarætur,
þú snertir svo marga samferða-
menn þína í okkar samfélagi
hér á Akranesi.
Þegar ég var lítil stelpa
bjuggum við í sömu götu, við
hittumst oft á lóðinni við
Brekkubæjarskóla og þú spil-
aðir við okkur krakkana bæði
körfubolta og fótbolta. Þú varst
alltaf langbestur og enginn
hallmælti þér. Þú stóðst líka oft
og lést okkur vita hvað tím-
anum leið, með því að segja
okkur hvað klukkan væri.
Leiðir okkar lágu saman aft-
ur haustið 2011 þegar ég byrj-
aði að vinna á Sambýlinu við
Vesturgötu. Við urðum strax
góðir vinir enda nærvera þín
einstök. Þú kenndir mér margt,
meðal annars þolinmæði, þú
gast alveg látið bíða eftir þér og
tókst þinn tíma í hlutina. Við
höfum átt góðar stundir saman
og minningin um þig mun lifa
um ókomna tíð.
Margar kynslóðir hérna á
Skaganum hafa spilað mér þér
körfubolta og fótbolta. Mér er
minnisstætt eitt skipti þegar
við sátum saman á biðstofunni
hjá Gísla rakara fyrir jólin.
Margir komu og fóru inn á stof-
una og þú heilsaðir öllum.
Margir komu sérstaklega til þín
og heilsuðu þér með mjög vin-
gjarnlegri kveðju. Þegar ég
spurði: „Hvernig þekkir þú
þennan?“ svaraðir þú: „Salana
mína, einu sinni voru þeir litlir
strákar í boltaleik.“ Þarna átt-
aði ég mig á því hversu marga
þú hefur hrifið með þér í sam-
félagi okkar með kærleika þín-
um og brosi. Knúsið frá Jonna
sveik engan.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér og fá að
vera partur af þínu lífi, takk
fyrir mig.
Elsku Jonni, núna ertu kom-
inn til draumalandsins og getur
fengið þér ís með dýfu, hangi-
kjöt eða pítsu með hakki, horft
á enska boltann með pabba þín-
um og notið þess að spila boccia
upp á hvern einasta dag. Hvíldu
í friði elsku vinur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Svala Ýr Smáradóttir.
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag,“ segir í kvæði Tóm-
asar, því „einir fara og aðrir
koma í dag.“ Þannig endurnýj-
ar lífið sig í sífellu og þeir sem
gengið hafa götuna á enda
hverfa okkur sjónum.
Sú staðreynd að Jonni, þessi
góði og hlýi vinnufélagi, hverfi
okkur sjónum er okkur öllum
mjög þung. Þegar hann kom til
vinnu með brosið, blíðuna og
stemninguna birti yfir vinnu-
stað okkar, Fjöliðjunni, og
gerði að betri stað.
Hin ljúfa minning um vin
sem hafði að geyma svo góða
nærveru og sýn á hið góða
hvernig sem gekk. Hann var
m.a. mikill áhugamaður um fót-
bolta og átti margar gleðistund-
ir við það áhugamál sitt „Næsta
sumar, uppi á velli, það verður
gaman, ofsa gaman, Guðmunda
mína,“ var hughreystingin hans
til vinnufélaga síns þótt illa
gengi á vellinum hjá Skaga-
mönnum. Skagamenn eru best-
ir! Aldrei missti hann trú á sína
menn: „Ekki gott“ þegar leikir
töpuðust – en næsta sumar. Já,
að fá að tala við slíkan mann
þegar illa gekk og hugur manns
dökkur kveikti von og með von-
inni kom gleðin.
Hann söng gjarnan í góðum
hópi og var einstakur stemn-
ingsmaður. Maður þeirrar
stundar og gleði. Í gegnum
hughrifin fengum við svo sann-
arlega að njóta hæfileika sem
persónuleiki hans bar. Fyrir
það þökkum við.
Jonni var starfsmaður í Fjöl-
iðjunni hátt í þrjátíu ár og mæt-
ing hans og virðing fyrir
vinnunni var einstök. Sam-
viskusemin var slík að þrátt
fyrir að hann væri sárþjáður í
erfiðum veikindum síðasta
misserið vildi hann alltaf koma
til vinnu, mæta á réttum tíma
og hætta á réttum tíma.
Skömmu fyrir andlátið óskaði
hann í fyrsta skipti eftir að fá
að fara fyrr úr vinnunni, aðeins
klukkutíma fyrr. Algjörlega
þrotinn að kröftum kvaddi hann
vinnustað sinn. Í kveðjunni var
von: „Næsta sumar.“
Við trúum því að Jonni sé nú
leystur þrautunum frá og hann
sé örugglega kallaður til mikilla
verka á nýjum vinnustað þang-
að sem leið okkar allra liggur.
Í dag kveðjum við starfs-
menn Fjöliðjunnar þennan góða
vin okkar. Hans er og verður
sárt saknað og sendum við móð-
ur Jonna og fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. samstarfsfólks í Fjöliðj-
unni,
Guðmundur Páll Jónsson.
Jón Agnarsson
Kveðja frá
Helgafelli
Félagi okkar,
Guðni Grímsson,
lést fimmtudaginn 28. septem-
ber sl. eftir langvinna baráttu
við erfið veikindi. Guðni var
fæddur 13. nóvember árið 1934,
hann gekk í skóla í Eyjum en
sjórinn heillaði og tók Guðni
vélstjórapróf 1954 og 1. stig
Stýrimannaskólans 1960. Guðni
stundaði sjómennsku til að
byrja með en varð síðar vél-
stjóri hjá Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja og seinna hjá Raf-
veitu og Bæjarveitu
Vestmannaeyja. Guðni kvæntist
Esther Valdimarsdóttur árið
1956 og eignuðust þau fjóra
drengi, Valdimar, Grím, Guðna
Ingvar og Berg, sem nú er fé-
lagi í Kiwanisklúbbnum Helga-
felli. Guðni gekk í Kiwanis-
klúbbinn Helgafell 1971 og
varð strax mjög virkur félagi
og gegndi mörgum embættum
og nefndarstörfum fyrir Helga-
fell og varð hann forseti Helga-
fells 1982-1983 og svæðisstjóri
sögusvæðis 1988-1989. Guðni
var mjög traustur og góður fé-
lagi sem mátti ekkert aumt sjá,
og var ávalt tilbúinn til allra
verka þegar til hans var leitað
og varð þar engin breyting á
þótt veikindin væru farin að
hrjá hann. Þá var Guðni með
framúrskarandi fundamætingu
og mætti á alla viðburði á veg-
um klúbbsins, og geta margir
tekið Guðna sér til fyrirmynd-
ar. Guðni tók virkan þátt í upp-
Guðni
Grímsson
✝ Guðni fæddist13. nóvember
1934. Hann lést 28.
september 2017.
Útför Guðna fór
fram 14. október
2017.
byggingu húsnæðis
fyrir klúbbinn og
vann ötullega við
framkvæmdir við
fyrsta Kiwanishús-
ið við Njarðarstíg
sem við misstum
undir hraun í eld-
gosinu 1973, og
þegar hafist var
handa við nýtt nú-
verandi húsnæði
við Strandveg var
Guðni mættur.
Guðni var gerður að heið-
ursfélaga í Helgafelli 6. desem-
ber 2014 en þá var Guðni ný-
orðinn áttræður. Þegar
undirritaður gekk í Helgafell
tók Guðni mér opnum örmum
og leiðbeindi hann manni oft í
kiwanisstarfinu þar sem menn
komu ekki að tómum kofunum.
Guðni hafði oft á tíðum sterkar
skoðanir og lá ekki á þeim og
var óhagganlegur þegar hann
hafði tekið ákvarðanir, en innst
við beinið hinn ljúfasti maður
sem lá ekki á aðstoð sinni ef
hann gat orðið að liði.
Nú kveðjum við góðan vin og
Helgafellsfélaga sem við þökk-
um af alhug fyrir það góða
starf sem hann vann fyrir
klúbbinn og samfélagið okkar
og ánægjulega samfylgd. Hug-
ur okkar Helgafellsfélaga er
hjá fjölskyldu Guðna sem hefur
stutt hann í starfi og leik í hinu
fórnfúsa starfi hans fyrir kiw-
anishreyfinguna.
Elsku Esther og fjölskylda,
megi Guð vaka yfir ykkur og
styrkja.
Minning um góðan félaga og
vin mun lifa.
Blessuð sé minning Guðna
Grímssonar.
F.h. Kiwanisklúbbsins
Helgafells,
Tómas
Sveinsson.
✝ Sigrún LovísaSigurðardóttir
fæddist á Ísafirði
28. apríl 1922.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 7. októ-
ber 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Sigurðsson, f. 22.
mars 1896 á Kleif-
um, Ísafirði, og
Guðrún Guðmundsdóttir, f. 2.
sept. 1895 á Þæfusteini, Hellis-
sandi.
Sigrún giftist Herði Berg-
þórssyni, f. 30.
nóv. 1922, d. 10.
nóv. 1986, sjó-
manni frá Ak-
ureyri, 5. júní
1954. Þau eign-
uðust eina dóttur,
Olgu, f. 3. júní
1960, d. 11. ágúst
1998. Olga eign-
aðist einn son,
Róbert Alexand-
er, f. 3. nóvember
1992.
Útför Sigrúnar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 18.
október 2017, klukkan 13.
Elsku amma.
Það fylgir því viss friður að
vita af þér með þínum nánustu
aftur.
Sorgin sem fylgir þessum
tímamótum er þó ekkert minni,
en við huggum okkur við að
pabbi hefur eflaust tekið vel á
móti þér ásamt Olgu frænku og
Herði.
Okkur systrum þykir afar
vænt um þig og allt sem þú
gerðir fyrir okkur, það geta
ekki allir fetað svona vel í fót-
spor ömmu Guðrúnar en það
gerðir þú og rúmlega það.
Við vonum að það sé bjart
yfir og allt um kring hjá ykkur
þar til við sjáumst aftur.
Þínar ömmustelpur,
Ásdís Ýr og Kolbrún
Ýr Ólafsdætur.
Sigrún frænka eins og hún
var yfirleitt kölluð var einstak-
lega góð manneskja og var
mikill heimagangur hjá foreldr-
um mínum þegar ég var að
alast upp. Hún var einstaklega
greiðvikin og gestrisin og mátti
ekkert aumt sjá. Hún var alltaf
vel til höfð og eru mér minn-
isstæðar þær stundir sem ég
greiddi henni og greiðslan
þurfti helst að duga út vikuna
og þá var notuð sérstök silki-
slæða á koddann til að rugla
ekki hárgreiðslunni.
Seinni árin bjó hún á Skúla-
götunni og þar gat hún sótt
hannyrðir og dans sem hún
hafði sérstaklega gaman af.
Þegar heilsan gaf sig fluttist
hún í Skógarbæ og bjó þar til
yfir lauk en þar var sérstaklega
vel hugsað um hana og starfs-
fólkið þar á miklar þakkir
skildar fyrir góða umönnun.
Hvíl í friði.
Sigrún Tryggvadóttir
og Björn Jóhannsson.
Sigrún Lovísa
Sigurðardóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017