Morgunblaðið - 18.10.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.10.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Tómstundir PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð: 59.478 kr. m/vsk. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568 3920. Til sölu Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Alsilki nærfatnaður Við erum á Mikið úrval I N N R Ö M M U N kl. 10-17 Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Smáauglýsingar Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Kristinn S.Kristinsson fæddist í Reykjavík 13. janúar 1938. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 29. september 2017. Foreldrar hans voru Kristinn Sófus Pálmason, f. 1897, d. 1965, og Ein- björg Einarsdóttir, f. 1902, d. 1995. Kristinn var sjötti af sjö börnum þeirra hjóna, en fjögur þeirra eru látin, þau Jón, Pálmi, Klara og Kristján. Eftirlifandi bræður eru þeir Ein- ar og Sigurður. Hálfsystir þeirra, Dóra, er einnig látin. Kristinn kvæntist 15. nóv- ember 1958 Dagnýju Ólafs- dóttur, f. 1940 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Ólafur Gunnar Einarsson, f. 1887, d. 1974, og Guðrún Magdalena Halldórsdóttir, f. 1908, d. 1993. kaupfélagsstjóri í Grindavík. Ár- ið 1962 hóf Kristinn ásamt Ein- ari bróður sínum útgerð og tóku þeir Stjörnuna RE á leigu. Í kjöl- farið keyptu þeir báta og gerðu út, fyrst frá Grindavík og síðar Keflavík. Útgerðin vatt upp á sig og þegar mest var störfuðu 200 manns hjá fyrirtækinu til sjós og lands. Voru þeir bræður braut- ryðjendur í í flutningi á ferskum fisk til Bandaríkjanna og keyptu fyrsta skuttogarann sem kom á Suðurnes. Árið 1985 hættu þeir rekstri og sneri Kristinn sér að framköllun á ljósmyndum og opnaði verslanir í Danmörku og síðar á Íslandi verslunina Ex- press litmyndir. Að loknum ár- unum í ljósmyndaframköllun sneri hann sér aftur að fisk- vinnslu og útflutningi. Síðar starfaði Kristinn hjá dóttur sinni, sem annaðist rekstur Hótel Borgar, Kaffibrennslunnar og Hótel Valhallar á Þingvöllum. Árið 2003 keyptu þau hjónin húsið Grund á Flúðum ásamt stórri lóð. Þau opnuðu þar gist- ingu árið 2005 og veitingasölu árið 2007. Þau seldu reksturinn árið 2013. Útför Kristins fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Dætur Kristins og Dagnýjar eru 1) Guðrún, dætur hennar eru Dagný og Alexandra. 2) Kristbjörg, maki Agnar Róbertsson, synir þeirra eru Kristinn og Krist- ófer. 3) Sara Rut, dóttir hennar er Ísabella Hrönn. Kristinn átti einnig dótturina Sigrúnu, maki Helgi Daníelsson, sonur Sigrúnar er Eggert Þór. Kristinn gekk í Melaskóla og síðar í Skógaskóla undir Eyja- fjöllum. Hann hóf ungur störf sem sendill hjá SÍS og var í kjöl- farið sendur í nám af Samband- inu til Kaupmannahafnar til að læra uppsetningu á kjörbúðum og útstillingar. Eftir að hann sneri heim úr náminu setti hann upp SÍS-verslanir vítt og breitt um landið. Kristinn var um tíma Með miklum söknuði kveð ég elsku afa, sem barðist eins og hetja við veikindi sín og kvartaði aldrei en eftir sitja fallegar minningar sem ég mun varð- veita. Við afi vorum mjög náin, fædd sama dag og að mörgu leyti mjög lík. Bæði gífurlega þrjósk og fer- köntuð en afar annt um þá sem standa okkur næst. Sem barn bjó ég um tíma hjá afa og ömmu þegar mamma starfaði erlendis, og sem unglingur vann ég nokk- ur sumur fyrir afa í frystihúsinu. Þar lærði ég margt, enda gaf afi engan slaka þrátt fyrir að ég væri barnabarnið hans. Á þess- um árum sá ég hvað afa var annt um fólkið sem starfaði fyrir hann og hversu vinnusamur hann var. Þessi reynsla varð mér síðar í líf- inu hvatning í ótalmörgu. Afi var alltaf með á hreinu hvað var að gerast í samfélaginu og las allar fréttir sem hann komst yfir. Við höfðum gaman af því að spjalla um viðskiptalífið og gátum gleymt okkur í að ræða um tölur og vexti, öðrum fjöl- skyldumeðlimum yfirleitt til lít- illar skemmtunar. Það eru fáir sem eru jafn stoltir af mér og afi var. Hann hafði einstakt lag á að láta allt sem ég gerði líta út fyrir að vera stórkostlegt, hvort sem það var að prjóna flík eða klára nám. Í hvert skipti sem ég hitti hann eða talaði við hann fann ég fyrir þessu stolti og það gaf mér styrk. Afi kenndi mér svo margt en umfram allt kenndi hann mér að gefast aldrei upp þegar á móti blæs heldur standa aftur upp þegar ég dett. Í gegnum ýmsa baráttu í lífinu hef ég reynt að tileinka mér dugnaðinn og eljuna sem afi kenndi mér og mun hugsa til hans áfram í þeim hindrunum sem verða á vegi mínum. Hvíl í friði, elsku afi. Dagný. Kæri bróðir, Kristinn. Það kom mér ekki á óvart eftir að ég heimsótti þig í síðasta sinn á Landspítalann að það væri stutt í kveðjustund. Þú háðir langa og stranga baráttu og ætl- aðir ekki að gefast upp, orkan og krafturinn sem í þér bjó var okk- ur öllum óskiljanlegur. Ég man enn þegar ég sá þig fyrst nýfæddan á Fæðingar- heimilinu við Eiríksgötu. Ég var sex ára gamall og fékk að fara með pabba að skoða nýja bróður minn. Við vorum sjö systkinin sem bjuggum saman með for- eldrum okkar á Ásvallagötunni, þar var mikill hasar í stórum systkinahópi, margt brallað og eftir sitja góðar minningar. Ógleymanlegur er dagurinn þegar þú fjögurra ára gamall varðst fyrir hermannabílnum á horni Hringbrautar og Hofs- vallagötu. Það leit út fyrir að þú myndir missa annan fótinn við hné, en mamma var ákveðin og neitaði að það yrði gert. Það var kraftaverki líkast að hinn færi læknir Matthías náði að bjarga fætinum. Þú varst mjög skemmtilegur unglingur með einstaka frásagn- argáfu og fékkst fjölskylduna oft til að hlæja mikið og innilega. Þú varst góður námsmaður, dugleg- ur að koma þér áfram og vin- margur. Við áttum góða samleið í gegnum lífið. Fyrst í foreldra- húsum og seinna þegar við og fjölskyldur okkar störfuðum saman að uppbyggingu og rekstri fyrirtækja okkar. Með framsækni og bjartsýni vorum við í mörgu langt á undan okkar samtíð sem féll ekki alltaf í kramið og reynt var að bregða fyrir okkur fæti en við héldum ótrauðir áfram og létum ekkert stoppa okkur. Með þessum orðum vil ég, kæri bróðir, þakka þér fyrir samfylgdina á lífsins braut, þín verður sárt saknað. Við Denna vottum elsku Dag- nýju, Guðrúnu, Kristbjörgu, Söru Rut og fjölskyldum þeirra innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Megi minning um góðan dreng lifa. Þín miskunn, ó Guð, er sem himinninn há og hjarta þíns trúfesta blíða þinn heilagan vísdóm má hvarvetna sjá um heims alla byggðina fríða. (H. Hálfd.) Einar. Vinur minn, Kristinn, er fall- inn frá. Hann lést á Landspít- alanum 29. september eftir lang- varandi veikindi. Leiðir okkar lágu saman í gegnum viðskipti, öðru hvorum megin við árið 1970. KK átti þá og stjórnaði Sjöstjörnunni hf. í Keflavík ásamt bróður sínum, Einari. Þeir voru þá í uppbyggingu á stórfyr- irtæki í fiskvinnslu og útgerð. Fjölskyldur þeirra voru með í rekstrinum, þar á meðal bræður þeirra og frú Dagný, eiginkona KK. Hún varð strax mikilvægur bakhjarl og nokkurs konar jarð- tenging fyrirtækisins. KK var mjög framsækinn og metnaðarfullur í störfum sínum. Kom vel fyrir, laglegur maður og alltaf flottur til fara. Ótrúlega seigur við að ná fram þeim mark- miðum sem hann stefndi á. Skap- gerð hans hjálpaði mikið, ein- stakt stórhuga ljúfmenni, vandvirkur, hjálpfús og greiðvik- inn. Þessi viðskiptatengsl leiddu til ævilangrar vináttu fjölskyldna okkar, gæfuspor sem varð síðar mikill og jákvæður örlagavaldur í lífi okkar. Á ýmsu gekk í atvinnurekstr- inum hjá KK, skiptust á „skin og skúrir“, oft ágjöf. En KK komst alltaf, einhvern veginn, á lappir aftur. Einhverjir „gárungar“ héldu því fram að við KK hefðum „ýmsa fjöruna sopið“ saman. Það má rétt vera. En ekki er hægt að leyna því að drykkjusiðir okkar steingeitanna (báðir fæddir 13. jan.) voru farnir að valda okkur vandræðum við vinnu, og áhyggjum hjá fjölskyldum okk- ar. Morgun einn, á seinnihluta árs 1979, talaði ég við frú Dag- nýju og sagði hún mér að KK hefði farið deginum áður í áfeng- ismeðferð í Bandaríkjunum. Þetta kom mér að óvörum, en KK var ekkert að tvínóna við hlutina, frekar en fyrri daginn. Hann kom til baka eftir um það bil mánuð, mjög breyttur maður, til batnaðar. Þetta hafði mjög sterk áhrif á mig, og varð til þess að ég fór að hugsa minn gang af fullri alvöru. Fleiri komu þar að, fjölskylda mín, gamlir drykkju- félagar, skólabræður o.fl., sem höfðu tekið miklum breytingum eftir meðferð. Ýmsar ástæður voru til þess að ég ákvað að fara sömu leið vorið 1980. KK og Dagný voru þar afgerandi áhrifavaldar, ásamt fjölskyldu minni og vinum. Það var gæfuspor að fara eftir ráðleggingum þeirra. Síðustu árin bjuggu KK og frú Dagný á Flúðum, og með hjálp dætra sinna hófu þau þar rekst- ur á Veitinga- og gistiheimilinu Grund. Þeim leið vel á Flúðum, náðu góðu sambandi við ná- granna sína og nutu þess að vera til. Alvarleg breyting varð þar á þegar KK missti heilsuna, en áfram var haldið, en róðurinn varð þyngri þegar heilsu hans hrakað. Reyndi það meir og meir á frú Dagnýju. En hún lét deigan aldrei síga, þótt mikið væri á henni álagið. Mannkostir KK voru einstak- ir, aldrei kvartaði hann úr hjóla- stólnum ef hann hafði vindilinn kláran og nóg á kaffikönnunni. Samband þeirra hjóna var óvenju ástríkt, umhyggjusemi í fyrirrúmi, hjálpsemi dætranna allra og samstaðan gegnum þykkt og þunnt var mjög sér- stök. Góða ferð, kæri vinur, allt var gott sem frá ykkur kom. Með þakklæti, Ásgeir Hjörleifsson og fjölskylda. Kristinn S. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.