Morgunblaðið - 18.10.2017, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Raðauglýsingar 569 1100
Skipulagsauglýsingar
Deildartunga 3 – tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 161. fundi sínum þann 14. september 2017, samþykkt að auglýsa tillögu
að skipulagi:
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3 frá árinu 2014 sem tekur eingöngu til byggingarreits
B. Byggingarreitur B stækkar úr 1.280 ferm í 6.350 ferm. og heildarbyggingarmagn hans eykst úr 500
fermetrum í 1.000 fermetra. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 3. ágúst 2017. Málsmeðferð verði í
samræmi við 1. málsgrein 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.
Selás – tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 162. fundi sínum þann 12. október 2017, samþykkt að auglýsa tillögu að
skipulagi:
Tillagan felur m.a. í sér breytingu á aðkomu að hluta svæðisins. Lóðamörk og vegir eru í ósamræmi við
gildandi deiliskipulag sem hefur áhrif á afmörkun svæðisins, því er tilgangur breytinganna að samræma
gildandi deiliskipulag við núverandi aðstæður. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 20. ágúst 2014
Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.
Einkunnir – tillaga að nýju deiliskipulagi
Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar hefur samþykkt á 382. fundi sínum þann 7. júlí 2016 að auglýsa
deiliskipulag fyrir fólkvanginn Einkunnir.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 1. júlí 2016. Skipulagið verði auglýst í samræmi við
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er
greinargerð og felur m.a. í sér að skipuleggja land til útivistar og almenningsnota með áherslu á náttúru.
Friðlýsing fólkvangsins Einkunna var staðfest af ráðherra 20. júní 2017, skv. auglýsingu í B-deild
Stjórnartíðinda.
Skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 18. október til
30. nóvember 2017 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 30. nóvember 2017 í Ráðhús
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs
Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögurnar
verða kynntar sérstaklega þeim sem þess óska.
Flatahverfi – tillaga að nýju deiliskipulagi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 162. fundi sínum þann 12. október 2017, samþykkt eftirfarandi skipulag:
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Flatahverfis
á Hvanneyri. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 16. júní 2017 og felur m.a. í sér deiliskipulag fyrir
íbúðasvæði og leikskóla. Athugasemdafrestur er liðinn og alls bárust athugasemdir frá þremur aðilum.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur farið yfir innsendar athugasemdir, svarað þeim og tekið tillit til þeirra.
Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á tillögu, tvær lóðir verða felldar niður vegna lagnaleiða og
svæðið skilgreint sem almennings- og útivistarsvæði.
Borgarbyggð
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá okkur eins og venjulega
frá kl. 9, foreldramorgnar frá kl. 10:30, prjónahópur tekur hitting hér
kl. 13 og eru allir velkomnir, línudansinn er hjá okkur kl. 13:30 í hreyfi-
salnum og söngstundin verður á sínum stað kl. 13:45, bókaspjall
Hrafns Jökulssonar er kl. 15 og leynileikhúsið kemur í hús kl. 15.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Árbæjarkirkja Opið hús alla miðvikudaga kl. 13-16. Stólaleikfimi kl.
13.30. Mjöll Þórarinsdóttir sjálfboðaliði á vegum KFUK/KFUM kemur
og kynnir verkefnið Jól í skókassa og sýnir okkur myndir úr starfinu.
Boðið upp á síðdegiskaffi og með því. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12
og léttur hádegisverður. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar 4 Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-
16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-
16. Prjónaklúbbur Ljósbrotsins með Guðnýju kl. 13-16. Opið fyrir inni-
pútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9.00. Handavinnustofa
opin frá kl. 9.00-15.00. Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Leshópur
Boðans í Bjartasal kl. 15.00.
Bòlstaðarhlìð 43 Myndlist kl. 9:00-12:00. Leshópur Hjördísar kl.
10:30.Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 09:30-10:10. Boccia kl. 10:40-
11:20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12:30-15:50. Glerlist kl. 13-16
Breiðholtskirkja Eldri borgarastarf ,,Maður er manns gaman" kl.
13.15. Handavinna, spil og spjall. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Starfið byrjar í hádeginu á miðvikudaginn kl. 12:10
með tónleikum í kirkjunni þar sem Chris Foster söngvaskáld flytur
tónlist sína. Súpa og brauð í safnaðarsal á eftir. Félagsstarfið heldur
áfram eins og vant er eftir kl 13:00, framhaldssaga, spil, handavinna,
hugvekja og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl.9, verslunarferð í Bónus
kl.14.40.
Dalbraut 27 Vinnustofa kl.8, vefnaður kl. 8, pílukast kl. 14.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Herraklúbbur kl.10.15. Postulíns-
málun kl.13.00. Gönguferð kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir vel-
komnir.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Kl. 9-12 Handavinna í handverksstofu,
öllum opin. Kl. 9-12 bókband, kl. 10-11 tölvu/spjaldtölvu og snjall-
símakennsla, kl. 13-17 bókband, kl. 13-16 frjáls spil, kl. 13:30-16:30
myndlist í handverksstofu, kl. 14:00-15:00. DANSLEIKUR með Vita-
torgsbandinu, ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Verið velkomin til
okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450
Furugerði 1 Morgunverður frá 8:10-9:10 í borðsal, fjöliðjan í kjallara
opin frá kl. 10:00, heitt kaffi á könnunn. Stólaleikfimi kl. 11:00 í innri
borðsal. Hádegisverður kl. 11:30-12:30 í borðsal. Ganga kl. 13.00 ef
veður leyfir. Boccia í innri borðsal kl. 14:00. Síðdegiskaffi kl. 14:30-
15:30 í borðsal. Kvöldverður kl. 18:00.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá
09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma
617-1503. Vatnsleikfimi Sjál. kl. 7:40/15:00, kvennaleikfimi í Sjál kl.
9:30. Kvennaleikfimi í Ásg. kl. 10:40. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Leir/gler í Kirkjuhv. kl. 13:00. Zumba
í Kirkjuhvoli kl. 16:15.
Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8:30-6:00. Útskurður m/leið-
beinanda kl. 9:00-12:00. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13:00-
16:00. Félagsvist kl. 13:00-16:00.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.30 boccia fyrir byrjendur, kl. 9.30
glerlist, kl. 13.00 félagsvist, kl. 13.00 postulínsmálun.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara í Guðríðarkirkju miðviku-
daginn 18.október kl. 13:10 Helgistund í kirkjunni og söngur, lestur
framhaldsögu. Jóna Dóra Karlsdóttir móðir, sendiherrafrú segir okkur
sögu sína um lífið og tilveruna. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári Myndlist kl. 9:00. Ganga kl 10:00. Postulísmálun / Sifur-
smíði og kvennabridge kl. 13:00. Upplestur kl. 13:30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Boccia kl.10-11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið,
allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9-14. Morgunleikfimi kl. 9.45.
Hádegismatur kl. 11.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 10-13, 500 kr. dagurinn, allir vel-
komnir. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn
kl. 12.15. Gönguhópur kl. 13 – þegar veður leyfir. Félagsvist kl. 13.15.
Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Zumbadans og
líkamsrækt kl. 9 með Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur
kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi
kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, upplestrarhópur Soffíu kl.9.45, ganga kl.10, línudans með Ingu
kl.10.15, stóla- og hláturjóga kl.13.30 með Ástu, tálgun í ferskan við
með Valdóri kl.14.30, síðdegiskaffi kl.14:30. Allir velkomnir óháð aldri
upplýsingar í síma 411-2790. Bókmenntahópur kl. 19.30.
Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9, gönguhópar kl. 10 gengið frá
Borgum og inni í Egilshöll, Haukur Sigvaldason kemur í heimsókn í
Borgir og sýnir mynd sína BROTIÐ um Dalvíkursjóslysið 1963, og
Þröstur Sigtryggsson mun segja frá sinni upplifun af slysinu . Allir
velkomnir kl. 13:00. Qigong kl. 16:30 í dag.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl.9-12, morgunleikfimi
kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, félags-
vist kl.14, ganga m. starfsmanni kl.14, Bónusbíllinn kl.14.40, heimild-
armyndasýning kl.16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og handavinnuhópurinn kemur sam-
an kl. 13.00. Vöfflukaffi er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í
síma 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10.00 . Skapandi skrif - námskeið framhald kl.14.00 , leiðbeinandi
Þórður Helgason. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi
Gunnarsson.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Mailis
Janatuinen. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
HELGAFELL 6017101819 IV/V
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að
dugmiklu fólki 13 ára og eldra,
til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?