Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 43

Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 43
fyrirtækinu Eli Lilly á Íslandi um fimm ára skeið. Síðasta áratuginn hefur Ólafur átt og rekið Apótek Vesturlands á Akranesi og Reykja- víkur Apótek á Seljavegi í Vesturbæ Reykjavíkur. Ólafur hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa, m.a. hjá Lyfjafræðingafélagi Íslands, knattspyrnufélagi ÍA, Félagi atvinnurekenda, í Sjálfstæðis- flokknum og fyrir Akraneskaupstað. „Ég hef alltaf haft gaman af íþrótt- um og fannst mest gaman að körfu- bolta á æsku- og unglingsárunum og spilaði m.a. með Þór á Akureyri með- an ég var í MA. Upp úr tvítugu fór ég að fá verulegan áhuga á knattspyrnu og spilaði hana í meira en áratug, fyrst með Tindastóli og síðan með seinna gullaldarliði ÍA og íslenska landsliðinu. Ég lék með meistaraflokki ÍA 1991-96 og varð fimm sinnum Ís- landsmeistari með honum og tvisvar bikarmeistari. Þetta var frábær tími og félagsskapurinn ómetanlegur.“ Ólafur er nú bæjarfulltrúi í sam- hentri bæjarstjórn á Akranesi og for- maður bæjarráðs Akraneskaup- staðar. „Ég hef haft mörg áhugamál um ævina en þar hefur orðið að forgangs- raða rækilega. Í æsku var ég mikið í hestum og hef gaman af hestaferðum og hestamönnum. Ég hef gaman af allri útivist og ferðalögum, lax- og sil- ungsveiði og veit fátt skemmtilegra en að fara á rjúpu upp til fjalla.“ Fjölskylda Kona Ólafs er Margrét Birgis- dóttir, f. 14.12. 1971, lyfsali í Reykja- víkur Apóteki. Foreldrar hennar: Birgir Vilhelmsson, f. 25.9. 1946, húsasmiður á Siglufirði, og k.h., Guð- munda Dýrfjörð, f. 20.11. 1944, versl- unarkona. Fyrri kona Ólafs er Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 12.7. 1968, kennari. Börn Ólafs eru: 1) Svandís Erla Ólafsdóttir, f. 22.9. 1991, nemi við Há- skólann á Bifröst, en maður hennar er Eðvald Bergur Eðvaldsson og son- ur hennar Egill Fannar Andrason; 2) Arnar Steinn Ólafsson, f. 19.7. 1995, nemi við HÍ; 3) Hildur Hilmarsdóttir, f. 9.10. 2001, og 4) Birgir Hilmarsson, f. 24.12. 2003. Bróðir Ólafs er Steinar Adolfsson, f. 25.1. 1970, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármála hjá Akraneskaupstað. Foreldrar Ólafs eru Adolf Steins- son, f. 1.9. 1942, lögregluvarðstjóri í Ólafsvík, og Álfheiður Erla Þórðar- dóttir, f. 24.5. 1946, bankastarfs- maður í Ólafsvík. Ólafur Guðmundur Adolfsson Vigdís Lydía Sigurgeirsdóttir húsfr. í Ólafsvík Bjarni Matthías Sigurðsson járn- og trésmiður í Ólafsvík Hrefna Sigríður Bjarnadóttir fiskmatsmaður í Ólafsvík Þórður Áskell Magnússon kennari í Ólafsvík Álfheiður Erla Þórðardóttir bankastarfsm. í Ólafsvík Ásdís Magnea Sigurðardóttir ljósm. og húsfr. í Miklaholtshreppi Magnús Sigurðsson b. í Miklaholtshreppi Eygló Steinsdóttir verslunarm. í Rvík. Steinar Adolfsson sviðstj. Stjórnsýslu og fjármála hjá Akraneskaupstað Helga Loftsdóttir húsfr. Eiríkur Ragnarsson skipstj. Bjarni Þórðarson sjóm. á Hellissandi Eggert Arnar Bjarnason sjóm. á Hellissandi Halla Steinsdóttir verkak. í Hafnarfirði Loftur Georg Jónsson fisksali og brunav. í Rvík Róbert Agnarsson fyrrv. bæjarstj. í Mosfellsbæ og fyrrv. framkv.stj. SÍF Kristín Þórðar- dóttir kennari Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi og fyrrv. alþm. Þórður Áskell Magnússon framkv. stj. í Grundarfirði Erla Lind Þórisdóttir kennari Nína Steinsdóttir snyrtifr. í Rvík Lofthildur Kristín Loftsdóttir húsfr. í Rvík Ragnar Ragnarsson skipstj. Magnús Þórðarson lögfr. og útgerðarm. í Grundarfirði og í Reykjanesbæ Guðmundur Jóhannes Ólafsson starfsm. hjá Össuri á Englandi Lofthildur Kristín Pálsdóttir húsfr. í Arnarbæli Jón Lárusson skipstj. í Arnarbæli á Fellsströnd, bróðursonur Einars, föður Kristjáns byggingameistara, afa KK og Ellenar Kristjánsdóttur söngkonu, og bróðursonur Septemborgar, langömmu Ingibjargar Haraldsdóttur rith. Dagbjört Nanna Jónsdóttir húsfr. í Ólafsvík Steinn Sigurgeir Kristjánsson sjóm. í Ólafsvík Guðmunda Oddlína Eyjólfsdóttir húsfr. í Ólafsvík Kristján Sigfús Vigfússon verkam. í Ólafsvík Úr frændgarði Ólafs Guðmundar Adolfssonar Adolf Steinsson lögregluvarðstj. í Ólafsvík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Gunnar Markússon fæddist áEyrarbakka 18.10. 1918. For-eldrar hans voru Þuríður Pálsdóttir verkakona, síðast í Hafn- arfirði, frá Reynifelli á Rangár- völlum, og m.h., Markús Jónsson, sjómaður og verkamaður, síðast í Vestmannaeyjum, frá Torfastöðum í Fljótshlíð. Eiginkona Gunnars var Sigurlaug Stefánsdóttir sem lést sl. vor, kenn- ari, síðar bóka- og safnvörður, frá Akureyri. Börn Gunnars og Sigurlaugar eru: Hildur, Þór Jens, Stefán og Ágústa. Gunnar flutti fjögurra ára með for- eldrum sínum til Vestmannaeyja þar sem hann missti föður sinn 1924. Hann flutti þaðan með móður og systkinum til Hafnarfjarðar er hann var 16 ára. Gunnar var í barnaskóla í Vest- mannaeyjum og fyrsta vetur í gagn- fræðaskóla, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg í Hafnarfirði, lauk kenn- araprófi frá Kennarskóla Íslands 1939 og stundaði framhaldsnám í Danmarks Lærerhöjskole 1947-48 og 1959-60. Gunnar var farkennari í Þingvalla- sveit 1939-41 og í Grafningi 1940-41, skólastjóri á Flúðum 1951-55, á Húsabakka í Svarfaðardal 1955-62 en lengst af í Þorlákshöfn 1962-80. Hann var bókavörður í Þorlákshöfn frá 1965 til dauðadags. Gunnar var formaður hafnarstjórnar Landshafn- arinnar í Þorlákshöfn 1967-78, sat í stjórn Bókavarðafélags Íslands 1976- 80, var heiðursfélagi þess frá 1997, sat í stjórn Félags skólastjóra og yfirkennara 1977-81, í byggingar- nefnd sunnlenskra hafna 1973-76, var formaður sóknarnefndar Hjallasókn- ar 1982-92, sem síðar varð Þorláks- og Hjallasókn, sat í byggingarnefnd Þorlákskirkju, í stjórn Sögufélags Árnesinga og í ritnefnd Árnesings 1990-92. Gunnar vann að söfnun og ritun heimilda um sögu Þorlákshafnar og Þorlák helga til dauðadags. Gunnar lést á Þorláksmessu á sumri, 20.7. 1997. Merkir Íslendingar Gunnar Markússon 90 ára Kristín Inga Benediktsdóttir Sigrún Ásbjarnardóttir Sigrún Guðmundsdóttir Svava Sigurðardóttir 85 ára Jón Laxdal Jónsson Sigríður Guðmannsdóttir 80 ára Eiríkur Friðbjarnarson Elínborg Guðmundsdóttir Erla Ívarsdóttir Gylfi Júlíusson 75 ára Elín Bachmann Haraldsdóttir Erlendur Daníelsson Guðrún Erla Jóhannsdóttir Hallfríður J. Ragnheiðardóttir Helgi Baldursson Ólafur Þór Jóhannsson Sigrún Gissurardóttir 70 ára Baldvin Baldvinsson Emil Róbert Karlsson Gunnhildur Magnúsdóttir Hlín Magnúsdóttir Ingunn Pálsdóttir Susana Ortiz de Suarez 60 ára Guðrún Indriðadóttir Jón Torfi Þorvaldsson Kristjana Ólafsdóttir Sigrún Snorradóttir Sigurbjörn Búi Sigurðsson Símon Róbert Diðriksson Þór Ragnarsson 50 ára Anna Magnea Harðardóttir Davíð Hermannsson Einar Grétarsson Karen Hulda Steindórsdóttir Kristján Skarphéðinsson Magni Friðrik Gunnarsson Ólafur Guðmundur Adolfsson Rúnar Kristinsson Sigríður Kristjánsdóttir Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir Þórólfur Almarsson 40 ára Alexandre Jose Dias Charrua Arnar Pálsson Ársæll Hjálmarsson Bjarni Kristinn Eysteinsson Eiríkur Jóhann Einarsson Helgi Páll Jónsson Hólmfríður Jónsdóttir Íris Gunnarsdóttir Magnús Birgisson Ragnar Ólafur Magnússon Róbert Andrus Salóme Huld Garðarsdóttir Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir Tómas Davíð Þorsteinsson 30 ára Aleksandra Beata Janiszewska Artjoms Agarkovs Björg Ólöf Þráinsdóttir Eliza Stypulkowska Hildur Guðrún Halldórsdóttir Inga Rut Kristinsdóttir Jón Birkir Jónsson Jón Viðar Reynisson Kjartan Björn Björnsson Saga Fenger Þórðardóttir Una Lind Hauksdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Una Lind býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í mannfræði við HÍ og rek- ur veitingahúsið Heims- enda á Patreksfirði. Maki: Halla Kristín Ein- arsdóttir, f. 1975, aðjúnkt við HÍ og kvikmyndagerð- arkona. Dóttir: Úlfhildur Höllu- dóttir, f. 2003. Foreldrar: Haukur Már Sigurðarson, f. 1957, og Gunnhildur Agnes Þór- isdóttir, f. 1961. Una Lind Hauksdóttir 30 ára Kjartan ólst upp í Edinborg, býr í Reykjavík, lauk sveinsprófi í rafvirkj- un og prófi í rafmagns- tæknifræði við HR. Maki: Alexandra Axels- dóttir, f. 1989, iðjuþjálfi. Sonur: Eiríkur Þór Kjart- ansson, f. 2015. Foreldrar: Björn Sverrir Harðarson, f. 1958, jarð- fræðingur í Skotlandi, og Kristveig Sigurðardóttir, f. 1956, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Kjartan Björn Björnsson 30 ára Inga Rut ólst upp á Ísafirði, býr í Bolungar- vík, lauk prófi sem snyrti- fræðingur og starfar við Landsbankann á Ísafirði. Maki: Einar Guðmunds- son, f. 1981, skipstjóri á Ásdísi ÍS. Börn: Guðmundur, f. 2009; Íris Hekla, f. 2014, og Viktor Ernir, f. 2015. Foreldrar: Berglind Óla- dóttir, f. 1962, og Kristinn Þ. Kristjánsson, f. 1958. Inga Rut Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.