Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 45

Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 23. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu ekki svo hræddur um tilfinn- ingar þínar að þú þorir alls ekki að láta neitt uppi. Gakktu tækninni á hönd, jafnvel þótt þú þurfir að lesa leiðbeiningabækling. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki láta það á þig fá þótt yfirmenn og foreldrar séu að gera út af við þig um þessar mundir. Mundu að hver er sinnar gæfu smið- ur og þú átt nóg með þín eigin mál. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Staldraðu við og skoðaðu vandlega hvað það er sem skiptir þig máli í lífinu og hvaða þætti þú þarft að rækta betur. Heimi þínum tilheyra ímyndaðir vinir og aðrar dul- arfullar verur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þig langar kannski ekki að hlusta á það sem ástvinur vill segja þér en þú ert rausnarlegur og góðhjartaður. Ekkert er eins þroskandi og að vinna að lausn vandamáls. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu til þín taka í viðgerðum á heim- ilinu í dag. Til allrar hamingju er samband þitt við samstarfsfólk og viðskiptavini mjög gott. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skoðanir þínar eru afar persónulegs eðlis í dag. Til þín kann að verða leitað sem sáttasemjara og þá hefur þú þitt á tæru. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverjir samstarfsmenn þínir kunna að valda þér erfiðleikum. Þetta fólk er líklegast með opinn huga ef þú finnur rétta nálgun. Einnig er það móttækilegra fyrir gleði og stórmennsku en ella. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er ekki rétti mánuðurinn til að kaupa nýja tölvu, bíl eða annað far- artæki. Taki menn höndum saman má ná ótrúlegum árangri. Ef þér finnst þú einstök manneskja, þá hefurðu rétt fyrir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér berast leiðinleg tíðindi sem valda þér miklu hugarangri. Þér finnst þú hafa eytt hálfri ævinni í sama hlutinn en þú getur skipt um verk eftir stutta stund. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir sem halla sér upp að þér ein- um of oft eru farnir að verða of þungir. Vertu staðfastur og forðastu að falla í freistni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Mundu að það er ekki sjálfgefið að aðrir vilji endilega heyra það sem þú hefur til málanna að leggja. Gríptu tækifærið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sérhver manneskja á jörðinni finnur einhvern tímann til líkamlegrar eða andlegrar vangetu. Varastu að gera of mikið úr hlut- unum eða ganga of langt. ÁBoðnarmiði birtir HólmfríðurBjartmarsdóttir þetta haust- ljóð, sem byrjar svo fallega en fær svo dapurlegan endi og heitir Berg- mál: Sól í austri, lýsir lyng í mónum loga birkitré á hvítum grunni. ber orðin hörð og bragðdaufari í munni brakandi mosinn frosinn undir skónum. Yfir tún og engi er hvítt að líta úfið silfurfax á stráum ljómar. frjósa nú allar fræhirslurnar tómar fráteknu lömbin hélu stráin bíta. Maður með vopnin sín á fætur fer ferðast um skurði hálfboginn í laumi hermannafötin hefur valið sér miðar á fugl sem vel í blámann ber byssan hans vekur mig í hálfum draumi. Bergmálið hljómar illa, í eyrum mér. Jón Atli Játvarðarson segir á Boðnarmiði að sér hafi dottið í hug „gamall fyrripartur sem Eysteinn í Skáleyjum var að leika sér með fyrir meira en 30 árum. Hann tengi ég umræðu um sauðfjárvandann í dag. Partinn þann sendi hann inn í vísna- þátt sem Stefán Jóhannesson sá um í NT, ef einhver man eftir því. Mér fannst erfitt að glíma við þann fjanda og þar sem ég var í Skál- eyjum á þessum tíma notaði ég að- stöðu mína til að láta Eystein heyra það. Það er ekki nokkur leið að botna þessa endemis vitleysu. Silfurföt með sauðakjöt sjást í mötuneyti. Hvernig í fjandanum botnar þú þetta sjálfur? Eysteinn svaraði: Silfurföt með sauðakjöt sjást í mötuneyti. En kelling sjötug leið og löt leggur skötu í bleyti.“ Margar skemmtilegar limrur eru eftir Eystein. Hér segir hann „harm- sögu að austan“: Ungmeyja austur í Japan öslaði hnédjúpan krapann. Rakst þar á Kana, hann klóraði hana. Þá réðst hún á dónann og drap hann. Og þessi: Hinn gráðugi Geirþjófur dósent græddi víst þó nokkur prósent er seldi hann Merði á margföldu verði mölétið Jónsbókarljósprent. Það mætti segja mér að Pétur Stef- ánsson hlakkaði til föstudaganna: Á eftir þegar sól er sest, sálina fátt mun ergja. Á föstudögum finnst mér best að fá mér öl að bergja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bergmál og silfurföt með sauðakjöti „HELMINGURINN AF ÞESSU ER EKKI SANNUR. FÉKKSTU ÞESSAR UPPLÝSINGAR – AF STEFNUMÓTAPRÓFÍLNUM MÍNUM?“ „HVAÐ ERU ÖLL ÞESSI SKILTI AÐ GERA Í SKOTTINU Á BÍLNUM MÍNUM?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem er mjög kyssilegur! SJÁUM NÚ TIL… Í HVERJU ÆTTI ÉG AÐ VERA ÞEGAR VIÐ HITTUM DR. LÍSU… ÆTTI ÉG AÐ KOMA MEÐ BLÓM? HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR HÉR! ÞETTA ER ÞJÓNUSTUHUNDUR! ÆTLI ÞAÐ SÉOF SEINT AÐ SAFNA MOTTU? Ó, ÞETTA VERÐUR FJÖRUGT HANN MUN HJÁLPA MÉR AÐ RATA HEIM! TIL DÝRALÆKNISINS?! Víkverji fylltist skelfingu fyrr ímánuðinum þegar hann hélt að hann hefði glatað veskinu sínu. Ein- hvern tímann heyrði hann haft eftir Jean-Paul Sartre að það borgaði sig alltaf að hafa nægt fé í veskinu til að komast úr landi. Það væri aldrei að vita hvenær maður vildi forða sér í skyndi. Víkverja fannst einhver ævintýrablær yfir því að lifa þannig lífi að maður sæi ástæðu til að hugsa svona. Hann hefur því ávallt verið með einhverja aura í evrum, dollur- um og jafnvel forintum eða pesóum á sér. Þetta ráð hefur reyndar ekki dugað til að hleypa spennu í ofur- venjulegt líf Víkverja, en erlendu aurarnir hafa hins vegar áfram átt sinn sess í veskinu hans ásamt ýms- um kortum og bunkum af kvittunum. x x x Víkverja stóð því ekki á sama þeg-ar veskið týndist. Hann rakti ferðir sínar, hringdi í tapað/fundið þar sem hann hafði farið á tónleika og síðast tekið veskið fram. Hann rótaði í öllum yfirhöfnum sínum, fór í gegnum skyrturnar sínar, blaðaði í bunkum, athugaði undir rúmum og stólum og bak við húsgögn. Hann leitaði sumsé dyrum og dyngjum en allt kom fyrir ekki. Hann fór líka inn á heimabankann til að athuga hvort kortið hans væri komið í umferð úti í bæ, en róaðist þegar hann sá að svo var ekki. x x x Eftir nokkra daga var Víkverji orð-inn úrkula vonar um að finna veskið og hringdi í bankann til að fá ný greiðslu- og debetkort. Það gekk greiðlega og var honum sagt að hann myndi geta sótt kortin eftir þrjá til fjóra daga. x x x Þegar Víkverji kom heim að kvöldidagsins sem hann hafði tilkynnt hvarf kortanna var veskið það fyrsta sem blasti við honum. Hafði það fundist í óhreinatauskörfunni. Það fór því eins og Víkverja hafði grunað, að veskið myndi aldrei finnast fyrr en hann endurnýjaði kortin sín. Fjöl- skyldan hefur hins vegar ráðlagt Víkverja að fá sér græju í veskið sem hægt er að láta pípa ef það týnist. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálm. 66:20)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.