Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 47

Morgunblaðið - 18.10.2017, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Skáldsaga Elísu Jóhannsdóttur, Er ekki allt í lagi með þig?, bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Voru úr- slitin tilkynnt við athöfn í Linda- skóla í gærmorgun og fékk Elísa þá um leið afhent fyrsta eintak bókar sinnar sem kom út í gær. Í umsögn dómnefndar verðlaun- anna segir að Er ekki allt í lagi með þig? sé skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki, saga sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði ger- enda og þolenda en eineltið fer að hluta fram á netinu. Sagan er sögð fjalla um vináttu, vinslit, foreldravandamál og það að standa með sjálfum sér – heitar og flóknar tilfinningar sem allir ung- lingar kannast við. Í káputexta bókarinnar segir að þegar Ragnheiður flytur í bæinn sé hún tilbúin að hefja nýtt líf; gleyma eineltinu í gamla skólanum og eign- ast vini í þeim nýja. Það byrjar vel þegar Hekla, vinsælasta stelpan í skólanum, kynnir hana fyrir fótbolta og strákunum í 10. bekk en fljótlega splundrast vinahópar og engin leið er að vita hverjir eru með manni í liði. Endurskrifaði frá grunni Elísa Jóhannsdóttir er bók- menntafræðingur að mennt og Er ekki í lagi með þig? er fyrsta skáld- saga hennar. Hún segist hafa byrjað að skrifa þessa sögu fyrir fimm til sex árum. „Það er orðið býsna langt síðan og ég hef unnið í þessu samhliða vinnu og barneignum; hef gripið í þetta þegar ég hef getað,“ segir hún og brosir en Elísa á tvö ung börn og er nú í fæðingarorlofi en hún hefur undanfarið starfað sem markaðs- og kynningarstjóri við Háskóla Ís- lands. Þá hefur hún þýtt skáldsög- una Villt eftir Cheryl Strayed en hún útskrifaðist úr meistaranámi árið 2006. Þegar Elísa er spurð hvernig staðið hafi á því að hún byrjaði að skrifa þessa sögu fyrir unglinga seg- ir hún kveikjuna hafa verið þegar auglýst var eftir handriti að barna- eða unglingabók en hún hafði þá lengi ætlað sér að skrifa unglinga- bók um einelti. „Ég sendi reyndar ekki inn hand- rit það árið en fyrsta útgáfa sög- unnar var í bloggformi, sem gekk ekki alveg upp,“ segir hún. „Ég end- urskrifaði söguna því alveg frá grunni og hún breyttist við það. Sagan er sögð frá tveimur sjónar- hornum, tveggja stelpna, og lesand- inn les til skiptis kafla með frásögn- um þeirra.“ Bara saga um krakka Elísa segir söguna ætlaða les- endum í 8. til 10. bekk. „Upphaflega hugsaði ég hana fyrir yngri lesenda- hóp en svo þróaðist sagan þannig að hún varð fyrir eldri krakka. Annars hugsaði ég ekki mikið út í það fyrir hverja ég væri að skrifa. Ég var bara að skrifa sögu um krakka á þessum aldri og reyndi að skrifa eins góða og sanna sögu og ég mögulega gæti.“ Hún sendi því tilbúið handrit í samkeppnina núna og vann svo að henni í sumar með ritstjóra frá For- laginu, eftir að dómnefndin hafði ákveðið að sagan fengi verðlaunin. Eins og fyrr segir er Elísa bók- menntafræðingur og segist alltaf hafa lesið barna- og unglingabók- menntir og fylgst vel með þeim sam- hliða öðrum bókmenntum. Í BA- ritgerð sinni fjallaði hún um þrjár bækur fyrir ungmenni. Varð fyrir einelti í skóla Eitt umfjöllunarefni nýju bókar- innar er einelti en það þekkir Elísa af eigin raun. „Já, ég var lögð í einelti þegar ég bjó í Danmörku 12-13 ára gömul. Mig hefur lengi langað til að skrifa um þetta, alveg síðan ég fór að hugsa mér að skrifa sögur. Mig langaði ekki til að vinna úr minni reynslu eða fjalla um hana á nokk- urn hátt. Eineltið sem ég varð fyrir stóð stutt yfir. Ég var látin skipta um skóla því mamma, sem er grunn- skólakennari, sá að það gekk ekkert að tala við skólastjórnendur og tók mig þá bara úr skólanum. Það tók mig nokkuð langan tíma að vinna úr þessari reynslu en ég gerði það þó þegar á unglingsárunum. Þetta hef- ur ekkert verið á sálinni á mér en ég fylgist vel með eineltisumræðu, hef lesið um það bækur og finnst fókus- inn alltaf vera á þeim sem verða fyr- ir eineltinu. Í þessari bók er ég að segja sögu af tveimur stelpum og þar er einelti en fórnarlambið er ekki ein af aðalsöguhetjunum. Ég er meira að fjalla um það hver leggur í einelti og af hverju og hvers vegna hinir gera ekki neitt. Að skoða hver tekur þátt í því og hver ekki og hve- nær fólk tekur þátt í eineltinu og hvenær ekki.“ Elísa bætir við að bókin fjalli um mjög margt annað og hún sé ekki niðurdrepandi lesning. „Hún fjallar til að mynda einnig um það að eign- ast vini og um vinsældir, um að vera í fótbolta og ýmislegt annað …“ Fleiri bækur væntanlegar Þegar spurt er hvort Elísa vilji markvisst koma boðskap á framfæri í sögunni neitar hún því, að öðru leyti en því að fólk hugsi sig um áður en það tekur þátt í einhverju slæmu og reyni líka að koma í veg fyrir það ef það sér eitthvað slæmt gerast. En er það ekki vindur í segl henn- ar, nýs rithöfundar, að fá viðurkenn- ingu sem þessa? „Jú, tvímælalaust,“ svarar hún. „Það er vissulega gaman. Næst kemur vonandi frá mér lítil barna- bók, sem er ágætlega komin á veg, og svo er ég með handrit að fullorð- insbók sem ég hef líka verið að skrifa á undanförnum árum.“ Það er því kraftur í Elísu og flæðir úr skáldæðinni. „Það koma gusur öðru hvoru og þá er gott að vera skipulögð,“ segir hún. „Þá hjálpar líka til að vera ekki með sjónvarp!“ Örva höfunda til skrifta Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka, sem stendur að íslensku barnabókaverðlaununum, var stofn- aður 30. janúar 1985 í tilefni af sjö- tugsafmæli Ármanns Kr. Einars- sonar rithöfundar (1915-1999). Að sjóðnum standa fjölskylda Ár- manns, bókaútgáfan Vaka- Helgafell, nú innan vébanda For- lagsins, IBBY á Íslandi og Barna- vinafélagið Sumargjöf. Fulltrúar þeirra skipa dómnefnd sem velur úr handritum en einnig eru í henni hverju sinni tveir grunnskólanemar, fulltrúar lesenda. Að þessu sinni voru það þau Bergþóra Sól og Veig- ar Elí úr Lindaskóla í Kópavogi. Megintilgangur sjóðsins er að örva höfunda til að skrifa fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði úrvalslesefnis fyrir æsku landsins. Sjóðurinn efnir ár- lega til samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin sem veitt eru fyrir það handrit sem dómnefnd þykir best hverju sinni. Reyndi að skrifa góða og sanna sögu  Elísa Jóhannsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin Morgunblaðið/Hanna Verðlaunahöfundur Elísa Jóhannsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár og fékk við athöfn í Lindaskóla í gærmorgun í hendur fyrsta eintakið að skáldsögu sinni fyrir unglinga, Er ekki allt í lagi með þig? Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 21/10 kl. 20:00 21. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Sun 22/10 kl. 20:00 22. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 29/10 kl. 20:00 23. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 20:00 Frums. Fim 26/10 kl. 20:00 3. s Mið 1/11 kl. 20:00 5. s Mið 25/10 kl. 20:00 2. s Fös 27/10 kl. 20:00 4. s Fim 2/11 kl. 20:00 6. s Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega. 1984 (Nýja sviðið) Fim 19/10 kl. 20:00 16. s Sun 22/10 kl. 20:00 17. s Fim 26/10 kl. 20:00 Lokas. Stóri bróðir fylgist með þér Kartöfluæturnar (Litla sviðið) Fös 20/10 kl. 20:00 9. s Sun 29/10 kl. 20:00 12. s Fim 16/11 kl. 20:00 16. s Lau 21/10 kl. 20:00 aukas. Fim 2/11 kl. 20:00 13. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas. Sun 22/10 kl. 20:00 10. s Sun 5/11 kl. 20:00 15. s Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Úti að aka (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 20:00 5. s Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 7. s Sprenghlægilegur farsi! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Draumur um eilífa ást Natan (Litla sviðið) Fim 26/10 kl. 20:00 Frums. Mið 1/11 kl. 20:00 3. s Lau 4/11 kl. 20:00 5. s Lau 28/10 kl. 20:00 2. s Fös 3/11 kl. 20:00 4. s Fim 9/11 kl. 20:00 6. s Hvers vegna drepur maður mann? Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. s Mið 1/11 kl. 13:00 aukas. Fim 9/11 kl. 13:00 aukas. Þri 31/10 kl. 13:00 aukas. Sun 5/11 kl. 13:00 49. s Sun 12/11 kl. 13:00 50. s Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/10 kl. 13:00 Sun 5/11 kl. 13:00 Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Sun 12/11 kl. 16:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 2/11 kl. 19:30 Auka Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Óvenjulegt og áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Tímaþjófurinn (Kassinn) Mið 18/10 kl. 19:30 Auka Fös 20/10 kl. 19:30 Auka Fim 19/10 kl. 19:30 33.sýn Sun 22/10 kl. 19:30 Lokas Fimm Grímutilnefningar! Eniga Meniga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 16:00 Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu með lögum Ólafs Hauks. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frum Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Lau 21/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 4/11 kl. 19:30 10.sýn Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð Smán (Kúlan) Lau 21/10 kl. 17:00 11.sýn Sun 29/10 kl. 17:00 13.sýn Sun 5/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 28/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 4/11 kl. 17:00 14.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Landsbyggðin) Mið 18/10 kl. 10:00 Egilsstaðir Mið 18/10 kl. 13:00 Egilsstaðir Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 21/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 16:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Brúðusýning Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.