Morgunblaðið - 18.10.2017, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Jóhann Kristinsson baritónsöngvari
kemur annað kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20, fram á ljóðatónleikum í
Tíbrárröð Salarins. Með honum
kemur fram Ammiel Bushakevits
píanóleikari. Á efnisskrá þeirra fé-
laga eru sönglög eftir Robert Schu-
mann og Gustav Mahler.
Jóhann hefur á undanförnum
misserum vakið athygli í Þýskalandi
fyrir söng sinn. Hann lenti til að
mynda í þriðja sæti í keppninni „Das
Lied“ í Heidelberg og hlaut þá sér-
stök verðlaun áheyrenda. Jóhann út-
skrifaðist með hæstu einkunn úr
Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í
Berlín í sumar og starfar nú í óperu-
stúdíói Ríkisóperunnar í Hamborg.
Ammiel Bushakevitz er marg-
verðlaunaður fyrir píanóleik sinn.
Hann kemur reglulega fram á virt-
um tónlistarhátíðum víða og má
nefna Salzburger Festspiele og Bay-
reuth Festival. Hann hefur hlotið
meðleikaraverðlaun í Wigmore Hall-
keppninni og einnig í Das Lied-
keppninni og var meðal síðustu nem-
enda hins kunna söngvara Dietrichs
Fischer-Dieskau.
Tónskáldin í uppáhaldi
„Bæði þessi tónskáld hafa verið í
uppáhaldi hjá mér alveg síðan ég
byrjaði að syngja,“ segir Jóhann um
þá Schumann og Mahler. „Við Amm-
iel unnum saman 15 lög eftir Schu-
mann fyrir keppnina sem ég tók þátt
í í Heidelberg og eitt þeirra verður
nú á dagskránni auk fleiri laga sem
við höfum æft. Það er allt öðruvísi að
vinna með lög Schumanns en lög
Schuberts; maður getur leyft sér
meira, eins og taka sér meiri tíma og
taka utan um orð sem manni finnst
skipta máli.
Það hentar röddinni minni líka
vel, hárri baritónrödd, að syngja þau
lög eftir Mahler sem ég hef valið að
syngja nú á tónleikunum.“
Jóhann ber mikið lof á meðleikara
sinn en Ammiel var aðalpíanóleikari
í fyrrnefndri keppni í Heidelberg en
báðir bjuggu þá í Berlín og fékk Jó-
hann hann til að taka sig í einkatíma
fyrir keppnina. „Það gekk svo vel að
nú dettur mér ekki í hug að vinna
með neinum öðrum – Ammiel er al-
gjör snillingur og sérfræðingur í
ljóðaflutningi,“ segir hann. Þeir
munu líka koma saman á tónleikum í
Þýskalandi á næsta ári.
Ræður ferðinni sjálfur
Þegar spurt er út í vinnuna í
Hamborg segir Jóhann þátttak-
endur í óperustúdíóinu vera látna
syngja lítil og millistór hlutverk í
uppfærslum á stóra sviðinu. „Við
fáum gífurlega reynslu í að syngja í
þessum sal og vinna með atvinufólki.
Ég var að syngja í La Traviata og nú
taka við Madama Butterfly og Wozz-
eck. Ég held það verði átta eða níu
uppfærslur sem ég tek þátt í núna á
þessu leikári og í lok ársins er sett
upp uppfærsla sem óperustúdíóið er
með þar sem við fáum að vinna stór
hlutverk. Þetta gæti ekki verið betra
og er það sem mig langar að gera
núna, að þróast á þessum vettvangi,“
segir hann.
Jóhann segir síðan að hann njóti
bæði óperunnar og ljóðasöngs – „en
ég viðurkenni að ljóðasöngur er lík-
lega þar ofan á. Maður getur leyft
sér meira að leika sér með liti og
styrkleikabreytingar, maður ræður
ferðinni sjálfur í samvinu við píanist-
ann, sem er jafn mikilvægur eða
mikilvægari en söngvarinn“, segir
hann til útskýringar. „Það er líka
mikill munur og heiður að vera að
vinna með frábærum píanista eins
og Ammiel; manni sem kann svo vel
að spila með söngvurum. Hann hef-
ur sérhæft sig í því og veit hvað
hvert orð sem sungið er þýðir.“
Jóhanni finnst gaman að koma
heim og láta heyra í sér á tónleikum
hér. „Mér finnst gaman að leyfa
fólki, fjölskyldu og vinum, að heyra
hvað ég hef verið að læra úti. Það
hefur margt breyst hjá mér síðan ég
kom hér fram síðast – ég hef lært að
syngja aðeins betur!“
Eru mjög ólíkir
Jóhann er sonur hins dáða söngv-
ara Kristins Sigmundssonar. Er það
auðvelt eða erfitt að stíga í fótspor
hans?
„Það var skrýtið fyrst en ég hef nú
vanist því. Ég heiti Jóhann Krist-
insson en hann Kristinn Sigmunds-
son og við erum mjög ólíkir,“ segir
Jóhann og brosir. „Hann er með
djúpa og dynjandi bassarödd en ég
létta og háa baritónrödd – ég finn
ekki fyrir því að fólk geri neinar
óvenjulegar kröfur til mín vegna
hans. Hann hefur hins vegar stutt
mig alla leið og það er ómetanlegt að
geta leitað til hans ef ég þarf á ein-
hverjum ráðum að halda.“
Morgunblaðið/Golli
Ljóðaflytjendur Jóhann Kristinsson og píanóleikarinn Ammiel Bushakevits æfðu í Salnum í gær. „Það hefur margt
breyst hjá mér síðan ég kom hér fram síðast – ég hef lært að syngja aðeins betur!“ segir Jóhann.
Gæti ekki verið betra
Jóhann Kristinsson baritónsöngvari og Ammiel Bushake-
vits píanóleikari koma fram á Tíbrártónleikum á morgun
Tríó píanóleikarans Sunnu Gunn-
laugsdóttur kemur fram á tón-
leikum djassklúbbsins Múlans á
Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í
kvöld kl. 21. Tríóið hefur verið ið-
ið við tónleikahald víða um heim
og gefið út hljómplöturnar Long
Pair Bond, Distilled og Cielito
Lindo. Á efnisskrá tríósins verður
bland af nýju efni og tónsmíðum
af eldri plötum þess. Auk Sunnu
skipa tríóið bassaleikarinn Þor-
grímur Jónsson og trymbillinn
Scott McLemore.
Tríó Sunnu leikur á tónleikum Múlans
Tríóið Scott McLemore, Þorgrímur Jónsson og Sunna Gunnlaugsdóttir.
Í færslu á face-
booksíðu sinni
tjáði Björk Guð-
mundsdóttir sig í
gær frekar um
kynferðislega
áreitni sem hún
varð fyrir af
hendi danska
leikstjórans Lars
von Trier, við
tökur á kvik-
myndinni Dancer in the Dark.
Brást hún þannig við eindreginni
neitun leikstjórans sem segir ekk-
ert slíkt hafa átt sér stað en það sé
satt að þau hafi ekki verið neinir
vinir við tökur á myndinni.
Björk setur fram lista með sex
atriðum sem hún telur að megi
flokka sem kynferðislega áreitni
leikstjórans. Þar segir hún meðal
annars að von Trier hafi ítrekað
faðmað sig og strokið eftir tökur,
gegn sínum vilja, og þegar hún
hafi beðið hann að hætta hafi hann
trompast.
Hún segir von Trier til að mynda
einnig hafa hvíslað að sér mynd-
rænum kynferðislegum skilaboðum
og þá hafi hann hótað að klifra af
svölum síns hótelherbergis yfir til
hennar og flúði Björk þá í herbergi
vinar síns. „Þetta gerði það loks að
verkum að ég gerði mér grein fyr-
ir alvarleika málsins og fékk mig
til að standa á mínu,“ skrifar Björk
og kveðst vilja aflétta þeirri þögg-
un sem ríkir um kynferðislega
áreitni og kynferðisofbeldi.
Björk tjáði sig um áreitni Lars von Trier
Björk
Guðmundsóttir
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
SÝND KL. 9SÝND KL. 8, 10.30
SÝND KL. 6, 8SÝND KL. 5.50 SÝND KL. 10
Miðasala og nánari upplýsingar
5%