Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 11

Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Fallegir heimakjólar Full búð af nýjum vörum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.isSkoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 • laxdal.is Jólapeysurnar komnar Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir hjartaskurðdeildar háskólasjúkra- húss Yale í New Haven í Connecti- cut í Bandaríkjunum. Spítalinn er með stærstu sjúkrahúsum Bandaríkjanna. Á hjartaskurð- deild Yale starfa 10 sérfræðingar sem gera um 1.500 hjarta- skurðaðgerðir árlega. Deildin sérhæfir sig í flóknum hjarta- aðgerðum, lokuaðgerðum, ósæð- araðgerðum, hjartaskiptum og barnahjartaskurðlækningum. Læknaskóli Yale er einn af fremstu læknaskólum Bandaríkj- anna og hafa margir Íslendingar stundað þar sérfræðinám. Arnar Geirsson er fæddur 9. október 1971, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1990, útskrifaðist frá lækna- deild Háskóla Íslands 1997, stund- aði sérnám í almennum skurð- lækningum við Yale frá 1998 til 2005 og í hjartaskurðlækningum við University of Pennsylvania frá 2005 til 2007. Hann vann sem sér- fræðingur í hjartaskurðlækningum á Yale háskólaspítalanum frá 2007 til 2012 og á Landspítalanum frá 2012 og þar til hann fór aftur til starfa sem sérfræðingur á Yale sumarið 2016. Arnar hefur gefið út fjölmargar vísindagreinar og stundar grunn- og klínískar rannsóknir tengdar ósæðarsjúkdómum og míturloku- sjúkdómum. Arnar er giftur Sigríði Benediktsdóttur kennara, þau eiga þrjá syni og búa í New Haven í Connecticut. Ráðinn yfirlæknir við Yale  Starfar á hjarta- skurðdeild Arnar Geirsson. Kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Atlanta Icelandic hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað var til fyrsta sáttafundar í málinu í gær. Í september síðast liðnum var kjaradeilu flugvirkja við SA vegna Icelandair vísað til sáttameðferðar hjá Ríkissáttasemjara. Viðræður hafa ekki leitt til niðurstöðu en næsti sáttafundur í þeirri deilu verður 14. nóvember. Deila við Air Atlanta til ríkis- sáttasemjara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.