Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 39

Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Þegar Arnaldur Indriðasonsendir frá sér bók erskammt til jóla og ástæðatil þess að fara að huga að betri fötunum, setjast í hæginda- stólinn og njóta lestursins. Ég hef skrifað eitthvað í þessa veru áður en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Myrkrið veit talar sínu máli. Margar bækur Arnaldar Indriða- sonar eru sérstakar vegna þess að lýsingar hans á sögusviðinu og helstu persónum eru nánast óað- finnanlegar, viðtölin sérlega vel úr garði gerð og ekkert virðist vera honum óviðkomandi. Hann leiðir lesandann í gegnum söguþráðinn og í þessari bók bregður hann gjarnan á leik með gríni í annars háalvar- legri sögu. Bestu verk Arnaldar falla svo sannarlega undir fagurbókmenntir. Dagurinn var sá stysti á árinu en samt reyndist enginn dagur lengri í lífi Konráðs. Hann var aðeins fjórar stundir og tólf mínútur. Og varði að eilífu (bls. 214). Konráð, lögreglumaður á eftir- launum, er fenginn til þess að að- stoða við rann- sókn máls, sem hann vann að fyr- ir 30 árum, eftir að lík finnst á Langjökli. Hann rifjar upp liðna tíð, rekur hvern þráðinn af öðrum og margt á eftir að koma í ljós áð- ur en yfir lýkur. Konráð er skemmtileg týpa, yf- irvegaður og rólegur, reynslunni ríkari, viðurkennir mistök og veit hvað hann syngur. Hann hefur lent í ýmsu, er ekki allra en nær samt sínu fram. Lýsing á nærgætni hans við deyjandi eiginkonuna hreyfir við harðgerðasta lesanda og samskipti hans við morðingja fá hárin á hinum sama til þess að rísa. Aðrar helstu persónur eru líka eftirminnilegar. Samt eru það sam- tölin sem tengja mest og best. Sagnfræðiþekking höfundar leynir sér ekki og gaman er að rifja upp breytta tíma þó ekki séu nema 30 ár síðan maður hvarf í Reykjavík og rannsókn málsins hófst. Maður er hreinlega með stjörnur í augunum eftir lesturinn, jafnvel tár á hvarmi, eins og einhver hefði sagt. Þó hraðinn sé ekki að þvælast fyrir hittir þessi lágstemmda bók svo sannarlega í mark. Upp komast svik um síðir Fegurð „Bestu verk Arnaldar falla svo sannarlega undir fagurbókmenntir,“ segir í rýni um Myrkrið veit, nýjustu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Glæpasaga Myrkrið veit bbbbm Eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell, 2017. Innb., 263 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Syndafallið er sjálfstætt fram-hald af Týnd í Paradís semkom út fyrir réttu ári og hérheldur Mikael Torfason áfram þar sem frá var horfið. Synda- fallið er hafið og foreldrarnir, brott- reknir úr Paradís Votta Jehóva, reyna að feta sig í hinum veraldlega heimi – oft af ákaflega veikum mætti. Sagan hefst í upphafi níunda ára- tugarins en teygir sig allt til sumars- ins 2017. Foreldrar Mikaels, Torfi og Hulda Fríða, eru skilin þegar Synda- fallið hefst. Hulda Fríða nær engum takti í hinu nýja lífi, hún er peninga- laus og brotin og glímir við hættu- legan geðsjúkdóm. Samband Mika- els við hana er sársaukafullt og ákaflega stopult en hann segir sögu hennar af aðdáunarverðu æðruleysi og yfirvegun þess sem hefur unnið glímuna við drauga fortíðarinnar. Sú sem hér skrifar er heilluð af sögu Huldu Fríðu og hinni þöglu hetju bókarinnar, Villa. Mikael elst upp hjá Torfa, sem hefur nýjan kafla í lífi sínu með svakalegum slætti; hann er frum- kvöðull í útrás, veður í ævintýrum, peningum, partíum, framhjáhaldi og botnlausri drykkju. Þetta eru tveir öfgafullir en ólíkir heimar og miklar sviptingar á hvorum tveggja víg- stöðvum. „Í skáldskap þarf að vera lógík fyrir því sem persónan gerir eða segir,“ skrifar Mikael í bókinni en æsku- eða lífssaga Mikaels væri líklega of lygileg væri hún skáldsaga og fólkið of skrautlegt. Mikael lýsir fjölskyldu sinni af miklu hispursleysi en dregur engan svarthvítum dráttum. Torfi er ekki bara alkóhólisti sem drekkur allt frá sér, hann er líka skapandi maður, stór í brotinu og gjöfull á lífið og milli þeirra feðga er sterkt og mikil- vægt samband. Hulda Fríða er ekki bara geðsjúk, hún er hlý, fyndin og þroskuð kona. Það eru þversagnirnar og marg- breytileikinn sem gera Syndafallið svo áhrifamikið. Fólk er breyskt, sjúkt og brotið en líka fallegt og gott. Frásagnarháttur Mikaels hentar sögunni fullkomlega; engin nafla- skoðun og aldrei yfirdrifnar tilfinn- ingar. Hann er einlægur og bein- skeyttur og einfaldur stíllinn gerir bókina að því fallega verki sem hún er. Mikael segir söguna að miklu leyti af sjúkrabeði föður síns, bókin hlýtur þó að hafa verið langt komin á fyrri hluta árs þegar Torfi er lagður inn á spítala með skorpulifur og sjúkrahúsvist hans tekur yfir sög- una. Nú er það ekki faðirinn sem heldur í hönd sonarins sem barðist fyrir lífi sínu í Týnd í paradís heldur vakir sonurinn yfir dauðvona föðurn- um – með öllu minni látum þó en fað- irinn á sínum tíma. Þannig öðlast þessar tvær bækur, Týnd í paradís og Syndafallið, stærra samhengi og mynda óvænta og sterka heild, og stef höfundar hljómar í gegnum öll áföllin, „það verður allt í lagi með okkur“, og það er líklega rétt. Syndafallið er spennandi bók sem maður les í einum rykk og vonandi er ekki allt búið enn. Í Syndafallinu er drepið á margt sem ekki eru gerð mikil skil og því allt eins líklegt að höfundur sé hvergi nærri hættur með sína fjölskyldusögu, nægt er efnið. Sagan sem Mikael Torfason er að segja okkur er mikilvæg og hana ættu allir að lesa. Þetta er skelfileg en falleg saga, full af sársauka og átökum, elskusemi og æðruleysi. Morgunblaðið/Golli Höfundurinn „Þetta er skelfileg en falleg saga, full af sársauka og átökum, elskusemi og æðruleysi,“ segir rýnir um Syndafallið eftir Mikael Torfason. „Það verður allt í lagi með okkur“ Ævisaga Syndafallið bbbbm Eftir Mikael Torfason. Sögur útgáfa, 2017. Innb., 254 bls. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR Elly (Stóra sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Fim 9/11 kl. 20:00 8. s Fim 30/11 kl. 20:00 10. s Sun 26/11 kl. 20:00 9. s Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega. Kartöfluæturnar (Litla sviðið) Fim 16/11 kl. 20:00 16. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas. Þri 28/11 kl. 20:00 aukas. Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Natan (Litla sviðið) Fim 9/11 kl. 20:00 6. s Fös 17/11 kl. 20:00 7. s Sun 26/11 kl. 20:00 9. s Þri 14/11 kl. 20:00 aukas. Lau 25/11 kl. 20:00 8. s Fim 7/12 kl. 20:00 10. s Hvers vegna drepur maður mann? Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Draumur um eilífa ást Úti að aka (Stóra sviðið) Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 Lokas. Sprenghlægilegur farsi! Allra síðustu sýningar. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 25/11 kl. 13:00 1. sýn Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 10/12 kl. 13:00 5. sýn Sun 26/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 3/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 17/12 kl. 13:00 6. sýn Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Fim 9/11 kl. 10:00 aukas. Sun 26/11 kl. 13:00 52. s Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 12/11 kl. 13:00 50. s Sun 3/12 kl. 13:00 53. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 19/11 kl. 13:00 51. s Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. GUÐ BLESSI ÍSLAND ★★★★★ Fréttablaðið Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/11 kl. 16:00 Sun 26/11 kl. 17:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 19/11 kl. 13:00 Lau 30/12 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Fim 9/11 kl. 20:00 HOF Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Fös 10/11 kl. 20:00 HOF Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Mið 29/11 kl. 19:30 Auka Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Smán (Kúlan) Lau 2/12 kl. 17:00 16.sýn Lau 9/12 kl. 17:00 18.sýn Sun 3/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Mið 6/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 25/11 kl. 11:00 291.sýn Sun 3/12 kl. 11:00 298.sýn Lau 16/12 kl. 11:00 307.sýn Lau 25/11 kl. 13:00 292.sýn Sun 3/12 kl. 13:00 299.sýn Lau 16/12 kl. 13:00 308.sýn Sun 26/11 kl. 11:00 293.sýn Lau 9/12 kl. 11:00 301.sýn Sun 17/12 kl. 11:00 310.sýn Sun 26/11 kl. 13:00 294.sýn Lau 9/12 kl. 13:00 302.sýn Sun 17/12 kl. 13:00 311.sýn Lau 2/12 kl. 11:00 295.sýn Sun 10/12 kl. 11:00 304.sýn Lau 2/12 kl. 13:00 296.sýn Sun 10/12 kl. 13:00 305.sýn Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 11/11 kl. 13:00 Lau 18/11 kl. 13:00 Lau 11/11 kl. 15:00 Lau 18/11 kl. 15:00 Brúðusýning Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 9/11 kl. 21:00 Fös 10/11 kl. 22:00 Lau 11/11 kl. 22:00 Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Fim 16/11 kl. 19:30 Auka Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.