Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Ögmundur Jónasson fjallar á vefsínum um nýútkomna sjálfshjálparbók Jóhönnu Sigurð- ardóttur og segir hana „fyrst og fremst heimild um manngerð hennar sjálfrar, samskipti hennar við sam- ferðamenn, sann- girni í þeirra garð eða skort á sanngirni eftir atvikum því í bókinni er það hún sem eðli máls sam- kvæmt er til frásagn- ar og svo að sjálf- sögðu sýn hennar á samtíð og framtíð og þá drauma sem hún hefur borið í brjósti. Ef til vill væri nær að tala um óskhyggju, hvernig Jóhanna hefði viljað hafa framvinduna eða öllu heldur hvernig hún vill að við sjáum hennar hlut.“    Ögmundur segir að Jóhanna leggi„greinilega meira upp úr því að í bókinni verði líf hennar málað eigin draumalitum og þá minna gefið fyrir nákvæmni um staðreyndir eða hvort slettist úr pensli á þá sem komu að verkum með henni.“    Hann segir einnig að þótt „tals-vert sé um skáldskap í ævisög- unni um Jóhönnu þá er hún dæmd til að rísa aldrei hærra en Jóhanna Sigurðardóttir gerir sjálf.“    Loks klykkir hann út með því aðskrásetjari bókarinnar geti „glaðst yfir því að hafa komið á prent draumsýn Jóhönnu Sigurðardóttur, vissulega með sögulegu ívafi í bland.“    Þetta eru athyglisverð ummælimanns sem var í hringiðunni, sat í stjórn Jóhönnu og fékk hjá henni þá huggulegu einkunn, meðal annars í bókinni, að hann hafi verið í hópi „villikatta“ og „órólegu deildar“ VG. Ögmundur Jónasson Bókarýni innanbúðarmanns STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur boðið þrem- ur arkitektastofum, Landslagi, DLD land design og Mandaworks frá Sví- þjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. „Hlemmur er staður þar sem rækta má blómstrandi mannlíf og leitar Reykjavíkurborg því að hug- myndum að nýju skipulagi á svæð- inu,“ segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Leitað verður eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Hugmynda- leitinni er ætlað að leiða til deili- skipulags og nýs heildarútlits svæð- isins. Samkvæmt fréttinni er markmiðið að svæðið verði að heildstæðu borgarrými sem styðji við þá þétt- ingu byggðar sem orðið hefur og er framundan í Holtunum, Túnunum, á Heklureit og við Hverfisgötu. Einn- ig verði horft til breytinga á sam- gönguskipulagi svæðisins með til- komu borgarlínu og breytingum á umferð Strætó. Hlemmur verði þannig að nýjum miðpunkti í austur- hluta miðborgarinnar. „Mathöllin við Hlemm og breytt starfsemi hefur þegar sett mark sitt á svæðið og gefur til kynna að blómstrandi mannlíf geti þar þrif- ist,“ segir í fréttinni. Húsi sem stóð áður við Hverfis- götu 125, Norðurpólnum, verður fundin ný staðsetning á torginu. Þarna var rekin veitingastarfsemi á fyrri hluta síðustu aldar. Húsið var flutt á brott fyrir nokkrum árum og endurbyggt á vegum Minjaverndar. Vatnsþróin verður endurgerð Þá er hugmyndin að endurgera vatnsþró sem stóð á Hlemmi, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði fluttu tillögu þess efnis. Á síðasta fundi ráðsins var bókað að í fyrirhugaðri hönnunarsamkeppni fyrir Hlemm- svæðið yrði áhersla lögð á að draga fram söguna með tilvísun í vatns- þróna og sögulega stöðu Hlemms sem áningarstaðar á leið inn og út úr borginni. Gert er ráð fyrir að niðurstöður hugmyndaleitarinnar muni liggja fyrir í mars 2018. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlemmur Hin nýja Mathöll hefur hleypt miklu lífi í svæðið. Hugmyndin er að efla enn frekar mannlíf á svæðinu. Í því skyni verður efnt til samkeppni. Samkeppni um skipulag á Hlemmi  Miðpunktur í austurhluta miðborgar Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 og lífið Lindin www.lindin.is Lindin kristilegt útvarp • Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1818 Sannleikurinn Þjóðmálaþáttur á Lindinni alla virka daga frá kl. 17:00 til 18:00 Hallur Hallsson fréttamaður rýnir í samfélagsumræðuna og skoðar það sem efst er á baugi, í sögulegu samhengi og boðskap Biblíunnar. FM 102,9 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.