Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 18
Virðisaukaskattar á útgáfu dagblaða í Evrópu Land VSK, % Athugasemdir Austurríki 10 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 20% Belgía 0 Prentuð dagblöð og vikublöð 6 Sala tímarita 21 Netmiðlar Bretland 0 Allt prentað mál er undanþegið VSK, en netmiðlar eru í almennu þrepi, 20% Búlgaría 20 Fjölmiðlar njóta engra ívilnana í Búlgaríu Danmörk 0 Prentmiðlar borga ekki VSK 25 Netmiðlar eru í almennu þrepi Eistland 9 Sala áskriftarblaða 20 Netmiðlar og annað prentefni eru í almennu þrepi Finnland 10 Sala áskriftarblaða 24 Netmiðlar og annað prentefni eru í efra þrepi, ásamt lausasölu dagblaða Frakkland 2,1 Gildir um bæði prent- og netmiðla 20 Almennt þrep gildir um dagblöð sem innihalda aðallega auglýsingar, einkamálaauglýsingar eða klámefni Grikkland 6 Prentmiðlar eru í neðra þrepi 24 Netmiðlar eru í almennu þrepi Holland 6 Netmiðlar greiða 21% í VSK Írland 9 Prentmiðlar eru í neðra þrepi 23 Netmiðlar eru í almennu þrepi Ísland 11 Sala tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfrétta-blaða er í neðra þrepi, netmiðlar greiða 24% í VSK Ítalía 4 Prentmiðlar og netmiðlar eru í neðra þrepi 22 Klámefni og prentefni sem ekki fellur undir flokkunbókasafna, eins og landakort, er í efra þrepi Króatía 5 Gildir um dagblöð sem eru með minna en 50% auglýsingamagn 13 Gildir um dagblöð sem eru með meira en 50% auglýsingamagn Kýpur 5 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 19% Lettland 12 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 21% Litháen 9 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 21% Lúxemborg 3 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 17% Malta 5 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 18% Noregur 0 Bæði prent- og netmiðlar eru undanþegnir VSK Pólland 8 Prentmiðlar með ISSN eru í neðra þrepi, svo fremi að þeir séu með minna en 67% auglýsingamagn 23 Almennt þrep Portúgal 6 Prentuð dagblöð og tímarit 23 Auglýsingamiðlar og klámefni Rúmenía 5 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 24% Slóvakía 20 Fjölmiðlar njóta engra ívilnana í Slóvakíu Slóvenía 9,5 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 22% Spánn 4 Dagblöð sem fá minna en 75% tekna sinna úr sölu auglýsinga 21 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 21% Sviss 2,5 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 8% Svíþjóð 6 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 25% Tékkland 10 Netmiðlar eru í almennu þrepi, 21% Ungverjaland 5 Auglýsingasala og netmiðlar eru í almennu þrepi, 27% Þýskaland 7 Lægra þrep gildir um bæði lausasölu og áskriftarsölu prentmáls, auglýsingamiðlar og netmiðlar falla í almennt þrep, 19% Heimild: WAN-IFRA, RSK FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samkvæmt nýlegum skýrslum frá WAN-IFRA, alþjóðasamtökum dagblaða og útgefenda fréttamiðla, um stuðning ríkisvaldsins við fjöl- miðla er samanburður á rekstrar- umhverfi prentmiðla í helstu ná- grannaríkjum okkar, sem og ríkjum Evrópusambandsins, oftar en ekki íslenskum prentmiðlum í óhag. Sérstök nefnd um rekstrar- umhverfi fjölmiðla var skipuð í árs- lok 2016 og er gert ráð fyrir því að hún muni skila af sér tillögum fyrir lok þessa árs, en ekki er vitað hvers eðlis þær tillögur verða. Hins vegar vakti Bjarni Benediktsson, þá for- sætisráðherra, máls á því í ágúst síðastliðnum að staða fjölmiðla hér- lendis væri slæm og að til greina kæmi að endurskoða skattalegt um- hverfi þeirra. Forvitnilegt verður að sjá hvern- ig hin nýskipaða ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks mun haga þessum málum, en í stjórnarsáttmála henn- ar er kveðið á um að ríkisstjórnin eigi að huga að breytingum á skatt- lagningu á tónlist, íslenskt ritmál og fjölmiðla. Fjögur ríki með 0% Skýrslur þær sem um ræðir eru annars vegar skýrsla WAN-IFRA frá apríl síðastliðnum, „VAT rates applied to news media in EU Member States“, þar sem fjallað er um tilhögun virðisaukaskatts í ESB-ríkjunum, og hins vegar skýrslan „Supporting the media; State measures around the world“, þar sem fjallar er um ríkisstyrki til fjölmiðla um allan heim, en sú skýrsla kom út í júní síðastliðnum. Þegar rýnt er í þessar skýrslur sést að útgáfa prentaðs máls nýtur í flestum ríkjum Evrópu skattalegrar ívilnunar í formi þess að útgáfa dag- blaða er höfð í lægra þrepi virðis- aukaskatts. Samkvæmt upplýs- ingum á vef Ríkisskattstjóra gildir það sama hér á landi, þar sem sala „tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða“ er skilgreind sem vara eða þjónusta sem falli í neðra þrep virðisaukaskatts. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að hér á landi er skatthlut- fall lægra þrepsins 11%, sem er eitt það hæsta í Evrópu. Á sama tíma er meðaltal þess skatts sem Evrópu- sambandsríkin 28 leggja á prentað mál um 6,98%. Þess má geta að lægra þrepið hér var 7% fram til ársins 2014, en þá var ákveðið að hækka það upp í 11%, á sama tíma og almenna þrepið var lækkað í 24%. Þegar horft er til ríkja Evrópu- sambandsins er útgáfa dagblaða undanþegin virðisaukaskatti í þremur ríkjum; Bretlandi, þar sem allt prentað mál er undanþegið virðisaukaskatti, Belgíu og Dan- mörku. Af þeim ríkjum sem setja virðis- aukaskatt á prentmiðla eru Frakk- ar með lægsta hlutfallið, 2,1%, en flest hinna ríkjanna hafa lægra þrepið sitt einhvers staðar á milli 4% og 9%. Almenna reglan er sú að prentmiðlar falla undir lægra þrep- ið en stafrænt efni, eins og til dæm- is vefútgáfur áskriftarblaða, telst til vöru sem fellur undir almennt þrep virðisaukaskatts. Tvö ríki Evrópu- sambandsins, Búlgaría og Slóvakía, skera sig hins vegar úr, þar sem hvorugt ríkið ívilnar prentmiðlum á nokkurn hátt. Í sumum ríkjum, eins og á Spáni og í Króatíu, þurfa prentmiðlarnir að uppfylla skilyrði um auglýsinga- magn til þess að fá lægri virðis- aukaskattprósentu. Þannig þurfa dagblöð á Spáni að afla minna en 75% tekna sinna með sölu auglýs- inga til þess að útgáfa þeirra falli í lægra þrepið en stjórnvöld í Króatíu hafa ákveðið að virðisaukaskattur á prentmiðla sé annaðhvort 5% eða 13%, eftir því hvort að auglýsinga- magnið er meira eða minna en 50%. Þegar horft er til Norðurlanda- ríkjanna fimm sést að Ísland leggur hæsta virðisaukaskattinn á prent- aða fjölmiðla af öllum Norður- landaríkjunum. Sem fyrr sagði inn- heimta dönsk stjórnvöld ekki virðisaukaskatt af sölu prentmiðla en Noregur, sem stendur utan Evr- ópusambandsins, innheimtir hvorki virðisaukaskatt af prentmiðlum né netmiðlum. Sala prentmiðla í Sví- þjóð fellur undir lægra þrep virðis- aukaskattsins, sem er 6% þar. Finn- ar komast hins vegar næst okkur, þar sem lægra þrep virðisauka- skatts nemur 10%. Beinir styrkir í ofanálag Hlutfall virðisaukaskatts segir þó ekki nema hálfa söguna um rekstr- arumhverfið, þar sem sum þeirra ríkja sem fjallað er um í skýrslum WAN-IFRA ívilna fjölmiðlum einn- ig með beinni hætti en með lægra skatthlutfalli, eins og með sér- stökum styrkjum. Á meðal þeirra ríkja sem ívilna prentmiðlum með þeim hætti má nefna Austurríki, Belgíu, Frakkland og Ítalíu. Þá veita stjórnvöld í bæði Dan- mörku og Noregi beina styrki til sumra prentmiðla. Í Danmörku eiga prentmiðlar með fleiri en þremur starfsmönnum sem fjalla um stjórn- mál og menningu rétt á styrkjum frá ríkinu, og nemur heildarupphæð þeirra styrkja sem þar er úthlutað um 446 milljónum danskra króna, eða sem nemur tæpum 7,4 millj- örðum íslenskra króna. Í Noregi eiga prentmiðlar sem gefnir eru út í 6.000 eintökum eða minna rétt á framleiðslustyrk frá ríkinu, og nema styrkirnir um 313 milljónum norskra króna, eða sem nemur tæpum fjórum milljörðum ís- lenskra króna. Skattaumhverfið víðast betra  Prentað mál nýtur ýmiss konar ívilnana í flestum ríkjum Evrópu  Útgáfa dagblaða oftast nær í lægra virðisaukaskattþrepi  Meðaltal lægra þrepsins í Evrópusambandsríkjunum er tæp 7% Morgunblaðið/Eggert Ríkisstjórnin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er meðal annars talað um að hugað verði að breytingum á skattlagningu á fjölmiðla. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Álfheimar 74, Glæsibær | 104 Reykjavík | ynja.is Falleg undirföt og náttföt Þórshöfn | Í Grunnskólanum áÞórshöfn er síðasta vikan í nóv- ember tileinkuð heilsusamlegu líf- erni, svokölluð lýðheilsuvika þar sem nemendur og starfsfólk eru með heilsusamlegt líferni í brenni- depli. Skóladagurinn hefst klukkan átta með því að nemendum býðst ljúf- fengur hafragrautur í mötuneytinu og hafa þeir verið ánægðir með þessa nýbreytni. Í skólanum voru þessa vikuna unnin þemaverkefni sem tengdust góðri heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Matseðill mötuneytisins var einnig á afar heilsusamlegum nótum og vikunni lauk með því að skólinn bauð upp á sparinesti í hollari kant- inum föstudaginn 1. desember sl. Það voru því hressir og hraustir krakkar sem byrjuðu dimma vetr- armorgna á heitum hafragraut áður en verkefni dagsins í skólanum hóf- ust. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Ánægðir unglingar með hafragraut og mandarínur að morgni. Hafragrautur í boði í árlegri heilsuviku nemenda á Þórshöfn  Lýðheilsuvika í grunnskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.