Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Trommararnir sjá um víkinga- klappið og allt þetta húúúh. Sjálfur sný ég yfirleitt baki í völlinn og reyni sem kórstjóri að fá fólk til að syngja með og helst sömu línu og Jói trommari og Benni Bongó eru að syngja. Ef ég missi af stórum hluta leikjanna er ekki annað að gera en að fara aftur upp á Ölver og horfa á leikinn í endursýningu,“ segir Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, stuðningsmannasveitar landsliðsins í fótbolta. Stutt er í hlát- urinn þegar hann lýsir dæmigerðum landsleik hjá þeim samherjunum í framvarðasveit Tólfunnar. Eins og margir aðrir er Tólfan að byrja að undirbúa sig fyrir úrslita- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi næsta sum- ar. Sveinn segist hafa þurft að klípa sig nokkrum sinnum í handlegginn áður en hann trúði því að það væri raunverulegt að Ísland ætti að mæta Argentínu í Moskvu í fyrsta leikn- um. „Síðan fylgja leikir við Nígeríu og Króatíu, þannig að þetta verður full- orðins,“ segir Sveinn. „Mig dauð- langar að fara, en maður verður að sjá til hvað fjárhagurinn leyfir. Það er ekki fyrir hvern sem er að hoppa til Rússlands þó svo að mótið verði örugglega rosalega skemmtilegt.“ Óraunverulegt fyrir sendi- bílstjóra úr Breiðholtinu Sveinn segir að mikil og vaxandi vinna fylgi því að vera í forsvari fyrir áhugamannahópinn Tólfuna, en stjórnarmenn skipti verkefnum á sig. Þeir hafa farið á ráðstefnur til útlanda nokkrum sinnum til að skipuleggja víkingaklappið á sam- komum erlendis og komið fram í heimildamyndum um „íslenska kraftaverkið“. Fjölmiðlar hringi oft og fyrir heimaleiki sé mikið um miðakvabb, sem Tólfan geti sjaldn- ast leyst úr. „Í síðustu viku var mikið að gera þegar dregið var á HM og auk ís- lenskra miðla þá vorum við í sam- skiptum við alheimsmiðla eins og CNN og AP-fréttastofuna. Þetta er miklu meira heldur en óbreyttur fót- boltaáhugamaður og sendibílstjóri úr Breiðholtinu er vanur að standa í. Á ýmsan hátt hefur stússið í kring- um Tólfuna breytt lífinu,“ segir Sveinn. Hann starfar sem bílstjóri hjá Svansprenti og þegar leikdagar nálgast segist hann stundum vera meira í símanum heldur en við akst- urinn. Sveinn er í sambúð og eiga hann og kona hans tvö börn. Þau fara á alla heimaleiki landsliðsins og krakk- arnir hafa farið með þeim á leiki kvennalandsliðsins. „Þetta er að verða fjölskyldusport,“ segir Sveinn. Tólfan er aðili að FSE, regnhlífar- samtökum stuðningsmannasveita landsliða og félagsliða í Evrópu. Sveinn segir að á dagskránni sé að fá aðstoð FSE við að komast í tengsl við sambærilegar sveitir í Argentínu og Nígeríu. Þá er Tólfan í viðræðum við KSÍ um aðgöngumiða og annan undirbúning fyrir HM og segir Sveinn að samstarf Tólfunnar við KSÍ sé mjög gott í alla staði. Hann bendir á að sums staðar erlendis, eins og t.d. í Belgíu og Króatíu, fái stuðningsmannasveitir fjárframlög frá viðkomandi knattspyrnusam- bandi. Skemmtilegra að fara á völlinn Tólfan var stofnuð 2007 af Styrmi Gíslasyni og Benjamín Árna Hall- björnssyni, sem nú er formaður, og hefur alla tíð haft höfuðstöðvar í Öl- veri. Hún var endurvakin 2013 nokkru eftir að Lars Lagerbäck hóf störf sem landsliðsþjálfari, en þá var Styrmi boðið í kaffi með Lars á skrif- stofu KSÍ. Niðurstaðan af þeim fundi var að byggja upp skemmti- legan hóp þar sem gleðin væri við völd. Jafnframt hafi verið ákveðið að Heimir Hallgímsson myndi kíkja í heimsókn til Tólfunnar á Ölver fyrir leiki og það hafi haldist þó svo að Heimir sé fyrir löngu orðinn aðal- þjálfari landsliðsins. Sveinn segir að Tólfumönnum hafi gengið illa að búa til félagaskrá, en áætlar að formlegir félagar séu um 150 og á leiki í undankeppni HM keyptu um 200 manns miða í gegnum Tólfuna. „Í sjálfu sér tilheyra allir Tólfunni sem mæta bláklæddir á leiki og eru tilbúnir að syngja og tralla. Allt hefur hjálpast að, frábært landslið og stór hópur stuðnings- manna þannig að það er orðið miklu skemmtilegra að fara á völlinn en áð- ur. Vonandi hefur Tólfan breytt ein- hverju,“ segir Sveinn. EM eins og ár í skóla Hann segir að það sé þó ekki bara gleði samfara því að fara á völlinn í útlöndum, eins og til dæmis í Evr- ópukeppninni í Frakklandi 2016. Þá hafi verið nauðsynlegt að mæta mörgum klukkutímum fyrir leik, leyfi hafi þurft fyrir hljóðfærum og fánum, sem síðan var komið fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum. Allt hafi þurft að vera samkvæmt ná- kvæmu skipulagi. „Við héldum að þetta væri bara eins og að labba fylktu liði með trommurnar úr Ölveri á Laugardals- völlinn, en annað kom í ljós. Við höf- um öll lært heilan helling í skipu- lagningu, samskiptum og jafnvel tungumálum. Ég lærði meira á EM í Frakklandi heldur en á heilu ári í skóla. Nú er annað stórverkefni framundan og við vitum að þó það sé gaman á leikjunum þá er ofboðslega mikil vinna í kringum þá,“ segir Sveinn. Tólfan hefur breytt lífi og leikjum  Tólfan að byrja undirbúning fyrir HM í fótbolta í Rússlandi  Horfir oft á leikina í endursýningu  „Í sjálfu sér tilheyra allir Tólfunni sem mæta bláklæddir á leiki og eru tilbúnir að syngja og tralla“ Morgunblaðið Skapti Hallgrímsson Samtaka í víkingaklappi Bláklæddir Íslendingar settu mikinn svip á Evrópumótið í Frakklandi 2016. Mikill áhugi virðist vera fyrir keppninni í Rússlandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skemmtun „Þetta verður fullorðins,“ segir Sveinn Ásgeirsson, varafor- maður Tólfunnar, um riðil Íslendinga á HM knattspyrnu í Rússlandi. Sveinn ráðleggur fólki að skipu- leggja sig tímanlega ef það ætli til Rússlands. Hann segist reikna með að færri komist að en vilji á leik Íslands og Argent- ínu. Ef Ísland nái góðum úrslit- um í þeim leik verði tæpast hægt að ákveða á síðustu stundu að skjótast til Rúss- lands til að sjá tvo seinni leikina í riðlakeppninni. Tíma taki að útvega stuðningsmanna- skírteini og óljóst sé hversu marga miða Ísland fái á leikina. Skipulag nauðsynlegt ÓLJÓST MEÐ MIÐAFJÖLDA WW Þvottav 7 KG. 1400 S Eco Bub Verð 59.900, TM 59.90 0,- DV70M Þurrkari 7 KG. barkarlaus þurrkari. Varmadæla í stað elements. A++ Verð 89.900,- Verð nú 119.920,-Verð áður: 149.900,- Uppþvottavél í sérflokki meðWaterwall tækni Framhlið úr burstuðu stáli / Stillingar ofan á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 5 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db / Stillanleg efrigrind / Grind efst fyrir hnífapör með sérstökum "FLEX" bakka / 2 þvottaarmar + "WATERWALL" / Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm Einnig fánleg til innbyggingar Gæðavörur frá traustum framleiðanda á fínu verði SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 samsungsetrid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.