Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Okkar kæri bróðir, hann Viggó, er nú farinn yfir móðuna miklu eftir illvígan sjúkdóm sem allt of marga leggur af velli. Viggó var einstaklega góður og þægilegur drengur,vildi öllum vel, góður við sína nánustu. Það var því mikið áfall þegar lífs- förunauturinn hún Gurrý féll frá. Alltaf eftirminnilegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna. Þau voru bæði svo já- kvæð og hressandi. Það var eftir því tekið hve bróðir okkar hugs- aði vel um hana Gurrý sína, en hún átti við áratuga veikindi að stríða. Minningin um frábær hjón lifir áfram. Megi hin nýja vegferð þeirra hjóna vera stráð geislum kærleikans, varúðarinn- ar, hófseminnar og miskunn- seminnar, sem og hin fyrri. Samúðarkveðja til allra ætt- ingjana og vina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) F.h. systkinanna frá Ljósa- landi Hveragerði, Árni Þorsteinsson. Bæjarlækurinn við Kirkju- hvamm fyrir ofan Hvamms- tanga breyttist skyndilega í vatnsmikið fljót er hreif með sér ungan dreng sem barst langa leið í ísköldu vatninu. Honum tókst loks að grípa í girðingu og var svo bjargað í land af heim- ilisfólkinu. Þessi saga af móð- urbróður mínum, Viggó Þor- steinssyni, sem nú er látinn, er ein af fjölmörgum sögum úr Húnavatnssýslu sem amma Ögn sagði mér og fleiri barnabörnum þegar við vorum í pössun hjá henni á Ljósalandi. Þegar ég var lítill pjakkur fannst mér alltaf einhver dulúð yfir Viggó frænda sem hafði náð að bjargast, nánast á yfirnátt- úrulegan hátt, úr beljandi ánni þrátt fyrir að vera ósyndur á þeim tíma. Maður hafði á tilfinn- ingunni að Viggó gæti allt og hann vildi allt fyrir alla gera. Viggó hafði góða hæfileika í bílaviðgerðum, sem hann sinnti af mikilli lagni og hógværð. Einnig spilaði hann á harmon- íku, var meðal annars í hljóm- sveitinni Tónabræðrum í kring- um 1960. Góðir tónlistarhæfi- leikar eru reyndar hjá öllum Ljósalandssystkinunum. Ef gít- ar, harmoníka eða píanó eru til staðar geta allir spilað og sungið af mikilli innlifun með lífsgleð- ina að leiðarljósi. Það er ómet- anlegt að hafa alist upp við slík- ar aðstæður. Við í Laugaskarði vorum allt- af í miklu sambandi við Viggó, Gurrý og börn, bæði þegar þau bjuggu í Hveragerði og einnig eftir að þau fluttu í bæinn. Bíla- floti okkar var ekki alltaf merki- legur og ófá voru skiptin þar sem Viggó var bjargvættur þeg- ar Laugaskarðsbíll bilaði í Reykjavíkurferð. Viggó starfaði lengi á Lúk- asarverkstæðinu við Suður- landsbraut ásamt góðum afa- bróður, Katli Jónassyni. Þessar ljúfu endurminningar birtast mér stundum í draumi og það er við hæfi að ljúka þessum minn- ingarskrifum um Viggó frænda með því að vekja athygli á ómet- anlegum upptökum sem eru að- gengilegar á YouTube. Þar spil- ar hann lögin Enn birtist mér í draumi og Litlu fluguna á nikk- una, sem eru tvær af dægur- lagaperlum Sigfúsar Halldórs- sonar. Hlýjar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar frá okkur systkinunum og okkar fólki. Blessuð sé minning Viggós Þor- steinssonar. Þorsteinn Hjartarson. Elskuleg vin- kona mín hún Hóffí varð bráðkvödd á heimili sínu nú ný- lega. Eftir þetta mikla og óvænta áfall leita nú óneitan- lega á hugann margar góðar minningar um yndislega og ein- staka vinkonu. Við Hóffí vorum aðeins átta ára stelpuskottur þegar við kynntumst fyrst í Hvömmunum í Kópavogi þar sem við bjugg- um báðar og ólumst upp, lékum okkur við Kópavogslækinn, upp í móa og fórum með nesti upp í Heiði, þar sem Smárahverfið er núna. Traustari vinkonu en Hóffí er ekki hægt að hugsa sér, þannig var það allt frá okkar fyrstu kynnum. Hóffí var einstaklega fyndin manneskja og vel lesin og henn- ar móralski kompás ávallt rétt stilltur og ég sem betur fer svo heppin að fá að njóta visku hennar og góðra ráða alla tíð. Hóffí var vinamörg og nutum við vinahópurinn á æsku- og unglingsárum einstaks húmors hennar sem og frábærs tónlist- arsmekks þar sem Leonard Co- hen, Cat Stevens og Bob Dylan áttu stóran sess. Sjálf er ég þakklát fyrir hin árlegu „húsmæðraorlof“ sem við vinkonurnar áttum saman, en það síðasta var einmitt helgina fyrir andlát Hóffíar. Með Hóffí vinkonu minni átti ég gæðastundir sem ávallt munu eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þegar Kristín eiginkona hennar og besti vinur kom inn í líf Hóffíar fyrir u.þ.b. 26 árum var henni að sjálfsögðu tekið opnum örmum af okkar góða vinahópi. Yndislegi sonur þeirra hann Eldar Hrafn, auga- steinninn hennar mömmu sinn- Hólmfríður Gísladóttir ✝ HólmfríðurGísladóttir fæddist 13. janúar 1959. Hún lést 22. nóvember 2017. Útför Hólm- fríðar fór fram 30. nóvember 2017. ar, býr nú að þeirri visku og ást sem Hóffí ætíð gaf hon- um. Dýrmætar minningar um skemmtileg uppá- tæki eins og þegar hún kenndi honum að skrifa með ósýnilegu bleki munu nú fylgja honum inn í ung- lingsárin og ævina út. Oft er sagt að maður komi í manns stað. Í þessu tilfelli get ég ekki séð það gerast. Hóffí var einfaldlega svo einstök manneskja og mér svo óend- anlega kær. Kristín mín og Eld- ar Hrafn. Ég samhryggist ykkur meira en orð fá lýst. Ástþór, Hrafn- kell og fjölskyldur, samúðar- kveðjur til ykkar allra; minning um góða systur, mágkonu, frænku og vinkonu lifir alla tíð. Sigríður Hallgrímsdóttir. Það var erfitt að fá þær frétt- ir að vinnufélagi okkar og vinur væri látinn. Hólmfríður var einstök kona, traustur vinnufélagi og vinur, heiðarleg í öllum samskiptum og leiðtogi í sínum hópi. Það á eftir að taka okkur langan tíma að átta okkur á því að hún skuli vera farin. Starfsfólk þjónustudeildar LRH á eftir að minnast margra góðra stunda, bæði innan og ut- an vinnu. Hólmfríður var skemmtileg kona og hafði góð áhrif á sam- starfsfólk sitt, góður sögumaður og oft líf í kringum hana. Hún hafði traust okkar allra. Elsku Kristín og Eldar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð og góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk til að takast á við fráfall Hólmfríðar. Blessuð sé minning Hólm- fríðar Gísladóttur. Fyrir hönd vina og vinnu- félaga í þjónustudeild LRH, Kolbeinn R. Kristjánsson. Svona getur lífið breyst snögglega – í stað þess að hitt- ast og spjalla, fá okkur kaffi og taka út síðustu vikur eins og planið var sit ég hér ein og skrifa hinstu kveðju til Hólm- fríðar vinkonu minnar. Við Hólmfríður kynntumst fyrst í sjö ára bekk í Kópavogs- skóla. Ég man hana enn eins og hún var þá – með stóru fallegu augun sín og brúnu flétturnar. Svo einbeitt og flink að teikna og skrifa og reyndar við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrsta minningin mín með Hólmfríði er þegar við sátum í forstofunni heima hjá henni á Fífuhvammsvegi 19 og vorum að býtta á servíettum. Þar var hornsteinn lagður að ævilangri vináttu sem óx í rólegheitum, án þess að við gerðum mikið í því, það var bara svo eðlilegt að við yrðum vinkonur því við átt- um svo margt sameiginlegt. Gengum í skátana, söfnuðum frímerkjum, teiknuðum, elskuð- um ljóð og sögur. Og seinna – reyktum í laumi bak við KRON og vorum staðráðnar í að hætta aldrei að ganga í gallabuxum þó að við yrðum áttræðar. Við vorum nokkur sem héld- um hópinn í árganginum þegar árin liðu og brölluðum margt. Þetta var góður hópur sem Hólmfríður átti stóran þátt í að halda saman. Það var svo gott að eiga hana að vini, hún kunni svo vel að hlusta og skilja, hafði svo óvenjulega gott innsæi í mann- legar tilfinningar. Vissulega gátum við átt til að þrasa og rífast en það entist aldrei lengi og var í raun í mesta bróðerni. Hólmfríður hafði sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd og ég fann snemma hve gott var að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á. Réttlát og raungóð, hrein- skiptin og hlý – það lýsir vin- konu minni svo vel – en líka umfram allt hress og skemmti- leg með óvenjulega mikla kímnigáfu. Það var svo hress- andi og skemmtilegt að hlæja með henni Hóffý. Minningarnar streyma fram. Heil bók dygði ekki til ef ég ætlaði að skrifa allar þær minn- ingar sem ég á með Hóffý minni. Fáa þekki ég sem voru eins fjölskylduvænir og Hóffý. Fjöl- skyldan var henni allt, Kristín hennar sem hún elskaði svo mikið og var svo stolt af og son- ur þeirra hann Eldar. Hvað hún ljómaði þegar hún var að segja okkur af Eldari augasteininum sínum. Hóffý var mikill bókmennta- unnandi og var einstaklega ljóð- elsk. Því kveð ég hana með einu ljóða Hannesar Péturssonar: Í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veizt nú, í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna. Ég er lánsöm að hafa átt þig fyrir vinkonu, elsku Hóffý mín, og ég kveð þig með sárum söknuði og trega en samt með þakklæti því þú auðgaðir líf mitt og gerðir það fallegra, skemmtilegra og dýpra. Minn- ingarnar lifa. Hugur minn er hjá Kristínu og Eldari og öðrum aðstand- endum Hólmfríðar. Allt gott blessi þau og styrki í sorg þeirra. Ólöf Einarsdóttir (Olla). Elsku Kristín og Eldar Hrafn, mín önnur fjölskylda, ég samhryggist ykkur innilega. Ég vildi óska þess að geta komið yfir til ykkar núna og gefið ykk- ur stórt knús. Það er sárt að vera í burtu og fá svona erfiðar fréttir sem virðast fremur óraunverulegar. Í staðinn langar mig að skrifa ykkur stutt bréf sem mun létta á mér og vonandi hjálpa ykkur. Því á svona erf- iðum tíma er mikilvægt að halda áfram að tala um og minnast Hóffí eins mikið og þið þurfið því þannig lifir hún með ykkur í minningunni. Ég veit þið Eldar Hrafn eruð til staðar fyrir hvort annað. Það er þó eins og heimurinn hafi sent mér skilaboð því í morgun fékk ég minningu á Fa- cebook um yndislega kveðju sem hún sendi mér á útskrift- ardaginn minn þar sem hún skrifar: Hún Salvör okkar, barnapían sem að losnar aldrei við okkur, varð stúdent s.l. laugardag. Hún er einstök, falleg, góð, skemmtileg, klár, heiðarleg og algjörlega laus við að vita af öll- um þessum frábæru kostum sínum. Til hamingju elsku Sal- vör okkar og gangi þér jafn vel í næsta áfanga. Að lesa yfir þessa kveðju í dag er erfitt því hún minnir mig á hversu hugulsöm, yndisleg, hjálpsöm og gjafmild Hóffí var. Hún var sjálf laus við að vita af öllum sínum frábæru kostum og nú hef ég ekki tækifæri til að hrósa henni sjálf. Hún var alltaf til staðar fyrir aðra og tilbúin að hjálpa og gleðja fólkið í kringum sig. Hóffí setti sjálfa sig alltaf í annað sæti og ykkur fjölskyld- una í það fyrsta; þar með taldir Bjartur og Máni líka. Það hafa verið forréttindi að þekkja Hóffí og hafa verið tekin inn í fjölskylduna ykkar. Hóffí kynnti mig fyrir öllum ykkar nánustu sem hluta af fjölskyld- unni og þannig hefur mér alltaf liðið. Þið hafið tekið svo fallega á móti mér, leyft mér að passa það dýrmætasta í lífi ykkar og leyft mér að deila uppeldi Eld- ars með ykkur. Lífið ykkar er áberandi fullt af ást og umhyggju sem dreifist á alla í kringum ykkur. Ég mun alltaf muna eftir Hóffí fyrir það hversu einstök hún var, algjör nagli og dugnaðarforkur en ein- staklega mjúk inn við beinið. Hún passaði upp á alla í kringum sig, bæði dýr og menn. Hóffí leyfði öllum að gera mis- tök og leyfði mér aldrei að líða illa þó ég missti hundana ykkar út og týndi þeim hálfan dag, setti öryggiskerfið í gang eða brenndi góða matinn sem þið voruð búnar að elda handa okk- ur Eldari. Þegar ég kom yfir að passa Eldar á kvöldin kom Hóffí alltaf heim með langar og skemmtilegar sögur og afsakaði sig svo fyrir að halda mér leng- ur, en það eru þessi augnablik sem ég kann vel að meta í dag. Allar góðu minningar okkar saman með Hóffí skulum við muna og elska. Ég verð alltaf til staðar fyrir ykkur, jafnvel þó ég sé í öðru landi. Ég elska ykkur. Ykkar Salvör. ✝ Kristín Krist-jánsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1968. Hún lést á heimili sínu í Glostrup, Dan- mörku, 19. nóv- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Kristján Hauksson, f. 10.10. 1944, d. 2000, og Ísfold Aðalsteins- dóttir, f. 20.3. 1946. Kristín á tvær alsystur, Hólmfríði, f. 22.7. 1974, á hún þrjú börn, og Ísfold, f. 18.2. 1986, gift Þórði Birgissyni, f. 14.6. 1983, eiga þau þrjú börn. Einnig átti hún eina systur sam- feðra, Fanneyju, f. 31.1. 1968, gift Brynjólfi Gunnarssyni, f. 26.9. 1966, eiga þau fjögur börn. Hinn 14. nóvember 1987 gift- Bassastöðum í Mosfellsbæ og gekk í Varmárskóla. Ung kynntist hún Kristjáni Viðari og eignaðist hún sitt fyrsta barn 17 ára og annað 19 ára og var heimavinnandi húsmóðir fyrstu ár búskapar þeirra. Helstu áhugamál Kristínar og Kristjáns voru aksturs- íþróttir. Einnig ferðuðust þau mikið innanlands og utan. Kristín vann ýmis störf, m.a. var hún gangavörður í Hjalla- skóla og starfsmaður í Húsa- smiðjunni. Árið 2000 veiktist Kristín al- varlega af taugasjúkdómnum Guillain Barré og var nokkur ár í endurhæfingu eftir það en hóf störf hjá Félagsmiðstöð aldraða við Vitatorg árið 2006. Hún stundaði félagsliðanám með vinnu sinni á Vitatorgi og starf- aði sem félagsliði eftir útskrift. Árið 2013 fékk Kristín heila- blóðfall í höfuðaðgerð. Eftir það lét hún draum sinn rætast um að flytja til Danmerkur ásamt manni sínum. Kristín verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 7. desem- ber 2017, klukkan 13. ist Kristín eig- inmanni sínum, Kristjáni Viðari Bárðarsyni, f. 5.1. 1964. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Við- ar, f. 7.11. 1985. Kærasta hans er Díana Rún Rúnars- dóttir, f. 19.9. 1992. Börn hans eru Al- exander Búi, f. 30.4. 2011, og Úlfur Máni, f. 9.2. 2017, stjúpdætur hans eru Hafdís Fjóla, f. 30.1. 2007, og Emelía Ósk, f. 8.10. 2012. 2) Jóhanna Maggý, f. 30.8. 1987. Unnusti hennar er Kon- ráð Ari Skarphéðinsson, f. 26.12. 1985. Sonur þeirra er Skarphéðinn Snær, f. 16.1. 2017, og stjúpdóttir hennar er Natalía Rún, f. 15.8. 2010. 3) Hjalti Snær, f. 10.3. 1994. Kristín sleit barnsskónum á Elsku mamma, mér finnst svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa til þín hinstu kveðju. Þú varst alltaf klettur í mínu lífi og studdir við bakið á mér, sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Þú tókst öllum vel og dæmd- ir engan og heimili ykkar pabba var alltaf opið öllum sem okkur tengdust. Þú tókst öllum þínum áskor- unum með jafnaðargeði og ákveðni um að sigra. Síðasta áskorunin var þó of erfið og náði krabbameinið því miður yfirhöndinni. Ég er þakklát fyrir það að við systkinin og Skarphéðinn Snær vorum úti hjá þér síðustu dagana og náð- um við að eiga góðar stundir saman. Mamma, ég er svo þakklát fyrir það að Skarphéðinn náði að kynnast þér áður en þú fórst frá okkur. Hann er ennþá lítill en hann þekkti þig alltaf þegar þú birtist á skjánum á símanum og ullaði á þig eins og þú varst búin að kenna honum. Hann var alltaf glaður og spenntur að sjá ömmu og afa í Danmörku og gátum við talað við ykkur um allt og ekkert í lengri tíma. Þú varst svo hamingjusöm og ánægð með lífið eftir að þið pabbi fluttuð til Danmerkur og þó að fjarlægðin væri erfið var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkkar og gott að fá þig í heimsókn til okkar. Þú varst ekki lengi að koma yfir t.d. þegar ég lá á spítala þegar ég var ólétt að Skarp- héðni, þá pantaðir þú flug um leið og keyptir auðvitað nóg af fötum á strákinn til þess að koma með. Ég er svo ánægð með að við eyddum tveimur síðustu sum- arfríum með ykkur pabba. Fyrst komum við Konni til ykk- ar og við eltum landsliðið í fót- bolta á EM í Frakklandi og svo komum við með krakkana sum- arið eftir og fórum í Legoland og fleira. Þetta eru minningar sem eiga eftir að hlýja okkur um hjartarætur og er ég þakk- lát fyrir það. Nú heyri ég Skarphéðin og pabba hlæja saman og græt yf- ir því að þú fáir ekki að horfa á strákinn minn vaxa úr grasi því ég veit að hann átti stóran stað í hjarta þínu. Ég veit þó að þú fylgist með okkur og passar upp á okkur þó að við sjáum þig ekki lengur. Eins og þú sagðir alltaf við mig: ég elska þig eins og þú ert. Þín dóttir, Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir. Kristín Kristjánsdóttir gerð- ist félagi í Klúbbnum Geysi vorið 2004. Hún varð strax virkur þátttakandi í vinnumið- uðum degi í klúbbnum og frá- bær fyrirmynd dugnaðar og sjálfstæðis. Þannig setti hún sjálfri sér jákvæða framtíðar- sýn og náði að gera hana að veruleika þrátt fyrir á stundum erfiða baráttu á öðrum vígvöll- um lífsins. Kristín náði markmiðum sín- um varðandi nám og vinnu með þátttöku í ráðningu til reynslu á vegum klúbbsins. Klúbburinn Geysir átti alltaf góðan stað hjá Kristínu en tengslin urðu fjar- lægari er árin liðu sérstaklega þó eftir að hún flutti til Dan- merkur. Við þökkum Kristínu sam- ferðina og vottum fjölskyldu hennar samúð. Kveðja frá félögum og starfsfólki Klúbbsins Geysis, Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Kristín Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.