Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 ✝ Margrét Árna-dóttir, eða Magga Árna eins og flestir þekktu hana, fæddist á Há- nefsstöðum, Seyð- isfirði, 1. október 1928. Hún lést á Landspítalanum 24. nóvember 2017. Hún var yngst fjögurra barna hjónanna Árna Vil- hjálmssonar útvegsbónda og Guðrúnar Þorvarðardóttur hús- freyju frá Keflavík. Bræður Margrétar, þeir Vilhjálmur, Þorvarður og Tómas, eru allir látnir. Eins og mörgum konum af hennar kynslóð var Margréti ekki ætlað að ganga mennta- veginn líkt og bræður hennar. Hún var búin að fá inngöngu í Íþróttakennaraskólann þegar faðir hennar greip í taumana og kvæmdastjóra. Þeirra börn eru Margrét, Ragnheiður og Guð- jón. Barnabarnabörnin eru sjö. Magga Árna var listfeng og hugmyndarík og fór sínar eigin leiðir. Hún byrjaði snemma að hanna fatnað og kom á fót lítilli saumastofu sem framleiddi vörur hennar. Sú starfsemi fékk nafnið Sportver. Fyrirtækið óx og dafnaði og um síðir stjórnaði Margrét Árnadóttir stórum vinnustað, þar sem tugir kvenna sóttu lifibrauð sitt. Þar var saumaður íþróttafatnaður á landsmenn, auk tískuklæða og ullarvöru. Hún yfirgaf Sportver þegar fyrirtækinu var mörkuð ný slóð, sem var framleiðsla Kóróna-jakkafata, og hélt sínu striki með íslensku ullina undir merkinu Sheepa. Árið 1993 varð vörumerkið M-Design til. Íslenska ullin var áfram í öndvegi og nýjar vöru- línur hafa æ síðan notið mikilla vinsælda Íslendinga og ferða- manna. Magga Árna sinnti sköp- unarverkum sínum meðan kraftar leyfðu. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. desem- ber 2017, klukkan 15. sendi hana í Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Hún flutti eftir það til Reykjavíkur og fékk skrifstofustarf í Mjólkurstöðinni, höfuðstöðvum Mjólkursamsöl- unnar. Hún giftist árið 1951 Guðjóni Val- geirssyni lögfræð- ingi. Börn þeirra eru: 1) Val- geir, f. 23.1. 1952, tónlistarmaður og fé- lagsráðgjafi, kvæntur Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, rit- höfundi og námsráðgjafa. Þau eiga þrjú börn. 2) Guðrún Arna, f. 13.6. 1957, hjúkrunarfræð- ingur á LSH, hún á börnin Bjarna Þór og Eddu Björk. 3) Sigríður Anna, f. 2.2. 1959, skólastjóri Ísaksskóla, gift Ragnari Marteinssyni fram- Ég hitti Margréti Árnadóttur tengdamóður mína fyrst í mars 1976. Ég var að koma heim til Siggu minnar í fyrsta sinn, í Breiðás 2 í Garðabæ. Ég man þegar ég heilsaði henni en hún var eitthvað að föndra og horfa á sjónvarpskrossgátuna sem ég tók strax þátt í. Seinna komst ég að því að ég hafði hitt Margréti og fjölskyldu áður á Sauðárkróki, líklega í kringum 1963 þegar ég var sex ára. Þá kom fjölskyldan í heimsókn á Ægisstíg 1. Þau komu til Jóa Hansen, pabba besta vinar míns, Árna. Vaknaði þessi minning þegar ég sá ljós- mynd af Siggu minni, Guðrúnu Örnu og Elínu systur Árna sem tekin var uppi á móum. Við Árni vorum með þegar myndin var tekin og horfðum á. Ástæða heimsóknarinnar var að Jói og Kiddi leigðu hjá Margréti í Reykjavík en þeir keyrðu vöru- flutningabíla á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Allt frá fyrstu kynnum og til síðasta dags héldum við Magga mikið upp á hvort annað. Hún var besta tengdamamma sem hægt er að hugsa sér. Ég byrjaði að aðstoða hana við eigin rekstur í ullarbransanum fljótlega eftir að hún flutti suður frá Ísafirði á miðjum níunda áratugnum. Hún var alltaf með eitthvað á prjón- unum og var mjög næm á alls kyns viðskiptatækifæri. Hún stofnaði M-Design og hannaði helling af vörum sem lifa enn í dag. Ég tók við rekstri M-Design fyrir nokkrum árum en hún hætti aldrei. Við unnum mikið saman í ullinni og í lokin sá hún um merkimiðana og hafði alltaf mikinn áhuga á hvernig gengi og hvað væri að seljast. Eitt sinn, þegar við fluttum M- Design lagerinn í Bolholtið kom upp skemmtilegur misskilningur hjá okkur. Fyrri leigusamningur hafði verið með virðisaukaskatti en í Bolholti var leigan án vasks eins og gerist. Magga skoðaði húsnæðið í Bolholti og á miðjum veggnum var stærðar vaskur. Ég sagði henni að nú væri leigan öðruvísi því það væri enginn vaskur í Bolholti. Hún vissi bet- ur, var nýbúin að skoða og sagði að Bolholtið væri sko víst með vaski. Ég fór að reyna að útskýra en henni varð ekki haggað, Bol- holtið var með vaski! Magga var alla tíð eins og sannur listamaður. Hún vissi ekkert hvaðan peningar komu og alls ekki hvert þeir fóru. Papp- írar aðrir en bækur og blöð voru fyrir henni og safnaði hún því bara saman í bunka og afhenti mér svo úttroðið umslag eða kassa. Henni þótti þetta þægilegt og mér þótti bæði vænt um og skemmtilegt að sjá um þetta fyr- ir hana. Þegar ég lít til baka með þakk- læti og söknuði sé ég að farin er ein magnaðasta og skemmtileg- asta kona sem ég hef kynnst. Ragnar Marteinsson. Þegar ég lít yfir farinn veg og þau 42 ár sem ég hef verið sam- ferða tengdamóður minni, Mar- gréti Árnadóttur, leita á mig bæði minningar og vangaveltur um lífið og tilveruna. Augasteinninn, frumburður og einkasonur Margrétar, leiddi mig á hennar fund við nokkuð óvenjulegar aðstæður. Við Val- geir höfðum átt okkar stefnumót um hríð og tengst, en Margréti hitti ég fyrst eftir að hafa lent í slæmri bílveltu með Spilverki þjóðanna á leiðinni frá flugvell- inum á Ísafirði inn í bæinn. Þeg- ar loks kom að fyrsta fundi okkar vantaði bæði í mig framtönn og varir mínar voru saumaðar og bólgnar og taugakerfið ekki upp á marga fiska. Margrét vissi auðvitað að son- ur hennar var enginn venjulegur maður og vildi veg hans sem mestan í makavali. Í þessu bága ástandi hef ég vafalítið ekki kom- ið henni fyrir sjónir sem vænn kostur. En árin liðu og örlög spunnust fyrir tilstuðlan draumaprinsins míns og augasteinsins hennar. Við vorum ólíkar á svo mörgum sviðum og gengum því ekki alltaf í takt og stigum oft á tærnar hvor á annarri. Margrét var alltaf stór í snið- um, full af skapandi krafti og dugnaði og hafði þann einstaka eiginleika að geta lokað á erfið áreiti og skipt um umræðuefni þegar svo bar undir. Til að eiga farsæl samskipti við aðra sem hafa frábrugðna eiginleika getur verið gott að hugsa um okkur sem mismun- andi hljóðfæri í hljómsveit lífsins og hvernig samspilið getur orðið að heildstæðu og fallegu tón- verki. Þessari sýn náðum við Magga tengdó smátt og smátt og við fundum okkur meira að segja vel í því að dást hvor að annarri síðustu árin. Það var sama hvert ég kom, þar sem fólk þekkti til Möggu, alls staðar var haft á orði: „Já, hún er ótrúleg kjarna- kona.“ Það átti svo sannarlega við fram á síðasta dag, kappið og skýra hugsunin lét aldrei undan. En barnssálina hélt þessi greinda kona líka betur í en flest- ir þeir sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Hún leyfði sér að skoða heiminn á þeim forsendum og varpa fram spurningum í anda barnsins. Þegar hún lá sína stuttu bana- legu á Landspítalanum horfði hún á afkomendurna með sínum fallegu augum og sagði: „Vitið þið að ég kann ekki að deyja.“ Nú þegar ég kveð þessa mögn- uðu ömmu Möggu barna okkar Valgeirs bætist við enn ein kjarnakonan í raðir formæðra þeirra. Takk fyrir að skilja svo mikið eftir, elsku Magga, frum- kvöðull og listakona með botn- lausan íþróttaáhuga. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Amma okkar Magga var nokk- uð mikið öðruvísi en þær stað- almyndir af ömmum sem við lás- um um í barnabókunum þegar við vorum lítil. Hún var athafna- kona sem hóf rekstur langt fyrir sína samtíð og hönnun á eigin vörum og hafði ávallt á bak við sig dyggan flokk saumakvenna. Skrifstofa M-Design og lager- vörur lengi vel í bílnum hennar sem hún ók greitt á milli búða og seldi eins og engin væri nóttin. Hún var alltaf smart, ekki síst í eigin hönnunarfatnaði og fylgi- hlutum og fylgdist með hvert sem litið var þegar kom að hönn- un og tísku, pólitík, íþróttum og bráðnaði alveg ofan í skó fyrir stjörnum á jörðu sem böðuðu sig í kastljósum frægðar og frama. Tónlistarferill pabba okkar, Valgeirs Guðjónssonar, hitti hana því í hjartastað enda kenndi hún honum fyrstu gripin og kunni að við teljum minnst sjötíu prósent af lögunum hans sem er enginn smá bálkur. Þegar hún skellti sér í ömmuhlutverkið og bauð stórfjölskyldunni í kjötsúpu eða saltkjöt og baunaveislu í 40 fm íbúðinni sinni var það jafn herleg veisla og engu minni í sniðum en hefði hún búið í veg- legu einbýlishúsi. Þegar allir voru saddir tók amma fram gít- arinn og rétti pabba og hópurinn var ekki lengi að taka við sér, kætast og leggja sitt af mörkum til að gleðja þessa hrifnæmu ætt- móður og þakka fyrir þær góm- sætu kræsingar sem hún hafði fram borið. Þær sagðist hún elda í anda Húsmæðraskólans á Ísa- firði þangað sem hún var send til náms ung að árum. Amma Magga var alltaf stór í sniðum og nú þegar við kveðjum hana á einu af uppáhaldstímabil- um hennar á árinu getum við ekki annað en hugsað til allra ár- anna þegar risavaxnir skrautleg- ir jólapokarnir hennar bárust í hús. Með elskandi blessunarkveðj- um frá ömmubörnunum þínum, Árni Tómas, Arnar Tómas og Vigdís Vala. Elsku amma Magga var stór- kostleg kona, sú besta. Ég sakna hennar óskaplega. Við vorum perluvinkonur alla tíð, enda merkir nafnið okkar perla. Ég var skírð í höfuðið á ömmu og í hvert sinn sem við töl- uðum um það minntist amma dagsins sem ég fæddist og hversu mikið og hátt hún grét þegar hún kom upp á fæðingar- deild og pabbi sagði henni að ég ætti að heita Margrét. Hún sagði alltaf að það væri mikil blessun að heita í höfuðið á einhverjum og mér þykir ákaflega vænt um nafnið okkar. Langömmubörnin voru í miklu uppáhaldi. Hún söng vísu fyrir Dag Orra og Bjarka Hrafn, strákana mína, þegar þeir voru litlir og upp frá því varð amma Magga dommendæ til, sem lang- ömmubörnin öll elskuðu og dáðu. Ömmu þótti mjög vænt um þessa nafnbót og söng vísuna góðu í tíma og ótíma. Enginn talaði jafn fallega við mann og amma og minnist ég sérstaklega aðdáunar hennar á okkur mæðgum, mér og Söru Karítas minni. „Þið eruð svo fal- legar,“ sagði hún í hvert sinn sem við hittumst. Þá kallaði hún mig alltaf „magna mater“, því henni þótti lífið hjá mér svo stórt með öll þessi börn. Einnig var hún mikill aðdáandi Garðars míns í fótboltanum og fylgdist vel með öllum hans ferli. Hún kom oft á völlinn með okkur og meira að segja alla leið til Noregs, þar sem Garðar skoraði tvö mörk fyrir hana. Allir dagar með okkur „unga fólkinu“ eins og amma sagði voru eins og aðfangadagur, svo gaman hafði hún af samverustundum með fjölskyldunni. Salíbuna í gegnum Skeifuna var líka eins og ferð til Hollywood, en ekki hvað? Gleðin skein af henni í návist okkar og viðhorf hennar til lífsins tek ég mér til fyrirmyndar alla daga. Ástin í poka sem aldrei má loka. Ef hún hefði ekki verið til, þá væri ég ekki til. Elsku amma, ég elska þig inn í bein. Þangað til næst. Þín nafna, Margrét Ragnarsdóttir. Amma Magga var skemmti- legasti og besti vinur minn. Þeg- ar ég var lítill var ég vanur að gista hjá henni í sófanum. Það var oftast um helgar og við vor- um alltaf hlæjandi og syngjandi. Svo horfðum við á golfið þangað til vel eftir miðnætti og sváfum svo alltaf út. Við keyrðum út um allt á Löd- unni hennar í gamla daga. Við elskuðum að vera saman í bíl. Við vorum oftast með troðfullan bíl af ull sem við keyrðum í aðra hverja búð í miðbænum. Við vorum allt- af með alla glugga opna og í minningunni var alltaf sól og sumar. Amma lækkaði alltaf í út- varpinu og beið eftir að ég byrj- aði að syngja Spilverkið eða Stuðmenn. Þá tók hún undir og endaði öll lögin á að segja: „Guð, ég fæ bara gæsahúð.“ Einn besti dagurinn okkar saman var fyrir tveimur árum. Ég sótti hana fyrirvaralaust og sagði henni að setjast inn í bíl. Ég keyrði upp í Heiðmörk þar sem við fórum út úr bílnum. Ég sagði henni að standa á ákveðnum stað og ég tók myndir af henni. Skógurinn var vígaleg- ur í bakgrunni og hún var eins og drottning í haustsólinni, brosandi út að eyrum. Ég fór síðan með hana á púttsvæðið í Garðabæ og leyfði henni að æfa sig að pútta. Hún var mikill golfari og á þess- um tíma hafði hún ekki snert kylfu í mörg ár. Hún setti kúlu niður og púttaði 8 metra, beint ofan í holuna. Við sprungum úr hlátri og ákváðum að kalla þetta gott. Við enduðum svo daginn í bakaríi þar sem amma talaði við aðra hverja manneskju sem kom inn. Hún vildi vita allt um alla. Þegar við vorum að kveðjast þá horfði hún í augun á mér og sagði: „Ég get ekki lýst því hvað þetta var gaman.“ Amma var stór hluti af lífi mínu. Hún setti hendurnar alltaf upp í loft, eins og maður gerir þegar maður þakkar almættinu, þegar hún kom til dyra. „Guð, ég Margrét Árnadóttir Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan ERFIDRYKKJUR Veislulist sér um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í sali eða heimahús. Í yfir 35 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. Sjá nánar á heimasíðu okkar www.veislulist.is s: 555 1810 veislulist@veislulist.is Okkar ástkæra HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Dalbraut 20, Reykjavík, sem lést 22. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. desember klukkan 13. Greta Jónsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Maðurinn minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR HJÖRLEIFSSON húsasmiður, Sléttuvegi 31, andaðist mánudaginn 27. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skálasjóð Skógarmanna KFUM, kt. 521182-0169, reikningsnr. 0117-05-189120. Hulda Ottósdóttir Þormar Ottó Þormar Hrafnhildur Geirsdóttir Hanna Þormar Hreinn Þormar Teresa Fullerton-Þormar afabörn og langafabörn Faðir minn, MAGNÚS SNÆDAL RÓSBERGSSON málfræðingur, Ránargötu 35a, Reykjavík, lést sunnudaginn 3. desember. Útförin verður auglýst síðar. Kári Magnússon Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Giljalandi 15, Reykjavík, er látin. Árni Gunnarsson Sigríður Árnadóttir Auður Þóra Árnadóttir Höskuldur Björnsson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.