Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017
Vestfirðingar hafa
búið við fólksfækkun í
mörg ár. Tekist hefur
með dugnaði og at-
vinnuuppbyggingu í
fiskeldi að snúa því
dæmi við á sunnan-
verðum Vestfjörðum.
Þaðan eru flutt dag-
lega með sex flutn-
ingabílum útflutnings-
verðmæti fyrir um 40
milljónir króna. Enn
eru vegir um Gufudalssveit gamlir
moldar- og malarvegir, brattir og
með þröngar beygjur. Þar skapast
hættur, einnig fyrir skólabílinn
sem sækir börn daglega þessa leið
yfir veturinn.
Í meira en 20 ár hefur verið
rædd vegalagning um Gufudals-
sveit. Alltaf er því slegið á frest
vegna mótmæla og dómsmála.
Gilsfjarðarbrúin
Í Morgunblaðinu 30. nóvember
sl. er grein sem ber yfirskriftina
Hernaðurinn gegn fjörðunum við
norðanverðan Breiðafjörð. Þar
skrifa menn sem vilja hafa firðina
fyrir sig óbreytta um ókomna
framtíð. Þeir segja að það hafi
verið „umhverfisskemmdarverk“
að brúa Gilsfjörð, en sú fram-
kvæmd komst í gagnið 1998. Vet-
urinn 1996-1997 þurfti ég að keyra
gamla veginn um Gilsfjörðinn
tvisvar í mánuði til að sækja fundi
í Reykjavík. Oft var blindbylur,
lítið skyggni og hálka á vegi. Með
hugann við það hve mörg mann-
skæð slys höfðu orðið þar á liðnum
árum vegna skriðufalla og snjó-
flóða hlakkaði ég mik-
ið til þess að vera laus
við þennan veg, þegar
brúin kæmi yfir fjörð-
inn. Gilsfjarðarbrúnni
var mótmælt á sínum
tíma en aðallega
vegna þess að rauð-
brystingurinn þyrfti
að hafa þar viðdvöl á
leirunum til fæðuöfl-
unar á ferðum sínum
vor og haust. Helst
var að heyra á þeim
sem þannig töluðu að
fuglategundin myndi
deyja út eftir þessa brúargerð. En
hvað gerðist? Jú, fuglinn leitaði
sér fæðu í öðrum fjörðum í kring
og reyndar mynduðust smám sam-
an nýjar leirur fyrir neðan brúna
þar sem sjá má mikið fuglalíf.
Náttúran er nefnilega síbreytileg
og lagar sig að aðstæðum. Gamli
vegurinn um Gilsfjörðinn er eftir
sem áður keyrður að sumarlagi og
hægt að njóta þar náttúrunnar
þegar vel viðrar.
Nú vilja þeir menn sem skrifuðu
greinina um Hernaðinn gegn
fjörðunum við norðanverðan
Breiðafjörð koma í veg fyrir að
fleiri firðir séu brúaðir á þeirri
leið. Rökin eru m.a. að það sé
sjónmengun að horfa út firðina og
sjá mannvirkin þar sem vegurinn
muni liggja yfir fjörðinn. Nú eru
brýrnar lengri og betri vatna-
skipti. En geta ferðamenn ekki
notið náttúrunnar þó að einhver
merki séu um mannlíf og atvinnu-
líf? Nú fær botn fjarðanna að vera
í friði og þar þrífst bæði gróður og
fuglalíf. En það er gott að vera
laus við að aka undir bröttum hlíð-
um þar sem hætta er á snjóflóði
eða skriðuföllum. Að tala um eyði-
leggingu fjarðanna við þverun
finnst mér alveg fráleitt. Gils-
fjörður var brúaður fyrir 20 árum.
En þó Gilsfjörðurinn líti í dag út
eins og fallegt stöðuvatn þá sé ég
ekkert athugavert við það. Mikið
er rætt um virkjun sjávarfalla. Í
framtíðinni mætti nota straum-
röstina undir brúnni til að fram-
leiða rafmagn. Það er nóg til af
fjörðum við Ísland sem aldrei
verða brúaðir.
Teigsskógur
Allir Íslendingar þekkja umræð-
una um Teigsskóg og vegalagn-
ingu þar. Fyrir um 20 árum var
auglýst skipulag í Reykhólahreppi
með vegalagningu um Teigsskóg
og fyrir Hallsteinsnes sem kæmi í
stað hins stórhættulega vegar yfir
Hjallaháls. Það lenti í mótmælum
og málaferlum sem stóðu í mörg
ár og var lokið með dómi Hæsta-
réttar sem hafnaði vegalagning-
unni. En ekki vegna skógarins
heldur vegna þess að ekki væru
nægar rannsóknir til á botnlífi
fjarðanna sem átti að brúa um
leið. Á þeim tíma sögðu mótmæl-
endur að gera ætti jarðgöng í
gegnum Hjallaháls í staðinn. Ekk-
ert bólar á slíkri tillögu af neinu
viti og engar rannsóknir hafa farið
fram. Nú er búið að rannsaka botn
fjarðanna og þar er heldur dauft
botndýralíf, enda tæmast firðirnir
af sjó tvisvar á sólarhring. Teigs-
skógur er gamall beitarskógur,
birkihríslur eins og sjá má í öllum
dölum á sunnanverðum Vest-
fjörðum. Eftir að hafa fylgst með
vegarlagningu um Barmahlíð fyrir
20 árum, en þar er einnig birki-
skógur, treysti ég Vegagerðinni
fullkomlega til að fara með gætni í
gegnum Teigsskóg þó þar verði
lagður vegur. Við bíðum ekki í
önnur 20 ár til þess að komast á
jarðgangalistann. Til gamans má
geta þess að sl. 15 ár hef ég rækt-
að skóg á mínu landi í Reykhóla-
hreppi og þar af gróðursett u.þ.b.
45.000 birkiplöntur, og fræið er
tínt á þessum slóðum.
Lokaorð
Við Vestfirðingar erum búin að
fá meira en nóg af því fólki sem
býr við bestu aðstæður allt árið
hvað varðar samgöngur og þjón-
ustu, en vill fá að ráða því að
Vestfirðir verði aðeins sumar-
paradís fyrir ferðamenn og þar
megi helst ekkert gera til að bæta
mannlíf og atvinnulíf. Er það að-
eins náttúran sem á að njóta vaf-
ans en aldrei mannfólkið sem vill
búa með náttúrunni? Vilja menn
að allir Vestfirðir verði eyðibyggð-
ir? Hver á þá að þjóna ferðamönn-
unum sem leggja þangað leið sína?
Samfélög verða að fá að þróast og
taka þátt í þeirri uppbyggingu
sem á sér stað í landinu. Náttúran
er lifandi og síbreytileg. Vestfirðir
geta áfram verið náttúruparadís
þó lagðir verði öruggir vegir til að
ferðast um.
Hernaðurinn gegn mannlífi á Vestfjörðum
Eftir Jónu Valgerði
Kristjánsdóttur »Er það aðeins nátt-
úran sem á að njóta
vafans, en aldrei mann-
fólkið sem vill búa með
náttúrunni?
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Höfundur er skógarbóndi í Reykhóla-
sveit og fv. sveitarstjóri þar.
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Atvinna