Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Rannsóknir sýna að það er ekkert sem læt- ur börnum líða verr en að hafa orðið fyrir ein- elti og útilokun. Jafn- vel ofbeldi og van- ræksla af hendi fullorðinna sest í annað sætið í rannsókn á veg- um Warwick-háskóla sem kannaði tengsl sjálfsvígshugsana, kvíða og þunglyndis við erfiðleika í æsku. Þar höfðu 29,7% svarenda lent í einelti en 8,5% höfðu orðið fyrir vanrækslu/ misbeitingu. Samfélagið, umhverfið og jafn- ingjar okkar skipta gríðarlegu máli fyrir sjálfsmyndina. Samfélagið seg- ir okkur að misbeiting barna sé óréttlát og fær sá sem verður fyrir slíku ákveðna svörun frá samfélag- inu um að það sé ólíðandi. Þeir sem hinsvegar verða fyrir útilokun frá jafningjum sínum upplifa annað, hjá þeim er stutt í ranghugmyndir um að eitthvað sé að þeim sjálfum. Þessar ranghugmyndir taka menn svo með sér út í lífið. Brottfall úr námi Mörg barna sem verða fyrir úti- lokun flosna upp úr námi og enda í óreglu. Einhver þeirra munu leita á náðir hefðbundinna og óhefðbund- inna lækninga. Með óhefðbundnum lækningum er hér átt við Bakkus frænda, félagslega einangrun og veruleikaflótta af ýmsu tagi. Þar kemur tölvu- og netfíkn til bjargar einmana sál- um. Hér hefur skólakerf- ið okkar brugðist. Skólakerfi sem skilar föstu hlutfalli nemenda, ár eftir ár, óhæfu til að takast á við lífið, er óásættanlegt kerfi. Þetta er ekki aðeins réttlætismál gagnvart þeim sem verða fyrir fé- lagslegri útilokun, held- ur kostar þetta þjóðfé- lagið gríðarlegar fjárhæðir. Skýrsla á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu mat sem svo að tapið vegna brotthvarfs nema á framhaldsskólastigi árið 2012 væri í námunda við 52,2 milljarða það árið. Jaðarsetning er ekki náttúrulögmál Á meðfylgjandi grafi má sjá að staða þessara hópa sem flosna upp úr skólakerfinu hefur versnað að undanförnu. Eftir aldamótin og fram til ársins 2008 voru ca þrír grunn- skólamenntaðir á móti hverjum ein- um háskólamenntuðum utan vinnu- markaðar. Nýjustu tölur sýna hinsvegar að þetta hlutfall hefur aukist í fjóra á móti hverjum einum. Neikvætt viðhorf samfélagsins til þeirra sem ekki uppfylla kröfur þess til menntunar er spádómur sem upp- fyllir sig sjálfur. Við búumst við því að þeir sem eru með litla menntun séu minna virði á launamarkaði. For- dómar sem þessir auka líkurnar á að félagsleg staða afkomenda þeirra verði verri en annarra. Fátækt og fé- lagsleg vandamál valda því að þau fá ekki nægjanlega góða menntun og uppeldi, sem aftur ýtir þeim út á jað- arinn á fullorðinsárum. Í miðju þess- arar hringrásar er viðhorf okkar til jaðarsettra, sem ýtir á eftir hring- ekjunni á öllum stigum. Ábyrgð menntastofnana Baráttan við einelti í grunnskólum er nauðsynlegur partur af því að tak- ast á við félagslega útilokun og jað- arsetningu í samfélaginu. Ætla má að einelti í grunnskólum sé meg- inorsök þess að ungt fólk svipti sig lífi og sé meginorsök þunglyndis og kvíða hjá ungmennum. Ábyrgð menntastofnana er að koma í veg fyrir einelti og félagslega útilokun á skólatíma. Þeir sem ekki finna sig í hefð- bundnum bóknámsgreinum eru einnig líklegir til að þrífast illa í skólakerfinu. Ábyrgð skólakerfisins er þá að bjóða upp á fleiri tækifæri til menntunar fyrir þennan hóp. Í könnun á vegum Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins er viðhorf nemenda til verklegs og bóklegs náms í grunnskóla borið saman við brottfall og kom þar fram mikill skortur í framboði verklegra greina. Meira en helmingur þeirra sem lík- aði betur verklegt nám útskrifaðist ekki úr neinu námi. Jafnvel þeir sem „geta ekki gert upp á milli“ velja á endanum flestir bóklegt nám, að lík- indum því þar er meira framboð af námi víða um landið. Ábyrgð atvinnulífsins Atvinnurekendur, yfirmenn og samstarfsmenn bera ábyrgð á að búa til umhverfi sem tekur vel á móti jað- arsettum einstaklingum. Atvinnulífið mætti taka til skoð- unar að slaka á menntunarkröfum og finna aðrar leiðir til að mæla færni. Í mörgum iðngreinum er t.a.m. boðið upp á svokallað „raunfærnimat“ þar sem iðnnemar geta fengið reynslu sína metna til eininga í skóla. Slíku „raunfærnimati“ væri vel hægt að beita við mannaráðningar í mörgum greinum í stað þess að horft sé á skólaskírteini. Atvinnulífið gæti auk þess, í samstarfi við skólana, einfald- að námsleiðir fyrir margar greinar. Ábyrgð stjórnmálanna Aðalnámskrá grunnskóla er í valdi okkar að breyta þannig að hún mæti þörfum þeirra sem ekki finna sig í bóknámi. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd er mikið ójafnvægi milli bóklegra og annarra greina. Það er svo sveitarfélaganna að búa öllum börnum öruggt umhverfi þar sem þau verða ekki fyrir útilokun og einelti. Samkvæmt könnun Olweus- aráætlunarinnar frá 2015 segja 5% stúlkna og 4% drengja sér líða illa eða mjög illa í skóla. Þetta er óásættanleg tala. Við verðum að gera betur. Framtíð þessa hóps er í húfi. Eftir Viðar Frey Guðmundsson »Ætla má að einelti í grunnskólum sé meginorsök þess að ungt fólk svipti sig lífi og sé meginorsök þunglyndis og kvíða hjá ungmennum. Viðar Freyr Guðmundsson Höfundur er félagsmálafrömuður. vidarfreyr@vidarfreyr.is Hringrás félagslegrar útilokunar Verklegt Bóklegt Viðmiðunarstundaskrá úr Aðalnámskrá grunnskóla 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 Heildarmínútur á viku samanlagt fyrir 1.–10. bekk Námsstaða við 24 ára aldur eftir afstöðu til verklegs og bóklegs náms í efri bekkjum grunnskóla – hundraðshluti Hlutfall utan vinnumarkaðar eftir menntunarstöðu (%) Það hefur verið margt sagt og ritað síðan hrunið varð og allt var í kaldakoli, en á fáu hefur meira verið klifað en því sem Geir H. Haarde sagði í sjón- varpinu í lok ræðu sinnar þá: „Guð blessi Ísland“. Ég hef ætíð síðan verið Geir þakk- lát fyrir þessi orð, af því að þau sýndu trú hans og traust á Drottni, og voru eins og ljós inn í þessa dimmu atburði. Ég vildi óska þess að þeir sem eru æðstu menn þessarar þjóðar bæðu landi sínu og þjóð guðs blessunar. Þá gengi örugglega betur að stjórna þessu landi. Því þótt Alþingi og þeir sem þar ráða þykist vita allt og geta allt, fer samt margt úrskeiðis. Ég vil hvetja alþingismenn og -konur að leita í þann viskubrunn, sem Biblían er, og biðja Drottin um visku inn í öll mál; þá gengi betur stjórnarfarið. Guð skapaði manninn í sinni mynd og hann þráir að maðurinn sé í nánu samfélagi við sig og þá mun hann opinbera honum vilja sinn, sem er það góða, fagra og full- komna. Alþingismenn, takið það til greina og hafið Biblíuna við hönd- ina, þegar þið þurfið að taka stórar ákvarðanir. Ég er ekki viss um að þjóðin mín viti hve margir hafa beðið fyrir þessu landi nú, þegar trúleysið veður uppi. Gæti verið að það séu þessar bæn- ir sem hafi gefið land- inu okkar að komast á réttan kjöl með svo skjótum hætti eins og frægt er orðið? Guð notar nefnilega menn til að framkvæma vilja sinn. Höldum áfram að biðja fyrir landi og þjóð og Alþingi Íslendinga og biðj- um um samheldni og kærleika manna á milli, í staðinn fyrir ljót orð og skítkast. Biðjum að sanngirni sé alltaf gætt í orðum og gjörðum, og að allri fátækt og mismunun sé út- rýmt og að allir geti lifað með reisn. Þá mun þessari þjóð farnast vel um alla framtíð. Förum eftir boðum Jesú Krists. Það er það sem hann vill sjá. Hann segir í orði sínu: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“. Og það er hann svo sannarlega. Guð blessi Ísland Eftir Guðrúnu Oddsdóttur » Gæti verið að það sé m.a. þessi bæn sem hafi gefið landinu okkar að komast svo skjótt á réttan kjöl? Guðrún Oddsdóttir Höfundur er húsmóðir og eldri borgari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.