Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Fallinn er í valinn einn af máttarstólp- um Seltjarnarnes- bæjar. Sigurður Kr. Árnason list- málari, byggingameistari o.fl. Hann lést hinn 11. nóvember síð- astliðinn, 92 ára að aldri. Hann fæddist í Vestmannaeyj- um en fluttist upp á fastalandið og settist að á Seltjarnarnesi seint á 6. áratugi síðastliðinnar aldar og bjó þar síðan með fjöl- skyldu sinni. Hann lærði húsasmíði, gerðist byggingameistari og stjórnaði stórum verkum svo sem bygg- ingu Bændahallarinnar, Sel- tjarnarneskirkju og o.fl. Áhuga- Sigurður Kr. Árnason ✝ Sigurður Krist-ján Árnason fæddist 20. sept- ember 1925. Hann lést 11. nóvember 2017. Útför Sigurðar fór fram 24. nóv- ember 2017. mál hans voru óþrjótandi og með ólíkindum var hverju hann kom í verk, það hálfa hefði verið nóg. Í byrjun 7. ára- tugar 20. aldar stofnaði hann sitt eigið byggingafélag og rak það til ársins 1982 er hann tók að sér umsjón lista- verka Landsbankans. Jafnframt daglegri vinnu sinni sinnti hann málaralistinni af krafti. Árið 1996 gáfu Sigurður og Gunnar Dal út ritið Íslenskir myndlistarmenn þar sem sagt er frá 31 stofnfélaga Myndlistar- félagsins í máli og myndum. Þetta er glæsilegt rit. Ekki má gleyma stjórnmálun- um en Sigurður fór í framboð til sveitarstjórnar í plássinu einu sinni ef ekki tvisvar ef ég man rétt. Ég kynntist Sigurði þegar nokkrir karlar í plássinu stofn- uðu Rotarýklúbb Seltjarnarness 1971. Í klúbbnum tók hann til starfa með sama krafti og annars staðar. Hann teiknaði merki klúbbsins, sem á að tákna hraða og framvindu. Hann var forseti klúbbsins 1985-86, var sæmdur æðsta heiðursmerki Rotary International, „Paul Harris“-orð- unni, 1991 og gerður að heiðurs- félaga 2001. Hann sinnti öllum störfum innan klúbbsins, sem honum voru falin af kostgæfni og vel studdi hann við uppbyggingu klúbbhússins í Gróttu, Alberts- búð. Áhugi hans á stjörnufræði var slíkur að hann keypti stjörnukíki, sem komið var fyrir á þaki Val- húsaskóla til afnota fyrir áhuga- menn. Hann rak myndlistaskóla um árabil og kenndi fólki á öllum aldri myndlist. Ljósmyndari var hann góður, svo og kvikmyndagerðarmaður. Þegar gaus í Eyjum 1973 fór hann strax þangað og tók ljós- myndir og kvikmyndir af gosinu fyrsta gosdaginn, þessar myndir þóttu frábærar. Ekki má gleyma áhuga Sig- urðar á náttúru landsins og öllu því sem hann gaf Náttúrugripa- safni Seltjarnarness svo sem steinasafn, steingervinga og fleira og fleira. Hjartfólgnust held ég að hafi alla tíð verið myndlistin. Hann naut þess að mála og skapa með penslinum. Hann átti sinn persónulega stíl. Myndir hans hrifu mann en gleymdust ekki. Sýningar hans urðu margar bæði hér og erlend- is og hlaut hann margar viður- kenningar. 1980 fékk hann gullmedalíu Accademia Italia delle Arte. Seinustu sýningu sína opnaði hann á 90 ára afmæli sínu 2015. Skömmu fyrir aldamótin fékk ég hann, tregan, til að sækja um nafnbótina „Bæjarlistamaður Seltjarnarness“ en umsóknin fékk ekki náð fyrir augum „Menningarnefndarinnar“ svo- kölluðu. Sigurður var mikill listamaður og mannvinur og var sívinnandi að list sinni allt til hins síðasta. Hann mun lifa í verkum sínum um ókomna framtíð. Vertu sæll, gamli vinur og fé- lagi. Eiginkonu og börnum Sigurð- ar votta ég mína dýpstu samúð. Jón Jónsson, fyrrum Rótarýfélagi og forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Hér kveð ég nöfnu mína og æskuvinkonu, Báru Björgu Oddgeirs- dóttur. Það var erfitt að fá þær fréttir að þú værir farin. Síðast þegar við hittumst var ég svo viss um að þú ættir góðan tíma framundan. Ég ætlaði að koma og hitta þig aftur en því miður þá náðist það ekki. Þakka þér, elsku vinkona, fyr- ir þær stundir sem við áttum saman sem hefðu mátt vera svo miklu fleiri en í hjarta mínu varst þú alltaf Bára, mín besta vinkona. Ferðirnar okkar í Glaumbæ og Þórskaffi voru margar og alltaf skemmtum við okkur vel saman og áttum góðar minningar frá þessum árum. Þú hittir svo hann Gunnar þinn og ég Ragga minn og við stofnuðum fjölskyldur og eignuðumst börn- in okkar. Við áttum yndislega tíma Bára Björg Oddgeirsdóttir ✝ Bára BjörgOddgeirsdóttir fæddist 31. maí 1945. Hún lést 20. nóvember 2017. Útför Báru Bjargar fór fram 30. nóvember 2017. saman með fjöl- skyldum okkar eins og ferðin sem við fórum saman til Flórída, sú ferð skildi eftir góðar og dýrmætar minning- ar. Í seinni tíð hitt- umst við því miður ekki eins oft en það var alltaf vinátta og væntumþykja á milli okkar. Elsku Bára mín, ég veit að nú líður þér vel og vel hefur verið tekið á móti þér. Elsku Gunnar minn, Birgitta, Helga, Katrín og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur, hugur minn er hjá ykkur, Guð blessi ykkur öll. Þín vinkona, Bára. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. ók.) Fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, Berglind Hafsteinsdóttir. Kynni okkar systra og Silju hóf- ust fljótlega eftir að hún og faðir okkar byrjuðu að hittast, en þau kynnt- ust árið 1993 í gegnum sameig- inlegt áhugamál, bridge. Þau voru bæði afar færir spilarar, spiluðu sem makkerar á bridge- mótum og voru ósigrandi par þegar gripið var í spil þegar fjöl- skyldan hittist. Þegar barnabörnin heimsóttu afa og Silju í Skipasundið var alltaf líf og fjör. Silja lumaði nefnilega á sérstöku leynivopni til að hafa ofan af fyrir þeim. Hún setti gamlar Chaplin-mynd- ir í tækið og börnin veltust um af hlátri yfir þessum ofurkvika og skrítna manni og öllum hans villtu uppátækjum og eltinga- leikjum. Alltaf var gleði og hlátur í kringum Silju og okkur fannst Sesselja Friðriksdóttir ✝ Sesselja Frið-riksdóttir fæddist 22. júlí 1935. Hún lést 17. nóvember 2017. Útför hennar fór fram 1. desember 2017. pabbi óskaplega heppinn að hafa kynnst þessari ofur- kláru og skemmti- legu konu. Hann fór heldur ekki dult með aðdáun sína á henni og dásamaði hana alltaf og bar ómælda virðingu fyrir henni. Nú eru rúm 16 ár síðan pabbi lést en útfarardagur Sesselju, 1. desem- ber, er afmælisdagurinn hans. Sá dagur var alltaf sérstakur hjá þeim Silju. Hann bauð henni, okkur börnum sínum, dóttur Silju og öllum barnabörnum í Perluna, sem hann kallaði stof- una sína. Þar valdi hver og einn sínar veitingar og síðan var set- ið, spjallað og hlegið fram eftir degi. Þessar stundir og fleiri góðar með Silju á síðustu árum eru okkur afar dýrmætar í minn- ingunni. Við sendum Siggu Steinu, Kristínu og Bjössa innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning elsku Silju, hennar verður sárt saknað. Mínerva, Guðríður og Svanhildur. Það var badmin- tonið sem leiddi okkur saman, fyrst var Rafn þjálfari minn hjá Badmintondeild Vals og undir hans stjórn varð ég eitt sinn Reykjavíkurmeistari. Rafn helgaði badmintoni stóran hluta af sínum frítíma, hann var þjálfari, dómari, formaður Badmintonsambandsins og svo lék hann sjálfur badminton af lífi og sál. Hann var ástríðufullur bad- mintonspilari og vildi að menn spiluðu íþróttina rétt og væru alltaf að keppa að því að ná sem bestum árangri. Þegar TBR-húsið reis við Gnoðarvog um 1976 var stofn- aður klúbbur, Gammel mænd holdet eða GMH, skilyrði var að menn væru orðnir fertugir eða litu út fyrir að vera það, undirritaður féll undir seinni skilgreininguna. Nafnið á klúbbnum kom frá húsverðinum, honum Eiríki hálfdanska sem talaði ávallt bjagaða íslensku. Klúbburinn átti handritað stofnskjal með 16 meðlimum, spilað var tvisvar í viku og tvo tíma í einu. Ókrýndur bolta- vörður og skipuleggjandi var Rafn, allt varð að fara eftir settum reglum og flest úrslit Rafn Kristján Hólm Viggósson ✝ Rafn KristjánHólm Viggós- son fæddist 11. maí 1931. Hann lést 15. nóvember 2017. Útför Rafns fór fram 24. nóvember 2017. skráð samvisku- samlega. Þarna var sam- ankominn skemmtilegur hóp- ur og margur hafði verið keppnismað- ur í badminton. Rafn hætti aldrei að segja mönnum til og hvernig ætti að spila leikinn, það gat stundum slegið í brýnu og ekkert var gefið eftir. Hópurinn hefur haldið árlegt þorrablót frá upp- hafi og alltaf verið glatt á hjalla, á árum áður voru einnig haldnar eftirminnilegar stór- árshátíðir með okkar betri helmingum. Síðustu árin dvaldi Rafn á Hrafnistu og undi hag sínum vel þar, var fljótur að kynnast fóki og duglegur að lesa. Ég færði honum nokkrum sinnum bækur sem voru vel þegnar. Hann fylgdist vel með þjóðmál- um og vildi frétta af badmint- onfélögunum. Það eru orðin um fjögur ár síðan æfingum hjá GMH var sjálfhætt, Elli kerling var farin að segja til sín og nú hefur fækkað nokkuð í hópnum, en þorrablótið lifir svo lengi sem fleiri en einn meðlimur GMH verða uppistandandi. Rafns verður þar sárt saknað, en minningin um skemmtilegan fé- laga og snjallan badmintonspil- ara lifir. Við félagar í GMH sendum fjölskyldu Rafns innilegar sam- úðarkveðjur. Jafet Ólafsson. Elsku afi, það er ljúfsárt að kveðja þig svona stuttu eft- ir að við kvöddum ömmu. Við viljum trúa því að þið hafið farið saman inn í eilífðina þó að þú myndir örugglega finna einhverja rökrétta ástæðu fyrir þessari tímasetningu. Það var alveg sama hvert mál- efnið var þú áttir alltaf einhverjar sögur í pokahorninu sem settu málið í annað samhengi. Þú fræddir okkur um heima og geima, fórst með vísur og sagðir dæmisögur. Boðskapurinn var oft á tíðum sá að við ættum að vera gagnrýnar og skoða hluti frá mörgum sjónarhornum. Eðlileg- Bergur Jónsson ✝ Ragnar BergurJónsson fædd- ist 24. maí 1924. Hann lést 30. októ- ber 2017. Útför Bergs fór fram 24. nóvember 2017. ar og rökréttar skýringar þyrftu ekkert endilega að vera óspennandi. Þú gafst þér alltaf tíma í að sinna okkur þegar við komum í heimsókn. Eins og amma strauk hárið frá enninu á okkur þá tókst þú á móti okkur með þéttu afaknúsi og pípu- ilmi. Niðri á verkstæðinu þínu var einstök ró, þar sem við gátum setið, fylgst með og spjallað sam- an. Allt var hægt að laga og upp- gjöf var ekki til í þínum orða- forða, eins og þú sagðir svo oft þá er til ráð við öllu nema ráðaleysi. Heimurinn án ykkar ömmu er ekki alveg búinn að taka á sig mynd. Við yljum okkur við minn- ingar um góðar samverustundir, hlýjuna og húmorinn. Takk, elsku afi Bergur. Jóna Lára, Berglind og Björg. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Þessi gamla vísa kom upp í huga minn þegar ég horfði út um eldhúsgluggann í Syðri- Neslöndum um síðustu helgi, á ljósin í gluggunum á næsta bæ. Laugardagurinn 18. nóvem- ber var fagur í Mývatnssveit. Logn, sól og blíða, allt snævi þakið. Einn skuggi var þó til staðar þar sem ég þurfti að kveðja kæra vinkonu, Stínu í Ytri eins og við kölluðum hana þar sem við dveljum í Syðri-Neslöndum þegar við erum í Mývatnssveit. Yndisleg kona með hlýja nær- veru og einstök á margan hátt. Margt kemur upp í hugann þegar rifja á upp liðna tíð, bæði súrt og sætt. Mikill samgangur var þar á milli bæja þar sem um frænd- Ingibjörg Kristín Sigurgeirsdóttir ✝ IngibjörgKristín Sig- urgeirsdóttir fædd- ist 18. janúar 1930. Hún lést 3. nóv- ember 2017. Útför Ingibjarg- ar Kristínar fór fram 18. nóvember 2017. fólk og nágranna er að ræða og sam- skipti góð. Oft höfum við dvalið þarna og notið hjálpar og gleðistunda með fólkinu í Ytri-Nes- löndum og hefur þá alltaf verið glatt á hjalla og um nóg að spjalla. Stundum hjólaði ég eða rölti til Stínu í kaffi og áttum við þá ljúfar stundir við eldhúsborðið þar sem margt bar á góma svo sem álfkonur, miðilsfundi, gengið samferða- fólk og liðna daga svo eitthvað sé nefnt. Lengi verður í minnum haft þegar við dvöldum í sveitinni síðastliðið sumar ásamt fjöl- skyldumeðlimum, þegar Stína birtist í Syðri-Neslöndum með börnin sín fimm og auðvitað með kleinupoka í hendi. Þá var kátt í höllinni. Hún unni sínu fólki heitt og var annt um að öllum liði sem best. Með þessum fátæklegu orð- um langar mig að þakka fyrir yndislegar samverustundir og liðna tíð með Stínu og sendum við Tommi og fjölskylda hlýjar samúðarkveðjur til ykkar allra, elsku Ytri-Neslandafólk. Þórdís Pálmadóttir, Laugarvatni. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn- um. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.